Morgunblaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 37
Raunasaga smuguveiðanna
ÉG VÍSA til forustugreinar Mbl.
laugardaginn 18. þ.m. undir fyrir-
sögninni Haraldur hárfagri endur-
borinn. Við hana er hægt að gera
ýmsar athugasemdir.
í greininni er alið á þeirri hugsun
að ekki verði betur séð en ný ríkis-
stjóm í Noregi ætli að „efna til
óvinafagnaðar við íslendinga á haf-
inu ... flæma íslenzk fiskiskip frá
veiðum í Norður-Atlantshafi" auk
þess sem nýr sjávarútvegsráðherra
Norðmanna, Peter
Angelsen, líti á „íslend-
inga sem höfuðóvini
Norðmaniia í norður-
höfum“. Síðar í for-
ustugreininni segir að
„útþenslustefna Norð-
manna í norðurhöfum"
sé orðin slík að ástæða
sé fyrir íslendinga og
aðrar þjóðir í þessum
heimshluta að taka
höndum saman um að
stöðva hana. Þá er lagt
til að aðildarþjóðir
Svalbarðasamningsins
endurskoði afstöðu sína
til hans og „yfirgangs
Norðmanna á því
svæði“ (við Svalbarða). Undir grein-
arlok er klykkt út með þessari yfir-
lýsingu: „Engu er líkara en Haraldur
hárfagri sé endurborinn í Noregi.“
Og lokaupphrópun Morgunblaðsins
er sú fróma ósk að vonandi endi
útþenslustefna Norðmanna ekki með
því að „ísland verði eyland í norsku
hafí og íslendingar þurfí að taka sig
upp og flytja enn vestar". Þetta em
nokkur gullkorn úr greininni!
Hugsanlega hljóma svo afdrátt-
arlaus skrif Morgunblaðsins vel í
eyrum þeirra íslendinga sem temja
sér öfgafulla afstöðu í svokallaðri
„smugudeilu" og fjallar um veiðar
Islendinga í Barentshafi í óþökk
Norðmanna og Rússa. Þessi afstaða
íslenskra öfgamanna, sem fleiri
falla þó fyrir af ímyndaðri þjóð-
rækni, er öðru fremur fólgin í því
að láta sem Norðmenn og Rússar
hafi engin rök fyrir afstöðu sinni,
allt sé rakalaust sem þeir bera fram.
Slík fullyrðing fær ekki staðist. Ef
sanngirni er gætt og yfirsýnar í
þessari deilu, fer ekki milli mála
að Norðmenn og Rússar hafa rök-
studda ástæðu til að láta sér mis-
líka hömlulausar veiðar í Barents-
hafí, jafnvel á því svæði sem kallað
er „smugan" og er utan 200 mílna
auðlindalögsögu umræddra Bar-
entshafsríkja. Rökin af Norðmanna
hálfu (og eiga að breyttu breytanda
við Rússa einnig) eru umfram ann-
að þau að þorskurinn í smugunni
er í raun norski vertíðarþorskurinn
sem flakkar eftir árstíðum á milli
hrygningarstöðvanna við Lófót og
sumardvalarstöðva í Barentshafi,
þar með talið Svalbarðasvæðið sem
flestir ætla að sé uppeldisstöð Ló-
fótþorsksins. Norðmenn telja sig
því hafa ærinna hagsmuna að gæta
og skyldum að gegna um vernd og
lífvænleg uppvaxtarskilyrði þessa
fiskstofns. Þetta eru grundvallar-
rök, sem sanngjarnir menn skilja,
hvað sem öðru líður.
Þá er þess líka að geta að Bar-
entshafið hefur að dómi Norðmanna
og Rússa landfræðilega sérstöðu.
Þar hafa þeir áreiðanlega mikið til
síns máls. Villandi er að tala um
Barentshaf sem hluta Atlantshafs-
ins eins og Morgunblaðið virðist
gera og raunar er alkunn fullyrðing
íslenskra öfgamanna í smugudeil-
unni. Það er svona álíka nákvæmni
í staðfræði eins og þegar sagt er
að Lónssveitin sé í Hornafirði.
