Morgunblaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
+ Þórdís Daníels-
dóttir fæddist í
Reykjavík 4. októ-
ber 1904. Hún lést á
Droplaugarstöðum
14. október síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Daníel
Þorsteinsson, skipa-
smiður, f. 4.6. 1874,
d. 20. 7. 1959, og
kona hans Guðrún
Egilsdóttir, f. 5.11.
1875, d. 8.1. 1969.
Systkini Þórdísar
eru: Egill, fulltrúi,
f. 30.5. 1902, d. 2.3.
1973, Þorsteinn, skipasmiður, f.
18.4. 1903, d. 21.8. 1967, Marta,
f. 28.2. 1906, d. 6.2 1996, og
Ingibjörg, f. 20.9. 1910, d. 13.11.
1965. Þórdís giftist Sigurði
Skúlasyni, kennara og mag.art.,
18. maí 1932. Sigurður var
fæddur 2.2. 1903, d. 16.5. 1987.
Hún Dísa frænka er dáin, níutíu
og þriggja ára að aldri. Einhvern
veginn er mjög erfítt að horfast í
augu við þá staðreynd að einnig
hún hafí orðið að láta í minni pok-
ann fyrir elli kerlingu og dauðanum
sem þó alla sækir fyrr eða síðar.
Hún Dísa sem var eins og álfkonan
góða í ævintýrum bernskunnar svo
björt og nett, fín og falleg. Snert-
andi umhverfi sitt með töfrasprota
svo allt hið gráa og hversdagslega
varð gyllt og bleikt, dúkuð borð
svignuðu af krásum og börnin
máttu setja fingraför og súkkulaði-
mylsnu út um fallega heimilið þeirra
Dísu og Sigurðar. Hún hét Þórdís,
hún Dísa frænka, og var ekki einu
sinni frænka mín, en hún var móð-
ursystir Gunnars mannsins míns,
frænka bama okkar, nokkurs konar
auka amma.
Hjónaband Dísu og Sigurðar var
Sigurður var sonur
Skúla Árnasonar
læknis og konu hans
Sigríðar Sigurðar-
dóttur. Þórdís ólst
upp hjá foreldrum
sínum á Mýrargötu
7 í Reykjavík, (nú
Mýrargata 14.). Að
loknu skyldunámi
stundaði Þórdís
nám í Kvennaskó-
lanum í Reykjavík í
2 ár. Eftir giftingu
dvaldist hún oft er-
lendis, oftast í
Frakklandi, en þar
stunduðu þau hjónin nám við
Sorbonne-háskólanum í París í
frönsku og bókmenntum. Sig-
urður og Þórdís bjuggu lengst
á Hrannarstíg 3 í Reykjavík.
Útför Þórdísar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
með eindæmum gott og fallegt.
Engan mann hef ég séð dá konu
sína meira í orði og verki og Sigurð-
ur var Dísu hinn trausti, hlýi lífs-
förunautur sem hún deildi öllu með
og hún saknaði sárt er hann lést
fýrir tíu árum.
Þau voru bamlaus, en líf þeirra
var hvorki autt né snautt, Sigurður,
fræðimaðurinn og ljúfmennið,
kenndi ungmennum landsins ára-
tugum saman. Dísa hugsaði um
glæsilega heimilið þeirra, töfraði
fram framandi heilsurétti, spilaði á
píanóið og hitti vinkonur sínar í
spila- og lesklúbbum. Hún heimsótti
móður sína aldraða til síðasta dags,
huggaði og hressti frændfólk stórt
og smátt á erfiðum stundum. En
öfugt við farfuglana, þá flugu þau
Dísa og Sigurður til framandi landa
vor hvert, oftast til Frakklands sem
var þeirra uppáhaldsstaður. Með
MINNIIMGAR
haustinu komu þau heim sólbrún og
sælleg, endumærð á sál og líkama
tilbúin í hlutverk vetrarinS.
Hvert aðfangadagskvöld í mörg
ár deildu Sigurður og Dísa og for-
eldrar okkar Gunnars með okkur
fjölskyldunni hátíðleik jólanna, nú
eru þau öll horfín, tómið er mikið
söknuður sár. En þakklæti er einn-
ig mikið til þeirra allra og minning-
in björt.
Það er sagt að sama rósin spretti
aldrei aftur og eitt er víst að vand-
fundnar eru frænkur eins og hún
Dísa okkar.
