Morgunblaðið - 28.10.1997, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
BLÁSIÐ í LÚÐRA
KVIKMYNPIR
Iláskólabíó
Brcska bylgjan —
k v i k m y n d a h á t í ð
„BRASSED OFF“ ★ ★ ★
Leikstjóri: Mark Herman. Handrit:
Mark Herman. Kvikmyndatöku-
stjóri: Andy Collins. Tónlist: Trevor
Jones. Aðalhlutverk: Ewan McGreg-
or, Pete Postlethwaite, Tara Fitzger-
ald. Film Four. 1996.
EIN af þremur myndum á at-
hyglisverðri breskri kvikmynda-
viku í Háskólabíói er „Brassed
Off“, sem á það sameiginlegt gam-
anmyndinni Með fullri reisn að
fjalla um atvinnulausa verkamenn
í Bretlandi er halda reisn sinni,
reyndar ekki með því að fækka
fötum heldur spila betur en aðrir
í lúðrahljómsveit verkalýðsins.
Myndin er ljúfsár harmsaga og
nokkurskonar óður til hinnar deyj-
andi stéttar breskra kolanámu-
manna en hún er sögð með slíkum
húmor og raunsæi og þekkingu á
lífi og högum kolanámumannanna
og er svo ágætlega leikin af góðum
hópi leikara að hún verður á endan-
um pínulítið kraftaverk.
Leikarinn Pete Postlethwaite er
hjartað og sálin í myndinni sem
stjórnandi lúðrahljómsveitar í litl-
um kolanámubæ í Yorkskíri. Hann
hefur horft upp á þúsundir kola-
námumanna verða atvinnulausa
því kol heyra sögunni til (það kem-
ur fram í lok myndarinnar að frá
árinu 1984 hefur kvartmilljón kola-
námumanna misst vinnuna í Bret-
landi). En hann hefur lúðrahljóm-
sveitina, sem skipuð er kolanámu-
mönnum í bænum, og framundan
er landskeppni lúðrasveita þar sem
hann hyggur á sigur. Reyndar er
mórallinn enginn vegna uppsagn-
anna, peningar engir vegna bág-
borins efnahags, fjölskyldulíf kola-
námumannanna nánast í rúst og
sjálfur stjórnandinn á skammt eft-
ir ólifað. Svo útlitið er svart, eins
og kolanámumaðurinn mundi
segja.
Leikstjórinn, Mark Herman,
hefur eftir fínu handriti að fara
sem blandar saman gamni og al-
vöru í óbrigðulan kokteil. Honum
tekst frábærlega vel upp með leik-
hópinn. Það er eins og leikaramir
allir, þ.ám. tískuleikarinn Ewan
McGregor, hafi aldrei gert annað
en að vinna í kolanámum; persónur
þeirra hver og ein er skýrt mótuð
og brakandi ekta. Enginn nema
kannski Pete fær að skera sig úr,
áherslan er á bresku hópsálina.
Höfundunum tekst með góðu inn-
sæi í veröld kolanámubæjarins og
þær breytingar sem íbúarnir upp-
lifa, að höndla einhverskonar
sannleika um líf manna sem vita
að þeir hafa ekki lengur hlutverki
að gegna í þjóðfélaginu en eru
manneskjur þótt aðrir líti kannski
á þá sem tölur í bókhaldi, ein-
hverskonar úrgang hins nýja
tæknisamfélags.
Arnaldur Indriðason
REYKJAVÍKURKVARTETTINN: Rut Ingólfsdóttir, Ragnhildur
Pétursdóttir, Junah Chung og Inga Rós Ingólfsdóttir.
Reykjavíkur-
kvartettinn
í Norræna
húsinu
Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í
Norræna húsinu á morgun, mið-
vikudag kl. 12.30, flytur Reykja-
víkurkvartettinn strengjakvart-
ett í G-dúr K. 387 eftir W.A.
