Morgunblaðið - 28.09.1997, Page 42

Morgunblaðið - 28.09.1997, Page 42
MORGUNBLAÐIÐ ~*42 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 Trölladeigsnámskeið Úrval hugmynda, veggmyndir og frístandandi styttur. Upplagt í jólagjafir og fleira. Upplýsingar hjá Aldísi í síma 565 0829. | Indverskir grœnmetisréttir O Sykur-, ger-, hveiti-, gluten- og mjólkurafurðalausir. Mánudaginn 6. og 13. okt. frá kl. 18—21. Námskeið á góðu verði. Skráning hjá Shabönu í símum 899 3045 og 5541609. Auglýsmga- tækni •*] Kennd er gerð og uppsetning auglýsinga, blaða og bæklinga. Vinnuferlið er rakið, allt frá hugmynd að fullunnu verki. Farið verður í eftirfarandi þætti og hvernig þeir vinna saman: * Teikningu og hönnun í CorelDraw * Myndvinnslu í Photoshop * Umbrotsvinnu í QuarkXpress * Heimosíðugerð í Frontpage o.fl. * Samskipti við prentsmiðjur og fjölmiðla Boðið er upp á bæði eftirmiðdags- og kvöldnámskeið. Náraskeiðið er samt. 76 klst. Næstu námskeið bvrja 6. og 7 október. Nýi tölvu- & viðskiptaskolinn Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirðl - Sími: 555 4980 - Fox: 555 4981 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasiða: www.ntv.is TOPPTILBOÐ Tískuskór frá Litir: Svartir og bránir Stærðir: 36—41 Verð 2.995 Ath: Höfum auk þess nokkrur tegundir í stökum pörum fró Ioppskórinn Veltusundi v/lngólfstorg síml 5521212 ÍDAG BRIDS Umsjðn Guðmundur I’ftll Arnarson SUÐUR spilar þrjú grönd og fær út laufþrist, fjórða hæsta: Suður gefur; enginn á hættu. Norður 4 KB5 V 8432 ♦ 6 4 Á10987 Suður ♦ ÁD7 V KDG ♦ K10984 ♦ K2 Vestar Norður Austur Suður 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 2 grönd Pass 3 grönd Allir pass Gosinn kemur úr austrinu, sem suður drepur og spilar strax laufi til baka og svín- ar. Austur lætur fjarkann. Hvemig er best að halda áfram? Fjórir slagir á lauf duga til vinnings, ásamt þremur á spaða og tveimur á hjarta. Hvert er þá vandamálið? Það er þetta: Sagnhafi verður að láta á móti sér að taka á laufásinn áður en hann fríar litinn. Hann verður að spila smáu laufi strax: Norður 4 K85 V 8432 ♦ 6 4 Á10987 Vestur Austur 4 10632 4 G94 f 106 Hllll V Á975 ♦ ÁG3 ♦ D752 4 D653 4 G4 Suður 4 AD7 V KDG 4 K10984 4 K2 Suður má missa tígul- flarkann í lauf, en annað afkast á hann ekki. Spaðasjö- an kostar slag á litinn, og ef suður hendir hjarta eða tígli nær vömin að sækja þann lit. VELVAKANDI Svararí síma 569 llOOfrá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kannast einhver við þessa mynd? Er einhver sem kannast við stúlkuna á þessari mynd? Ef svo er, vinsam- lega hafið samband í síma 569-1100. Tapað/fundið Leikfimitaska týndist LEIKFIMITASKA, svört og grænblá, týndist við strætisvagnaskýlið við Kringluna. Þeir sem hafa orðið varir við töskuna hafi samband í síma 567-2205 eða 897-3373. Svartur dömujakki týndist DÖMUJAKKI, svartur, týndist í Casa Blanca um síðustu helgi. Þeir sem hafa orðið varir við jakk- ann láti vita í síma 567-3815. Sammála íbúa í Fossvogi FOSSVOGSBÚI hafði samband við Velvakanda og vildi hann taka undir það sem íbúi í Fossvogs- hverfi hafði að segja um hverfið í Velvakanda föstudaginn 19. sept. Seg- ir hann að það sé löngu orðið tímabært að gera stórátak í hverfinu og laga göngustíga, leikvelli og opin svæði. Fiskbúðin okkar -sælkerabúð! MIG langar til að koma á framfæri þakklæti til þeirra sem reka Fiskbúð- ina okkar. Þeir eru með svo skemmtilega tilbúna rétti, innbakað og í smjör- deigskörfum, algjört sæl- kerafæði. Einnig eru þeir með saltfisk sem þeir eru búnir að útbúa sem alls konar spánska fískrétti. Og á hveijum degi er eitt- hvað spennandi og nýtt. Ég hef ekki komið í skemmtilegri fískbúð. Glaður viðskiptavinur. Fyrirspurn Emma hafði samband við Velvakanda og var hún með eftirfarandi fyrir- spum: „Það var í fréttum í gærkvöldi, fimmtudag- inn 25. september, að Bragi Guðbrandsson hefði farið til Bandaríkjanna vegna máls drengsins sem var dæmdur þar fyrir kyn- ferðisglæp. Mér fínnst það skrítið að yfirvöld hér skuli vera að skipta sér af þessu máli. Það væri nær að Bragi hefði verið sendur fyrir löngu til Tyrklands Sophiu Hansen til hjálpar. Hver er munur- inn á þessum tveim mál- um?