Morgunblaðið - 28.09.1997, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 28.09.1997, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 33 Sárt er að skilja. En heimvon góð í himininn. (V.B) Atli Magnússon. Við kynntumst fyrir hálfri öld nákv’æmlega, tvær litlar stelpur úr Skuggahverfmu sem voru að byrja í sjö ára bekk. Fljótlega urðum við heimagangar hvor hjá annarri. Önnu, einkabarninu, fannst eflaust skemmtilegt að koma í hávaðann og fjörið á Veghúsastígnum, en mér fannst friður að koma á Vatns- stíginn og ekki spilltu heimabökuðu kökurnar hennar Ástu. Svona liðu árin, fyrst í Miðbæjarskólanum og síðar í „Gaggó vest“ á Öldugötunni og landsprófinu í Vonarstræti. Svo var það árið 1960 að ég fór í örlagaríka Þórsmerkurferð og strax næstu helgi á eftir kynnti ég Önnu fyrir næstbesta stráknum úr ferðinni, nefnilega Bolla Magnús- syni. Með þeim tókust góð kynni enda höfðu þau lík áhugamál og skoðanir og voru samhent um flest. Við giftumst báðar 1963, Anna og Bolli í maí, við Óttar í júlí og þá héldum við öll fjögur í brúðkaups- ferð um Vestfirði, á einum litlum jeppa með eitt tjald. Þetta var af- skaplega eftirminnileg og skemmti- leg ferð. Brátt stækkuðu fjölskyld- urnar, börnin okkar voru háværust og ærslafengnust allra barna, en þau voru og eru skemmtilegust og best. Anna og Bolli ferðuðust mikið erlendis og höfðu búsetu í Dan- mörku, Japan, Póllandi og Portú- gal. En hér heima var ekki síður flakkað. Margar hringferðir um landið fórum við með krakka og ketti, veiðiferðir, öræfaferðir og árvissar Þórsmerkurferðir með Ingvari og Maríu. Þessi sex manna hópur hélt saman gegnum þykkt og þunnt og er margs að minnast. í sínum erfiðu veikindum var Anna hetja, hún stóð heldur ekki ein, með slíkan eiginmann, börn og tengdabörn, að ógleymdum sólargeisla fjölskyldunnar, litla Bolla. Ég þakka vinkonu minni kynni og samfylgd og sendi hlýjar hugs- anir til manns hennar og barna. Vigdís. Það var samstilltur hópur sem var við nám í Odense í Danmörku á sjötta áratugnum. Allir voru langt frá sínum nánustu og því varð þessi hópur eins og ein stór fjölskylda og héldum við okkar jól og páska saman. Þá var lengra á milli ís- lands og Danmerkur en er í dag. Enginn hafði síma eða bíl og var þá reiðhjólið þarfasti þjónninn. Flestir voru að stofna sitt fyrsta heimili og var bústofn af skornum skammti, sbr. að þegar við mættum í saumaklúbb kom hver með sinn kaffibolla. Flestar eignuðumst við börn þarna úti og þarf því ekki að spyija að umræðuefninu. Eftir að við fluttum heim hélt saumaklúbburinn áfram og mætti Anna alltaf meðan aðstæður og heilsa leyfðu. Anna var mjög vel gefin og víð- lesin. Hún hafði mikla frásagnar- gáfu og skemmtum við okkur oft konunglega þegar hún sagði frá á sinn skemmtilega hátt. Við höfum saknað Önnu sárt í saumaklúbb síðan veikindi hennar urðu það mikil að hún hætti að geta komið. Við þökkum Önnu samfylgdina og biðjum henni guðs blessunar. Bolla, Ástu, Magnúsi og fjölskyldu, foreldrum Önnu og öðrum ástvin- um sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Odense-saumakúbburinn. Söknuður fyllir hugann þegar góður vinur og samstarfsmaður um árabil fellur frá löngu fyrir aldur fram. Kynni okkar Önnu Maríu hófust fyrir tuttugu árum þegar hún hóf störf hjá Félagi heyrnarlausra. Fé- lagið leigðu þá skrifstofu í húsi Öryrkjabandalagsins í Hátúni 10, en flutti sama ár í eigið húsnæði á Skólavörðustíg 21 þar sem starf- semin var næstu fímmtán árin þar til félagið festi kaup á húsnæði á Klapparstíg 28. Á þessum mótun- arárum félagsins vann Anna María ómetanlegt starf oft við ófullkomn- ar aðstæður, starf sem henni verð- ur seint fullþakkað. Anna hafði á hendi skrifstofustjóm, sá um bréfa- skriftir og þýðingar, fjárgæslu og bókhald. Þá starfaði hún í fram- kvæmdanefnd félagsins og und- irbjó ráðstefnur sem félagið