Morgunblaðið - 28.09.1997, Side 34

Morgunblaðið - 28.09.1997, Side 34
34 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- .‘jFS faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR ÖRN ÞÓRÐARSON, IV M í Móabarði 31, Hafnarfirði, wk ||pS| verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðju- .Ywl daginn 30. september kl. 13.30. Þeim. sem vildu minnast hans. er bent á líknar- stofnanir. Jónína G. Andrésdóttir, Rúnar Þór Halldórsson, Hrafnhildur Þórðardóttir, Gunnar Þór Halldórsson, Inga Dóra Ingvadóttir, Áslaug Ásmundsdóttir, Gunnlaugur St. Gíslason, Ásdís Herrý Ásmundsdóttir, Bergur J. Hjaltalín, Andrés Ásmundsson, Halldór Örn Rúnarsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR G. GUÐMUNDSDÓTTIR, Boðahlein 9, Garðabæ, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðju- daginn 23. september, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 30. sept- ember kl. 15.00 Óskar J. Sigurðsson, Magnús Matthíasson, Ragnheiður Matthíasdóttir, Guðmundur Brandsson, Björg S. Óskarsdóttir, Guðmundur Ó. Óskarsson, Ágústa Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÓSKAR JÓNSSON, Hæðargarði 35, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðarkirkju þriðju- daginn 30. september kl. 13.30 Guðrún Egilsdóttir, Guðrún J. Óskarsdóttir, Magnús S. Magnússon, Svanborg E. Óskarsdóttir, Guðjón Antonsson, Ragna S. Óskarsdóttir, Bergsveinn Jóhannsson, og barnabörn. + Elsku litla dóttir okkar og systir, RAKEL HJÁLMARSDÓTTIR, Vesturási 5, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 24. september. Útförin fer fram þriðjudaginn 30. september í Fossvogskirkju kl. 15.00. Hjálmar Ingvarsson, Hulda Jónsdóttir, Rut Hjálmarsdóttir, Feiix Hjálmarsson. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, RAFNS JÚLÍUSSONAR, Laugarásvegi 17, sem lést sunnudaginn 7. september. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deildum A3 og A6 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Hlýr hugur ykkar er okkur ómetanlegur styrkur. Guð blessi ykkur öll. Kristín Guðmundsdóttir, Sigríður Rafnsdóttir, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Kristfn Hulda Guðmundsdóttir, Björn Þór Guðmundsson, Rafn Guðmundsson, Sigurrós Júlíusdóttir. Guðmundur Þór Björnsson, Steingrfmur E. Hólmsteinsson, Harpa Steinunn Steingrímsdóttir, Hóimsteinn Rafn Steingrímsson, Orri Steinar Steingrímsson, GUÐNIRAGNAR ÓLAFSSON + Guðni Ragnar Ólafsson fædd- ist í Reykjavík hinn 6. september 1963. Hann andaðist 23. september síðastlið- inn. Guðni Ragnar var sonur ðlafs Magnússonar, skip- sljóra, f. 31.5. 1939, og Jónasínu Þóreyj- ar Guðnadóttur, hjúkrunarfræðings, f. 25.10. 1935. Guðni átti átta systkin, sex samfeðra. Þau eru: Sigurrós Helga, f. 1963. Þórdís, f. 1966. Ólafur Kristinn, f. 1967. Ingunn Ósk, f. 1975. Kári, f. 1980. Auður Alfa, f. 1989. Sam- mæðra eru: Jónína Guðný Egg- ertsdóttir, f. 1961, d. sama ár, Kveðja til ástvinar Galdur sá galdur að treysta lífinu: Já: lífinu betur en dauðanum Sá duldi galdur að vera hollur hamingju sinni Sá ðrðugi galdur að vera ekki einu sinni óvinur sjálfs sín Nei hógvær galdur og óbrotinn og á allra færi Enn er komið að því að því sama ennþá einu sinni að því sama Það var svo einkennilegt fannst þau ár að líf sitt væri á enda var þá að læra að lifa Og komið aftur og aftur að því sama. (Sigfús Daðason) Helga. Einn andblær í vindinum, einn sveipur um nótt, hér sveif sála þín yfir en nú var hún sótt. Með þessum orðum vil ég kveðja þig Guðni. Ég á fáar en góðar minn- Njörður Sigurðs- son, f. 1966. Guðni ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður, Sigurði Tómassyni, f. 18.8. 1933, d. 20.4. 1976. Guðni á soninn Björn Húnboga, f. 13.4. 1994, með Birnu Björnsdótt- ur. Hann starfaði á geðdeild Landspítal- ans, Vífilsstöðum og stundaði nám i Iðn- skólanum í Reykja- vík. Astvina Guðna er Helga Guðrún Gunnarsdóttir. Utför Guðna Ragnars fer fram frá Fella- og Hólakirkju á morgun, mánudag, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. ingar um stóran bróður i Breiðholt- inu sem ég leit svo mjög upp til. Og alltaf vonaði ég að sá dagur kæmi að við fengjum tækifæri til að kynnast betur, tækifæri til að setjast niður saman og hlæja að asnaskapnum í okkur, að hafa ekki haft samband öll þessi ár. En tíminn hleypur frá manni og nú ertu horfinn eftir allt of stutta veru hér á jörð. Hvar sem þú ert núna, vona ég að þú sért hamingju- samur. Jónasínu, Nirði, litla Birni Hún- boga og öðrum ástvinum Guðna votta ég samúð mína. lngunn. Guðni kom mér vel fyrir sjónir þegar ég sá hann fyrst, og mér skjátlaðist ekki. Við nánari kynni kom í ljós hve indæll hann var og sýndi mikinn áhuga á því sem ég var að gera. Alltaf þegar hann var heima hjá okkur, var hann hress og kátur og sá spaugilegu hliðarnar á öllu. Það var þægilegt að umgang- ast Guðna, hann var svo hlýr, skiln- ingsríkur og hafði mikið að gefa og deila. Við gátum setið heillengi og spjallað um kvikmyndir, skólann, lífið og tilveruna. En lífið er fall- valt og Guðni kominn á aðrar slóð- ir og við ræðum málin ekki oftar hér. Ég vil kveðja þennan vin minn með orðum Tómasar Guðmunds- sonar: + Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, er minntust, MAGNÚSARJÓHANNSSONAR frá Skjaldfönn. Þökkum innilega hlýhug og samúð. Aðstandendur. