Morgunblaðið - 28.09.1997, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 25
norður um haustið og kynntist þar
þeirri konu sem mest og best áhrif
hefur haft á mig um dagana.
Ingibjörg var áhrifavaldur
„Ingibjörg var mikill áhrifavald-
ur í mínu lífí. Hún sagði mér seinna
að hún hefði fljótlega fundið að
sjálfsmynd mín væri veik og að
ég hefði mikla þörf fyrir stuðning
og ástríka, leiðandi hönd. Við náð-
um fljótt sáman og þegar ég fór
í jólafrí sagði hún mér að koma
norður á undan hinum stelpunum,
sem ég og gerði. Hún lét mig hafa
sér herbergi og kom oft inn til
mín til þess að ræða við mig. Þessi
ráðstöfun var líka þýðingarmikil
fyrir mig af því að ég þoldi illa
hitann sem stelpumar tvær, sem
ég áður var með í herbergi, vildu
hafa inni. Aldrei gleymi ég kvöld-
unum á Löngumýri. Þá höfðum við
stelpurnar handavinnuna okkar
með okkur niður í stofu og Ingi-
björg talað við okkur. Hún talaði
við okkur um llfíð og tilvemna,
allt frá eigin hjarta. Hún var svo
stór manneskja, hafði af svo miklu
að miðla að við stækkuðum allar
fyrir hennar andlegu auðlegð.
Um þetta leyti var Ingibjörg að
hugsa um að flytja suður. Svo vildi
til að íbúðin sem foreldrar mínir
höfðu búið í á Reynimelnum stóð
auð. Árið 1957 hafði heimili okkar
verið flutt út á Seltjamames, þar
sem pabbi byggði hús í Nestúninu.
Við systkinin áttum íbúðina á
Reynimelnum, hún var móðurarfur
okkur. Það endaði með því að Ingi-
björg flutti inn í þessa íbúð og síð-
ar keyptu hún og Björg Jóhannes-
dóttir vinkona hennar þessa íbúð.
Björg hafði líka kennt mér á
Löngumýri og var einnig merk
kona. Ég heimsótti Ingibjörgu alla
tið meðan hún bjó í þessari íbúð
og fannst ég alltaf vera að koma
heim þegar ég kom þar inn. Ingi-
björg vildi að ég færi í frekara nám
eftir veturinn á Löngumýri, vildi
að ég færi í Kennaraskólann. Hefði
ég haft meira sjálfstraust hefði ég
kannski gert það, en þannig fór
það ekki og ég sé eftir því enn í
dag. Hins vegar fór ég fyrir orð
Ingibjargar norður á Strandir að
kenna.
Sumarið þar í milli réð ég mig
á afskekktan bæ á Snæfjalla-
strönd. Þar kynntist ég gamla tím-
anum, hann var ríkjandi þar í öllu
verklagi og jafnvel viðhorfum. Mér
fannst gaman að vinna í sveit, en
ég verð að viðurkenna að mér þótti
betra að vinna sem ráðskona held-
ur en undir stjórn annarra kvenna.
Bændumir voru umburðarlyndari.
Ég lenti í ýmsu hvað matargerðina
snerti fyrst. Einu sinni var smala-
mennska og ráðskonan átti að
reiða fram kjöt með sósu og græn-
meti. Ég notaði soðið af kjötinu
og hristi saman vatn og hveiti.
Ekki vildi sósan þykkna þótt ég
bætti fjórum sinnum hveitijafningi
út í soðið. Ég fór þá bara að leggja
á borðið en á meðan heyrðust und-
arlegir smellir frá eldavélinni. Ég
leit við, það sauð þá í pottinum.
Ég greip í sleifina en hún var föst
í sósunni. Ég hafði gleymt að láta
suðuna koma upp milli þess sem
ég setti jafninginn í sósuna. Ég
hellti helmingnum af sósunni niður
og þynnti hana hæfilega en ég er
ekki frá því að það hafi verið und-
arlegur svipur á smalamönnunum
- en það sagði enginn neitt.“
Hjónaband og barneign
„Haustið eftir veruna á Snæ-
fjallaströnd fór ég að kenna og
fannst það gaman, börnin voru
yndisleg, þau lögðu mikið á sig til
að sækja skólann vel og létu jafn-
vel vond veður ekki aftra sér.
