Morgunblaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 31 MENNTUN Hugarflug barna í öndvegi Alhliða tjáning bamsins á náttúrunni, sjálfu sér og öðrum með myndum, tónum, dansi og orðum er stefna leikskólans Sæborgar í Reykjavík. Einnig ræktun og þroski skyn- færanna. Hér verður skyggnst inn í námsheim leikskólabama. Morgunblaðið/Ásdís FJARAN er verkefni vetrarins. Soffía Þorsteinsdóttir, Dagnr Árnason og Oddný Rún Karlsdóttir skoða fundinn hlut. HVAÐ læra börn í leikskólum? Leik- skólinn er fyrsta stig skólagöngunn- ar enda 83% sex ára bama sem hafa sótt hann til lengri eða skemmri tíma. í honum fer meðal annars fram markvís málörvun og ýtt er undir stærðfræðilega hugsun. Hver leikskóli starfar eftir uppeld- isáætlun en hefur jafnframt leyfi til að velja sér leiðir að þeim markmið- um sem þar eru sett. Á Sæborg við Ægisíðuna í Reykjavík mótar Soffía Þorsteinsdóttir leikskólastjóri starfið eftir Reggio Emilla hugmyndafræð- inni sem felst í því að hvetja böm til að þess að nota öll skilningarvitin og „málin sín hundrað" eða eins og höfundur stefnunnar, Loris Mala- guzzi, orðaði það: „Barn hefur 100 mál en er svipt 99 . . .“ Sköpunargáfa barna er sett í önd- vegi á leikskólum sem starfa í anda Reggio Emilla sem er reyndar nafn borgar á Norður-Ítalíu en þar eru tæplega 40 barnaheimili sem vinna eftir uppeldishugsjón Malaguzzi. „Áherslan hjá okkur verður líka að vinna að skapandi störfum með börn- unum og að rækta sköpunargáfuna," segir Soffía sem varð leikskólastjóri á Sæborg núna í júní. Hún hefur undirbúið veturinn og gert fjöruna að þemaverkefni sem allt námið á leikskólanum verður ofið saman við, en angan fjömnnar berst inn á leiksvæði barnanna og seltan á gluggana í Sæborg. „Barnið á að fá tækifæri til að uppgötva, rannsaka og koma með hugmyndir og að öðlast jákvæða mynd af um- hverfí sínu um leið,“ segir hún. Sér- stakur náttúrukrókur er í skólanum og rannsóknartæki eins og víðsjá og stækkunargler. „Leiðarljós okkar er að leyfa barn- inu að vera í aðalhlutverki með því að ráða ferðinni og rannsaka það sem vekur athygli þess,“ segir Soffía, „og við hjálpum því til að upplifa um- hverfi sitt með öllum skilningarvitun- um: Það snerti, hlusti, lykti, horfi og bragði í rannsóknum sínum.“ Börnin mála myndir tengdar fjör- KOLBRÚN Ósk Ólafsdóttir tjáir sig með penslum. unni og búa til tónlist með ólíkleg- ustu hljóðfærum. Einnig verða hljóð eins og öldurgjálfur og vindhvina tekin upp á segulband og ljósmyndir teknar og myndir hengdar upp. „Þau munu svo gera veðurathuganir og kanna litbrigði jarðar," segir leik- skólastjórinn. „Allt sem þau gera verður fléttað saman í eina heildarmynd ,“ segir Soffía „og vetrarstarfinu lýkur með sýningu sem þau semja sjálf um kynni sín af fjörunni." Börnin munu búa til leikmynd og búninga, fara með eigin þulur, flytja eigin tónlist og sýna sjálfsprottin málverk og önnur listaverk gerð til dæmis úr þangi og þara, og þau munu leika hlutverk. Allt frumsamið og sýnt foreldrum og aðstandendum. „Reyndar leggjum við mikla áherslu á samstarfið við foreldra," segir hún. Á Sæborg hafa verið keyptar margar bækur um náttúruna eins og um plöntur, fugla, spendýr, skel- ar, hafið og veðrið. Vettvangsferðir munu líka flestar tengjast náttúr- unni, og grásleppukarlarnir í ná- grenninu verða heimsóttir. „í öllu þessu ferli mun vitund barnanna um náttúruna vaxa og væntanlega virðing þeirra fyrir henni," segir Soffía. Hún segir að það þurfí að efla með bömunum frumkvæði og sköpun til mótvægis við það að vera óvirkur móttakandi. Soffía starfaði áður sem aðstoð- arleikstjóri og hefur unnið mörg ár með bömum og segir það sína reynslu að böm geti iðulega meira en oftast er ráð fyrir gert. „Þau geta lært ótalmargt með leik og skapandi starfi enda er stundum sagt að þau geti lært meira fyrstu sex árin en alla ævina eftir það.