Morgunblaðið - 28.09.1997, Page 31

Morgunblaðið - 28.09.1997, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 31 út frá sjónarhóli hins vinnandi manns: „Það er ekki raunveruleg stærð þjóðarauðlegðarinnar heldur sífelldur vöxtur hennar, sem veldur hækkun vinnulauna. Vinnulaun eru eftir því ekki hæst í ríkustu löndun- um heldur í þeim löndum sem dafna best eða þar sem ríkidæmið vex hraðast." Hér gæti maður hrapað að því að brigsla höfundinum um rökvillu, að rugla saman hreyfingu, sem fylgdist að í hagvexti og launa- hækkun, og launastigi sem hreyfing- in stefni á, en hafí ekki náð. Hann staðfestir þetta þó með skýrum dæmum af auðugra Englandi á móti hærri launum og velsæld laun- þega í nýlendunum í Norður-Amer- íku. Þar gæti hann þó lagt of mikið upp úr afli þróunarinnar sem slíkr- ar. Auðlegð náttúrunnar í nýja land- inu gæti verið vanmetin, og frjálst rými og afnot verið búsílag. Mismun- andi hlutfall lands og fólksQölda hefði áhrif á afstætt verðgildi vinn- unnar og fólk væri frjálst undan ýmsum þrúgandi kvöðum, sem leiddi af forgangi fyrirfólks. Vert er þó að vitna til lofsöngs hagvaxtarins: „... það er við framfarastigið, meðan eignir samfélagsins vaxa fremur en þegar það hefur eignast allt sitt auóæfasafn, sem aðstæður hins fá- tæka vinnulýðs, meginþorra þjóðar- innar, virðast vera sælastar og þægi- legastar. Þær eru erfiðar í kyrrstöðu og ömurlegar þegar samfélaginu fer aftur. Framfaraástandið er í raun- inni hið heilbrigða og glaða ástand meðal allra stétta samfélagsins.“ Hver fínnur ekki sannleikskjamann í þessu? Smith fyllir út í myndina með kenningum um hagnað og jarðrentu eða leigu. Hin fyrri er veik og óljós, svo að Schumpeter efaðist um, að kenning um hagnað væri fyrir hendi, nema með því að tína til dreifðar setningar um allt ritið. Hún hefur þó þann kost að vera fordómalaus og tengjast einkum lánsvöxtum, svo að Marx gat ekki sótt styrk í hana. Jarðrentukenningin er>mun fyrir- ferðarmeiri, en þó með annmörkum, sem Ricardo réð bót á. Kenning þessi hefur snertiflöt við spurning- una um afgjald og veiðigjald, og hefur að geyma eftirfarandi kjam- yrði: „Um leið og allt jarðnæði lands er komið í einkaeign munu landeig- endurnir heimta jarðarleigu fyrir náttúrlegar afurðir landsins líka, því þeir vilja gjama eins og allir aðrir menn uppskera það sem þeir hafa aldrei sáð til.“ Þessi siðferðilega gusa kastar þó engri rýrð á nauðsyn umbóta á landi og tengdra ljárfest- inga ásamt arði af þeim, en gæti vísað til þeirra auðlinda, þar sem umbótum verður ekki við komið utan þess að neita sér um ofnýtingu. Smith leggur ekki annan dóm á af- gjöld auðlinda en að tala um þau sem sjálfsagða staðreynd, sem að vísu hafí sjaldan verið fyrir hendi í fískveiðum. Ekki ætti að vekja undr- un, þótt hann gengi ekki lengra, þar sem Alfred Marshall gat ekki meira en öld síðar gert upp við sig, hvort fallandi afrakstur á einingu í sjófísk- veiðum væri að verða vandamál, sem kallaði á afgjald. Inn í þessa um- ræðu hefur einnig blandast tilvitnun þess efnis, að óhófseyðsla auðstétta valdi ekki einhliða skaða, þar sem kaupgetan dreifist þá svo meðal fjöldans, að endanleg útkoma geti verið hin sama og jafnt hefði verið skipt í upphafí. Þessi lokaniðurstaða er að vísu ekki sótt í Auðlegðartext- ann, heldur í fótnótu tekna úr fyrri fyrirlestrum um lögvísi, sem var varla meint sem endanleg afstaða í hagfræði. Enda er ályktunin fráleit að allri síðari reynslu. Stofnfé veitt til fyrirtækja er sjaldnast sóað í óhóf, nema skussum sé gefíð, heldur ávaxtast til vaxandi ójafnaðar auðæfa. Smith taldi heldur ekki betra að byija með misrétti, þótt gæti jafnast að lokum. Loks má geta þess, að setningin fræga um ósýnilegu höndina kemur ekki fyrir í þýðingunni, þar sem hún kemur fyrir í fjórðu bók, en hún birtist í óbeinni tilvitnun í inngangi. Fátt sýnir betur muninn á gildis- hugtakinu á útkomutíma Auðlegðar og nú á dögum en aðgreining þriðja kafla annarra bókar í framleiðna og óframleiðna vinnu, sem stenst raun- ar heldur ekki hinn algilda mæli- kvarða vinnuvirðis fyrr í ritinu. Framleiðin er talin sú vinna, sem birtist í efnislegu formi og unnt er að geyma sem birgðir eða fjármuni eða færa til markaðar til skiptavirð- is fyrir annað. Óframleiðin er þá