Morgunblaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKTOR
ÞOR VALDSSON
+ Viktor Þor-
valdsson fæddist
i Svalvogum í Dýra-
firði 1. nóvember
1911. Hann lést á St.
Jósefsspitala í Hafn-
arfirði 20. október
síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Sólborg
Matthíasdóttir, f.
25.12.1875, d. 25.12.
1957, og Þorvaldur
Jón Kristjánsson,
vitavörður, f. 29.1.
1873, d. 27.7. 1960,
en þau bjuggu
lengstum í Svalbogum en síðan
á Þingeyri.
Systkini Viktors: Kristján,
Guðmundur, Ottó, Matthías,
Guðný, Guðmunda Huld, Ásdís
og fósturbróðir var Steinberg
Þórarinsson. Þau eru öll látin
nema Huld og Asdís.
Viktor kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni Guðrúnu Ing-
varsdóttur 12. október 1941.
Guðrún er fædd 19. maí 1922,
dóttir hjónanna Ingunnar Ing-
varsdóttur og sr. Vigfúsar Ing-
vars Sigurðssonar sóknarprests
á Desjarmýri í Borgarfirði
eystri.
Börn þeirra eru: 1) Ingvar
Júlíus, f. 9.4. 1942,
maki Birna Blomst-
erberg. 2) Guð-
munda Inga, f. 6.11.
1943, 3) Ingunn EI-
ísabet, f. 13.11.1944,
maki Sigurður Ól-
afsson. 4) Matthias,
f. 9.10. 1948, maki
Inga Andreassen. 5)
Þorvaldur Jón, f.
9.7. 1953, maki
Magnhildur Gísla-
dóttir. 6) Gunnar, f.
29.3. 1963, maki
Harpa Hrönn Sig-
urðardóttir. Barna-
börnin eru 16 og barnabarna-
börnin 15.
A sínum yngri árum vann
Viktor jafnt við landbúnaðar-
störf og sjómennsku, en árið
1942 settust þau hjónin að á
Vífilsstöðum þar sem Viktor
starfaði til ársins 1974, fyrst sem
kyndari og síðan sem vélagæslu-
maður. Árið 1972 fluttu þau til
Hafnarfjarðar og bjuggu í húsi
sínu á Smyrlahrauni 12 og starf-
aði Viktor nokkur ár við af-
greiðslu á Sendibílastöð Hafnar-
fjarðar.
Útför Viktors fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.00.
Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað.
Vinur aftansólar sértu,
sonur morgunroðans vertu.
(St.G.St.)
Viktor hefði orðið 86 ára nk. laug-
ardag. Það má með sanni segja um
hann að hann lét aldrei hug sinn
eða hjarta eldast. Alltaf reiðubúinn
í leik og glens með barnabömum
og bamabamabömum, skilningsrík-
ur og mildur við hópinn sinn. Það
er mikill fengur að slíkum afa og
langafa. Afkomendahópurinn er orð-
inn stór, '37 manns. Hann fylgdist
vel með þeim öllum, bæði þeim sem
bjuggu í nágrenni við hann og þeim
sem voru fjær. „Afi á Smyrló" var
ekki sá sem sussaði á ærslafullan
krakkahóp, heldur gladdist hann og
ærslaðist með þeim.
Þegar þau uxu úr grasi fylgdist
hann grannt með þeim og oft var
leitað til afa með ýmiss konar vanda-
mál sem hann hjálpaði þeim að leysa.
Afi var þeim öllum fyrirmynd, góður
og skemmtilegur og mátti ekkert
^ aumt sjá. Hann hafði þann sið að
ganga um með hendur fyrir aftan
bak og var stoltur þegar Snorri son-
arsonur hans tók þann sið eftir hon-
um aðeins 2 ára gamall. Þegar svo
snáðinn lék sinn fyrsta fótboltaleik,
var hann með hendur í vösum allan
fyrri hálfleik og var haft á orði að
hann væri eins og afi á Smyrló þeg-
ar hann hlustaði á hádegisfréttimar
heima í stofu.