Hugheilar þakkir til starfsfólks
Droplaugarstaða sem annaðist Þór-
dísi af mikilli alúð síðustu árin.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Anna Þrúður Þorkelsdóttir.
Hún Dísa frænka er dáin, en
eftir lifir minningin um elskulega
frænku, þá bestu sem ég hef átt.
Ég minnist þess þegar ég lá veik-
ur, eins og gengur sem barn, alltaf
kom Dísa frænka færandi hendi
með ávexti eða annað góðgæti.
Dísa og mamma mín voru systur
og mjög samrýndar, og mikil vin-
átta og samgangur var milli fjöl-
skyldnanna. Hjónin Dísa og Sigurð-
ur voru einstök. Fyrir um 40 árum
tóku þau ákvörðun um að dvelja á
hveiju sumri í 3 mánuði í Frakk-
landi. Þau fóru þangað og völdu sér
Nice sem dvalarstað. Fyrst fóru þau
til Parísar og settust á skólabekk
í Sorbonne, en þar voru þau í tvö
sumur og töluðu frönsku sem inn-
fædd eftir. Sumarið eftir var haldið
til Nice og héldu þau þangað nán-
ast á sama degi hvert ár í hartnær
30 ár, gistu á sama hóteli og í sama
herbergi alla tíð.
Þau hjón urðu hluti af samfélag-
inu þar suður frá og gekk hún und-
ir nafninu Madame Skúlason. Lán-
aðist mér og fjölskyldunni að dvelj-
ast nokkrum sinnum þar suður frá
okkur til sælla minninga. Ég þakka
þér fyrir allt, elsku Dísa mín.
Guð veri með þér.
Gunnar frændi.
ÞÓRDÍS
DANÍELSDÓTTIR
PÁLL FRIÐRIK
EYJÓLFSSON
+ Páll Friðrik Ey-
jólfsson fæddist
á Norðfirði 14. júlí
1928. Hann lést á
heimili sínu 20.
október síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Jóhanna María
Jóhannsdóttir, Fá-
skrúðsfirði, og Ey-
jólfur Jónsson.
Páll átti þjár dæt-
ur og eru þær
Helga, Jóhanna og
Elísabet. Móðir
Helgu hét María
Hrólfsdóttir frá
Hallbjarnarstöðum i Skriðdal.
Móðir Elísabetar og Jóhönnu
hét Gabríella Oddrún Eyfjörð
frá Akureyri. Eftirlifandi kona
Páls er Guðbjörg Jósefsdóttir
frá Hlíðartúni í Dalasýslu og á
hún fjögur börn frá fyrra
hjónabandi.
Páll fluttist frá Norðfirði 29
ára gamall og vann hann við
almenna verkamannavinnu,
fyrst í Hafnarfirði svo í Reykja-
vík, til ársins 1991, lét þá af
störfum vegna heilsubrests.
Útför Páls fór fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju mánudaginn
27. október.
Páll Friðrik Eyjólfsson, Palli eins
og hann var alltaf kallaður, lést á
heimili sínu 20. október.
Páll kynntist móður minni, Guð-
björgu Jósefsdóttur frá Hlíðartúni
í Dalasýslu, þegar ég var tvítug,
árið 1972. Hann varð strax einn
af okkur í fjölskyldunni. Hann var
afskaplega mikið ljúfmenni, en
stundum smástríðinn, sem alltaf var
meinlaus stríðni. Hann giftist
mömmu árið 1974. Ári
seinna giftist ég mín-
um manni og áttum
við þá fyrir eitt barn,
sem er Ottó Bergvin.
Palli kom strax í afa-
hlutverkið og fórst
honum það vel úr
hendi.
Ottó Bergvin var þá
ríkur, átti þrjá afa. Ég
sjálf átti aldrei afa sem
ég man eftir. Það er
erfitt að skrifa minn-
ingu um Pál, ég hef
svo margs að minnast
um góðan mann sem
varð bráðkvaddur. Og ég spyr: „Af
hveiju núna?“ Hann var orðinn
mjög sáttur við svo margt.
Konan hans er sjúklingur á
Landakotsspítala, fyrst var erfítt
fyrir hann að sætta sig við að vera
einn. Hann sagði við mig fyrir
nokkrum dögum: „Ólafía, fínnst þér
ég ekki bara miklu hressari núna
en oft áður?“
Það var rétt hjá honum, hann
var hressari og jákvæðari, reyndar
var hann oftast mjög jákvæður
maður, nema ef honum þótti eitt-
hvað miður, þá gat hann verið mjög
stífur og þver, en það hvarf fljótt
úr honum.