hvers konar þjónusta, æðri sem lægri. Það er engin tilviljun, að þessi aðgreining er gerð í þeirri bók, sem fjallar um ljárfestingu og sparnað, svo sem nú er kallað. Hún er ekki reist á huglægu nytjagildi eins og gildiskenning nútíma hag- fræði, heldur miðar að atvinnusköp- un og hagvexti til framtíðar. Ekki má heldur gleyma þeirri uppruna- legu merkingu, að framleitt er það, sem er leitt fram frá einu stigi eða tíma til annars, þ.e. efnisleg vara eða framkvæmd, en ekki samtímis hverfandi þjónusta, þótt eftir skilji tilfinningu fyrir fullnægðri þörf. Mörg þjónusta skapar heldur ekki beint verðtækt notagildi fyrir ein- staklinga, heldur myndar umgerð öryggis um þess konar starfsemi, og sum önnur er nátengd tildri og óhófi, sem sé talið lítils virði í reynd. Við ættum ekki að áfellast Smith, þótt hann notaði sum hugtök í ann- arri merkingu en við teljum best við eiga, ef hann gætti innra sam- ræmis. Hins vegar er hann með þessu óbeint ábyrgur fyrir enn einu víxlspori marxismans, að viður- kenna aðeins efnislega framleiðslu í skýrslum um þjóðarhag, með sam- svarandi vélgengri einhliða áherslu á iðnþróun. Sami áhugi á sparnaði til fjár- festingar og þróunar gegnsýrir fjórða kafla annarrar bókar um lánsfé og vexti af því. Hann varar stranglega við eyðslulánum, enda fari lánþegar þeirra fljótt á haus- inn. Afstaða hans til lagaákvæða um vexti er nokkuð tvíbent, eins konar blendin fijálshyggja. Hann var andvígur vaxtabanni eða lög- bindingu mjög lágra vaxta, sem mundi hafa öfug áhrif. Farið yrði í kringum ákvæðin og með áhættuálagi, sem þýddi sökum áhættunnar hærri vaxtabyrði en ella. Hámarksvextir ættu að vera vel fyrir ofan stig markaðsvaxta, en þó ekki svo, að féð yrði ein- göngu „lánað eyðsluklóm og áætl- anasmiðum, en slíkir menn einir mundu vilja greiða svo háa vexti“. Hér skýtur undarleg forsjárhyggja upp kollinum hjá vandlætaranum, þar sem markaðurinn hefði enga ástæðu til að binda sig við hæstu leyfílega vexti, heldur gæti leitað jafnvægis neðan þess marks. Gildi bókarinnar í nútíma Styrkur og gildi Auðlegðar þjóð- anna í nútímanum felst ennþá í því fyrst og fremst að gefa holl ráð um meginskipulag efnahagsstarfsem- innar, hagkerfíð sjálft, svo og í því að skýra uppkomu og þróun mikil- vægra hagfræðikenninga, auk þess að vera holl og uppbyggileg og oft skemmtileg lesning um víðfeðman fróðleik og lífsspeki. Henni er hins vegar engan veginn ætlandi að vera tekin fram yfír tveggja alda þróun hagfræðinnar og annarra mannfé- lagsfræða síðan hún kom út, eða sem spámannlegt uppflettirit til beinna úrlausna. Mikill fengur er að útkomu bókarinnar á íslensku, og ætti hún að vera tiltæk sem flest- um mennta- og vitsmunamönnum. Þorbergur Þórsson heimspeking- ur þýddi bókina og virðist hafa haft til þess traustar forsendur. í form- ála þýðanda gerir hann grein fyrir því, hvemig hann tekst á við verk- efnið. Vemlegum vanda er bundið að þýða hugtök og yrðingar frá svo fmmstæðu stigi, jafnvel svo að oft er rétt að halda merkingu hæfílega rúmri og óráðinni. Sama er að segja um tveggja alda djúp frá samningu til þýðingar. Þýðandi hefur gert sér þessa fulla grein og að mínu mati ráðið skynsamlega fram úr helstu atriðum, sem tvímælis gátu orkað, enda hafði hann til traustra ráðgjafa að leita. Þýðingin er á góðu og vönd- uðu máli, svo sem hæfír svo klass- ísku efni og flýtur eðlilega fram líkt og frumtextinn. Frágangur bókar- innar er vandaður og útlit smekklegt og útgefandanum, Bókafélaginu, til sóma. Urval kæli- og frystiskápa Orkusparandi Lágværir Vinstri eða hægri opnun Djúpfrystirofi Öryggisrofar Danfoss kerfi stur •Margar stærðir • Yfir 25 ára reynsla á íslandi •Niðurfall I botni fyrir afþýðingu •Öryggisrofar v/hitabreytinga •Sparnaðarstilling djúpfrystirofi •Ljós i loki •Danfoss kerfi Dönsk gæðavara 3 ára ábyrgð (3C3&Í2J Faxafeni 12 sími 553 8000 Véstfrost 20 % verðlækkun Kae/, á fullri orku sii -ladaga. Krakka Svar: Nafn: Heimilisfang: Póstnúmer:.________________ Sveitarfélag:-------------------------------------- Svarið gátunni, scrjið svarseðilinn í umslag ásamt 3 Krakkabrauðsmcrkjum scm þið klíppið af umbúðunum og sendið til: Samsölubakarí, Lynghálsi 7, 130 Rcykjavík fyrir 15. oktðber.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.