Þannig leið veturinn 1965-66.
Skömmu síðar kynntist ég manni
sem ég svo síðar giftist. Við vorum
jafnaldrar og höfðum kynnst
heima hjá pabba og stjúpu minni.
Við urðum mjög ástfangin, en eigi
að síður lét ég mig hafa það að
fara frá honum í kaupamennsku
upp að Fitjum í Skorradal, en þar
hafði ég verið sumarið áður og
lofað að koma aftur. En kærastinn
beið mín þolinmóður. Hann var að
læra læknisfræði, við giftum okkur
Á FJÓLUGÖTU 11. F.v. Skúli Thorarensen, Vigdís Thorarensen með nöfnu sína Fjeldsted, Þuríður
Thorarensen, Jónína Thorarensen og Ágúst Fjeldsted.
árið 1968 og eignuðumst son árið
1969. Ég notaði móðurarf minn
til þess að geta verið heima og
hugsað bara um bamið og heimil-
ið. Læknar höfðu ekki verið trúað-
ir á að ég myndi geta eignast bam
en það gekk allt vel og ég var
ákaflega hamingjusöm yfír að vera
orðin móðir. Hjónabandinu lauk
fáum ámm seinna þegar maðurinn
minn fór að vera með annarri konu.
Það varð mér áfall en núna er ég
sátt við að þessu hjónabandi lauk.
Við tvö áttum ekki samleið, en
mér þykir alltaf vænt um hann og
er fegin að svo er. Fólkið hans
hefur reynst mér og syni mínum
afar vel og er vinir mínir enn í dag.
Enn brá ég á það ráð að fara í
sveit. Ég réð mig á bæ fyrir aust-
an Fjall, gerðist ráðskona hjá frá-
skildum manni en líkaði ekki sú
vist og fór eftir tæpt ár. Eftir það
fékk ég mér vinnu í bænum. Ég
hef unnið við ýmislegt um dagana,
svo sem í bókabúðum, bæði hjá
Máli og menningu og eins hjá Lár-
usi Blöndal, á leikskóla, hef borið
út póst og unnið í banka eins og
fyrr sagði. Ég lærði fljótt að ekki
borgaði sig að geta þess í upphafí
að ég væri flogaveik, hins vegar
tóku atvinnurekendur þessu yfír-
leitt vel þegar til alvörunnar kom.
Best hefur mér þó reynst að vera
eigin húsbóndi.
Eftir að ég skildi keypti ég mér
góða íbúð og seinna lítið hús og
bjó þar með syni mínum þar til ég
enn tók mig upp og réð mig í sveit,
það var eitthvað við sveitalífið sem
togaði í mig. Ég átti orðið góð-
kunningja hjá Búnaðarfélaginu
sem hafði milligöngu um ráðningu
ráðskvenna í sveit. Ég fór nú eitt
sinn sem oftar á hans fund, ég
hafði svo gaman af að velta því
fyrir mér hvert hægt væri að kom-
ast næst. Hann benti mér á að það
vantaði ráðskonu í Skáleyjar á
Breiðafirði. Mér þótti þetta for-
vitnilegt, ég hafði aldrei kynnst
eyjabúskap, hafði ekki einu sinni
heyrt þessar eyjar nefndar á nafn,
en pabbi talaði oft um Svefneyjar,
hann var ættaður þaðan og hafði
gaman af þeim tengslum. Nú datt
mér í hug að reyna þetta, lokaði
húsinu og fór út í Skáleyjar.
Þrjú börn fæðast
„Þar var margt öðruvísi en ég
hafði átt að venjast og sumt æði
forneskjulegt, þar var t.d. ekki einu
sinni klósett, heldur kamar. Mikið
var að gera og mörg störfín kunni
ég ekki, t.d. að verka sel. Þarna
bjuggu tveir bræður og móðir
þeirra. Hún reyndist mér frábær-
lega vel og kenndi mér margt til
verka, ég man t.d. hvað hún bauð
mér fallega að skera sundur súrs-
aða hreifa af kópum, hún sá hvað
ég átti bágt með að gera það.
Þegar frá leið fór að draga saman
með mér og öðrum bóndanum. Ég
var þarna fyrst eitt sumar, fór svo
VIGDÍS Ágústsdóttir og Björgólfur Eyjólfsson.
