Morgunblaðið - 28.10.1997, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 45
FRIÐRIK
BJARNASON
+ Friðrik Tómas Bjarnason
fæddist 5. maí 1922. Hann
lést 16. október síðastliðinn og
fór útför hans fram frá Isa-
fjarðarkirkju 25. október.
Hann Diddi okkar málari er horf-
inn til æðri heimkynna. Viðburða-
ríkri ævi góðs drengs er lokið með
erfiðu ævikvöldi. Stundum er erfitt
að lýsa í fáum orðum persónuleika
manna. Mér eru minnisstæð orð
sameiginlegs vinar okkar Didda,
Einars heitins Jóhannssonar skip-
stjóra._„Hann Diddi má ekkert aumt
sjá.“ Ég hefði viljað bæta við, að
þeir, sem kynntust Didda vel, urðu
vinir hans og þótti vænt um hann.
Fyrstu kynni mín af Didda eru frá
mínum sokkabandsárum. Ég fór þá
með systur minni á gamla fótbolta-
völlinn við Grund á ísafirði, þar sem
ísfirðingar og Akureyringar léku í
annarri deild í knattspyrnu. Það var
mikið klappað, þegar markvörður
okkar varði þrumuskot utan af velli.
Ég man, að systir mín hrópaði „gott
hjá Didda“. Hann var þá kletturinn
í marki ísfirðinga. Ég fylltist að-
dáun á þessum hrausta mark-
manni, sem lét sér fátt fyrir brjósti
brenna. Að vísu uppgötvaði ég síðar
mér til nokkurrar hrellingar, að
Diddi tilheyrði liði höfuðandstæð-
inga okkar, þ.e.a.s. hann var
Vestrapúki, en í mínu nágrenni á
ísafirði fyrirfundust eingöngu
Harðarpúkar. En þetta spillti ekki
fyrir síðari tíma vináttu okkar. Eft-
ir farsælan knattspyrnuferil gerðist
Diddi knattspyrnudómari. Það var
varla létt að koma úr öðru knatt-
spyrnufélaginu og fara að dæma
leiki á milli þessara höfuðandstæð-
inga í íþróttum á ísafirði. En Diddi
var þessum vanda vaxinn. Aldrei
þótti okkur Harðarpúkum hann
halla á okkur í dómum. Hann átti
eftir að vaxa í dómarahlutverkinu
og dæma mikilvægari leiki en
keppnisleiki okkar strákanna.
Eins og margir ungir menn fór
Diddi ungur á sjóinn en ákvað síðan
snemma að læra málaraiðn. Var
hann jafnan síðan kenndur við þá
starfsgrein og kallaður „Diddi mál-
ari“ eða kenndur við æskuheimili
sitt og þá kallaður „Diddi á Horn-
inu“. íþróttir voru alla tíð hans
áhugamál og þá sér í lagi knatt-
spyrnan. Áhuginn var ódrepandi að
hlúa að þeirri íþrótt á ísafirði.
Dugnaðurinn fyrir knattspyrnuna
hjá Didda birtist líka í því að rækta
tengsl út á við. Þótt hart væri bar-
izt í leikjum, þá gerði Diddi and-
stæðinga að félögum og vinum utan
vallar. í Reykjavik urðu tengslin
af einhveijum ástæðum sterkust við
KR. Hér fyrir vestan vita menn af
tryggð þeirra frægu Felixson
bræðra við Didda og eru þau metin
og þökkuð. í hans huga kom heldur
enginn til greina sem formaður
knattspyrnusambandsins annar en
Björgvin Schram.
Náin kynni okkar Didda má rekja
til ársins 1974, þegar ég flutti í
blokkaríbúð næst honum á Hlíðar-
vegi 5. Mín íbúð var þá sú eina, sem
gengið hafði kaupum og sölum í
þeim stigagangi. Diddi, og allir hin-
ir, voru íbúar síðan blokkin var
byggð fyrir 25 árum.
