Morgunblaðið - 28.09.1997, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
+ Anna María
Einarsdóttir
var fædd í Reykja-
vík 19. desember
1940. Hún lést á
heimili sínu hinn
11. september síð-
astliðinn. Anna var
dóttir hjónanna
Einars Einarssonar
bílstjóra, f. 20.1.
1918, og Ástu
Magnúsdóttur rit-
ara, f. 30.1. 1921.
Hún var einkabarn
foreldra sinna.
Anna lauk lands-
prófi 1956 frá Gagnfræðaskóla
vesturbæjar og hóf að því
loknu störf við launaútreikn-
inga hjá Almenna byggingar-
félaginu í Reykjavík. Þar var
hún við störf til 1963. Hún gift-
ist Bolla Magnússyni, vél-
virkja, f. 6.9. 1941, árið 1963
og sama ár héldu þau til Óð-
insvéa í Danmörku þar sem
Bolli nam skipatæknifræði. í
Óðinsvéum vann Anna við lag-
erbókhald hjá stórfyrirtækinu
Thomas B. Thrige til 1966.
Þau fluttu aftur til íslands
1967. Anna starfaði við erlend
innkaup hjá Stálvík hf. frá
Þá er á enda löng og erfið sjúk-
dómslega mágkonu minnar, Önnu
Maríu Einarsdóttur, og fögru og
flekklausu æviskeiði lokið svo
langt um aldur fram. Sár harmur
er kveðinn að bróður mínum, börn-
um þeirra hjóna, öldruðum foreldr-
um og tengdabörnum.
Mér er í minni þegar Anna kom
fyrst á heimili foreldra minna og
okkar systkinanna. Hún var vissu-
lega bæði Ijúf og kurteis, en
snemma kom í ljós að hún bjó yfir
viljafestu, hreinskilni og einurð
1970-1972 þegar
hún fluttist með
fjölskyldu sinni til
Japan, þar sem þau
bjuggu í rúmt ár.
Eftir heimkomuna
var hún aðstoðar-
stúlka á tann-
læknastofu Jóns
Ólafssonar frá
1975-1977, en hóf
þá störf hjá Félagi
heyrnarlausra og
var ráðgjafi, skrif-
stofusljóri og túlk-
ur félagsins í tíu ár.
Á árunum 1983
til 1988 dvöldust þau Anna og
Bolli langdvölum í Póllandi og
frá 1988 til 1993 bjuggu þau
samtals þrjú ár í Portúgal.
Þau hjón eignuðust tvö böm,
Ástu upplýsingafræðing, f.
15.5. 1965, og Magnús iðn-
rekstrarfræðing, f.21.3. 1969.
Sambýlismaður Ástu er Ralph
Ottey stærðfræðingur, f. 15.4.
1953, en Magnús er kvæntur
Elínu Eiríksdóttur bókasafns-
fræðingi, f. 20. 12. 1969. Sonur
þeirra er Bolli, f. 3.2. 1996.
Útför Önnu Maríu var gerð
frá Fossvogskapellu hinn 19.
september.
sem var í samræmi við fádæma
heiðarleika hennar og nákvæmni.
Þetta kom vel fram I öllum hennar
verkum, jafnt sem húsmóður og
þar sem hún starfaði og einmitt
þessir eiginleikar koma mér fyrst
í hug þegar ég hugsa til hennar.
Árið 1965 dvaldi ég um skeið hjá
þeim hjónum á fyrstu búskapará-
rum þeirra meðan þau voru í Óð-
insvéum þar sem Bolli var þá við
nám. Dugnaður og glaðværð hús-
móðurinnar setti mark sitt á heim-
ilislífið sem og skipulagsgáfa
MINNINGAR
hennar og nákvæmni í einu og
öllu. Þetta var henni verðmætur
bakhjarl þegar kom að störfum
utan heimilisins, því þar gat hún
fyrir vikið einbeitt sér af þeirri
alúð sem henni var töm og hún
krafðist af sjálfri sér. Hún vann
um þessar mundir hjá Thomas B.
Thrige og hafði verið sett yfir
bókhaldið á stærsta lager þessa
mikla fyrirtækis, þótt hún hefði
hafið störf við minnsta lagerinn.