Norðmenn leggja áherslu á land-
fræðilega sérstöðu Barentshafs og
þá ekki síður Rússar. Má í því sam-
bandi benda á ýmis ummæli sendi-
herra Rússa hér á landi, Júrisar
Resetovs, sem auk þess er þjóðrétt-
arfræðingur, en hann hefur (svo ég
láti minnið ráða) ítrekað lýst Bar-
entshafinu svo að það sé „innhaf“
og lúti sérreglum, ef frekar er út í
það farið. Nú er ég ekki að segja
að slík fullyrðing sé óvefengjanleg.
Mig skortir lærdóm til að skera úr
um það auk þess sem ég hef ekk-
ert úrskurðarvald þar um, þótt ég
leyfi mér að hafa skoðun á málinu
eins og dómgreindin býður. Að
halda því fram, að rök stjórnvalda
þeirra ríkja, sem lönd eiga að Bar-
entshafi um þetta atriði, séu út í
bláinn, er hrein firra. Þetta eru rök
sem ber að hlusta á og vanda vel
til andmæla gegn þeim, ef sá kost-
ur er valinn. Það hafa
íslensk stjómvöld ekki
gert síðan sjávarút-
vegsráðherra í ríkis-
stjórn íslands í ágúst
árið 1993 var knúinn
til þess af forsætisráð-
herra og utanríkisráð-
herra þáverandi að
beygja sig undir þá
skoðun þeirra að sjáv-
arútvegsráðherra
„skorti lagaheimildir"
til að banna veiðar á
„alþjóðlegu hafsvæði
Barentshafs". Sjáv-
arútvegsráðherra hafði
slíkt bann í huga og
ætlaði að beita fyrir sig
lögum (frá 1976) um veiðar ís-
lenskra skipa utan fiskveiðiland-
helgi íslands. Þarna tók Jón Bald-
vin Hannibalsson með fulltingi Dav-
íðs Oddssonar ráðin af Þorsteini
Pálssyni. Lagaskilningur sjávarút-
vegsráðuneytisins var látinn víkja
fýrir lagatúlkun utanríkisráðuneyt-
isins. En af því að „names make
news“ þá mætti kannski orða þetta
þannig að álit Árna Kolbeinssonar
hafí vikið fyrir áliti Gunnars G.
Schram. Svona er oft mjótt á mun-
unum þegar teknar em örlagaríkar
ákvarðanir. Og þá er það skylda
alþýðu að taka undir við þann sem
hæst hóar! Tilefni þess að Þorsteinn
Pálsson vildi fara varlega í þessu
máli í upphafi er löngu gleymt.
Eftirleikurinn er þeim mun betur
þekktur.
Svo enn sé vikið að forustugrein
Mbl. laugardaginn 18. þ.m., þá gef-
ur blaðið það í skyn (enda víða
uppi fullyrðingar um það) að hin
nýja ríkisstjóm í Noregi ætli að
færa út fiskveiðilögsögu Noregs
einhliða (allt til að klekkja á íslend-
ingum). Þessa fullyrðingu styðja
öfgafullir íslendingar nú sérstak-
lega með ummælum Péturs Angel-
sens, skipstjóra og útgerðarmanns
í Lófót, stórþingmanns um margra
ára skeið og þekkts baráttumanns
í hagsmunamálum sjávarútvegsins
í Norður-Noregi. Miðflokksmenn
völdu flokksmann sinn Pétur Ang-
elsen til embættis sjávarútvegsráð-
herra og hafa trúlega haft til þess
ærna ástæðu. Þeir sem fylgst hafa
með norskum stjórnmálum, einkum
norður-norskum viðhorfum, undan-
farin ár vita að Pétur Angelsen ligg-
ur ekki á skoðunum sínum. Þetta
getur átt við svo margt, m.a. Evr-
ópumálin, fiskveiðideiluna við Is-
lendinga og ýmislegt fleira. Pétur
Angelsen er manngerð sem er
fréttamönnum mjög til þægðar.