Mozart. Þessi strengjakvartett
er hinn fyrsti í röð sex strengja-
kvartetta sem Mozart tileinkaði
Joseph Haydn í hrifningu sinni
yfir „Rússnesku" kvartettum
Haydns op. 33.
Reykjavíkurkvartettinn er í
núverandi mynd á sínu fyrsta
starfsári. Hann hlaut starfslaun
Reykjavíkurborgar fyrir árið
1997-98. Kvartettinn skipa Rut
Ingólfsdóttir fiðluleikari sem
leikur 1. fiðlu, Ragnhildur Pét-
ursdóttir fiðluleikari, Junah
Chung víóluleikari og Inga Rós
Ingólfsdóttir sellóleikari.
Handhöfum stúdentaskirteina
er boðinn ókeypis aðgangur, en
aðgangseyrir fyrir aðra er 400 kr.
Túlkun og
tónmótun
TONLIST
Kammcrtónlcikar
LISTASAFN ÍSLANDS
Cammeraretica og Tónlistarfélag
Akureyrar gangast fyrir Schubert-
og Brahms-tónlistarhátíð, þar sem
lögð er áhersla á flutning kammer-
tónlistar og ljóðasöng. Á 2. tónleik-
um hátíðarinnar voru eingiingu
flutt kammerverk eftir Brahms.
Sunnudagurinn 26. október, 1997.
TÓNLEIKARNIR hófust á Es-
dúr klarínettsónötunni op 120,
nr. 2, sem er meðal þekktari kam-
merverka meistarans. Flytjendur
voru Ármann Helgason og Miklós
Dalmay. Það verður að segjast
eins og er, að píanóið var allt of
sterkt, þótt því til frádráttar megi
segja að salurinn sér stórum
meira „dvergmála" en gengur og
gerist. Þá ber og að hafa í huga,
að um er að ræða samleiksverk,
þar sem píanóið er sjaldnast látið
„tuða“ í lágum hljóðum, heldur
tala af fullri einurð á móti klarí-
nettinu. Þrátt fyrir þetta var
„forte“ nánast ávallt „fostis-
simo“, jafnvel hamrandi sterkt
og enginn munur gerður á. Þegar
sú eina tónhending alls verksins,
sem Brahms merkir með tveimur
„effurn" og er í öðrum kaflanum,
var leikin. Ármann lék verkið
mjög fallega og var samleikur
þeirra félaga oft mjög vel mótað-
ur og gat Dalmay sannarlega
talað í hálfum hljóðum, sérstak-
lega í tilbrigðum hæga þáttarins,
þar sem Brahms fer á kostum i
stefjaleik sínum.
Annað verk tónleikanna var
sellósónatan op 99, og áttust þar
við Sigurður Halldórsson og
Kristinn Örn Kristinsson. Þar var
styrkleiki píanósins enn meir til
að hylja tónvef sellósins, en í
klarínettsónötunni, því sellóið er
bæði á lægra tónsviði en klarí-
nettið og tónmýkra. Það gerir
einleikaranum erfitt fyrir að
þurfa að heyja átök við hljóm-
styrk píanósins og mátti á stund-
um heyra það á leik Sigurðar, sem
þó var á margan hátt vel mótaður.
Lokaverkið á tónleikunum var
tríóið op 114 og voru það Ár-
mann, Sigurður og Dalmay er
fluttu þetta fallega verk og þá
brá til betri tíðar varðandi styrk
píanósins, því leikur Dalmays var
allur mun mýkri og ekki eins
hamrandi og í fyrsta verkinu.
Það má deila um það hvernig
best fer á að móta samskipan
hljómnótna i þykkum tónvef
meistarans fyrir píanóið en marg-
ir telja, að leggja beri áherslu á
mjúkan hljóm, djúpan í blæ, með
syngjandi efsta tóninn en ekki
hvassan og jafn sterkan á öllum
nótum hljómsins. Þetta þýðir að
styrkleikahlutföllin verða önnur
en hér gat að heyra, auk þess sem
vantaði hina þýðu og tregafullu
syngjandi í tónlínur píanósins,
sem margir telja sérlega þýðing-
armikla í mótun hins þykka tón-
vefs og sérlega vegna mikillar
notkunar meistarans á áttundum.