Ekki tók hana nema eitt ár að
ávinna sér þetta traust, og þegar
tölvuvæðing rekstursins skyldi
hefjast í árdaga tölvuvæðingar
1965 var hún ein tíu starfsmanna
sem valdir voru til að nema tölvun-
arfræði. Allt ber þetta vott um
árvekni hennar og skarpa greind.
Sama farsæld í starfi fylgdi
Önnu þegar hún árið 1977 gerðist
skrifstofustjóri, ráðgjafi og túlkur
Félags heyrnarlausra, en þar
starfaði hún í tíu ár. Hún var
lengst af eini starfsmaður félags-
ins og var aðeins ráðin í hálft starf,
en afkastaði ekki minna en ef hún
hefði verið í fullu starfi. Sumir
sögðu að því væri líkast sem hún
„ætti félagið sjálf“, svo ötullega
lagði hún sig fram. Hún gerðist
vinur og hjálparhella fólksins í
félaginu og vann í þágu þess af
lífi og sál. Þetta var starf sem
krafðist iðulega afskipta af við-
kvæmum persónulegum málum og
þá gjarna utan vanalegs vinnu-
tíma. En Anna fékkst ekki um
það, hún gat gefið sér tíma til
margs, þar á meðal til virkrar
þátttöku í félagslífi heyrnarlausra
á kvöldum ogum helgar. Allt þetta
var við hana metið og henni vottað
þakklæti á ýmsan hátt: Hún var
gerð að heiðursfélaga Félags
heyrnarlausra 1988 og íþróttafé-
lag heyrnarlausra veitti henni
viðurkenningu fyrir margvíslega
aðstoð. Sami hugur kom fram við
útför hennar en fjöldi heyrnar-
lausra var viðstaddur athöfnina í
Fossvogskapellu og það sem fram
fór var túlkað á táknmál.
Það átti fyrir Önnu að liggja
að halda heimili í fimm löndum
um ævina, því vegna starfa Bolla
gerðu þau hjón víðreist. Fyrsta
langa utandvölin var í Danmörku,
eins og fram hefur komið, en síðar
lá leiðin til Japan í eitt ár. Frá
1983 til 1988 voru þau langdvölum
í Póllandi og frá 1988 til 1993 í
Portúgal, en þar bjuggu þau sam-
tals í þrjú ár. Tvívegis ferðuðust
þau í kringum hnöttinn og saman
heimsóttu þau á fimmta tug landa
í fjórum heimsálfum. Stundum er
sagt að það sé list að kunna að
ferðast og sú list var þeim hjónum
í bijóst lögð, enda hefur maður
hennar oft haft á orði að betri
ferðafélaga hafi hann ekki getað
hugsað sér. Áhugi Önnu á siðum
og menningu framandi þjóða var
óþrjótandi og þyrfti Bolli að vera
fjarri vegna vinnu sinnar átti hún
ekki í vandræðum með að hafa
ofan af fyrir sér. En þótt víst farn-
aðist þeim vel þau tímaskeið sem
þau bjuggu utanlands er samt
mest um vert hve myndarlegt
heimili þau jafnan áttu hér heima
allt frá því er þau komu frá Dan-
mörku. Bjuggu þau fyrst í þrjú
ár við Rauðagerði í Reykjavík en
fluttu þá í Kópavog. í tólf ár stóð
heimili þeirra við Hlíðarveg og í
fjórtán ár við Reynihvamm. Var
það 11. júní sl. að þau fluttu í það
nýja og veglega hús sem þau létu
byggja við Heiðarhjalla 43 í Kópa-
vogi. Sorglegt er til þess að hugsa
að þar auðnaðist Önnu ekki að
dvelja nema í rétta þijá mánuði.
Árið 1987 tók hún að kenna
sjaldgæfs taugasjúkdóms sem
langan tíma tók að greina en
smám saman ágerðist. Þegar ekki
síður alvarleg veikindi bættust við
1994 hófust miklir reynslutímar
fyrir hana og ástvini hennar og
er óhætt að segja að öll hafi þau
orðið að taka á því sem þau áttu.
