Morgunblaðið - 28.10.1997, Qupperneq 22
Tf<V*
22
vppf wafyrvf} fMf'yffyvrrrxrcrr*
ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997
ERLEIUT
Misheppnuð tilraun
norska hersins
Napalm
var fram-
leitt úr
hvallýsi
NORÐMENN framleiddu um 100
tonn af napalmi úr hvallýsi á sjötta
áratugnum og gerðu tilraunaspreng-
ingar með þær á Gardemoen árið
1953. Þetta kemur fram í nýrri bók
„Kunnskap som vápen“ (Með þekk-
ingu að vopni) sem kemur út í dag
og fjallar um rannsóknarstarf í
norska hemum og vamarmálaráðu-
neytinu á árinum 1946-1975. Höf-
undar bókarinnar, tveir sagnfræð-
ingar, fengu aðgang að öllu skjala-
safni ráðuneytisins, en stór hluti
skjalanna hefur hingað til verið
leynilegur.
í bókinni, sem er um 500 síður,
em raktar frásagnir af tilraunafram-
leiðslu hersins en hiuti hennar þótti
heppnast vel, t.d. nokkrar tegundir
eldflauga. Það sama var hins vegar
ekki upp á teningunum hvað na-
palmframleiðsluna varðaði, að því
er fram kemur í Aftenposten.
Napaim vakti fyrst athygli og
hrylling almennings er því var beitt
í Víetnamstríðinu en það er hlaup-
kennt efni sem verður m.a. til þess
að eldur læsist í húð manna.
100 tonn framleidd
Ástæða þess að Norðmenn hófu
napalmframleiðslu var óánægja með
napalm sem framleitt var úr kókos-
hnetuolíu en það leystist ekki upp í
bensíni færi hitastigið undir 15 gráð-
ur. Norskir vísindamenn höfðu kom-
ist að því að lýsi kom að góðum
notum við lágt hitastig og svo var
það yfirlýst stefna hersins að nýta
norskt hráefni.
Nota átti napalmið í þýskar eld-
vörpur, í sprengjur sem varpað var
úr flugvélum og til vama í höfnum
landsins. í ljós kom að illa gekk að
nota napalmið í eldvörpumar en
engu að síður voru um 100 tonn
framleidd án þess að nokkrar erlend-
ar pantanir bæmst.
Á sjöunda áratugnum voru birgð-
imar afhentar almannavörnum sem
gátu notað þær til að líkja eftir
kjamorkusprengingum á æfingum á
Gardemoen.
Reuters
JIANG Zemin, forseti Kína, og Vicki Cayetano, eiginkona fylkis-
stjórans á Hawaii, æfa lagið „Aloha Oe“ sem þau fluttu í kvöld-
verðarboði sem fylkisstjórinn hélt til heiðurs kínverska forsetan-
um á sunnudagskvöld.
Reuters
FULLTRÚAR mannréttinda-
samtaka söfnuðust saman við
bústað fylkisstjórans meðan á
kvöldverðinum stóð.
Jiang Zemin, forseti Kína, heimsækir Bandaríkin
Reynir að fnða
Bandaríkjamenn
Washington, Peking, Honoluiu. Reuters.
FYRSTI áfangi opinberrar heim-
sóknar Jiang Zemins, forseta Kína,
til Bandaríkjanna, hófst á Hawaii á
sunnudag.
Meðal þess sem forsetinn gerði á
fyrsta degi heimsóknarinnar var að
fá sér sundsprett við hina frægu
Waikiki-strönd og dansa húla með
100 skólabömum. Þá heimsótti hann
staðinn þar sem USS Arizona, var
sökkt, einu af átta herskipum
Bandaríkjamanna, í árás Japana á
Pearl Harbor og minntist að því til-
efni samvinnu Kínveija og Banda-
ríkjamanna á dögum síðari heims-
styrjaldarinnar.
í hádegisverðarboði borgarstjór-
ans í Honolulu sagði hann m.a. að
Kína og Bandaríkin ættu sameigin-
legra hagsmuna að gæta í mikilvæg-
um málum sem varða frið og þróun
mannkyns. Einnig sagðist hann þess
fullviss að vinsamleg samskipti ættu
eftir að koma báðum þjóðunum til
góða.
Þó formlegar viðræður hafí enn
ekki hafist eru þessar yfirlýsingar
Jings taldar gefa tóninn um þá þýðu
í samskiptum sem forráðamenn ríkj-
anna vonast eftir í kjölfar heimsókn-
ar hans.
Stirð samskipti
Á undanfömum árum hafa sam-
skipti Bandaríkjanna og Kina verið
stirð og er Jiang Zemin fyrsti hátt-
setti kínverski embættismaðurinn
sem heimsækir Bandaríkin í 12 ár.
