Morgunblaðið - 28.10.1997, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Francois Lanoy fyrri eigandi fyrirtækisins Gelmer
Salan til ÍS með
eðlilegnm hætti
Francois Lanoy, fyrrí eigandi franska fyrir-
tækisins Gelmer, segir engan maðk í mys-
unni í samningum sínum við íslenskar sjávar-
afurðir um sölu á Gelmer. Hann sagði Þór-
unni Þórsdóttur að menn væru frjálsir til
viðskipta í Frakklandi, enginn gæti bannað
viðræður milli fyrirtækja og spumingar um
dagsetningu slíkra viðræðna eða undirritun
samninga væru gagnslausar.
„SALA GELMER fór fram með eðli-
íegum hætti og báðir aðilar eru
ánægðir með málalok. íslenskar sjáv-
arafurðir fá okkar viðskiptavini í
Frakklandi, sem gera ráð fyrir fram-
haldi samstarfs við Gelmer, og þtjár
verksmiðjur hér í Boulogne-sur-Mer,“
sagði Francois Lanoy, fyrri eigandi
Gelmer, þegar hann tók á móti blaða-
manni í höfuðstöðvum fyrirtækisins
í gær.
„Sú nýjasta er ársgömul og starfar
nú á viðunandi afköstum, ein sú
stærsta og fullkomnasta sinnar teg-
undar í Evrópu. Starfsfólk Gelmer
er fegið því að nokkurra mánaða
óvissutími sé á enda og sjálfur er ég
tilbúinn að setjast í helgan stein, 65
ára gamall. Ég stofnaði þetta fyrir-
tæki 1966, átti 90% hlutabréfa í því
og tók þá persónulegu ákvörðun í
ársbyijun að selja. En auðvitað verð
ég hér við störf þá mánuði sem nýir
eigendur óska. Ég ber til þeirra fullt
traust um framhald rekstursins og
traust er einmitt lykilorðið í þessari
sölu,“ sagði Lanoy ennfremur.
Viðstaddir þennan fund voru einn-
ig þeir Michael Pollard, fjármálastjóri
fyrirtækisins, og Ólafur Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri ÍS í Frakklandi.
Lanoy kvaðst vilja tala um Gelmer,
en varðist allra frétta um samninga-
viðræður vegna sölunnar og stefnu
af hálfu Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna fyrir Verslunarréttinum í
París.
Hann sagði engan maðk í mys-
unni, samið hefði verið við ÍS, gaml-
an viðskiptaaðila Gelmers, ekki við
SH þótt rætt hefði verið um það í
sumar og haust. Menn væru frjálsir
til viðskipta í Frakklandi, enginn
gæti bannað viðræður milli fyrir-
tækja og spumingar um dagsetningu
slíkra viðræðna eða undirritun samn-
inga væru gagnlausar.
Pollard sagði málið sem SH hefur
höfðað á hendur Lanoy útiloka yfir-
lýsingar í fjölmiðlum. „Við megum
ekki gefa þær,“ sagði hann, „og vilj-
um það ekki heldur á þessu stigi.
Laony mætir fyrir rétt þann 30. októ-
ber og þessi eftirmál eru eini skugg-
inn sem fellur á breytingamar sem
nú eiga sér stað. Við teljum okkur
hafa staðið rétt að málum, svo ein-
falt er það.“
Ólafur Þorsteinsson sagði ÍS ekki
vilja láta hafa sig út í stríð, allra síst
opinberlega. ÍS og SH væm vissulega
keppinautar, það væri ekkert leynd-
armál að fyrirtækin hefðu oft sóst
eftir sömu samningum. „En hingað
til hefur samband milli okkar verið
gott, nú er hlé á því og satt að segja
vitum við hjá ÍS ekki hvað vakir fyr-
ir SH-mönnum.“
Eins og fram hefur komið fer SH
fram á kyrrsetningu bréfa í Gelmer
og krefst bóta vegna rofs Gelmer á
samkomulagi um að ræða ekki við
önnur fyrirtæki meðan viðræður
stæðu við SH. Miðað var við að þeim
viðræðum lyki fyrir 4. október. Deg-
inum áður slitnaði upp úr viðræðun-
um. En 6. október fór Gelmer fram
á að reynt væri til þrautar, að sögn
talsmanna SH, og féllst á nokkur
skilyrða sem strandað hafði á.
