Morgunblaðið - 28.09.1997, Síða 26

Morgunblaðið - 28.09.1997, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ NA UÐSYNLEGTAÐ BYGGJA NÝTT ORKUVER JBoreuablaíiib VIDSKIFTIMVINNULÍF ► Júlíus Jónsson er fæddur og uppalinn í Sandgerði. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1970 og þaðan lá leiðin í viðskiptadeild Háskóla íslands. Hann lauk prófí árið 1974 og meðfram náminu starfaði hann hjá Fram- kvæmda- og byggðastofnun. Að námi loknu réðst hann til Hafnamálastofnunar þar sem hann starfaði til ársins 1982. Þá var Júlíus ráðinn til Hitaveitu Suðurnesja, fyrst sem skrif- stofu- og fjármálasljóri, síðan sem forstöðumaður fjármála- sviðs og forstjóri Hitaveitunnar hefur hann verið frá 1992. eftir Súsönnu Svavarsdóttur RAMKVÆMDIR við fyrsta orkuver Hitaveitu Suðurnesja hófust árið 1975 við Svartsengi og fljótlega eftir það nutu íbúar á Suðurnesjum hitaveitukyndingar í fyrsta sinn. Olíubílamir hurfu af götunum og í görðunum spruttu upp heitir pottar, auk annarra hlunninda sem fylgja heita vatn- inu. En á þeim tuttugu og tveimur árum sem síðan hafa liðið, hefur Hitaveita Suðumesja teygt anga sína víða og er nú í fararbroddi í héraði hvað varðar nýsköpun og atvinnuþróun, auk þess sem verið er að færa út kvíarnar og þegar eru hafnar framkvæmdir við orku- ver 5. Ennþá á Hitaveita Suður- nesja þó eftir að afla leyfis fyrir rekstri slíks orkuvers en forstjóri Hitaveitunnar, Júlíus Jónsson, kveðst ekki hafa áhyggjur af því. „Þegar framkvæmdir hófust við fyrsta orkuverið hér, voru menn að gera nokkúð sem hafði ekki verið gert áður. Það má því segja að þetta hafi verið tilraun," segir hann. „Það kom í ljós áður en framkvæmdum lauk að hægt var að gera þetta á mun ódýrari hátt og þá var ráðist í orkuver 2 sem er mun hagkvæmara og ódýrara per megawatt. Það má því segja að orkuver 1 hafí verið úrelt áður en byggingu þess lauk. Núna er þetta orkuver orðið tuttugu ára og komið að miklu viðhaldi. Það er okkar skoðun að það sé ekkert vit í því að end- urnýja þau, heldur sé nauðsynlegt að byggja nýtt orkuver og taka það í notkun. Um leið og við byggjum það, ætlum við að nota alla þá reynslu sem við höfum fengið á tuttugu árum og auka afköstin með því að taka upp svipað magn úr jarð- hitakerfinu. í orkuveri 5 getum við framleitt 75 mw í staðinn fyr- ir þau 50 sem við fáum úr orku- veri 1 og 30 mw af rafmagni í staðinn fyrir tvö. En þar stendur hnífurinn í kúnni, því það má segja að það sé ekki vinsælt að hver sem er framleiði raforku hér á íslandi. Eins og stefnan er núna, ætla stjórnvöld það aðeins einum aðila - Landsvirkjun. En við höfum hafíð fram- kvæmdir. Vinna við lóðafram- kvæmdir er þegar hafín. Þetta nær út í Bláa lónið og þar er búið að reisa garð og hreinsa kísil úr lón- inu þar sem orkuverið á að rísa. Það er allur undirbúningur á fullu. Það er unnið að hönnun á húsi og við reiknum með að túrbín- an komi í lok næsta árs. Það er allt miðað við að hægt verði að gangsetja orkuverið í september 1999.“ Þurfið þið ekki leyfí? „Það þarf leyfí frá stjórnvöldum til að gangsetja þetta og tengja raforkukerfí landsins. Við sóttum um leyfi fyrir tveimur árum og umsagnir og umræður hafa verið í gangi - þótt hægagangur sé. Síðan höfum við tekið upp við- ræður við Landsvirkjun um það hvernig þessi virkjun falli að raf- orkukerfi landsmanna og þær við- ræður eru einnig í gangi. Það má segja að við höfum tek- ið okkar ákvarðanir í skjóli þess að löngu úrelt raforkukerfí lands- manna geti ekki staðist í tvö ár í viðbót. Við treystum því og trúum vegna þess að iðnaðarráðherra hefur talað um það þótt þess sjá- ist lítil merki enn sem komið er. Fyrir tveimur árum skipaði hann nefnd sem lauk störfum í október í fyrra. Samkvæmt tillög- um hennar voru boðaðar talsverð- ar breytingar á umhverfi orku- mála og við trúum því að þær komi, þótt hægt miði.“ Magnesíumverksmiðja Verðið þið þá ekki með umfram- orku sem þið verðið að selja út fyrir Suðurnes? „Suðurnesin nýta 30 mw á dag. Ef magnesíumverksmiðja verður reist hér, þarf hún 120 mw. Þá þarf að bæta 80-90 mw inn á þetta svæði þrátt fyrir nýja orku- verið.“ Hitaveita Suðurnesja er stærsti hluthafinn í magnesíumverksmiðj- unni sem áætlað er að rísi á Reykjanesi. Hlutur hennar er 35%. „Það er verið að ljúka við hönn- un og arðsemisútreikninga og öfl- un fjárfesta,“ segir Júlíus. „Við erum að vona að hægt sé að hefj- ast handa við byggingu verksmiðj- unnar í byijun næsta árs. Þetta eru framkvæmdir upp á 35 millj- arða og þijú ár eru áætluð í bygg- ingu. Væntanlega verða starfs- menn 350 svo verksmiðjan breytir ekki bara öllu í orkumálum fyrir okkur, heldur líka í atvinnumálum auk fleiri þátta.