Árið 1972 fluttu Guðrún og Vikt-
or í hús sitt á Smyrlahraun í Hafn-
arfirði og eftir það var alltaf talað
um „afa og ömmu á Smyrló“.
Smyrló var miðpunktur fyrir fjöl-
skylduna, sem stækkaði ört. Þang-
að var oft komið og alltaf var öllum
tekið opnum örmum. Ég man þegar
ég kom fyrst á Smyrló sem verð-
andi tengdadóttir, móttökurnar
voru einstaklega hlýjar og mér tek-
ið sem fjölskyldumeðlimi frá fyrstu
stund. Það var ekki gerður greinar-
munur á börnum og tengdabörnum,
við erum öll ein stór fjölskylda og
samheldnin mikil. Það hjálpar okkur
nú þegar söknuðurinn eftir fráfall
Viktors er mikill.
Ævi Viktors er nú lokið, en hann
er í hugum og hjörtum okkar allra.
Arfur okkar frá honum er ríkuleg-
ur, því hann var maður sem með
góðmennsku sinni og hlýju auðgaði
líf okkar allra óg að því búum við
lengi.
Inga H. Andreassen,
Sogndal, Noregi.
Okkur langar til að kveðja hann
Viktor afa okkar. Hann var góður
afí og gaf okkur alltaf eitthvað
þegar við komkum til hans á
Smyrlahraunið. En það sem okkur
þótti best við Viktor afa var að
hann gaf okkur alltaf tíma. Okkur
þótti mjög gott að sitja hjá afa og
spjalla við hann um allt milli himins
og jarðar því afi hafði skoðun á
öllu. Nú verður margt breytt þegar
við komum í Hafnarfjörðinn þegar
enginn afi er til að hitta en áfram
verður amma hjá okkur.
Elsku afi, okkur þykir alltaf
vænt um þig, þú varst hress og
skemmtilegur, stundum strangur
en fyrst og fremst góður afi.
Viktor Ragnar og Andri.
Kammerkór Langholtskirkju - Jón Stefánsson
Með listrænan metnað - Sími 894 1600
I stórum og rúmgóðum sýningarsal okkar
eigum við ávallt íyrirliggjandi margar
gerðir legsteina og minnisvarða.
Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsla
Verið velkomin til okkar,
eða fáið myndalista.
SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP., SIMI: 557-6677/FAX: 557-8410
Núna er hann elsku afi okkar
dáinn. Það er þungt til þess að
hugsa að við munum ekki hitta
hann aftur. Við reynum að hugga
okkur við að svona er gangur lífs-
ins, en það er erfitt þegar við höfum
misst afa, sem við elskuðum svo
mikið. Við eigum margar góðar,
minningar sem hjálpa okkur í sorg-
inni, sífellt fleiri koma upp í hugann
og þá kemur brosið fram. Eftir því
sem tíminn liður vonumst við til
þess að góðu minningarnar nái að
sigra sorgina.
Afi var svo góður við okkur. Það
var alltaf svo gaman með honum.
Hann sagði okkur sögur bæði úr
fortíðinni og nútímanum og hann
talaði við okkur um okkar mál og
oft hjálpaði hann okkur þegar við
áttum erfitt. Þau amma gerðu allt-
af allt sem þau gátu til þess að
hjálpa öðrum. Við höfum lært mik-
ið af þeim.
Afi skammaði okkur aldrei. Hon-
um tókst alltaf á annan hátt að
gera okkur grein fyrir hvar mörkin
voru. Ef það kom svo fyrir að við
færum yfir mörkin, tók afi því aldr-
ei illa. Hann virtist skilja það vel
hvernig var að vera barn.
Afi átti svo margt spennandi sem
hann deildi með okkur krökkunum
þegar við vorum minni. Lakkrísinn
í skúffunni, fuglarnir sem sungu í
glerkassanum og margt fleira. Hon-
um tókst að gera svo margt spenn-
andi, jafnvel hina hversdagslegu
hluti. Stóri fjársjóðurinn hans var
það dularfyllsta. Þegar hann loksins
vildi sýna hann, kom hann með fjöl-
skyldualbúmið. Þótt vonbrigðin yfir
að sjá ekkert glóandi gull væru
mikil þá, skiljum við hann vel í dag.
