Morgunblaðið - 28.10.1997, Page 29
U Kt/u UÍ Wi i
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 29
Sungu sig
inní
veturínn
Þríðja landsmót íslenskra kvennakóra og
hið fjölmennasta til þessa var haldið í Reyk-
holti um helgina. Hulda Stefánsdóttir sat
æfingu samkórs 300 kvenna í Reykholts-
kirkju. Þar hljómaði þjóðsöngurínn þýtt í
nýrrí útsetningu iyrír kvenraddir.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
ÆFING fyrir samsöng mótslagsins Aðeins eitt blóm eftir Hildigunni Rúnarsdóttur við ljóð Þuríðar
Guðmundsdóttur. Kórstjórnandi Bjarni Guðráðsson og einsöngvari Dagný Sigurðardóttir.
SÍÐASTA landsmót var haldið í
Reykjavík en það var kvennakórinn
Lissý á Norðurlandi sem stóð fyrir
fyrsta kóramótinu og stefnt er að
því að halda söngmót kvenna þriðja
hvert ár. Hefð fyrir kvennakórum
á íslandi er ekki löng en áhugi er
sýnilega mikill og á hverju ári
verða til nýir kórar svo að nú er
kvennakór starfandi í hveiju lands-
horni og víða fleiri en einn.
„Ég hef aldrei séð svona margar
konur saman,“ segir Lilja Mar-
geirsdóttir úr Freyjukórnum í
Borgarfirði, sem er gestgjafi lands-
mótsins að þessu sinni. Undirbún-
ingur hefur staðið yfir í ár og þær
Lilja, Jónína Eiríksdóttir og Jón-
inna Haraldsdóttir, sem skipa und-
irbúningsnefnd eru mjög sáttar við
árangur als erfiðisins nú þegar að
þéttskipuð dagskrá helgarinnar
virðist ætla að ganga hnökralaust
fyrir sig. Kórarnir sem komu til
mótsins að þessu sinni eru sjö.
Kvennakór Hafnarfjarðar undir
stjórn Halldórs Óskarssonar,
Kvennakór Siglufjarðar, stjórnandi
og undirleikari Elíasar Þorvalds-
sonar, Kvennakór Suðurnesja, Aa-
gota Joó stjórnandi og Vilberg
Viggósson undirleikari, Kvenna-
kórinn Lissý undir stjóm Hólmfríð-
ar Benediktsdóttur og undirleikari
er Agnes Löve sem einnig leikur
undir með Kvennakómum Ljósbrá,
stjórnandi er Eyrún Jónasdóttir.
Kvennakórinn Ymur er undir stjórn
Dóm Líndal Hjartardóttur og
Freyjukórinn er undir stjóm
Bjarna Guðráðssonar og undirleik-
ari er Steinunn Árnadóttir. Móts-
stjórinn, Margrét Bóasdóttir, þekk-
ir vel til starfa kvennakóra. Hún
stjórnaði um tíma Kvennakórnum
Lissý og stóð þá fyrir fyrsta lands-
mótinu ásamt Bjama Guðráðssyni,
stjómanda Freyjukórsins. Hún ját-
ar að ekkert minna en heraga þurfí
til að halda 300 konum við efnið
og passa að dýrmætur tími fara
ekki til spillis við að koma sér á
milli húsa. Margrét segir að engum
kórum hafi fjölgað eins ört síðustu
árin og kvennakórum. „Þetta er
eitt afbrigði kvennahreyfingarinn-
ar sem hefur verið í vexti síðan á
Kvennafrídaginn.“ Margrét segir
að með bættri söngmenntun kór-
stjórnenda verði kóramir betri. Það
hafi lengi háð kvennakórum hversu
karlalegur söngur þeirra var. Með
faglegum vinnubrögðum og fleiri
útsetningum sönglaga fyrir
kvennakóra hafi kvennakórsöngur
eflst og sífellt fleiri konur sýni
kórastarfi áhuga. Margrét nefnir
sem dæmi að þó að einungis ár
sé liðið frá því að Kvennakór Hafn-
arfjarðar var stofnaður séu nú 60
konur í kórnum. Hún segir miður
að enginn af kvennakóranum í
Reykjavík hafi séð sér fært að
koma á landsmótið að þessu sinni.
Madrikal og borgfirsk
sönglög
Hver hinna sjö kóra kemur til
mótsins með tvö lög auk þess að
hafa æft lög sem sungin vora í
samsöng á mótinu. Á laugardag
var hópvinna í sjö smærri hópum
í kirkjunni og safnaðarheimilinu.
Hver kórstjórnandi æfði ákveðið
lag og konur gátu svo valið að
syngja með tveimur þeirra yfír
helgina og komust þar með í kynni
við nýja stjómendur og ný lög.
Úr sölunum ómuðu í bland madrik-
al, negrasálmar og borgfírsk söng-
lög. Freyjukórinn fór þess á leit
við Hildigunni Rúnarsdóttur, tón-
skáld, að hún semdi söngverk við
ljóð eftir borgfirska konu. Fyrir
valinu varð ljóðið Aðeins eitt bíóm
eftir Þuríði Guðmundsdóttur sem
AAGOTA Joó, stjórnandi Kvennakórs Suðumesja, æfir Stabat
Mater dolorosa fyrir samsöng að lokinni helgistund á sunnudag.
UNDIRBÚNINGSNEFND Freyja, Jóninna Haraldsdóttir, Lilja
Margeirsdóttir og Jónína Eiríksdóttir.
vann fyrir skemmstu til ljóðaverð-
launa Guðmundar Böðvarssonar. í
Þinghamri í Varmalandi gátu þátt-
takendur kynnt sér handverk
borgfirskra kvenna á sýningunni
Athöfn og orð. Þá var hannyrða-
sýning frá Ullarselinu á Hvanneyri
í kjallara kirkjunnar. Merki lands-
mótsins sem minnir í senn á stað-
inn, Reykholt, og lag mótsins Að-
eins eitt blóm, var teiknað af Ald-
ísi Eiríksdóttur.
„Okkur þykir bara svo
gaman að syngja“
„ Andinn hér er einstaklega góð-
ur,“ segir Lilja. „Konur kunna svo
vel að meta það þegar þær geta
stungið af að heiman og þurfa
ekki að hugsa um að elda, hvað
þá meira.“ Kokkurinn Kristján
Fredriksen sá til þess að konurnar
300 nærðust vel þessa helgi. „Það
sem sameinar okkur er hvað okk-
ur þykir öllum óskaplega gaman
að syngja." Breidd í aldri þátttak-
enda er mikil og þær yngstu eru
rétt 16 ára. Þær Lilja, Jónína og
Jóninna segja að vel hafi komið í
ljós á kvöldskemmtunum þessa
helgi hversu þroskaðar og hæfi-
leikaríkar söngraddir leynast í
kvennakórum landsins. Áður fóru
landsmótin fram á vorin en nú
hefur verið ákveðið að færa þau
aftur til haustsins þegar minna
er um að vera. „Stundum finnst
manni þessar konur varla mennsk-
ar,“ segir Lilja, sem sjálf flutti
úr Reykjavík í Borgarfjörðinn fyr-
ir 7 árum. „Þær víla það ekki fyr-
ir sér að keyra til kóræfínga eina
60-70 km að kvöldlagi eftir mjalt-
ir og í öllum veðrum á veturna.
Slíkur er áhuginn og ánægja
þeirra af kórstarfinu." Kvennakó-
rastarf vetrarins er hafið með
trukki og dýfu.