Auk þess sem Bandaríkin for-
dæmdu aðgerðir kínverskra stjóm-
valda er þau beittu hervaldi gegn
mótmælendum á Torgi hins himn-
eska friðar árið 1989 hafa þjóðirnar
m.a. deilt um aðgang að mörkuðum,
mannréttindamál, málefni Tævan,
vopnasölu og þróun kjamorkuvopna.
Bandaríkjastjórn var löngum
harðorð í garð Kínastjórnar en hefur
nú snúið við blaðinu í von um stærri
markaðshlutdeild á mörkuðum í
Kína. Þeir sem hafa réttlætt stefnu-
breytingu Bandaríkjastjórnar hafa
m.a. haldið því fram að með auknum
samskiptum Kínvetja við Vesturlönd
muni ástand mannréttindamála þar
smám saman batna.
Jiang Zemin hefur þegar lagt sig
fram um að bæta ímynd sína í Banda-
ríkjunum og áður en hann lagði upp
í ferðina gaf hann fulltrúa Kína hjá
Sameinuðu þjóðunum fyrirmæli um
að undirrita alþjóðlegan sáttmála
samtakanna um efnahagsleg, félags-
leg og menningarleg réttindi.
Mannréttindasamtök í Bandaríkj-
unum, sem hafa skipulagt öflug
mótmæli meðan á heimsókn Jiangs
stendur, segja hins vegar að viðleitni
hans nái ekki nærri nógu langt og
hafa hvatt hann til að samþykkja
einnig sáttmála samtakanna um
mál- og trúfrelsi og leysa alla póli-
tíska fanga úr haldi.
Þó lítið væri um mótmæli á meðan
Jiang var í Hawaii er búist við mikl-
um og stöðugum mótmælum fjöl-
margra mannréttinda- og baráttu-
samtaka eftir að hann kemur til
meginlandsins.
Frá Hawaii hélt forsetinn til Will-
iamsburg í Virginíufylki. Þaðan mun
hann halda áfram til Washington þar
sem hann mun m.a. eiga viðræður
við Bill Clinton, Bandaríkjaforseta.
ESB-ríkin deila um fjölda ríkja sem bjóða á til aðildarviðræðna
Tillögn framkvæmdastj órn-
arinnar líklega breytt
UTANRÍKISRÁÐHERRAR aðild-
arríkja Evrópusambandsins deildu
hart á fundi sínum í Lúxemborg um
helgina um það hversu mörgum
Austur- og Suður-Evrópuríkjum ætti
að bjóða til aðildarviðræðna á næsta
ári. Framkvæmdastjóm ESB hefur
lagt til að sex ríkjum verði boðið til
viðræðna en líklegt er að tillögu
hennar verði breytt þannig að öðrum
ríkjum, sem sækjast eftir aðild að
sambandinu, finnist ekki að þeim
hafí verið hafnað.
Ekki er meirihluti fyrir því innan
ESB að hafnar verði samningavið-
ræður strax á næsta ári við öll ríkin
ellefu, sem sambandið hefur lýst
yfír að muni fá aðild í framtíðinni.
Svíþjóð og Grikkland beijast enn
fyrir því að viðræður verði hafnar
við öll ríkin ellefu. Önnur ESB-ríki,
sem hafa verið hlynnt þeirri stefnu,
virtust hins vegar draga nokkuð í
land á ráðherrafundinum um helg-
ina, að sögn Reuters-fréttastofunn-
ar.
Sennilegast er
því að aðeins
ríkjunum sex,
sem fram-
kvæmdastjórnin
gerði tillögu um,
verði boðið til
viðræðna. Hins
vegar verði orðalag samþykktar
þeirrar, sem gerð verður á leiðtoga-
fundi ESB í Lúxemborg í desember,
með þeim hætti að það komist skýrt
til skila til þeirra fímm, sem eftir
verða, að ekki sé verið að setja þau
út í kuldann.
„Orðalagið mikilvægt“
„Orðalagið er mjög mikilvægt og
út úr orðalaginu verða öll ríkin að
geta lesið að þau séu velkomin, jafn-
vel þótt hraði viðræðnanna verði
mismunandi frá einu landi til ann-
ars,“ sagði
Jacques Poos,
utanríkisráð-
herra Lúxem-
borgar og forseti
ráðherraráðs
ESB, í samtali
við Reuters.