Undanfarna daga hefur verið
erfitt að vera búsett í Noregi og
geta ekki verið hjá okkar stóru fjöl-
skyldu. Verið hjá ömmu og Guð-
mundu á Smyrlahrauni þar sem
alltaf er svo gott að vera. Næst
þegar við förum þangað verður afi
ekki þar, þó við vitum að hann
muni fylgjast með okkur öllum.
Líka Brynhildi Sól, sem hann náði
ekki að sjá áður en hann dó.
Afi leiddi margt gott af sér og
átti marga vini. Bestu vinir hans
voru þó hans nánasta fjölskylda.
Það er styrkur okkar á erfiðri stund
að vera hluti af slíkri fjölskyldu.
Við munum alltaf sakna þín, afi.
Erna, Edda og Snorri
Matthíasbörn, Noregi.
Nú ertu horfinn á braut, elsku
afi, og söknuður okkar er mikill.
Það er erfitt að sætta sig við það
að þú verður ekki lengur við hlið
ömmu og Gummu á tröppunum á
Smyrlahrauninu til þess að taka á
móti okkur þegar við komum í
heimsókn.
Við sitjum saman og minnumst
þín eins og þú varst. Hver hefur
sína sögu að segja en allar eiga þær
það sameiginlegt að vera hlaðnar
gleði, gáska og hlýju. Við hlæjum
saman að uppátækjum þínum og
dáumst í sameiningu að atorku
þinni við það að láta þessum óstýri-
láta krakkaskríl líða vel og
skemmta sér með þér. Við eigum
þér svo mikið að þakka, þú skilur
eftir hjá okkur allar þessar yndis-
legu minningar um þig.
Við þökkum þér fyrir ökuferðirn-
ar þar sem þú tókst virkan þátt í
kappakstrinum okkar með því að
láta ekki aðra bíla fara fram úr
þér. Við minnumst þess með þakk-
læti þegar þú dróst okkur að skápn-
um þínum inni í svefnherbergi og
lést okkur bíða í ofvæni á meðan
þú töfraðir út úr skápnum sælgæti
og þú skemmtir þér konunglega
þegar við skríktum af gleði þegar
það loksins kom fram í dagsljósið.
Við minnumst þess með hlátri þeg-
ar þú leitaðir alltaf að hattinum
þínum sem þú fannst síðan ávallt
þegar þú gekkst fram hjá speglinum
og uppgötvaðir að hann sat sem
fastast á höfði þínu þar sem hattur-
inn jafnan var geymdur.
Þú varst hinn mesti töframaður
því þú gast galdrað bros fram á
varir okkar og gleði í hjörtu okkar.
Hver dagur með þér var svo spenn-
andi að hann leið áfram eins og
ævintýri því maður gat aldrei vitað
hvað mundi gerast næst. Við vissum
þó alltaf að það yrði skemmtilegt
og það skipti í raun ekki máli hvað
það var því að gleði þín og kátína
smitaði okkur svo mikið að það var
nóg að fá að vera með þér.
Hjá þér var öruggt skjól þegar
illa gekk og ekkert af vandamálum
okkar var þér óviðkomandi. Þú
varst eins og klettur sem ekkert
fékk bugað og þar fundum við allt-
af þá hlýju og væntumþykju sem
við þörfnuðumst sama hversu stór
eða smá vandamálin voru sem hetj-
uðu á okkur.
Höggvið hefur verið djúpt skarð
í líf okkar en eftir lifa minningarn-
ar sem við getum alltaf sótt í til
að kæta okkur. Við vonum bara svo
innilega að okkur hafi tekist á ein-
hvern hátt að veita þér eins mikla
gleði og þú veittir okkur.
Elsku afi, þessi fátæklegu orð
eru þakkarorð okkar til þín fyrir
að hafa hlúð svo vel að fjársjóðnum
þínum sem þú sagðir okkur að fjöl-
skyldan þín væri og fjölskyldu-
myndaalbúmið var tákn þitt um
þennan fjársjóð. Fráfall afa skilur
eftir sig stórt skarð í lífi okkar .en
við erum þakklát og lánsöm fyrir
að hafa verið þér samferða í lífinu.