Unnið var af kappi út vikuna en
heimildir blaðsins herma að á sama
tíma hafi samningamenn ÍS verið í
Boulogne til viðræðna við Gelmer.
Til stóð að undirrita sölusamning við
SH síðdegis 14. október. Að morgni
þess dags tilkynnti lögmaður Gelmer
að ekkert yrði af því og viðræðum
væri endanlega slitið við SH. Spum-
ing er því hvort skrifleg viljayfirlýsing
Gelmers og SH, um viðræðulok fyrir-
tækjanna tveggja fyrir 4. október,
Morgunblaðið/Puglia
í HÖFUÐSTÖÐVUM Gelmer í gær. Frá vinstri: Ólafur Þorsteins-
son, framkvæmdastjóri ÍS í Frakklandi, Michael Pollard, fjár-
málastjóri Gelmer og Francois Lanoy, fyrri eigandi Gelmer.
HIN nýja fiskréttaverksmiðja Gelmer í Boulogne-sur-Mer.
gilti eftir þann tíma. Ef Verslunar-
rétturinn í París ákveður að láta
rannsaka samningana, gætu margir
mánuðir liðið áður en niðurstaða
fæst um gildi þeirra. Hugsanlegt er
þá að óháðum aðila yrði fenginn
rekstur Gelmer á meðan.
„Þetta mál er okkur óviðkomandi,"
segir Ólafur Þorsteinsson. „Við stóð-
um eðlilega að málum. Alkunna var
að rætt hafði verið við SH, en við
litum ekki svo á að það útilokaði
okkur frá þvf að taka upp samninga-
viðræður. Niðurstaða þeirra liggur
fyrir. ÍS er nú eigandi Gelmer, við
kaupum allt hlutafé og vinnum að
því næstu mánuði að móta stefnu
og starfsemi fyrirtækisins til fram-
búðar. Enn er of snemmt að segja
til um breytingar - við tökum við
vaxandi fyrirtæki og fögnum stór-
auknum tækifærum á evrópskum
markaði. ÍS hefur fyrir fjórar sölu-
skrifstofur í Evrópu og eignast nú
mjög fullkomna verksmiðju í aðalhöfn
álfunnar á sama tíma og önnur verk-
smiðja fyrirtækisins er opnuð í
Bandaríkjunum.
Allt landið verður eitt símagjaldsvæði
um næstu mánaðamót
Innanbæjarsam-
töl hækka um 30%
UM næstu mánaðamót þegar ný
gjaldskrá tekur gildi hjá Pósti og síma
hf. verður allt landið gert að einu
gjaldsvæði og jafnframt lækkar verð
á símtölum til útlanda. Þessi breyting
getur haft í för með sér tæplega 30%
hækkun á símareikningi þeirra sem
eingöngu hringja innan höfuðborgar-
svæðisins, en hjá þeim sem t.d.
hringja eingöngu innanbæjar á Akur-
eyri getur hækkunin numið allt að
40% vegna þess að inniföldum skref-
um í föstu afnotagjaldi á landsbyggð-
inni fækkar um helming. Litlar breyt-
ingar verða hins vegar á upphæð
svokallaðs meðalsímareiknings, og í
heild lækka símareikningar lands-
manna vegna þessara breytinga um
100 milljónir króna á ári miðað við
sömu notkun og verið hefur.
Breyting þessi er gerð í framhaldi
af samþykkt Alþingis á síðasta ári
um að landið skyldi allt gert að einu
gjaldsvæði.