“ Hún segir að börnin gefi oft verk- um sínum nöfn og vilji læra að skrifa þau, og að stærðfræðin sé þeim ofar- lega í huga en fyrir hana fá þau útfrás í svokölluðum eininga.rkubb- um eða Unit Blocks sem hannaðir vom af Caroline Pratt. Og kubbarn- ir em líka fléttaðir inn í fjöruþema vetrarins og era skreyttir steinum og skeljum. Áhugi leikskólakennaranna á Sæ- borg er á sköpunargáfunni og segir Soffía í lokin að þeir gæti þess að tjáning barnanna sé alhliða og að sjálfsvitundin sé styrkt og forvitnin örvuð og að hugmyndirnar haldist á flugi. ■ Tréskurðamámskeið Örfá pláss laus. Hannes Flosason, sími 554 0123. tungumál THB ENGLISH SCHOOL ■ 7 vikna fullorðinsnámskeið hefjast 3. og 4. nóvember * Áhersla á talmál. * Hámark 10 nemendur f bekk. Vikuleg barnanámskeið að hefjast * Fyrir 6—12 ára böm. * Þrisvar í viku. * 2 tímar á dag. * Áhersla á talmál. Faxafen 10, Framtíðarhúsinu, 108 Reykjavík. Símar 588 0303 — 5880305. TILKYNNING UM UTBOÐ MARKAÐSVERÐBREFA EIGNARHALDSFÉLAGIÐ ALLÝÐUBANKINN HF. HLUTAFJÁRÚTBOÐ Heildarnafnverð nýs hlutafjár: Kr. 300.000.000.- Sölugengi: Sölutímabil: Milliganga við skráningu: henni og kenna um alla vömflokkana. „Á verslunarbrautinni er hægt að búa nemendur undir störf í smásölu- og heildsölufyrirtækjum eða við sölu- mennsku og afgreiðslu," segir Óttar. Meðal þess sem nemendur nema er um markaðssetningu og auglýs- ingar, sölutækni, útstillingar, fjár- hagsbókhald, viðskiptabréf, vöm- fræði og verðmyndun. Félagsþjónustubraut og stóriðjubraut Félagsþjónustubrautin er handa nemendum með annarskonar áhuga- mál eins og að starfa með bömum, fötluðum, unglingum eða öldmðum og sem vilja starfa í félagsmiðstöðv- um, aðstoða á leikskólum eða á öðr- um stöðum í félagsþjónustunni. „Það er mikill skortur á fólki með grnnn- menntun í þessi störf,“ segir Óttar. Áfangar á brautinni em meðal annars um forvamir, aðhlynningu, heimilishald, næringarfræði, uppeldi, öldmn og tómstundastörf. Þriðja stutta starfsnámsbrautin er í bígerð í skólanum en á henni á meðal annars að vera hægt að þjálfa fólk til að vinna í stóriðju og hefur menntamálaráðuneytið veitt styrk af því tilefni. Starfsfólk í iðnaðar- og framleiðslufyrirtækjum er að öðm leyti kjörhópur brautarinnar. Óttar segir að með þessum braut- um séu tengsl skóla og atvinnulífs efld og er verslunarbrautin til dæmis skipulögð í samvinnu við Kaup- mannasamtök íslands, Félag ís- lenskra stórkaupmanna og Verzlun- armannafélag Reykjavíkur sem hef- ur reyndar samið um þolanleg laun fyrir útskrifaða nemendur eða u.þ.b. hundrað þúsund krónur á mánuði. Sérstakir stýrihópar eru um stuttu starfsnámsbrautirnar og í þeim sitja fulltrúar stéttarfélaga, atvinnurek- enda og skólans. Óttar segir að lokum að útskrif- aðir nemendur af þessum brautum hafi oft betri möguleika á að fá vinnu en stúdentar. 1,80 á fyrsta söludegi. Útboðsgengi til forkaupsréttarhafa er 1,80. Forkaupsréttartímabil er frá 27. október 1997 - 14. nóvember 1997 og almennt sölutímabil frá 17. nóvember 1997 - 31. desember 1997. Áskrift fer fram á skrifstofu Eignarhaldsfélags Alþýðubanka hf. á forkaupsréttartímabili og söluaðili er Landsbréf hf. á almennu sölutímabili. Umsjón með útboði: Landsbréfhf. Forkaupsréttur: Skráning: Núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt að nýju hlutafé til 14. nóvember 1997 í hlutfalli við eign sína. Hlutabréf Eignarhaldsfélags Alþýðubanka eru skráð á Verðbréfaþingi Islands og sótt verður um skráningu á bréfum sem gefin verða út. Skráningarlýsing vegna ofangreindra hlutabréfa liggur frammi hjá Eignarhaldsfélagi Alþýðubanka hf. og hjá Landsbréfum hf. EIGNARHALDSFÉLAGIÐ ALÞÝÐUBANKINN HF LANDSBREF HF. TÍb Hv - Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 535 2000, bréfasími 535 2001, landsbrefis. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.