Minningin um þig mun lýsa okkur
veginn um ókomin ár.
Barnaböm.
Farsæll og hljóðlátur hugsjóna-
maður, jafnaðarmaður af lífi og
sál. Þetta var hið fyrsta, sem kom
í huga minn, þegar ég frétti andlát
Viktors Þorvaldssonar. Þannig kom
hann mér fyrir sjónir og þannig var
hann. Viktor var greindur og glögg-
ur maður, góður félagi, traustur
vinur, trúr í hveiju verki sem hann
tók_ að sér.
Ég hafði ekki starfað lengi í Al-
þýðuflokknum í Hafnarfirði, þegar
leiðir okkar Viktors Þorvaldssonar
lágu saman. Hann vakti strax at-
hygli mína. Brosið hans var glettið,
festa í fasi hans og hreyfingum,
spaugsyrði á vör og skynsemi ein-
kenndi tal hans. Hann átti þá heima
á Vífilsstöðum, var ráðsmaður á
búinu þar. Síðar flutti hann í Hafn-
arfjörð og átti heima á Smyrla-
hrauni 12.
Viktor var gæfumaður, átti góða
konu og mörg mannvænleg börn.
þau báru mannkostum foreldra
sinna gott vitni, félagslynd og fram-
sækin, vinsæl og vel til forustu fall-
in. Á heimili Viktors og Guðrúnar
konu hans var gott að koma. Mynd-
arskapur og hjartahlýja setti mark
sitt á heimilið og fjölskylduna alla.
Hver sem þangað kom fór þaðan
nýr og betri maður.
Viktor Þorvaldsson var skapríkur
maður, enda þótt hann væri dag-
farsprúður og enginn hávaðamaður.
Honum var oft heitt um hjartað,
réttlætistilfinning hans lifandi og
hugsjónin um jafnrétti, frelsi og
bræðralag sat í öndvegi í hugsun
hans og gerðum. Hann krafðist
réttlætis fyrir lítilmagnann og sagði
ranglæti og forréttindum stríð á
hendur.
Viktor átti marga vini og kunn-
ingja. Hann talaði við marga um
daginn og veginn og um það sem
honum lá á hjarta hveiju sinni.
Væru kosningar í nánd, leið varla
sá dagur að hann kæmi ekki á kosn-
ingarskrifstofu Alþýðuflokksins.
Þar vildi hann fá fréttir, heyra í
samheijum og kynna sér sem best
þau mál sem hæst báru hveiju sinni.
Hann kom hæglátur og hlýr og
hann fór með sigurbros á vör út í
iðandi mannlífið í bænum. Þar hitti
hann fólk, vini og vandamenn,
vinnufélaga og kunningja og talaði
máli flokksins og jafnaðarstefnunn-
ar. Hann var hollur ráðgjafi um
hvað skyldi kjósa og var bæði ýtinn
og rökfastur í tali sínu. Hann var
drjúgur liðsmaður Alþýðuflokksins
og jafnaðarstefnunnar og það mun-
aði um hann í kosningabaráttunni,
þó að ekki færi mikið fyrir honum
á mannfundum.
Viktor Þorvaldsson sótti vel fundi
og mannfagnaði, sem Alþýðuflokk-
urinn stóð fyrir. Hann var góður
hlustandi, athugull á menn og mál-
efni, og þegar hann tók til máls var
hlustað á það sem hann hafði til
mála að leggja. Hann gegndi líka
fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir
Alþýðuflokkinn og sat mörg flokks-
þing.
Nú er Viktor Þorvaldsson farinn
frá okkur yfir landamæri lífs og
dauða. Hann kemur ekki lengur á
fundi hjá okkur hafnfirskum jafnað-
armönnum. Hann birtist ekki lengur
í Alþýðuhúsinu geðþekkur með
glaðlegan glampa í augum. Við
söknum hans, hafnfirskir jafnaðar-
menn. Við minnumst hans með virð-
ingu og þökk.
