Morgunblaðið - 28.10.1997, Síða 2

Morgunblaðið - 28.10.1997, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Fjölmenn leit að rjúpna- skyttu FJÖRUTÍU og tveir björgun- arsveitarmenn, ásamt tveimur leitarhundum og tveimur einkaflugvélum, tóku þátt í um sjö tíma leit að rjúpnaskyttu við Kvígindisfell suður af Uxa- hryggjum, aðfaranótt sunnu- dagsins. Blautur og kaldur en nokkuð hress Rjúpnaskyttunnar, karl- manns á þrítugsaldri, var fyrst saknað seinnipart laugardags, að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi. Hann fannst síðan við austanvert Hvalvatn rétt fyrir klukkan tíu á sunnudagsmorg- un, blautur og kaldur en nokk- uð hress miðað við aðstæður, að sögn lögreglunnar. Hann hafði þá verið týndur í meira en hálfan sólarhring, en þoka var yfir svæðinu með súld eða rigningu. Fyrirhuguð stækkun verksmiðju Járnblendifélagsins Lokið við kostnaðar- áætlunina í desember VERKSMIÐJA íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga. VINNU við kostnaðaráætl- un vegna fyrirhugaðrar stækkunar verksmiðju ís- lenskajámblendifélagsins á Grundartanga verður vænt- anlega lokið í desember, en að sögn Jóns Sveinssonar, varaformanns stjómar jám- blendifélagsins, verður endanleg ákvörðun stjórn- arinnar um að ráðast í stækkun verksmiðjunnar væntanlega tekin í desem- ber eða janúar. Sérstök verkefnisstjórn annast undirbúninginn að stækkun verksmiðjunnar og sagðist Jón eiga von á því að ákvarðanir varðandi útboð og fleira yrðu teknar samhliða ákvörðun stjómar félagsins um að hrinda verkinu í framkvæmd. Jón sagði að ýmis innri mál hjá jámblendifélaginu hefðu valdið því að vinna við gerð kostnaðaráætlun- ar og undirbúning stækkunarinnar hefði ekki gengið eins vel og ráð var fyrir gert. „Fyrir bragðið hefur þetta reynst tímafrekara, en auðvitað hefðum við mjög gjaman viljað að þetta hefði getað verið mun fyrr á ferð- inni en raun ber vitni. Það er hins vegar ekki við neina að sakast í því efni nema okkur sjálfa,“ sagði Jón. Hann sagði ljóst að ekki mætti mikinn tíma missa í sambandi við það að standa við tímaáætlanir, en orku- samningur sem félagið er búið að gera við Landsvirkj- un tekur gildi haustið 1999. „Fyrirtækið er búið að skuldbinda sig fyrirfram til þess að kaupa tiltekna orku af Landsvirkjun á þeim tíma og þess vegna em tímafrestimir í þessu mjög þröngir. Það má því í sjálfu sér engan tíma missa,“ sagði Jón. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann eftir harðan árekstur við Laufás í Borgarhreppi. Kæra vegna Nesjavallalínu Rafmagnsveitu Reykjavíkur Ráðherra staðfest- ir framkvæmdina GUÐMUNDUR Bjarnason hefur kveðið upp úrskurð og staðfest þá ákvörðun skipulagsstjóra ríkisins að fallast á fyrirhugáða lagningu Nesjavallalínu með ákveðnum skil- yrðum. Náttúruverndarsamtök íslands kærðu úrskurð skipulagsstjóra til ráðherra og kröfðust þess að í stað loftlínu yrði lagður jarðstrengur meðfram heitavatnsleiðslu yfir Hengladali og þaðan meðfram Sogslínu 3 að Geithálsi og meðfram Korpulínu 1 að Korpu. Til vara kröfðust samtökin þess að lögð yrði loftlína eftir sömu leið. Skipulagsstjóri kvað upp þann úrskurð sem ráðherra hefur staðfest hinn 23. júlí sl. Skipulagsstjóri féllst á framkvæmdina þar sem hún væri ekki talin hafa í för með sér umtals- verð áhrif á umhverfi, náttúruauð- lindir eða samfélag. Þá hafi línulagn- ingin ekki veruleg áhrif á gróður og dýralíf á framkvæmdasvæðinu, auk þess sem sjónrænum áhrifum verði haldið í lágmarki, m.a. með því að leggja helming raflínunnar í jörð, ásamt því að raflínurnar munu liggja samsíða öðrum þeim mannvirkjum á svæðinu sem teljast sérstæðust. Jarðstrengur dýrari í fréttatilkynningu frá umhverf- isráðuneytinu segir að Rafmagns- veita Reykjavíkur hafi bent á að jarðstrengur væri ekki einungis dýr- ari en loftlína heldur einnig tækni- legum erfiðleikum bundinn og áhættusamur, m.a vegna lítillar reynslu af endingu slíkra strengja hér á landi. Einnig telji Rafmagns- veitan að yrði Sogslínu fylgt mundi Nesjavallastrengur ekki nýtast sem framtíðartenging frá Korpu norður í átt til Kjalarness og Mosfellsdals. Vinsamleg- ir fundir Silfurtúns og Kínverja FORRÁÐAMENN fyrirtækisins Siifurtúns áttu í liðinni viku viðræð- ur við tvo embættismenn úr kín- verska landbúnaðarráðuneytinu um að reisa verksmiðju í Peking. Björn Ingi Sveinsson, framkvæmdastjóri Silfurtúns, sagði í gær að engar nið- urstöður hefðu orðið á fundinum, en viðræðurnar hefðu verið mjög vin- gjarnlegar. Silfurtún hefur um nokkurt skeið staðið í samningaviðræðum við Kín- verja um að reisa eggjabakkaverk- smiðju í Peking. Þegar Lien Chan, varaforseti Tævans, kom hingað tii lands fyrir skömmu og átti meðal annars