stóð fyrir eða tók þátt í hér heima og erlendis. Anna lærði táknmál af heyrnarlausum og náði mikilli færni í að tjá sig við félagsmenn. Hún kynntist því heyrnarlausum vel á þessum tíma. Á þessum fyrstu árum var enginn félagsráðgjafi eins og tíðkast í dag eða sálusorgari sem sinnti málefnum heyrnarlausra. Það kom því oft í hennar hlut að hafa milligöngu í málum þeirra bæði á sorgar- og gleðistundum. Við hjónin minnumst með þakk- læti samstarfs við Önnu Maríu all- an þann tíma er hún starfaði fyrir Félag heyrnarlausra með okkur að réttinda- og baráttumálum til hags- bóta fyrir heyrnarlausa. Hún var hæglát og traustvekjandi og náði því mjög góðu persónulegu sam- bandi við félagsmenn sem leituðu mikið til hennar. Með virðingu og þakklæti minnumst við þess hvern- ig Anna María brást við vandamál- um sem upp komu af miklu æðru- leysi. Hún gaf sér alltaf tíma til að leysa málin, hún var tillögugóð og það var gott að hafa hana með í ráðum í vandasömum málum sem upp komu. Við sem eftir lifum geymum minninguna um mæta konu og vin- áttu sem aldrei bar skugga á. Eiginmanni, börnum og barna- barni, öldruðum foreldrum og öðr- um ættingjum færum við innilegar samúðarkveðjur okkar hjónanna og barna okkar. Hervör og Guðmundur. allt sumarið í gamla bænum að Arnarfelli eftir að búskapur þar var niður lagður. Síðan komu foreldr- arnir austur eins oft og þau gátu, og í þessari náttúruparadís var stunduð útivist, veiðiskapur í Þing- vallavatni, sem Ásgerður hafði veg og vanda af með drengjunum, hestarækt stundaði Matthías þar, en hann var mikill hestamaður og var virkur félagi í Hestamannafé- laginu Fák, stundum dómari á kappreiðum; einnig sá hann um, að túnin væru nytjuð, landið girt, erf- iðri heimreið um hraun og vík frá þjóðvegi haldið við o.s.frv. Arnar- fell var þeim báðum, Ásgerði og Matthíasi, unaðsreitur, sem veitti þeim ríka lífsfyllingu, og þau tóku þar með reisn á móti gestum, sem bar að garði, vinum og vandamönn- um. Ég er þakklátur þeim fyrir margar góðar stundir á Arnarfelli, sem og á heimili þeirra í Reykjavík, þar sem ég var ávallt velkominn. M.a. reyndist Matthías mér einstak- lega vel að því leyti, að hann tók að sér á sínum tíma að leiðbeina mér í stærðfræði undir stúdents- próf, en þessi grein lá einkar vel fyrir honum, gömlum stærðfræði- deildarstúdent. Eitt er ótalið, sem var óaðskiljan- legur partur af Ásgerði, en það var bridsspilið, sem var hennar mikla tómstundagaman. Hún spilaði árum saman með vinkonum sínum í heimahúsum, og þar kom, að hún sneri sér að þessari íþrótt á keppnis- vísu og varð mjög leikin, tók þátt í keppni bæði hérlendis og erlendis með góðum árangri. Sem betur fer gat hún stundað bridsspilið fram til hins síðasta og hafði gaman af að spjalla um það við þá, sem á það báru skynbragð. Því miður skorti á slíkt hjá undirrituðum. Eftir að Einar, afi minn, lézt árið 1955, bjó Sigríður, ekkja hans, við hnignandi heilsu á heimili sínu, og þá var Ásgerður, dóttir hennar, á sínum stað, innan seilingar, eins og svo oft áður, og reyndist móður sinni mikil stoð og stytta síðustu árin, sem hún lifði. Það urðu sorgleg umskipti á hög- um þessa heimilis frænku minnar, þegar Matthías veiktist af erfiðum sjúkdómi rétt um sextugt og féll frá haustið 1969. Var mikill sjónar- sviptir að þessum trausta manni, að hann skyldi verða hrifinn á brott í önnum dagsins frá starfi og mörg- um áhugamálum, langt um aldur fram. Ásgerður hélt þó óbreyttu heimili áfram að Laufásvegi 25 næstu árin, en ekkert var sem áð- ur. Hún fór austur að Arnarfelli, þegar færi gafst, og reyndi að halda í horfinu, en þar kom að hún varð að gefast upp við þann unaðsreit, sem hafði verið þeim hjónum líf og yndi. Árið 1976 fluttist hún um set, frá Laufásvegi 25 i Þingholts- stræti 30, þar sem hún skapaði sér fagurt heimili, og var þá í nábýli við systur