Kjarkur Önnu var mikill og
kannski mun mest hafa á hana
og fjölskylduna reynt árin 1994
og 1995. Hún var þá ýmist á
sjúkrahúsi eða lá heima, en heima
vildi hún vera svo mikið sem unnt
ANNA MARIA
EINARSDÓTTIR
-I- Ásgerður Ein-
* arsdóttir var
fædd í Reykjavík
30. apríl 1913. Hún
lézt 8. september
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Sigríður
Þorláksdóttir, (Ó.
Johnsons kaup-
manns í Reykjavík),
húsfreyja, f. 22.
marz 1877, d. 11.
ágúst 1960, og Ein-
ar Arnórsson (Jóns-
sonar, bónda að
Minna-Mosfelli i
Grímsnesi), lögfræðiprófess-
or, ráðherra og hæstaréttar-
dómari, f. 24. febrúar 1880,
d. 29. marz 1955. Systkini
hennar eldri voru Ingibjörg
(1908-1994), leikkona, Guðrún,
(1909-1928) og Áslaug, (1911-
1947), listmálari, húsfreyja í
Kaupmannahöfn, en yngri
Hrafnhildur, (1915-1964), hús-
freyja í Svíþjóð, síðar Banda-
ríkjunum, og Logi, hæstarétt-
ardómari, f. 1917. Hálfbróðir
þeirra sammæðra var Ólafur
Haukur Ólafsson (1900-1970),
stórkaupmaður í Reykjavík.
Látin er i Reykjavík öldruð móð-
ursystir mín, Ásgerður Einarsdótt-
ir, 84 ára að aldri. Hún hafði um
nokkurra ára skeið átt við vanheilsu
að stríða með þverrandi líkams-
þreki, þótt hugurinn væri skýr, og
hún fylgdist með því sem gerðist
og væri minnug á liðna daga. Ás-
gerður, sem frá unga aldri gekk
undir gælunafninu Bista, var hin
síðasta fimm dætra afa míns og
Faðir hans lézt af
slysförum, en Ól-
afur ólst upp á
heimili móður
sinnar og stjúp-
föður frá sjö ára
aldri.
Ásgerður var
tvígift: Fyrri mað-
ur hennar (1936)
var Einar B. Sig-
urðsson (1911-
1978), iðnrekandi
í Reykjavík. Sonur
þeirra Einar Logi
Einarsson, f. 1938,
tónlistarmaður.
Þau skildu. Seinni maður
hennar (1947) var Matthías
Matthíasson, (1907-1969), um-
boðsmaður hjá Sjóvá. Sonur
þeirra Haukur Matthíasson, f.
1948, sálfræðingur, búsettur í
Bandaríkjunum. Synir Matthí-
asar og stjúpsynir Ásgerðar
Matthías Matthíasson, f. 1937,
tæknifræðingur, og Einar
Matthíasson, f. 1942, fram-
kvæmdastjóri.
Útför Asgerðar Einarsdótt-
ur fór fram frá Dómkirkjunni
í Reykjavík 13. september í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
ömmu, Einars Arnórssonar og konu
hans, Sigríðar Þorláksdóttur, sem
féll frá, en eftir lifir sonurinn Logi,
fyrrum hæstaréttardómari, yngstur
þeirra systkina, kominn fast að átt-
ræðu.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að vera lengstum fram á fullorðins-
ár í skjóli svo góðra hjóna sem
ömmu minnar og afa, Sigríðar og
Einars. Og til viðbótar við þá ein-
stöku ástúð, sem þau sýndu ungum
dreng, dóttursyni sínum, hlaut hann
hlýtt atlæti og umhyggju hjá þess-
ari frænku sinni, Ásgerði, sem ein-
lægt var foreldrum sínum og systk-
inum innan handar. Hún var lengur
en systur hennar í heimahúsum, en
atvikin höguðu því svo, að tvær
þeirra, Áslaug og Hrafnhildur voru
lengstum búsettar erlendis, og féllu
báðar frá á bezta aldri; móðir mín,
Ingibjörg, var í áratug frá 1930
gift Halldóri Laxness, og hennar líf
snerist þau ár um það að ferðast
með skáldinu um heiminn, aðstoða
hann, eða stunda atvinnu utan
heimilis, og síðar meir sneri hún
sér einnig að leiklistarstörfum; syst-
irin Guðrún féll frá átján ára að
aldri, efnileg stúlka, syrgð af for-
eldrum sínum alla tíð. Allt studdi
þetta að því, að liðsinnis Ásgerðar
var oftar leitað en ella, og hún brást
heldur ekki. Fyrir það ber að þakka
við leiðarlok.