kvöldverðarfund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra mót- mæltu stjórnvöld í Peking, sem telja Tævan uppreisnarhérað í Kína. Af- lýstu ráðamenn í Peking meðal ann- ars fundi, sem þar átti að halda með fulltrúa Silfurtúns. Tveir embættismenn úr landbún- aðarráðuneytinu í Peking komu hingað til lands til viðræðna við Silf- urtún í upphafi liðinnar viku og stóðu þær í tvo daga. Verði af samningum er um 100 milljóna króna verkefni að ræða. ♦ ♦ ♦---- A batavegi eftir gas- sprengingu ÞRJÚ ungmenni 15-17 ára, tveir piltar og ein stúlka, voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Land- spítala á sunnudagsmorgun. Þau hlutu 2. stigs bruna á höndum og í andliti í gassprengingu í áhaldaskúr á Stöðvarfirði fyrr um nóttina. Að sögn lögreglu á Eskifirði bend- ir allt til að fjögur ungmenni hafí tekið gaskút með sér í skúrinn að- faranótt sunnudags. Svo virðist sem kúturinn hafi lekið. Þegar þau kveiktu sér í sígarettu varð stuttur og snöggur bruni vegna gaslekans. Eitt ungmennanna slapp ómeitt. Að sögn lögreglu komust ungling- arnir í nærliggjandi hús og fengu aðstoð. Eftir mat hjúkrunarfræðings var kallað eftir þyrlu. Tvö þeirra voru flutt á brunadeild Landspítalans en eitt á gjörgæslu. Að sögn sérfræðings á brunadeild eru ungmennin nú öll komin á legu- deild og er líðan þeirra eftir atvikum góð. Vonast er til að með tímanum geti sárin gróið á eðlilegan hátt. Maður þungt haldinn eftir bílslys MAÐUR á sextugsaldri iiggur alvar- lega slasaður á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir harðan árekstur tveggja fólksbifreiða við Laufás í Borgarhreppi á sjöunda tím- anum á laugardagskvöld. Var hann fluttur til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Maðurinn var ökumaður annars bílsins en enginn farþegi var með honum í för. Þrír voru í hinum bílnum og sluppu þeir ómeiddir. Báðir bílamir skemmdust mikið. Að sögn lögreglunnar í Borgamesi voru bíiamir að koma úr gagnstæðri átt. Hafði bfliinn, sem maðurinn var í, skömmu áður verið kominn langt út á vegkantinn en beygt síðan inn á veginn og í veg fyrir bílinn sem kom á móti. Áreksturinn var harka- legur og þurfti að klippa hurðina af bflnum til að ná slasaða ökumannin- um út, að sögn lögreglunnar. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um fund hvalveiðiráðsins íslendingar þurfa að fara yfir málið á nýjan leik HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að í kjölfar ársfundar Alþjóðahvalveiðiráðsins þurfí Islendingar að fara yfir stöðu hvalveiði- málsins á nýjan leik og kanna hvort einhver von sé til stefnubreytingar hjá ráðinu þannig að hugsanlegt sé að íslendingar stefni að inn- göngu í það aftur. „Það breyttist ekkert á þessum fundi vegna þess að það var samþykkt enn ein ályktunartil- lagan þar sem aðilar voru fordæmdir vegna hvalveiða,“ sagði Halldór. „Hins vegar var formanni ráðsins falið að móta hugmyndir um framtíðina. Við þurfum að átta okkur á því, íslending- ar, hvort í því geti falist einhver raunveruleg stefnubreyting. Eins og það var kynnt eru menn að hugsa um að opna fyrir takmarkaðar veiðar en útiloka viðskipti með afurðirnar. Það er ekki viðunandi fyrir okkur íslendinga,“ seg- ir Halldór. Stefnubreyting gæti leitt til aðildar á ný „Ef þetta er enn einn blekkingarleikurinn til þess að halda lífinu í þessum samtökum þá er það hið versta mál því það eina sem virðist fá marga þessa aðila til að gera eitthvað er að þeir sjái fram á að Alþjóðahvalveiðiráðið leysist upp. Við íslendingar þurfum að fara yfir stöðu málsins á nýjan leik og meta hana. Ef þarna er einhver von um stefnubreytingu þá gæti það orðið til þess að færum inn í ráðið á nýjan leik til þess að berjast fyrir rétti okkar. Eg tel að við getum ekki tekið um það ákvörðun fyrr en við höfum kannað viðhorf nokkurra þjóða nán- ar,“ sagði Halldór. Hann sagði að afstaða Bandaríkjamanna ylli miklum vonbrigðum. „Við samþykktum á sínum tíma að hætta veiðum í atvinnuskyni, m.a. vegna endurtekinna áskorana frá Banda- ríkjunum og treystum því að það ætti aðeins að vera tímabundið. Svo virðist sem Bandaríkja- menn ætli ekki að breyta neitt um stefnu í þessu máli. Það er alveg ljóst að þeir hafa ráð- ið afar miklu um það hvernig komið er og eiga mikla sök á því,“ sagði Halldór. Hann sagði að það fyrsta sem þyrfti að gera væri að ræða þessi mál við íra. „Við þurfum að kynna þeim afstöðu okkar og leita eftir því hvernig þeir hyggjast fara í málið,“ sagði Hall- dór Ásgrímsson. Nýjum forseta Alþjóðahval- veiðiráðsins, íranum Michael Canny, var falið að vinna að tillögum þar sem til greina geti komið að aflétta banni vð hvalveiðum í atvinnu- skyni. I L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.