Morgunblaðið - 28.10.1997, Side 64

Morgunblaðið - 28.10.1997, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 RBYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Kjarasamningar við grunnskólakennara undirritaðir og verkfalli frestað Um 33% launahækkun á þremur og- hálfu ári Morgunblaðið/Ásdís FORYSTUMENN kennarafélaganna og samninganefndar sveitarfélaga undirrita nýjan kjarasamning í hús- næði ríkissáttasemjara í gærkvöldi. SAMNINGANEFNDIR kennara- félaganna og launanefndar sveit- arfélaga undirrituðu nýjan kjara- samning, sem byggðist á innan- hússtillögu ríkissáttasemjara, á áttunda tímanum 1 gærkvöldi. Verkfalli grunnskólakennara, sem staðið hafði yfir í tæpan sólar- hring var frestað þar til samning- urinn hefur verið afgreiddur af hálfu samningsaðila í atkvæða- V^'greiðslu innan þriggja vikna frá undirritun. Sáttafundir höfðu staðið nær óslitið frá því á laugar- dagsmorgun þegar samningar náðust. Samkomulagið felur í sér um 33% meðalhækkun launa á samn- ingstímanum, sem gildir út árið 2000, að meðtalinni þeirri 4% launahækkun sem samið var um með bráðabirgðasamkomulagi í mars sl. Launatöflu kennara er ^breytt frá og með 1. ágúst sl. og er ' vegin meðalhækkun launatöflu vegna þeirrar breytingar 5,04%. Laun hækka síðan um 3,5% 1. jan- úar næstkomandi, 1,5% 1. ágúst 1998, 3,5% 1. janúar 1999, 3,5% 1. janúar 2000 og 3,25% 1. desember á sama ári. Byrjunarlaun kennara hækka afturvirkt frá 1. ágúst og verða 89.400 kr.; 1. ágúst á næsta ári verða byrjunarlaunin 100.120 kr. og 110.736 kr. í lok samningstím- ans. Taxtalaun skólastjóra við stærsta skóla eftir 18 ára starf verða 192.209 kr. í lok samnings- tíma. Ekki dregið af launum vegna verkfalls væri annað verjandi en að bera samninginn undir atkvæði félags- manna. Að sögn Eiríks fengu kennarar skriflega yfirlýsingu frá launa- nefnd sveitarfélaga um að ekki yrði dregið af launum kennara þrátt fyrir að þeir hefðu verið einn dag í verkfalii. ugleikanum í þjóðfélaginu. „Það hefur verið vilji stjómmálamanna, foreldra og almennings að kennar- ar fengju meiri hækkun en aðrar stéttir,“ segir hann. Jón sagði að ríkið kæmi ekki á neinn hátt að þessari samnings- gerð og sveitarfélögin tækju að öllu leyti á sig kostnaðinn. Að- spurður hvort sveitarfélögin gætu staðið undir þessum launakostnað- arauka án þess að auka tekjur sín- ar með hækkun útsvars eða ann- arra tekjustofna sagði Jón annarra að ákveða það en kvaðst reikna með að sveitarfélögin væra mis- jafnlega sett hvað það snertir. „Við erum þeirrar skoðunar að sveitar- félögin þurfi að hagræða og fara ofan í sín mál,“ sagði hann. Viðræður við ríkið koma til greina Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði að sér fyndist koma til greina að óska eftir við- ræðum við ríkisvaldið vegna meiri kostnaðar af grunnskólunum. ■ Breytingar á/10 ■ Stöðugleikanum/11 ■ Ekki annað/11 Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Islands, sagði í gærkvöldi að þegar innanhússtil- laga sáttasemjara lá fyrir hefðu kennarar eftir miklar umræður komist að þeirri niðurstöðu að ekki Sveitarfélögin bera ein kostnaðinn Jón G. Kristjánsson, formaður samninganefndar launanefndar sveitarfélaga, segir að nýgerður samningur eigi ekki að raska stöð- Samkomulag í lífeyrisnefnd fjármálaráðherra Aukínn sveigjanleiki um lágmarksiðgjald Síldar- fundur í Ósló ÍSLENSKIR og norskir emb- ættismenn hittast á fundi í Ósló í dag til að ræða um norsk-ís- lenska sfldarstofninn. