Morgunblaðið - 28.09.1997, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 28.09.1997, Qupperneq 47
MORGUNJBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 47 ! Góð dbönd HAEL Douglas í „Ghost & The Darkness." Draugurinn og myrkrið (The Ghost and the Darkness) Frábær kvikmyndataka skapar andrúmsloftið í þessari ágætu „Jaws“ mynd, sem gerist í myrkviði Afríku. Douglas er góð- ur sem þjóðsagnakenndi veiði- maðurinn. SHINE - Mynd um ævi píanó- leikarans David Helgotts. Árásin frá Mars (Mars Attacks!) Geimverur koma til jarðar og samskipti þeirra við menn enda ekki jafn friðsamlega og áætlað var. Ýkt hugmyndaflug sem stundum fer fram úr sér. Jerry Maguire (Jerry Maguire) Iþróttaumboðsmað- ur er rekinn úr vinnunni og eini við- skiptavinurinn sem hann heldur eftir er ágætur hafnabolta- leikari. Skondin mynd um ástina og lífið. Undrið (Shine) Snilldarlega vel gerð mynd um erfiða ævi píanóleikararns David Helfgotts. Mannleg samskipti og tilfinningar í brennidepli. Mynd sem allir geta notið. JOHN Turturro í „Box Of Moonlight." Drengir fröken Evers (Miss Evers’ Boys) Stórkostleg mynd um ómannúð- legar tilraunir bandarísku ríkis- stjórnarinnar á svertingjum með sárasótt. Frábær leikur hjá Woodard og Fishburne og leik- stjórn Joseph Sargents er óað- finnanleg. Sonur móður sinnar (Some Mother’s Son) Baráttusaga IRA stríðsfanga fyiir réttindum sínum. Litið á málin út frá fjölskyldum fang- anna. Vel unnin og býsna átakan- leg. Flokksdeildin (Platoon) Mynd sem vakti mikla athygli á sínum tíma fyrir raunsönn tök á lífsreynslu bandarískra her- manna í Víetnam stríðinu. Vel gerð en frekar óhugguleg. Lagahöfundurinn (Grace ofMy Heart) Góð notkun á tónlist og góður leikur, þá sérstaklega hjá Illenu Douglas og John Turturro, gerir þessa ljúfu litlu mynd þess virði að horfa á. Rómeó og Júlía (Romeo + Juliet) Hið klassíska verk Shakespeares sett í nútímann á frumlegan og lifandi hátt. Góðir leikarar og nóg að melta fyrir öll skilningar- vit svo engum mun leiðast. Umsátrið (Mr. Reliable) Mjög fyndin og skemmtileg mynd sem er byggð á sönnum at- burðum þótt ótrúlegir séu. Samleikur Colins Friels og Pauls SonkkUa er framúr- skarandi. Tunglskinskassinn (Box of Moonlight) Dálítið undarleg en skemmtileg dramatísk gamanmynd um óskemmtilegan mann, sem öðlast nýja lífsýn með aðstoð sérviturs náttúrubarns. Amy og villigæsirnar (Fly away Home) Frábær fjölskyldumynd sem inniheldur vel skrifað handrit, góðan leik og helling af spennu fyrir yngstu áhorfendurna. ER I Hí AÐ HUGA AÐ FRAMHALDS^/f^^? INNRITUN NYNEMA ER HAFIN Teknir verða inn nemendur á eftirtaldar námsbrautir á vorönn 1998: Frumgreinadeild _ Nám til raungreinadeildarprófs _ Iiinnar annar hraðferð fvrir stúdenta scnt þurfa viðbótamám í raungreinum til þess að geta hafið tieknifræðinám. Rekstrardeild-rekstrarsvið _____Útflutningsmarltaðsfræði til B.Se. prófs _____Vörustjómun til B.Se. prófs Inntökuskilyrði em próf í iönrekstrarfræði, rekstrarfræði eða sambærilegu námi. Vegna mikillar aðsóknar í iðnrckstrarfræði cr ekki unnt að bæta við fleiri umsóknum á vorönn 1998. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans alla virka daga frá kl. 8:30-15:30 ____________________________ Námsráðgjafi skólans og deildar- stjórar einstakra deilda veita nánari uppl. í síma 577-1400 eða skrifstofa skólans að Höfðabakka 9. (UMSÓKNARFRESTUR TIL15. OKTÓBER tækniskóli Isl Höfðabakka 9, 112 Ri slmi 577 1400, fax 3 http://www.ti.is ^ m jc í Kringlunni Velkomin í Kringluna í dag! Það verður létt sunnudagsstemmning í Kringlunni í dag fyrir alla fjölskylduna. Opið frá kl. 1 til 5. Un OQ QO"KCi t QIí1 . cq morgt Ókeypis í Kringlubíó Fyrstu 120 fá ókeypis á myndina Rokna Tuli kl. 12:45 ísal 3. Disney myndin Hefðarfrúin og umrenningurinn, sýnd kl. 1 í sal 1. Hefð wfjmm og 'LMREMMfrl GUIUNM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.