Ummæli hans eru oftast fréttamat-
ur, efni í forustugreinar og forsíðu-
GRAM Á GJAFVERÐI
li|Ót)UM 20 GEROIR GRAM KÆLISKÁI’A
«=Dnix
HÁTÚNI 6A REYKJAVlK SÍMI 552 4420
Ingvar Gíslason
fyrirsagnir. Er ekki að orðlengja
það að Pétur Angelsen henti á lofti
þá hugmynd vorið 1994 (sem hann
var enginn höfundur að) að Norð-
menn ættu að færa út fískveiðilög-
söguna í Barentshafi einhliða (og
þó með Rússum) og eiga um þetta
andlegt samfélag með Kanada-
mönnum, sem um þessar mundir
ræddu þá möguleika að stækka
fískveiðilögsögu austur-fylkja ríkis-
ins (Nýfundnalands o.fl.). í raun
voru þetta tímabundnar vangavelt-
ur kanadískra mælskumanna, en
rötuðu sína leið um fjölmiðlana og
meira gert úr en til stóð. Vaskur
baráttumaður á borð við Pétur
Angelsen var manna líklegastur til
að hrópa hátt um einhliða útfærslu
á þessum nótum. Hins vegar er það
rangt að málflutningur hans og
samheija hans hafí beinst að því
að færa ætti alla norska landhelgi
út í 250 mílur. Málið snerist ein-
göngu um að beita slíkri aðferð í
Barentshafi, hinu norsk-rússneska
innhafi, sem Norðmenn og Rússar
telja sig eiga sögulegt tilkall til.
Enda ekki úr lausu lofti gripið, ef
menn kynna sér sögu þessara norð-
urslóða og rekja hana frá upphafi
til enda, ekki í 100 ár, ekki í 1000
ár heldur í 6000 ár hið minnsta,
svo firnalöng er fiskveiðisaga Nor-
egs eða þeirra þjóða sem byggt
hafa norska norðurslóð frá ómuna-
tíð. Og svo halda íslenskir þjóðskör-
Eiginleg útþenslustefna
Norðmanna, segir
Ingvar Gíslason, tók
enda fyrir 65-70 árum.
ungar að sögulegar staðreyndir
skipti Norðmenn engu máli, að fólk
í Norður-Noregi hafi enga skoðun
á því hver þjóðlegur réttur þess er
og hvenær það telur vegið að hags-
munum sínum. Er með ólíkindum
hversu fáfræðin og eiginhagsmuna-
frekjan getur gert menn skilnings-
sljóa á annarra hugsun og hagi.
Er leitt þegar íslenskir fjölmiðlar
ala á hleypidómum af því tagi sem
öfgafullir íslendingar temja sér í
skiptum við Norðmenn (og snertir
íbúa Norður-Noregs mest, en aðra
Norðmenn minna) og beinist auðvit-
að að Rússum líka.
Vegna skrifa Morgunblaðsins um
vaxandi „útþenslustefnu Norð-
manna í norðurhöfum" væri hægt
að hafa uppi mörg orð. Þar gætir
gróflega misskilnings á sögulegum
staðreyndum, þar veður anakrón-
isminn uppi. Hið sanna er að Norð-
menn þöndu út veldi sitt á víkinga-
öld (og varla þörf að rekja það ná-
kvæmlega). Vist kölluðu Norðmenn
Norður-Atlantshafið „sitt haf“ eða
Noregshaf öldum saman. Ekki er
hægt að synja fyrir að einhveija,
en örfáa, Norðmenn muni í þessa
tíma. Hinu verður ekki gleymt að
Norðmenn lifðu margra alda stjóm-
farslegt hnignunarskeið, urðu að
þola mikla skerðingu á sjálfstæði
sínu og er þá vægt til orða tekið. Á
19. öld vakna Norðmenn til vitundar
um pólitíska stöðu sína, gerast fram-
sæknir í sjálfstæðismálum og fram-
takssamir í atvinnumálum, og menn-
ingarmálum fleygir fram. Hvort sem
það nú vom fomar fyrirmyndir sem
því réðu eða áhrif frá ríkjandi ný-
lendustefnu Evrópuþjóða, þá mörk-
uðu Norðmenn sér útþenslustefnu
sem stóð um áratugi á 19. öld og
varaði fram um 1930, varla mikið
lengur. Þessi útþenslustefna Norð-
manna náði vissulega til norðurhafa,
norðurslóða yfirleitt. Þeir seildust
þar til yfírráða og afnotaréttar með
Íandkönnun og útgerð til hvers kyns
fiskveiða, hvalveiða og selveiða og
annarra dýraveiða og beinlínis með
því að slá eign sinni á lönd og eyjar
í samkeppni við önnur Evrópuríki
eins og tíðarandinn gaf tileftii til.