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður, afa og bróður, HALLDÓRS BRAGASONAR, prentara, Dalseli 21. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar Krabba- meinsfélagsins. Þorbjörg Jónasdóttir, Dóra Halldórsdóttir, Ingibjörg L. Halldórsdóttir, Hörður Valsson, Þóra Björg Jónasdóttir, Ólafur G. Sveinbjörnsson, Yngvi Halldórsson, Linda Jónsdóttir, Halldór Halldórsson, Sunna Björg Gunnarsdóttir, systkini og aðrir aðstandendur. Ég veit þú fékkst engu, vinur, ráðið um það, en vissulega hefði það komið sér betur, að'lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að. Við bjugpmst við að hjtta þig oft í vetur. Og nú var um seinan að sýna þér það traust, sem samferðarfólki þínu hingað til láðist að votta þér. Það virtist svo ástæðulaust að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist. Ég vil votta móður hans Jónasínu, bróður hans Nirði, mömmu minni og öðrum aðstandendum samúð og að Guð varðveiti þau í sorginni. Ég óska Guðna velfarnaðar á nýjum brautum og þakka samfylgd- ina. Þín vinkona, Berglind Dögg. Nú þegar haustið er komið og næturnar eru ekki lengur bjartar kvaddi þetta líf Guðni Ragnar Olafs- son. Minningarnar líða framhjá og ég gríp eina og eina þeirra og skoða þær. Ég skoða myndina af ungum manni með einlæg mjúk augu og fínlegar hendur sem heilsuðu mér feimnislega þegar systir mín kynnti hann fyrir mér sem ástvin sinn. Á stuttum tíma áttum við saman góðar stundir og skemmtilegar sam- ræður. Samræður sem voru bæði glettnar og heimspekilegar. Það er erfitt að kveðja ungan mann í blóma lífsins en það verður ekki hjá því komist. Ég sendi móður Guðna, syni og ástvinu mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Ólöf de Bont. Ég var staddur í símaklefa í stór- borg erlendis þegar mér bárust þær fregnir að Guðni væri dáinn. Það eru fáar fréttir jafn sláandi og að heyra að ungur maður í blóma lífs- ins falli frá. Það er mikill missir að Guðna. Ég hafði verið svo lánsamur að starfa með honum á deild 27 á Landspítala. Fyrstu kynni mín af Guðna voru um veturinn 1994. Á fyrstu vaktinni sem við unnum sam- an tók ég eftir því hversu samvisku- samur Guðni var. Aldrei hopaði hann frá hálfunnu verki og það sem Guðni tók sér fyrir hendur var gert eins vel og á varð kosið. Sjaldan hef ég starfað með nokkrum sem var jafn gefandi og góður við sjúklingana á deildinni, enda þótti þeim öllum vænt um Guðna, trúðu honum og treystu fyrir áhyggjum sínum. Fyrir utan þessa ágætu mann- kosti var Guðni líka skemmtilegur. Það var hægt að tala um allt við hann og það voru ófáar næturvakt- irnar þar sem við sátum og spjölluð- um saman um ýmsa hluti, bæði al- varleg málefni og skemmtilegar hlið- ar mannlifsins. Það var þá sem hið lúmska skopskyn hans fékk að njóta sín og lék þá Guðni á als oddi. Við eru öll fátækari að sjá á eftir jafn góðum manni og Guðni var. Ég sendi fjölskyldu Guðna og nán- ustu aðstandendum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Guðmundur Gunnarsson. Hann Guðni okkar er farinn. Það er svo einkennilegt þó að við vitum að dauðinn bíði okkar allra, þá reiknuðum við aldrei með og töluð- um aldrei um að þessi með ljáinn gæti knúið okkar dyra. En nú hefur hann gert það og eftir sitjum við öll, harmi slegin. Hann Guðni okkar var ekki bara samstarfsmaður, hann var vinur okkar. Við vitum ekki hvort hann vissi, hvað okkur þótti vænt um hann og kannski vissum við það ekki sjálf. En þannig erum við oft, við tölum meira um skjólstæðinga okkar en um okkur sjálf. Hann Guðni okkar var vel af Guði gerður, hafði góða nærveru eins og við segjum stundum. En nú hefur hann kvatt okkur fyrir- varalaust og við söknum hans. Við reynum ekki að skilja af hvetju lífið er stundum eins og það er, en í stað þess að biðja um létt- ari byrðar, biðjum við um sterkari bök. Megi Jesús sjálfur hugga fjöl- skylduna hans Guðna og umvefja með kærleikanum sínum alla þá sem syrgja hann. Samstarfsfólk deild 27.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.