VIGDÍS Ágústs- INGIBJÖRG
dóttir um tvítugt Jóhannsdóttir
suður um veturinn og kom aftur
sumarið eftir. Þá varð ég ófrísk
og sneri ekki suður þann veturinn.
Ég átti þtjú börn með skömmu
millibili en undi mér illa í eyjunum
er frá leið. íbúðarhúsið var afar
kalt og ráðist var í húsbyggingu.
Það stóð á endum að þegar nýja
húsið var risið þá fór ég. Mér
fannst lítil framtíð fyrir börnin að
vera á þessum einangraða stað og
vildi ala þau upp við skilyrði sem
mér fannst æskilegri. Barnsfaðir
minn var aftur fæddur í Skáleyjum
og alinn þar upp og vildi mikið á
sig leggja til að ábúð þar héldist.
Sjónarmið okkar fóru því ekki sam-
an. Einn góðan veðurdag tók ég
því börnin mín litlu sitt á hvorn
handlegginn, tók bátinn í Stykkis-
hólm og fór þaðan suður til Reykja-
víkur. Mér til sárrar sorgar vildi
barnsfaðir minn ekki leyfa mér að
taka elsta drenginn okkar með
mér og varð ég því að skilja hann
eftir, kveðjustund okkar á bryggj-
unni var sár.“
Barátta um barn
„Mér var þungt í sinni þegar ég
flutti aftur í húsið mitt á Hávalla-
götunni. Ég var fegin að komast
burt úr Skáleyjum en mér þótti
sárt að skiljast við drenginn minn
sem var aðeins fímm
ára gamall. Svo fór
að faðir hans fór
fram á forræði yfir
honum og ekki varð
af samkomulagi
þrátt fyrir tilraunir
góðra manna, svo
sem pabba míns, sem
reyndi að sætta mál-
in. Ég taldi að dreng-
urinn þyrfti á móður
sinni og systkinum
að halda og hefði
ekki gott af að alast
upp í einangruninni
í Skáleyjum, bams-
faðir minn var á öðru
máli. Svo fór að
dómsmálaráðuneyti úrskurðaði í
máli þessu eftir að lagðar höfðu
verið fram skýrslur og greinar-
gerðir frá ýmsum aðilum. Urskurð-
urinn var á þá leið að faðirinn fékk
forræði drengsins en hann átti að
vera hjá mér í a.m.k. fjóra mánuði
á ári. Einnig var í úrskurðinum
ákvæði þess efnis að ef skólahaldi
yrði ekki til að dreifa í Flatey á
Breiðafirði skyldi drengurinn
sækja skóla frá móður sinni. Ég
var ekki sátt við þennan úrskurð
dómsmálaráðuneytis. Pabbi sagði
við mig þegar úrskurðurinn lá fyr-
ir: „Tíminn vinnur með þér.“ En
þessi orð hugguðu mig ekki þá -
ég var óhuggandi.
Ég hef aldrei verið í þeim hópi
sem leitar í flöskuna þegar á móti
blæs. í þessum erfíðleikum öllum
mátti þó einu sinni litlu muna -
eða þannig. Ég var nýlega komin
suður til Reykjavíkur frá Skáleyj-
um og leið illa, var bæði reið og
sár. Eg var á gangi með barn mitt
í kerru niðri á Lindargötu og átti
leið framhjá Ríkinu. Þá datt mér
í hug að fara inn og kaupa mér
flösku af víni - sumir telja það
raunabót. Jæja, ég keypti flöskuna
og setti hana á grind sem hékk
aftan á kerrunni. Síðan hélt ég
áfram ferð minni og fór I aðra búð
en skildi kerruna eftir fyrir utan.
Þegar ég kom aftur var búið að
stela flöskunni og ég varð mjög
fegin, leit á það sem handleiðslu
æðri máttarvalda og hef ekki öðru
sinni brugðið á þetta ráð.