En eiginleg útþenslustefna Norð-
manna tók enda fýrir 65-70 ámm.
Ekki verður séð að á henni hafí
borið síðan. Fregnir um að norskir
útgerðarmenn geri út hentifánaskip
suður í höfum er mál út af fyrir
sig, en efni þessarar greinar óvið-
komandi.
Þess vegna er það einungis stór-
yrt fullyrðing þegar því er haldið
fram að Norðmenn stundi vaxandi
útþenslustefnu í Norður-Atlants-
hafi eða annarstaðar á norðurslóð.
Nær væri að segja eins og satt er,
að þeir halda fast í það sem þeir
hafa áunnið sér og telja sig eiga
með fullum rétti. Ef einhveijir
stunda útþenslustefnu á norðurslóð
að svo komnu, em það íslendingar!
Hvað vilja menn segja um Barents-
hafsveiðarnar eins og til þeirra var
stofnað og eins og þær hafa verið
framkvæmdar? Ég læt lesendum
eftir að velta þeirri spurningu fyrir
sér og leita svara við henni hjá fleir-
um en forráðamönnum LÍÚ og
ráðunautum þeirra. Sá kafli ís-
lenskrar fiskveiðisögu sem kenndur
er við „smuguna" í Barentshafí er
í senn harmrænn og skoplegur.
Framferðið er dapurlegt. Feigðar-
mörkin em svo augljós. íslending-
um er ekki hagur að því að troða
illsakir við nágrannaþjóðir sínar.
Smuguveiðarnar hafa reynst efna-
hagslegt flan, auk þess að vera
pólitísk og siðferðileg raunasaga.
Höfundur erfyrrv. alþm. og
ráðherra.
VINDUFÖTUR
Arnarberg ehf.
Fossháls 27, Draghálsmegin
Sími 567 7557 • Fax 567 7559
Hluthafafundur
Stjórn Básafells hf. boðar hér með
til hluthafafundar í félaginu
fimmtudaginn 6. nóvember 1997 kl. 17.00
á Hótel ísafirði, fundarsal á 1. hæð.
Fundarefni:
Tilllaga um breytingu á reikningsári félagsins.
Stjórn Básafells hf.
PALLALVFTUR
ÞÓR HF
Reykjavík - Akureyri
Reykjavík: Ármúla 11 -slmi 568-1500
Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070
UX 70
Innbyggður sfmi
1 Sjálfvirkur deilir fax/sími
1 Símsvara tengimöguleiki
■ 15 úthringi minni (5 hraðaval
og 10 skammval) • 15 bls. arkar-
matari • 30 m pappfrsrúlla
F0 1450
■ Faxtæki fyrir venjulegan pappír
■ Símsvara tengimöguleiki
■ 99 úthringi minni (20 hraöaval
og 79 skammval) • 20 bls. arkar-
matari • 300 bls.jappírs bakki
512 kb minni
(31 bls.)
FO 260
• Laser faxtæki fyrir venjulegan g
pappfr • Sjálfvirkur deilir fax/sími
• Símsvara tengimöguleiki
• 50 úthringi minni (20 hraðaval
og 30 skammval) • 20 bls. arkar-
matari • 100 bls,
pappírs bakki
• 512 kb minni
(38 bls.
F-2700
• Windows Laser Prentari
og faxtæki fyrir venjulegan pappfr
• Sjálfvirkur deilir fax/sfmi
• Sfmsvara tengimöguleiki
• 50 úthringi minni (20 hraðaval
og 30 skammval) • 20 bls. arkar-
matari • 100 bls. pappírs bakki
• 512 kb minni (38 ols.)
Lágmúla 8 • Sími 533 2800
- kjarni málsins!
-r