“ Emma í sveit á Ríp II 1980-1987 ÞEIR sem voru í sveit á Ríp II, Skagafírði, á árun- um 1980-1987, eru beðnir að hafa samband við Kristjönu í síma 554-0384. Gullkeðja týndist GULLKEÐJA með við- henginu stafnum M tapaðist nýlega. Finnandi hafí samband við Guð- mundu í síma 564-2677 eða 554-6502. Óskum eftir kettlingi ÓSKUM eftir kettlingi, læðu. Uppl. í síma 568-2134. Kettlingar fást gefins KETTLINGAR fást gef- ins, kassavanir, 8 vikna, mjög fallegir. Uppl. í síma 554- 4045. Fress í óskilum VEL vaninn, afar skemmtilegur ungur kol- svartur fressköttur er sestur að á Ölduslóð, Hafnarfirði. Kannist þið við lýsinguna vinsamlega hafíð þá samband í síma 555- 1902. Víkveiji skrifar... EKKI ýkja langt að baki greidd- um við vörur og þjónustu, sem við keyptum, nær alfarið með pen- ingum, seðlum og mynt. Nú er öld- in önnur. Rafrænar greiðslur, eins og þær heita víst, ráða æ meiru um viðskipti okkar. Víkveiji sá það í grein í Fjármálatíðindum að ná- lægt 146 þúsund kreditkort og tæp- lega 200 þúsund debetkort eru í notkun hér á landi. Nánar tiltekið munu 1,3 greiðslukort koma á hvern íbúa landsins, kornabörn og gamalmenni meðtalin. Rafrænar greiðslur hafa dregið verulega úr notkun seðla og tékka. Rafvæðing greiðslna með kortales- urum, posum, hefur gengið hratt fyrir sig. Samkvæmt tilvitnaðri grein í Fjármálatíðindum var fjöldi posa/kortalesara í búðarkössum orðinn talsvert meiri en í stóru iðn- ríkjunum árið 1995; jókst um 160% frá 1993, enda hefur debetkorta- byltingin orðið að mestu á árunum 1994 og 1995. Nýjungagirni land- ans lætur ekki að sér hæða, frekar en fyrri daginn. Næsti leikur á borði mun heita rafeyrir. Þá ku átt við talnarunur geymdar í tölvuskrá sem „hafa í sér fólgin loforð útgefanda um að greiða þær við framvísun." xxx SKRIFANDI um viðskipti meða- ljóna, mín og þín, kemur upp í hugann önnur grein, sem Víkvetji las í „íslenzkum iðnaði". Þar var því haldið fram að matarinnkaup hafi í töluverðum mæli flutzt frá hefðbundnum matvöruverzlunum til veitingaþjónustu hin síðari árin. Þá er átt við tilbúna, matreidda rétti, sem kaupendur taka heim með sér eða fá heimsenda, sem og veitinga- og skyndibitastaði. Þess er vænst, segir í blaðinu, að sú þróun muni enn stóraukast á kom- andi árum. Framtíðarsýnin er þessi: „Eldamennska úr grunnhráefn- um dregst saman og árið 2005 er því spáð að tiltekinn hópur neytenda hafí aldrei eldað máltíð úr grunn- hráefnum. Sífellt meiri kröfur verða gerðar til þæginda, skemmtunar, ánægju fyrir fjölskylduna, hollustu, fjölbreytni og hagkvæmni. Fram- leiðendur tilbúinnar hágæðavöru á viðráðanlegu verði munu eiga mesta vaxtarmöguleika.. Þá vitum við það: Heimaeldhús heyra senn fortíð til sem daglegur vinnustaður. Matseðill hvunndags- ins verður heimsent hágæðaholl- meti - eða það snætt utan heimilis - á viðráðanlegu verði. Víkveija finnst mest til um þetta „viðráðan- lega verð“ á hágæðamat. Megi það sjá dagsins ljós sem fyrst! xxx FRÁ hágæðahollmeti framtíðar- innar yfír í sorp, sem neyzlu- samfélagið hleður upp kring um sig. Sumir staðhæfa jafvel að heim- urinn muni drukkna í sorpi. Tíma- ritið Stefnir fjallar um þetta efni á dögunum og segir: „Bezta leiðin til að draga úr sorpi er sú að gera þann sem lætur það frá sér ábyrgan fyrir kostnaðinum við eyðinguna. Þannig sjá menn sér hag í því að stilla sorpi sem frá þeim kemur í hóf. Þetta verður aðeins gert með því að sorpeyðing sé á vegum einkaaðila og að eignar- réttur á landi sé vel skilgreindur. Það kemur í veg fyrir að menn komist upp með að fleygja rusli yfir á einskismanns land. A meðan sorpeyðing er á vegum ríkis og sveitarfélaga er hætt við að þeir sem þurfa að losna við mikið af rusli fjárfesti í stjórnmálaítökum til að velta kostnaðinum yfir á skatt- greiðendur. Það dregur jafnframt úr tilburðum manna til að minnka úrgang frá sér þegar sameiginlegir sjóðir greiða fyrir förgunina." Hér staldrar Víkveiji við hugtak- ið hagræn umhverfisstjórn. Hún vísar veg að mengunar- eða um- hverfissköttum sem flest Evrópuríki hafa tekið upp síðustu árin. Þeir hyggja á því að starfsemi, sem mengar umhverfið, geri hreint fyrir eigin dyrum, greiði kostnað við mengunarvarnir og förgun úr- gangs. Hagræn umhverfisstjórn af því tagi knýr þá sem mengun valda til að snúast við vandanum þar sem hann verður til.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.