Eftir allt þetta var það mikil
gæfa fyrir mig að eignast heimili
og mann hér í Lækjarhvammi. Mig
langar til að trúa að sú ráðstöfun
sé líka verk æðri máttarvalda. Ég
réð mig hingað með yngri börnin
nokkru eftir að ég kom suður til
Reykjavíkur og þau tóku strax
miklu ástfóstri við Björgólf. Það
sama varð upp á teningnum með
drenginn sem ég hafði ekki for-
ræði yfir. Hann fékk að koma hing-
að í heimsókn og vildi ekki fara
héðan aftur. Við tóku nokkur ár
sem einkenndust af mikilli tog-
streitu. Skólahald var ekki í Flatey
og drengurinn gekk því í skóla hér
á Laugarvatni alla sína skólatíð.
En á hveiju hausti greip mig mik-
il kvíði: Skyldi drengurinn fá að
koma til mín í vetur? Niðurstaðan
varð þó alltaf á endanum sú ár
eftir ár og í reynd ólst hann að
mestu hér upp ásamt systkinum
sínum og talar jafnan um að fara
heim í Lækjarhvamm.
111 áhrif togstreitunnar
„Þessi mikla togstreita hafði
mjög ill áhrif á heilsufar mitt.
Flogaköstin sem áður böguðu mig
ekki mikið og leiddu ekki til þess
að ég fengi krampa, breyttust mjög
til hins verra, ég fór að fá mikil
köst og þurfti jafnvel að leggjast
á sjúkrahús. Meðan ég enn var í
Skáleyjum lá ég t.d. viku í kasti
án þess að borða eða sofa en fólk-
ið vissi ekki hvað var á seyði. Stóru
köstin koma að vísu sjaldan en
taka mjög á mig. í öllu þessu hef-
ur Björgólfur staðið eins og klettur
mér við hlið og bömin mín öll hafa
sýnt veikindum mínum skilning og
mér ástríki sem hefur verið mér
dýrmætt. Það að verða móðir var
mín heitasta ósk. Mér auðnaðist
að eignast fjögur myndarleg og
vel gerð börn og fyrir það er ég
óendanlega þakklát.
Tíminn hefur unnið með mér
„Tíminn hefur unnið með mér -
nú sé ég að þau orð pabba hafa
ræst sem hann lét falla þegar úr-
skurður dómsmálaráðuneytis birt-
ist. Hitt hefur ekki breyst að ég
vildi óska að til starfa í svona
málum veldist fólk sem hefði sem
flesta mannkosti Ingibjargar á
Löngumýri. Væri stórt í sér eins
og hún, vildi færa allt til betri
vegar og hefði mannbætandi áhrif
að hveiju sem það kæmi. En það
er fátt fólk eins og hún Ingibjörg
og þess er líklega ekki helst að
leita innan raða þeirra sem starfa
í „kerfinu" svokallaða.
Ég er mjög sátt við lífíð núna.
Ég á góðan mann og góð börn og
hef ákaflega gaman af að byggja
upp með manninum mínum bú-
skapinn hér í Lækjarhvammi. Ég
er í nágrenni við óspillta náttúru
og á margar góðar stundir með
henni, kýmar sem ég mjólka
kvölds og morgna em vinir mínir
og mér líkar vel sú sveit sem ég
bý nú í. Loks ber að geta þess að
það hefur hjálpað mér mikið að
hafa jafnan haft nokkur efni. Ég
fékk tvisvar umtalsverðan arf og
hef því getað búið betur í haginn
fyrir mig en ella hefði verið. Fortíð-
in er ekki lengur sár í minning-
unni. Ég sakna þó pabba og Ingi-
bjargar en þau era bæði dáin. Við
pabbi vorum alltaf samrýnd og
Ingibjörg var eins og mamma mín
enda lét ég dóttur mína heita í
höfuðið á henni. Hún hringdi í mig
í hverri einustu viku og væri eitt-
hvað að mér gat ég alltaf leitað
til hennar. Ég gaf henni mest lítið
en hún gaf mér allt, ég fór alltaf
betri manneskja af hennar fundi.
Ég vildi óska að ég gæti miðlað
öðrum þótt ekki væri nema broti
af því sem hún miðlaði mér. Ég
er ekki trúuð en ég trúði á bænirn-
ar hennar Ingibjargar, ég vissi að
hún bað alltaf fyrir mér. Ég er þó
ekki ein af þeim sem hafna trúnni
á framhaldslíf - ég er ein af þeim
sem vona.