Þetta var sérstakt samfélag á
Hlíðarveginum. Flest bammargar
fjölskyldur, sem bjuggu þröngt, en
ég varð aldrei var við annað en
mikla velvild _þessa fólks i garð
hvers annars. Á þessum árum batzt
ég vináttuböndum við Didda og fjöl-
skyldu hans. Sú taug hefur aldrei
rofnað síðan. Leiðir okkar lágu víð-
ar saman. Við störfuðum saman í
Lionshreyfingunni. Þar gerðumst
við félagarnir sölumenn saman og
seldum jólapappír og sælgæti. Ég
taldi mér trú um, að ég væri sér-
menntaður sölumaður skólaður í
Kanada. Á þá skólun reyndi aldrei,
því þeir, sem komnir voru til vits
og ára á ísafirði keyptu jólapappír,
þegar Diddi birtist. Ég varð því
aldrei annað en vikapiltur í sölu-
mennskunni. Diddi gerði líka heið-
arlega tilraun til að gera mig að
alvöru laxveiðimanni. Það dugði
bara ekki að skaffa mér allt til alls,
stöng, veiðigalla og spikfeita ána-
maðka, sem Diddi hafði stríðalið á
sykri vikum saman. Tilraunin mis-
tókst gjörsamlega, engum vitiborn-
um laxi datt í hug að bíta á hjá
mér, en ég uppskar skemmtilega
samverustund í Isafjarðardjúpi með
þessum góða vini mínum.
Ég ætla að geyma margt um
löng samskipti okkar Didda í sjóði
eigin minninga, en þó finnst mér
rétt að draga fram í dagsljósið
hæfileika hans, sem ef til vill fáir
vita af. Enn vitna ég til vinar okk-
ar Einars Jóhannssonar, sem full-
yrti að auk þess að vera málari,
væri Diddi listamaður af Guðs náð.
Á áttunda áratugnum voru hvers
kyns hönnunarfyrirtæki mjög að
komast í tízku, sem hönnuðu verk-
efni í hendur iðnaðarmanna. Við
þurftum að fá nafn og firmamerki
á atvinnuhúsnæði hjá okkur. Bróðir
minn, sem er með afbrigðum vand-
virkur maður benti mér á virt hönn-
unarfyrirtæki í Reykjavík, sem
myndu vinna vandað verk fyrir
okkur. Diddi gæti síðan tekið við
og málað stafina. Einar Jóhannsson
hvatti mrg hins vegar til að skaffa
Didda aðstöðu og láta hann skera
út stafina og firmamerkið. Ég lét
ekki brýna mig lengi, og því varð
þetta að ráði. Diddi vann þetta verk
listavel og málaði síðan stafína og
firmamerkið á húsið. Bróðir minn
kom skömmu síðar á vettvang og
sagði stafina mjög vel málaða hjá
Didda, en vildi fá að vita hvaða
hönnunarfyrirtæki hefði orðið fyrir
valinu. Ég kvaðst taka enga
áhættu. Kunnugir menn hafi mælt
mjög sterklega með dönsku hönn-
unarfýrirtæki, sem nefndist:
„Homby", enda bæri verkið með
sér, að þeir kynnu sitt fag! Hornby
var þó aðeins dulnefni á listamann-
inum Didda á Hominu, og hef ég
falið Hornby-samsteypunni mörg
vandasöm verk síðan.
En því miður var lífið ekki alltaf
dans á rósum hjá málaranum okk-
ar og listamanni. Áföllin urðu þung
og stór. Fyrsta reiðarslagið var
1961, þegar eldri dóttirin, Helga
María, létzt af slysförum aðeins
10 ára gömul. Næsta áfallið varð
þegar eiginkonan Finnborg Salóme
eða Sissa, eins og hún var jafnan
kölluð, varð að lúta í lægra haldi
fyrir banvænum sjúkdómi.
Skömmu síðar kom röðin að Guð-
mundi Atla, næstelzta syninum,
sem hvarf sjónum okkar í blóma
lífsins. Næstur í röðinni var gamla
hetjan sjálf.
Iþróttamaðurinn mátti þola það
að lamast á fótum og vera skömmu
síðar sviptur einu því dýrmætasta
sem lífíð gefur okkur, þ.e. hæfileik-
anum til að tjá okkur með orðum.
Það skal fúslega viðurkennt, að það
veittist mér erfitt að horfa upp á
þennan gamla vin minn svona á sig
kominn. Ég reyndi þó að rifja upp
með honum allt það gamla og góða,
sem ég vissi, að honum var hugleik-
ið. Diddi tjáði sig á móti með því,
sem hann átti bezt, fallega brosinu
sínu.