Palli var fæddur Norðfirðingur,
hann fluttist suður til Reykjavíkur
29 ára gamall með fóstra sínum.
Ég kann ekki hans æskusögu.
Helgi frá Stuðlum, eins og hann
var nefndur, var mjög góður við
Palla og nefndi Helgi heitinn heim-
ili þeirra hérna fyrir sunnan, sem
var í Hafnarfirði, Stuðlaberg, eftir
Stuðlum á Norðfirði.
Páll vann við verkamannavinnu,
fyrst í Hafnarfirði, svo í Reykjavík
alla tíð þar til heilsan fór að gefa
sig. Hann missti alveg heyrn fyrir
sex árum, þá eftir erfíð veikindi og
þá hætti hann alveg að vinna. Hann
hélt alltaf góða skapinu fyrir því.
Hann hugsaði vel um móður mína
í veikindum hennar. Þau skildu allt-
af hvort annað. Palli var ekki á
leiðinni að deyja þegar kallið kom,
því hann var að hugsa um að fara
í afmæli hjá barnabarni sínu á
mánudagskvöldið, en hann var bú-
inn að boða forföll því hann var
með kvef. Það er mjög erfítt fyrir
mig og fjölskyldu mína að kveðja
þig, Palli minn, en við ráðum víst
engu þegar kallið kemur. Með þess-
um fátæklegu orðum vil ég kveðja
þig. Ég geymi allar minningar í
hjarta mínu um góðan mann.
Ég votta móður minni og dætrum
hans, afabörnum og öðrum að-
standendum mína dýpstu samúð.
Guð geymi ykkur öll.
Ólafía Ottósdóttir.
ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER1997 41'
------------------------------- i
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
SIGURÐUR FRIÐRIKSSON,
Víðihlíð 29,
Sauðárkróki,
fyrrum bóndi Stekkjarflötum,
andaðist á Sjúkrahúsi Sauðárkróks sunnu-
daginn 26. október.
Anna Hrólfsdóttir,
Una Sigurðardóttir, Bogi Arnar Finnbogason,
Snorri Sigurðsson, Edda Haraldsdóttir,
Hrólfur Sigurðsson, Hafdís Skarphéðinsdóttir,
Hulda Sigurðardóttir, Matthías H. Guðmundsson,
Kristján Valur Sigurðsson
og barnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir oa amma,
AÐALHEIÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR JEN-
SEN,
Hlévangi,
Faxabraut 13,
Keflavík,
sem lést 21. október sl. á Sjúkrahúsi
Suðurnesja, verður jarðsungin frá Keflavíkur-
kirkju miðvikudaginn 29. október kl. 14.00.
Edda Jensen, Sigfús Þorsteinsson,
Friðrik Jensen, Sigríður Þórólfsdóttir,
Engilbert Jensen
og barnabörn hinnar látnu.
Bróðir minn,
GUÐMUNDUR HJARTARSSON,
Mýrarholti 7,
Ólafsvík,
andaðist sunnudaginn 26. október.
Ólafur Brandsson
og aðrir aðstandendur.
4~
+
Elskulegur eiginmaður minn,
MATTHÍAS GUÐMUNDSSON,
Hringbraut 104,
Keflavík,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
sunnudaginn 26. október.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Friðbjörg Ólina Kristjánsdóttir.
+
Útför föðurbróður míns,
AÐALSTEINS JÓNSSONAR
húsasmíðameistara
frá Vestra Skagnesi í Mýrdal,
sem lést hinn 14. október hefur farið fram í kyrrþey að hans eigin ósk.
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð.
Fyrir hönd vandamanna.
Guðný Sigurgisladóttir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og bróðir,
JÓHANNESJÓHANNESSON
tæknifræðingur,
Skaftahlíð 15,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðviku-
daginn 29. október kl. 13.30.
Ólafía Björk Davíðsdóttir,
Jóhannes Jóhannesson, Margrét Vilhjálmsdóttir,
Margrét Björk Jóhannesdóttir, Örvar Ólafsson,
Birkir Máni Örvarsson,
Selma Rún Jóhannesdóttir,
Siguriaug Jóhannesdóttirl, Svanhildur Jóhannesdóttir.