“ Eruð þið með markað fyrir framleiðsluna? „Já, það lítur út fyrir það. Við höfum verið að ræða við aðila er- lendis um stóraukningu á magnes- íum í bílaframleiðslu. Bílaframleið- endur þurfa að létta bílana, minnka eldsneytisnotkun og draga úr koltvísýringsútblæstri. Það hafa verið settir staðlar í Banda- ríkjunum sem eiga að sjá til þess að einkabílar eyði ekki nema 9,7 lítrum á hundraði og til þess verð- ur að létta þá. Magnesíum er létt- ara en ál og getur orðið sterkara en stál og hentar því mjög vel í bílaiðnaði. Við höfum verið í við- ræðum við stóra bílaframleiðendur í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Japan um að kaupa 40% af fram- leiðslu okkar. Það lítur ágætlega út. Magnesíumverksmiðja er hag- kvæmur kostur og umhverfis- vænn. Við segjum að íslendingar geti ekki gert neitt betra til þess að minnka koltvísýring í andrúms- loftinu en að byggja þessa verk- smiðju.“ Erum við samkeppnisfær við magnesíumverksmiðjur erlendis? „Já. Það er grundvallaratriði. Annars færum við ekki út í þetta. Magnesíum er unnið úr Atlants- hafínu. Ef þú tekur eitt tonn af sjó, færðu 1,26 kg af magnesíum úr því. Síðan höfum við skeljasand sem hefur kalk sem er nauðsyn- legt til þess að ná magnesíum úr sjónum. Við höfum hagstætt orku- verð vegna þess að við getum notað gufu sem er á svæðinu. Gufa er ódýrari en rafmagn sem búið er að vinna. Síðan er fjöldi annarra atriða sem við teljum ís- landi til tekna; hér er nóg af hæfu starfsfólki, við eigum tollfijálsan aðgang að evrópskum markaði og löggjöfin er okkur hliðholl. Það er ekkert fjandsamlegt í umhverf- inu.“ Þú segir verksmiðjuna kosta 35 milljarða. Getur þetta orðið arð- bært fyrirtæki? „Já. Hún á að framleiða 50.000 tonn á ári og miðað við heims- markaðsverð síðustu ára, þýðir það 10-11 milljarðar í söluverði. Helmingurinn af því fer í rekstur. í öllum arðsemisútreikningum verður hún afskrifuð á sautján árum frá því starfsemin hefst og verður því að skila góðri arðsemi til að laða að fjárfesta. Við höfum aðallega verið í sam- vinnu við þýska aðila við undirbún- inginn en auk þess Rússa, Frakka, Austurríkismenn og Kanadamenn, þannig að þetta hefur verið alþjóð- legt púsl.“ Þátttaka í nýsköpunarverkefnum Hitaveita Suðurnesja er hluthafi í fleiri nýsköpunarverkefnum en magnesíumverksmiðju. Má þar nefna sæsniglaeldi, pólýólverk- smiðju og áformum um eimingu á alkóhóli. En hvers vegna er hita- veitan svo virkur þátttakandi í slíkum verkefnum? „Tilgangurinn er margþættur,“ segir Júlíus. „Fyrst og fremst sá að auka umsvif og atvinnu á svæð- inu. Síðan hefur verið talað í ára- tugi um nýtingu á þeirri auðlind sem jarðhitinn er. En það hefur ekki tekist í neinum mæli að skapa iðnað í sambandi við þessa auðlind og við erum að láta á það reyna að hún nýtist okkur - ekki bara í orði, heldur á borði. Við sjáum líka að sá markaður sem við hjá Hitaveitu Suðurnesja höfum yfir að ráða er að dragast saman. Okkar langstærsti við- skiptaaðili er varnarliðið. Orku- kaup þess minnka stöðugt, svo það má segja að við séum að renna styrkari stoðum undir starfsemina með því að styðja við nýsköpun. Við vitum ekki hversu lengi varn- arliðið dregur úr starfsemi sinni - eða hvort það hættir jafnvel alveg. Við höfum líka verið þátttak- endur í ísKem. Það félag er að skoða tvö verkefni hér á svæðinu afa mikilli alvöru; í fyrsta lagi, pólýólverksmiðju og síðan aðra verksmiðju til þess að eima alkó- hól. Það má segja að seinni hug- myndin sé lengra komin. Hún er minni og kostnaður við hana er um 700 milljónir. Hún er ekki komin á framkvæmdastig en er nær í tíma; gæti farið í fram- kvæmd snemma á næsta ári - úti á Reykjanesi. Það verkefni byggist á samstarfi við aðila frá Suður- Afríku og Bandaríkjunum.“ Forvinnan að pólýólverksmiðj- unni er mun styttra á veg komin. Eins og Júlíus segir er ætlunin að vinna alkóhól úr sykri - eða sterkju. Pólýól er mjög stór flokk- ur efna, allt frá smáum mólíkúlum í mjög stór mólíkúl. Það sem þau eiga sameiginlegt er að þau inni- halda öll marga alkóhólhópa sem kallaðir eru hydroxyl-hópar. Pólý- ól unnin úr sterkju eru mjög vel skilgreind, því afurðirnar eru fyrst og fremst minnstu pólýólin eins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.