Ásgerður Einarsdóttir var alin
upp á vel stæðu borgaraheimili virts
embættismanns, þar sem sam-
heldni, festa og góðir siðir voru í
heiðri hafðir og ekkert til sparað,
að börnin kæmust til manns. Þann-
ig var Ásgerður vel menntuð stúlka
að þeirrar tíðar hætti. Hún gekk
að vísu ekki langskólaveg, en fór
til útlanda, Skotlands og Danmerk-
ur, þar sem hún sótti námskeið í
þeim hagnýtu fræðum, sem þá
þóttu góður undirbúningur fyrir
gjafvaxta stúlku, á svipaða lund og
systur hennar; þó sýndi Áslaug
hæfileika til málaralistar og sótti
listaskóla erlendis, en veikindi
hömluðu framgangi hennar á því
sviði. Það kom í hlut Ásgerðar að
verða heimavinnandi eiginkona og
móðir og standa lengi fyrir allstóru
heimili. Haustið 1936 giftist hún
fyrri manni sínum, Einari B. Sig-
urðssyni, sem þá var starfsmaður
við Sjóklæðagerð íslands, allþekkt-
ur á sínum tíma fyrir þýða tenór-
rödd sem einsöngvari með Karla-
kómum Fóstbræðmm. Þau áttu
einn son, Einar Loga, sem einkum
hefur lagt fyrir sig störf að tónlist-
armálum, svo og ritstörf. Hann var
mér líkt og góður yngri bróðir í
æsku okkar. Á samvistarárum sín-
um dvöldust þau hjónin oft með
syni sínum á slóðum ættmenna Ein-
ars að Norðtungu í Þverárhlíð í
Borgarfirði, þar sem þá var vinsæll
gisti- og veitingastaður í nánd við
eftirsótta laxveiðiá. Þama dvaldist
Ásgerður í sumarfríum og var þá
svo elskuleg að leyfa mér að slást
í förina og dveljast með þeim í sveit-
inni. Mér er frænka mín æ í minni
á þeim ámm, ung og glæsileg nú-
tímakona, stundandi útivist með
veiðiskap og skíðaiðkun, akandi bíl
þeirra hjóna af öryggi og leikni í
uppsveitum Borgarfjarðar, á þeim
ámm, sem slíkt taldist vart kven-
mannsverk, enda vegir með fmm-
stæðu móti. Heimili þeirra Ásgerðar
og Einars stóð á neðri hæð í húsi
afa míns að Laufásvegi 25, en þau
slitu samvistir eftir nær sjö ára
sambúð. Eftir það hélt Ásgerður
þar áfram heimili ásamt syni sínum,
og leit jafnframt til með foreldrum
sínum, sem nú voru tekin að reskj-
ast.
Sumarið 1947 urðu þau umskipti
á högum Ásgerðar, að hún gekk í
hjónaband með Matthíasi Matthías-
syni (Einarssonar læknis), sem var
starfsmaður líftryggingadeildar
Sjóvátryggingafélags Islands.
Hann var þá ekkjumaður um fer-
tugt og átti tvo unga syni, Matthías
níu ára og Einar fimm ára, sem
Ásgerður gekk í móðurstað. Ári
síðar eignuðust þau soninn Hauk.
Eftirminnilegur er mér einlægt
brúðkaupsdagur þeirra í júnímánuði
fyrrgreint ár; hann var óvenjulegur
að því leyti, að þau voru, af sr.
Jóni Johannessen, gefin saman fyr-
ir dyrum úti að Arnarfelli við Þing-
vallavatn, þar sem fjölskylda Matt-
ÁSGERÐUR
EINARSDÓTTIR
var. Að það var henni mögulegt í
þeim mæli sem raun varð á var
einkum að þakka ást og fórnfýsi
manns hennar sem gaf henni allt
það sem hann mátti. Löngum sat
hann yfir henni og vakti hjá henni.