Þessar aðfinnslur merkja ekki
að félaganna skorti leikni og lis-
fengi, því þeir, hver með sínum
hætti, eru mjög góðir flytjendur.
Dalmay og Kristinn eru góðir
píanóleikarar og sama má segja
um Ármann og Sigurð, enda var
margt fallegt ofið inn í leik
þeirra, bæði það er þeir léku ein-
ir og saman. Túlkun og tónmótun
er ein hlið tækninnar, sem þó á
rætur í tilffinningalegri afstöðu
og skilningi á stíl og þar liggur
leiðin ekki ávallt beint af augum
og margar villuvörður geta verið
á þeirri leið, sem ekki má horfa
til ef heim skal með heilu kom-
ast og að menn hafi þá nokkurt
það afrekað, er til tíðinda megi
teljast.
Jón Ásgeirsson
Biðsalur dauðans
Morgunblaði/Kristinn
ÞAÐ sem vantaði í persónusköpun verksins var einhver mannleg hlýja, segir í umsögninni.
LEIKLIST
Þjóðlcikhúsið
KRABBASVALIRNAR
Höfundur: Marianne Goldman. ís-
lensk þýðing: Steinunn Jóhannes-
dóttir. Leikstjóri: Maria Kristjáns-
dóttir. Leikarar: Edda Amljótsdóttir,
Guðrún S. Gísladóttir, Kristbjörg
Kjeld, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir,
Baldur Trausti Hreinsson og Sigurð-
ur Skúlason. Leikmynd og búningar:
Helga I. Stefánsdóttir. Lýsing: As-
mundur Karlsson. Smíðaverkstæðið,
laugardagur 24. október.
LEIKRITIÐ Krabbasvalirnar eftir
Marianne Goldman fjallar um þijár
konur sem um stund deila örlögum
á sjúkrahúsi. Þær eru allar með
krabbamein, sjúkdóminn sem leggur
fleiri að velli en nokkur annar sjúk-
dómur samtímans. Héma er því um
að ræða efni sem er mikilvægt og
áleitið í samfélagi okkar í dag, en
jafnframt efni sem hefur ekki þrengt
sér mjög fram sem listrænt viðfangs-
efni. Kannski af skiljanlegum ástæð-
um, því hvemig á að færa í listrænt
form þjáningu og sorg hins veika
einstaklings og aðstandenda hans?
Hvemig er hægt að höndla þá vídd
tilfínninga sem slíkar aðstæður kalla
fram leynt og ljóst? Hvernig er hægt
að lýsa þeim áhrifum sem návist hins
óumflýjanlega dauða hefur á líðan
einstaklingsins og samskipti ástvina?
Marianne Goldman velur þá leið
að stefna saman þremur ólíkum kon-
um, af þremur kynslóðum, og lýsa
því hvernig hver þeirra bregst við
sjúkdómi sínum og hinum nálæga
dauða. Ein þeirra er móðir á miðjum
aldri, skólasálfræðingur, sem mætir
sjúkdómi sínum með því að lesa sér
til um hann og vill ræða opinskátt
um hann af hugrekki ogjafnvel írón-
íu. Fljótlega kemur þó í ljós að þessi
„vitræna" aðferð hefur kannski ekki
dugað sem skyldi; sjúkdómurinn
hefur lamað samband hennar við
eiginmann og börn, hin vitræna sam-
ræða virðist ekki leiða til skilnings
eða sáttar, í raun stendur hún ein
með óttann, angistina og einsemdina
þar til yfir lýkur. Önnur er ung há-
skólastúdína, metnaðarfull og hörð
af sér. Hún afneitar krabbameininu,
nefnir það aldrei sínu réttu nafni,
og ætlar sér að vinna bug á veikind-
unum hvað sem tautar og raular.