Kæra Bjarndís, Jón Björn, Dúi
og Helgi Mar og börn. Ég veit, að
ykkur er söknuður og tregi í huga
á þessari stundu skilnaðar. Ég skil
þær tilfínningar mætavel. Lífið gaf
ykkur góða foreldra. Fyrir mér eru
minningarnar um Didda og Sissu
eins og vorsólin á Ísafirði. Guð
blessi minningu þeirra mætu hjóna.
Ólafur B. Halldórsson.
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR ÓLAFSSON
fyrrv. verkstjóri
hjá Mjólkursamsölunni,
Kópavogsbraut 59,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju i dag,
þriðjudaginn 28. október, kl. 10.30.
Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á
hjúkrunarheimili aldraðra Sunnuhlíð í Kópavogi.
Sigríður Pálsdóttir,
Ólafur Guðmundsson, Lilja Ólafsdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir,
Ólöf Ólafsdóttir,
Guðmundur Ólafsson.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og
útför elskulegs eiginmanns míns,
GUÐMUNDAR FREYS HALLDÓRSSONAR,
Faxatúni 16,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir til Glímufélagsins Ármanns.
Fyrir hönd aðstandenda,
Aagot Emilsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, sonar, tengdasonar og bróður,
LÁRUSAR ÁGÚSTS LÁRUSSONAR,
Aflagranda 7,
Reykjavík.
Valgerður Ragnarsdóttir,
Eiríkur Ingi Lárusson,
Jakob Lárusson,
Andri Þór Lárusson,
Lárus Þorvaidsson, Sveinbjörg Eiríksdóttir,
tengdaforeldar og systkini.
+
faðir okkar,
Elskulegur eiginmaður minn,
tengdafaðir, afi og langafi,
HALLDÓR KRISTINN BJÖRNSSON,
Þverási 39,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 24. október, verður
jarðsunginn frá Árbaejarkirkju föstudaginn
31. október klukkan 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hins látna er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
iva Bjarnadóttir,
Björn Halldórsson, Kristín Bjarnadóttir,
Edda Magndís Halldórsdóttir, Kristinn Jóhann Sigurðsson,
Viðar Halldórsson, Ragna Bogadóttir,
Gyða Halldórsdóttir, Guðjón Reynir Jóhannesson,
Dóra Kristín Halldórsdóttir, Kristján Þórðarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓN EIRÍKSSON
fyrrv. skattstjóri,
Jörundarholti 148,
Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðviku-
daginn 29. október kl. 14.00.
Þeir, sem vilja minnast hins látna, láti Sjúkrahús Akraness njóta þess.
Bergþóra Guðjónsdóttir
Þorbjörg Jónsdóttir, Símon Ólason,
Sigríður Jónsdóttir,
Halldóra Jónsdóttir,
Guðjón Jónsson,
Eiríkur Jónsson,
Björn Lárusson,
Valentínus Ólason,
Sigurlaug Vilhelmsdóttir,
Sigrún Ragna Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
MÁLFRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR,
Norðurbrún 1,
fer fram frá Fríkirkjunni i Reykjavík miðviku-
daginn 29. október kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en
þeim, sem vildu minnast hennar er bent á
Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
Guðrún Blöndal,
Ólafur Ólafsson,
Jónína Ólafsdóttir,
Þórir Örn Ólafsson,
Jóhannes Þorgeirsson,
Gylfi Magnússon,
Erna Jónsdóttir,
Hólmfríður Benediktsdóttir,
Sólrún Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, sonar, bróður og tengdasonar,
JÓNASAR BJÖRNSSONAR
tónlistarkennara,
Seilugranda 8,
sem lést af slysförum sunnudaginn 28. sept-
embersl., ferfram frá Neskirkju miðvikudaginn
29. október kl. 15.00.
Svava Hjaltadóttir,
Ingibjörg, Birna Dröfn og Atli,
Kristín B. Kristjánsdóttir, Bernódus Sveinsson,
Ingibjörg Jónasdóttir,
Anna Þóra Björnsdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir,
Kristín B. Svavarsdóttir,
Björn Guðjónsson,
Gylfi Björnsson,
Árni Rafnsson,
Hjalti Guðmundsson.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐRÍÐAR HALLDÓRSDÓTTUR,
Hæðargarði 35.
Sérstakar þakkir sendum við til starfsfólks
Droplaugastaða.
Halldór Geir Lúðvíksson,
Birgir Lúðvíksson, Helga Brynjólfsdóttir,
Þorgeir Lúðvfksson, Valdís Gróa Geirarðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.