Ein leiðin til að halda Austur-Evr-
ópuríkjunum, sem ekki fá boð um
aðildarviðræður, við efnið, er að setja
á fót fastaráðstefnu, sem á að hafa
það hlutverk að búa ríkin undir
ESB-aðild, bæði efnahagslega og
pólitískt. Gert er ráð fyrir að ráð-
stefnan, sem gengur undir vinnu-
heitinu „Evrópuráðstefnan" komi í
fyrsta sinn saman á fyrri hluta
næsta árs. Á ráðherrafundinum í
Lúxemborg var deilt um aðild Tyrk-
lands að ráðstefnunni. Frakkland og
Bretland eru hlynnt því að Tyrkland
eigi aðild að henni en Þýzkaland,
Danmörk og fleiri ríki setja sig upp
á móti því, meðai annars vegna
mannréttindabrota tyrkneskra
stjómvalda.
Vill aðild EFTA-rílqanna
að fastaráðstefnunni
í þýzka blaðinu Die Welt í gær
kemur fram að Þýzkaland vilji að
EFTA-ríkjunum íslandi, Liechten-
stein, Noregi og Sviss verði einnig
boðin aðild að ráðstefnunni.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa íslenzk stjórnvöld og
ríkisstjórnir hinna EFTA-ríkjanna
farið þess á leit við ráðamenn í ESB
að EFTA-ríkin fái aðild að ráðstefn-
unni með einum eða öðrum hætti,
en þessi ríki, önnur en Sviss, eiga
aðild að innri markaði ESB sam-
kvæmt samningnum um Evrópskt
efnahagssvæði. Viðbrögð við þessum
umleitunum hafa verið fremur já-
kvæð, án þess að ákveðin svör hafi
fengizt.
Rætt um aðild EFTA-ríkjanna að fastaráð-
stefnu ESB og væntanlegra aðildarríkja
MORGUNBLAÐIÐ
Málamiðl-
unum
Gíbraltar
SPÁNVERJAR eru reiðubúnir
til viðræðna við bresk stjóm-
völd um flugvöllinn á Gíbraltar
til að ryðja úr vegi síðustu stóm
hindruninni í vegi þess að
Spánn verði fullgildur aðili að
hernaðarsamstarfi Atlants-
hafsbandalagsins.
Segjast spænsk yfirvöld
munu aflétta loftferðabanni á
flugvöllinn, fallist Bretar á að
þjóðimar tvær fari sameiginlega
með stjóm vallarins og að hann
verði nýttur sem herflugvöllur.
Prímakov til
Sýrlands
JEVGENÍ Prímakov, utanrík-
isráðherra Rússlands, vísaði
um helgina á bug fréttum um
að Rússar aðstoðuðu írani við
að útvega þeim síðamefndu
langdrægar eldflaugar. Prím-
akov er á ferð um Mið-Austur-
lönd og vonast til þess að geta
blásið lífi í glæður friðaramleit-
ana þar.
Hélt hann í gær óvænt til
Sýrlands, í annað sinn í ferð-
inni, þar sem hann mun eiga
fund með Farouq al-Shara ut-
anríkisráðherra.
Fundur gegn
barnaþrælkun
RÁÐSTEFNA um barnavinnu
og -þrælkun, hófst í Ósló í gær
en hún miðar að því að binda
enda á misnotkun og þrældóm
um 250 milljóna bama á aldr-
inum fimm til fjórtán ára.
Bömin vinna oft á tíðum erfið
og hættuleg störf fyrir brot af
því sem fullorðnum er greitt
og eru beitt ofbeldi af ýmsum
toga. Að ráðstefnunni standa
norska stjórnin, barnahjálp SÞ
og Alþjóðavinnumálastofnunin.
Hóta nýju
verkfalli
FRANSKUR verkalýðsleiðtogi
sagði í gær að vörabílstjórar
væru reiðubúnir að loka vegum
um allt land nk. sunnudag til
að leggja áherslu á launakröfur
sínar og endurtaka verkföll sem
lömuðu franskt samfélag fyrir
réttu ári.
Nýnasískt
efni í hernum
SKAMMT er síðan tekið var
fyrir sölu á „Mein Kampf“ eft-
ir Adolf Hitler í þýskum her-
skálum, að því er fyrrverandi
hermaður segir en hann hefur
verið ákærður fyrir að hafa
gert myndband með andgyð-
inglegum áróðri.
Hermaðurinn fullyrðir að
horft hafí verið fram hjá því
að hermenn hefðu í fórum sín-
um bannaðar bækur nasista,
tónlist nýnasista og haka-
krossa, og að slíkt efni hafi
jafnvel verið til sölu.
Mótframboð
gegn Kútsjma
JEVHEN Martsjúk, fyrrver-
andi forsætisráðherra Úkraínu,
tilkynnti í gær að hann myndi
bjóða sig fram í forsetakosn-
ingum 1999, gegn Leoníd
Kútsjma sem rak hann úr emb-
ætti á síðasta ári.