sína, Ingibjörgu, sem bjó á sömu hæð. Var ávallt kært á milli þeirra systra, þótt ólíkar væru í ýmsu, en sú staðreynd, að þær voru einar eftirlifandi, ásamt Loga bróður sínum, af börnum Sigríðar og Einars Arnórssonar, gerði þær samrýndari en ella og betur meðvit- andi um sameiginlegan arf og minn- ingar úr heimahúsum, sem þær vildu varðveita sem lengst. Ásgerð- ur gat búið heima hjá sér, þar til kallið kom, og það var henni áreið- anlega að skapi. Bista, frænka mín, stendur mér einlægt fyrir hugskotssjónum sem óvenju glæsileg kona. Hún var fríð og bar sig vel, hafði mikinn svip af Einari, föður sínum, grannvaxin og nett í hreyfingu, og hafði þenn- an sérkennilega austurlenzka augn- svip, sem einkenndi hann og ýmsir höfðu orð á. Hún var ávallt trygg- lynd, góð heim að sækja, viðræðu- góð og oft grunnt á kímni. Hún var stolt í lund og hafði fastmótaðar skoðanir. Henni kippti í kyn for- eldra sinna. Ég kveð Ásgerði með söknuði og þakklæti fyrir allt, sem hún var mér ungum dreng og raunar langt fram á fullorðinsár. Loga, bróður hennar, samhryggist ég við lát kærrar systur, en þau höfðu alltaf náið samband. Ég sendi sonum hennar og fóstursonum, Einari Loga og Hauki, Matthíasi og Ein- ari, og þeirra fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur við fráfall hennar. Einar Laxness. Crfisdrykkjur VeitinQohú/ið GflPt-mn Sími 55S-4477 Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Simi 553 1099 Opið öll kvöld lil kl. 22 - cinnig um hclgar. Skrcytingar fyrír öll tílcfni. + Kærar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur, systur og tengdadóttur, HAFDÍSAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Borgarholtsbraut 35, Kópavogi, Matthías Loftsson, Kristján Matthíasson, Erna Matthíasdóttir, Kristján Júlíusson, Sigríður Brynjólfsdóttir, Brynja Kristjánsdóttir, Sigrún Kristjánsdóttir, Júlíus Kristjánsson, Hildur Kristjánsdóttir, Loftur Þorsteinsson, Erna Matthíasdóttir. Hjartkær.sonur okkar, faðir og bróðir, GUÐNI RAGNAR ÓLAFSSON, Asparfelli 2, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 29. september kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans, er bent á Geðhjálp. Jónasína Þórey Guðnadóttir, Ólafur Magnússon, Björn Húnbogi Njörður Sigurðsson og systkini. + Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við and- lát og útför bróður okkar, mágs og frænda, BJARNA KRISTINS HELGASONAR, Suðurgötu 78, Hafnarfirði. Sérstaklega þökkum við starfsfólki lyf- lækningadeildar St. Jósefsspítala og heima- hjúkrun í Hafnarfirði fyrir ómetanlega aðstoð þeirra við Bjarna í erfiðum veikindum hans. Guðrún Helgadóttir, Ingólfur Helgason, Jóhanna Helgadóttir, Gfsli Helgason, Unnur Helgadóttir, Arnar Helgason, Viðar Helgason, Gerður Helgadóttir, Leifur Helgason, Þórkatla Óskarsdóttir, Hjalti Einarsson, Theresía E. Viggósdóttir, Gunnbjörn Svanbergsson, Lára Sveinsdóttir, Louise Le Roux, Jóhannes S. Kjarval, Sigrún Kristinsdóttir og systkinabörn. + Hjartans þakkir sendum við þeim sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, sonar, föður, tengda- föður, bróður og tengdasonar, SKARPHÉÐINS MAGNÚSSONAR. Anna Björg Viðarsdóttir, Magnús Friðriksson, Inga Skarphéðinsdóttir, Linda Rún Skarphéðinsdóttir, Þröstur Erlingsson, Magnús Birkir Skarphéðinsson, Ævar Ingi Skarphéðinsson, Inga Rut Skarphéðinsdóttir, Margrét Magnúsdóttir, Friðrik Magnússon, Leifur Magnússon, Sólveig Magnúsdóttir, Viðar Benediktsson, Bára Jóhannsdóttir. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HJARTAR V. WÍUM VILHJÁLMSSONAR bifreiðastjóra, Hjallavegi 2, sem lést 10. september sl. Guð blessi ykkur öll. Ólafur Hjartarson, Herborg Ólafsdóttir, Vilhjálmur Hjartarson, Harpa Jónsdóttir, Guðbjörn Hjartarson, Sigríður Hjartardóttir, Hreiðar Gíslason, Sævar Hjartarson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.