Nýtt verð fyrir innanlandssímtöl
sem gildir á öllu landinu verður 1,99
kr. fyrir hveija mínútu. Langlínu-
samtöl voru 4,15 kr. hver mínúta
GÓÐA SKEMMTUN
í SKÓLANUM
. Þróun verðs á símtali frá I Þróun verðs á þriggja mínútna
íslandi á dagtaxta á mínútu I símtali á dagtaxta innanlands
Verð með vsk. á föstu meðalverðlagi 1997 Verð með vsk. á föstu meðalverðlagi 1997
Samanburður á símgjöldum í nokkrum Evrópulöndum
Verð f íslenskum krónum með vsk., miðað við gengi 6. oktnber 1997
Arsfjóröungs- gjald Land: heimilissíma VERO á 3 mín. samtali Staðar- Hæsti taxti langl.taxti VERÐ á 30 mín. samtali Staðar- Hæsti taxti langl.taxti
Danmörk 2.876 11,56 23,70 103,60 225
Noregur 3.596 11,68 22,35 80,26 187
Svíþjóð 2.988 9,49 22,29 60,70 189
Finnland 3.614 9,65 24,67 37,04 187
Bretland 2.958 13,64 30,36 136,40 304
Þýskaland 2.993* 9,73 73,01 97,30 730
MEÐALTAL 3.171 10,96 32,73 85,88 304
ÍSLAND 1.600** 9,30 63,08
• Innilalin notkun:146 kr, ‘ ‘ Innifalin notk.: 664 kr.
Upplýsingar frá
PÓSTI OG SÍMA HF
Samanburður á verði símtala
milli Islands og nokkurra
helstu viðskiptalanda
Einnar mínútu símtal úr almennu
símkerfi á dýrasta tíma sðlarhrings
Verð í íslenskum krónum með vsk.,
miðað við gengi 6. október 1997
, FRÁ , TIL
Land: Islandi íslands
Danmörk 38,00 47,90
Bretland BT 38,00 77,70
Svíþjóð 38,00 47,40
Noregur 38,00 39,40
Þýskaland 38,00 38,90
Finnland 38,00 34,80
Frakkland 44,00 44,80
Holland 44,00 60,90
Spánn 44,00 42,70
Belgía 44,00 65,50
Bandaríkin 54,00 36,00
Ítalía 64,00 63,70
Sviss 64,00 63,00
og innanbæjarsímtöl voru 1,11 kr.
hver mínúta. Þriggja mínútna sam-
tal að degi til sem kostaði áður 6,64
kr. innanbæjar eða 15,77 kr. á lang-
línu kostar frá og með breytingunni
9,30 kr. að svokölluðu svarskrefi
meðtöldu, og er þá sama hvert hringt
er innanlands. Jafnframt verður
gerð sú breyting að heigartaxti, sem
er 50% af dagtaxta, gildir framvegis
á öllum lögbundnum frídögum.
Verð á símtölum til útlanda lækk-
ar að meðaltali um 22% og afslátt-
artími á símtölum til Evrópulanda
hefst nú kl. 19 á kvöldin í stað kl.
21 eins og verið hefur. Þannig lækk-
ar verð á símtali til Bandaríkjanna
úr 76 krónum í 54 kr. mínútan, til
Danmerkur úr 48 kr. í 38 kr. og til
Bretlands úr 48 kr. í 38 kr.
Stofngjald síma og fast afnota-
gjald eru óbreytt frá því sem verið
hefur og einnig verð fyrir svarskref.
Þau 400 skref sem símnotendur á
landsbyggðinni höfðu innifalin í
föstu afnotagjaldi breytast til sam-
ræmis við það sem er á höfuðborgar-
svæðinu, þannig að nú hafa allir
landsmenn 200 skref innifalin á árs-
fjórðungi.
Að sögn Guðmundar Björnssonar,
forstjóra Pósts og síma hf., sam-
anstendur svokallaður meðaltals
símreikningur m.a. af fastagjaldi,
innanbæjarsímtölum, langlínusím-
tölum og utanlandssímtölum, og
hefur breytingin sáralítil áhrif á
þennan meðalreikning. Breytingin
getur hins vegar breytt einstökum
símreikningum til hækkunar eða
lækkunar eftir því hvernig símnotk-
unin er hjá viðkomandi.