Sú þriðja er yfírstéttarkona komin
yfir miðjan aldur. Hún er sáttust
þeirra þriggja við sjúkdóminn, hefur
lifað „besta augnablik ævi sinnar'*
og virðist tilbúin til að deyja.
Leikritið stendur og fellur með
persónusköpun þessara þriggja
kvenna. Þijár aðrar persónur koma
við sögu: hjúkrunarkona, eiginmað-
ur og kærasti, en það eru konurnar
þijár sem eru burðarás verksins -
og jafnframt brotalöm þess. Því
miður tekst Goldman ekki að lýsa
þessum þremur konun á þann hátt
að áhorfanda takist að samsama sig
þeim eða skilja viðbrögð þeirra til
hlítar. Þrátt fyrir að allir hljóti að
þekkja sjúkdómsferlið að einhveiju
leyti (þetta er jú algengasti sjúkdóm-
ur samtímans) og þrátt fyrir ein-
semdina, sem einkennir konurnar
allar, þá nær verkið ekki að miðla
dýpt þeirra tilfínninga sem fjallað
er um. Það er helst Kristbjörg Keld
sem nær að skapa trúverðuga per-
sónu: hún er fráhrindandi, snobbuð
og fordómafull, en eigi að síður er
hún mannleg og nær til áhorfenda.
Edda Arnljótsdóttir leikur háskóla-
stúdínuna sem er, satt að segja, afar
ótrúverðug persóna í afneitun sinni
og einstrengingshætti. Þótt gríman
félli af henni á dauðastundinni, þá
var afar erfitt að skilja forsendur
persónusköpunarinnar sem nálgað-
ist klisjuna um hina ungu, tilfinn-
ingalausu konu á framabraut. Guð-
rún S. Gísladóttir fór með hlutverk
skólasálfræðingsins Gunnelu, sem
er kannski flóknasta persónugerðin,
en samt sem áður skorti mjög á trú-
verðugleika hennar. Tilfinningalega
spannar þessi persónu mestu vídd-
irnar, en túlkun Guðrúnar var ekki
mjög sannfærandi og á stundum
heldur vandræðaleg.
Það sem einfaldlega vantaði í per-
sónusköpun verksins var einhver
mannleg hlýja: í samskiptum kvenn-
anna innbyrðis, í samskiptum kvenn-
anna við hjúkrunarkonuna og að-
standendur sína. Viðbrögð eigin-
manns Gunnelu, Grétars (Sigurður
Skúlason), einkennast af reiði frem-
ur en hlýju, viðbrögð kærasta Ólaf-
íu, Óskars (Baldur Trausti Hreins-
son), einkennast af sömu afneitun
og hún sjálf viðhefur (atriðið þar sem
hann grætur á öxl Grétars á að vera
mótvægi við þetta en virkar ekki sem
skyldi því það er stakt og afmarkað,
hann sýnir Ólafíu aldrei neina hlýju).
Þótt verið geti að reiði og afneitun
séu tilfínningar sem tilheyra því
sorgarferli sem aðstandendur dauð-
vona sjúklinga ganga í gegnum, þá
hygg ég að hlýjan og ástin til hins
dauðvona séu þær tilfinningar sem
hafa yfirhöndina. Þess vegna er nið-
urstaða mín að þetta verk sé of
kalt. Sú tilfinning var síðan undir-
strikuð með leikmyndinni, sem er
kuldaleg, grá og hvít, og tónlistinni
sem markar upphaf þáttanna og er
hrá og hávaðasöm. Það er uppbygg-
ing sjálfs verksins og persónusköp-
unin sem veikir þetta verk, en efnið
er áleitið og væri áhugavert að sjá
fleiri höfunda glíma við það.
Soffía Auður Birgisdóttir