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar utan- ríkisráðherra er um árlegan fund að ræða sem löngu hefur veríð ákveðinn og stendur ekki í neinu sambandi við stjórnar- skiptin í Noregi. „Það tókst samkomulag í fyrra milli allra aðila, sem var mjög erfitt að ná, sérstaklega vegna Evrópusambandsins. Eg á ekki von á að menn muni gera þar miklar breytingar enda hefur í sjálfu sér lítið breyst í þessu máli frá í fyrra,“ sagði Halldór. Hann sagði stefnt að því að ná niðurstöðu á þessum fundi sem Jóhann Sigurjónsson frá utanríkisráðuneytinu og Arnór Halldórsson frá sjávar- útvegsráðuneytinu sitja fyrir íslands hönd. SAMKOMULAG nefndar um líf- eyrismál felur í sér aukið svigrúm lífeyrissjóða til að ákveða lág- marksiðgjald til samtryggingar. Telji lífeyrissjóður að hann geti uppfyllt 4. grein framvarpsins um lágmarks tryggingavernd fyrir sjóðsfélaga með 8-9% iðgjaldi er honum heimilt að ákveða að hafa það svo lágt. Það myndi þýða að sjóðsfélaginn getur sjálfur tekið ákvörðun um í hvaða sjóð hann greiðir það sem á vantar upp á lág- marksiðgjaldið, en það verður eftir sem áður 10%. Ekki verða gerðar umtalsverðar breytingar á ákvæði um aðild að lífeyrissjóðum, en framvarpið gerir hins vegar ráð fyrir að skref verði stigin í þá átt að sjóðsfélagar hafí Sjóðsfélagar ráði meiru um ráðstöfun iðgjalds innan sjóðanna meira að segja um það hvernig hluta af iðgjaldi þeirra er ráðstafað innan sjóðanna. Frumvarpið legg- ur það í vald lífeyrissjóðanna að taka ákvörðun um aukið val í líf- eyristryggingum. í bráðabirgðaá- kvæði frumvarpsins segir að það sé markmið þess að auka valfrelsi í lífeyrismálum og ef lífeyrissjóðim- ir hafi ekki stigið skref í þessa átt fyrir árið 2001 skuli fjármálaráð- herra, í samráði við hagsmunaað- ila, undirbúa frumvarp um breyt- ingar á lögunum svo að þetta markmið náist. Eykur vonandi líkur á sátt Friðrik Sophusson íjármálaráð- herra segir að þetta samkomulag sé mikilvægt og komi vonandi til að auka líkur á góðri sátt um málið á Alþingi. „Þessi niðurstaða styrkir að mínu mati lífeyrissjóðakerfið og ýt- ir jafnframt undir frjálsan lang- tímasparnað, en hvort tveggja flyt- ur hluta launatekna á starfsævinni yfir í lífeyri eftir að starfsævinni lýkur,“ segir fjármálaráðherra. ■ Aukið valfrelsi/12 Réðst aftur inn í Póst og síma LÖGREGLAN í Reykjavík yfir- bugaði í gærkvöldi mann eftir að hann hafði brotist inn í aðalstöðvar Pósts og síma við Austurvöll. Að sögn lögreglu var þama á ferð sami maður og braust inn í að- alstöðvar Pósts og síma í síðustu viku. Maðurinn var vopnaður hnífi, en ekki fengust upplýsingar um það hvort hann hefði reynt að beita honum. Yfirbugaður með gasi Hann braut sér leið inn í húsið og hafði brotið hurðir til að komast upp á aðra hæð þar sem hann var staddur þegar lögregla yfirbugaði hann. Beitti lögi’egla til þess gasi og var maðurinn fluttur á slysa- varðstofuna. Síðar í nótt átti að færa hann í fangageymslur og sagði lögreglan að hann yrði senni- lega geymdur þar til morguns, enda væri maðurinn hættulegur. Tilkynning um innbrotið barst til lögreglunnar 29 mínútur yfir mið- nætti og voru fjórir bílar sendir á vettvang. Þeir vora komnir þegar klukkan var 31 mínútu gengin í eitt og tveimur mínútum síðar hafði lögreglan náð manninum á sitt vald. Maðurinn er 39 ára gamall og hefur unnið við dyravörslu hjá Pósti og síma. Sagt er að hann eigi við geðræn vandamál að stríða. Dýrbíta leitað Drápu tvö lömb LÖGREGLAN á Hvolsvelli leitar nú dýrbíts eða -bíta, sem drápu tvö lömb á Heiða- bæ í Arbæjarbraut í liðinni viku. „Þetta var greinilega eftir hund eða hunda,“ sagði Krist- ján Guðmundsson lögreglu- maður í gær. „Meira vitum við ekki á þessari stundu." Kristján sagði að hundanna væri nú leitað svo hægt væri að eyða þeim. Tilkynnt hefði verið um lömbin á sunnudag og sennilega hefði atvikið átt sér stað þremur eða fjóram dögum fyrr. „Það hefur ekki orðið sér- staklega vart við flækings- hunda á þessu svæði þannig að við eram svo að segja á byrjunarreit enn þá,“ sagði Kristján. Hundarnir líklega frá nærliggjandi bæjum Að hans sögn sást af bitför- um og verksummerkjum að sennilega hefðu verið fleiri en einn hundur á ferð og líkleg- ast væru þeir frá nærliggj- andi bæjum. Kristján taldi víst að um væri að ræða hunda, sem væru látnir vera úti allan sól- arhringinn: „Það er eðli hund- anna að veiða á nóttunni."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.