Eftirlifandi eiginkonu hans, Guð-
rúnu Ingvarsdóttur, bömum hans,
tengdabörnum og barnabörnum
sendum við samúðarkveðjur.
Blys jafnaðarstefnu og bræðra-
lags lýsir upp minningu hans. Það
er gott að lifa í ljósi af því blysi.
Hörður Zóphaníasson.
Hvar ætli þeir sem starfa í fram-
varðasveit stjórnmálanna væru
staddir ef þeir nytu ekki liðsinnis
og stuðnings hugsjónamanna. Á
óeigingjarnan hátt skipa þeir liðs-
heildina sem saman vinnur að því
að bæta samfélagið og búa æsku
landsins nýja framtíð. Það gleymist
oft hve framlag þessa hljóða bak-
varðahóps er dýrmætt og hve hinir
dyggu fótgönguliðar eiga oft ríkan
þátt í að markmiðum er náð á
stormasömum berangri stjórnmál-
anna. Við jafnaðarmenn kveðjum
slíkan hugsjónamann í dag og
minnumst í þakklæti framlags Vikt-
ors Þorvaldssonar til framgangs
jafnaðarstefnunni.
Þeir sem slitu bernskuskónum á
fyrri hluta þessarar aldar kynntust
lífsbaráttunni frá öðrum sjónarhóli
en þeir sem eru ungir í dag. Þeir
yoru samferðamenn fólks sem háði
harða sókn fyrir bættum kjörum.
Fólks sem með langvinnum verk-
föllum og þrotlausri pólitískri bar-
áttu náði fram réttlátum þjóðfélags-
breytingum eins og atvinnuleysis-
bótum, félagslegu íbúðalánakerfi
og almannatryggingakerfi svo fátt
eitt sé nefnt. Þetta var fólk sem
lagði allt í sölurnar til að skapa
réttlátt samfélag með þeim lýðrétt-
indum sem þykja sjálfsögð í dag.
Slíka hugsjónamenn hefur ávallt
verið að finna í stjórnmálastarfi
jafnaðarmanna og þannig var Vikt-
or Þorvaldsson. Hann var félagi sem
lagði af mörkum og studdi félagana
til dáða en sóttist ekki eftir vegtyll-
um sér til handa þótt hann sinnti
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Al-
þýðuflokkinn á langri vegferð sinni.
Ég kynntist Viktori í gegnum
stjórnmálastarf mitt. Hann var
glaðsinna með ljúfa framkomu. Það
mætti manni ávallt glettni og hlý-
legt bros þegar fundir eða kosn-
ingastarf leiddi okkur pólitísku fé-
lagana saman. Ég kynntist þeim
um svipað leyti Viktori og Ingvari
syni hans, sem um árabil hefur
verið í bæjarmálaforystu í Hafnar-
firði. Af kynnum mínum við feðg-
ana hef ég fengið þá mynd af lífs-
sýn og mannkostum sem reynist
hollt veganesti í stjórnmálum;
ábyrgð - trúmennska og réttlæti.
Það er gæfa foreldra þegar uppeldi
og leiðsögn skilar mannkostafólki
út í þjóðfélagið, þeirrar gæfu urðu
þau hjónin Guðrún og Viktor að-
njótandi.
Á kveðjustund flyt ég Guðrúnu
og börnum þeirra Viktors samúðar-
kveðjur og þakkir jafnaðarmanna í
Reykjanesi. Við leiðarlok þakka ég
Viktori hlýhug og vinsemd liðinna
ára og þakka honum trúnað og
áratuga ötult starf í þágu Alþýðu-
flokksins og jafnaðarstefnunnar.
Rannveig Guðmundsdóttir.
Látinn er traustur og góður liðs-
maður Alþýðuflokksins í Hafnar-
firði, Viktor Þorvaldsson. Hann var
kominn á efri ár, þegar kallið kom,
en þótt aldurinn færðist yfir Viktor
var hann fram undir það síðasta
ágætlega ern; á ferli vítt og breitt
um bæinn og ævinlega vel með á
nótunum, þá ekki síst þegar stjórn-
málin bar á góma. í þeim efnum