Sama átti við um fjölskyldu Magn-
úsar sonar þeirra sem búið hefur
í húsinu með þeim bæði við Reyni-
hvamm og Heiðarhjalla og dóttur
þeirra Ástu sem flust hefur um
tíma heim frá útlöndum vegna
veikinda móður sinnar. Sáu þau
til þess að Anna hlaut hveija þá
bestu aðstoð og aðhlynningu sem
völ var á. Þau nutu löngum frá-
bærrar aðstoðar hjúkrunarfræð-
inga frá Karitas. Einnig var þeim
hjálp heimilisþjónustu Kópavogs
ómetanleg og þá einkum þeirra
Hjölmu Poulsen og Margrétar Sig-
urðardóttur en með þeim og Önnu
má segja að tekist hafi einlæg vin-
átta. En ekki síst á allt starfslið
deildar A-7 á Borgarspítalanum
skilið lof fyrir frábæra aðhlynn-
ingu og umönnun.
Anna og Bolli eignuðust tvö
börn, þau Ástu, sem fæddist þeim
1965 á Danmerkurárunum, og
Magnús, sem fæddur er 1969 í
Reykjavík. Þau Magnús og Elín
kona hans eiga soninn Bolla, sem
nú er á öðru ári. Hann var auga-
steinn Önnu og henni til gleði í
veikindum hennar og ekki verður
ofmetið hvers virði það var henni
er að leiðarlokum dró að fá dag-
lega að sjá þetta ömmubarn sitt
vaxa og dafna.
Við systkinin og fjölskyldur
okkar vottum Bolla og börnunum
tveimur, sem og foreldrum Önnu,
sem nú hafa séð á bak einkadóttur
sinni, innilega samúð okkar. Miss-
ir þeirra er meiri en orð fá lýst
og biðin eftir því sem orðið er
hefur verið sársaukafull. Megi Guð
gefa þeim huggun og styrk.
Blessuð sé minning Önnu Maríu
Einarsdóttur.
Héðan skal halda,
Heimili sitt kveður
Heimilisprýðin í hinsta sinn.
Síðasta sinni
híasar átti sér bústað, og rak bú-
skap um skeið, og Matthías læknir
reyndi fyrir sér með hreindýrarækt.
Þetta var í blíðskaparveðri, og fjöl-
skyldur þeirra voru saman komnar
þar eystra til fagnaðar. Þau voru
glæsileg brúðhjón, og mikið jafn-
ræði með þeim að atgervi og mann-
kostum, bæði komin frá menningar-
legum heimilum, þar sem reglufesta
og virðing fyrir hefðbundnum gild-
um var ríkjandi. Það var því hæsta
máta eðlilegt, að sú arfleifð væri
ávöxtuð með góðum árangri á
þeirra stóra heimili, sem til var
stofnað í húseign Einars, afa míns,
að Laufásvegi 25. Ásgerður lét
ekki sinn hlut eftir liggja að hlúa
að velferð fjölskyldunnar, og þá
ekki sízt, að drengirnir þeirra
fengju sem bezt uppeldi við þær
aðstæður, sem þarna höfðu skap-
azt. Heimilið var glæsilegt og bar
vott um menningarlegan metnað,
prýtt listaverkum eftir kunna lista-
menn, m.a. Kjarval, Jón Stefánsson,
Mugg o.fl., að ógleymdri systur
Matthíasar, listakonunni Louisu
Matthíasdóttur. Matthías Matthías-
son var mikill ágætismaður, traust-
ur og heimakær fjölskyldumaður
með afbrigðum. Hann sýndi tengda-
foreldrum sínum ræktarsemi,
skauzt oft yfir til afa míns og
ömmu, og þau höfðu gaman af að
spjalla um gömlu Reykjavík, en
Sigríður, amma mín, sem var inn-
fæddur Reykvíkingur, f. 1877,
kunni margt skemmtilegt að segja
af bænum og fólki hans frá því á
síðari hluta 19. aldar.
Ásgerður og Matthías tóku alfar-
ið við jörð og húsum að Arnarfelli
í Þingvallasveit, þegar Matthías
læknir féll frá árið 1948. Þangað
lögðu þau leið sína meira og minna
allan ársins hring, eftir því sem
unnt var. En þó var þetta fyrst og
fremst þeirra griðastaður á sumr-
um, ekki sízt meðan drengirnir voru
ungir, en þá dvöldust þeir þar eystra