Morgunblaðið - 28.10.1997, Qupperneq 58
►. v-e.. ...ti.aiiwí'*
58 PRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
adidas
Feet You Wear
Handboltaskór
Equipment Stabil M
adiWEAR ytfisóli
adiPRENE undir hæl og framfæti
PUi
yf 5PORTHÚ5
ftffll REYKJAVÍKUR
Laugavegi 44 • Sími 562 2477
•*
í
í.
r
Kraftmeiri, nú með 1400W mótor.
Fislétt, aðeins 6.5 kg.
Biðstöðufesting fyrir rör og slöngu.
Og hinn frábæri Nilfisk AirCare®
síunarbúnaður með HEPA H13 síu.
Komdu og skoðaðu nýju
Nilfisk GM-400 ryksugurnar
/rúnix
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
!í UTIVISTARBUÐIN
við Umferðarmiðstöðina
Sími: 551 9800 og 551 3072
á miðviJd,^
- kjarni málsins!
Gaman og* al-
vara í Sunnu-
dagsleikhúsinu
Þrír þættir af Sunnudagsleikhúsi Sjónvarps-
ins hafa nú farið í loftið og verður ekki annað
sagt en að Sjónvarpið hafi dottið niður á
ágætis form til þess að halda íslenskri sjón-
varpsleikritagerð lifandi. Anna Sveinbjarnar-
dóttir fékk tækifæri á dögunum til þess að
skoða Sunnudagsleikhúsið nánar.
FASTUR rammi var settur upp
fyrir Sunnudagsleikhúsið, m.a.
til þess að halda kostnaðinum
niðri. Valdir voru saman fimm höf-
undar og fimm leikstjórar. Hver höf-
undur fékk það verkefni að skrifa
þrjá 20 mínútna þætti og mátti við-
komandi ráða hvort þeir væru stakir
eða þriggja þátta framhaldsmynd.
Höfundur fékk einnig aðeins fjóra
leikara til umráða í aðalhlutverkin
og afmarkað leikrými, t.d. kemur
sama kaffihúsið fyrir í ýmsum út-
færslum í mismunandi þáttum. Jafn-
framt voru höfundum settar þær
skorður að þættirnir segðu sögu sem
gerist í samtímanum, helst frekar
gamansama.
Nú þegar er búið að sýna alla þá
þætti sem Friðrik Erlingsson og
Gísli Snær Erlingsson unnu saman,
Blóm handa frúnni, Hnefann, og
Prjá morgna. Þeir voru ólíkir hvað
varðar efnistök og framsetningu, og
var athyglisvert að sjá hvernig höf-
undurinn og leikstjórinn tókust á við
rammann sem þeir þurftu að fylgja.
Blóm handa frúnni og Þrír morgn-
ar áttu það sameiginlegt að fjalla um
fjölskyldutengsl, og leyfðu báðir
skopi að laumast í gegn þó ekki væri
um gamanþætti að ræða. Verður að
segjast að þeir voru mun betur
heppnaðir en Hnefinn sem leið m.a.
fyrir algerlega húmorslausa lýsingu
á sambandi tveggja ólíkra manna,
aldraðs hnefaleikakappa og
ungskálds.
Kvennamál og Qölmiðlasamfélag
I nóvember verða væntanlega á
dagskrá þættir sem Hlín Agnars-
dóttir og Viðar Víkingsson unnu
saman. Hlín hefur valið að tengja
þættina saman og fjalla þeir umA
kvennamál, og kannski karlamál
líka, ef eitthvað er að marka titlana.
Þættirnir heita Aðeins einn en hver
þáttur hefur síðan undirtitil. Sá
fyrsti er Flökkuslímhúð, númer tvö
nefnist Fyrirtíðaspenna, og loka-
þátturinn Frjósemi.
Eg sá þann fyrsta og var vel
skemmt. Edda Heiðrún Backman,
Steinunn Ólafsdóttir og Steinunn
Ólína Þorsteinsdóttir leika þrjár vin-
konur sem hittast á kaffihúsi konu
sem Edda Heiðrún leikur. Steinn
Armann Magnússon fer með hlut-
verk kúgaðs eiginmanns Eddu
Heiðrúnar og Kjartan Guðjónsson
leikur kvensjúkdómalækni vin-
kvennanna þriggja.
Leikararnir stóðu sig allir geysi-
vel og voru samskipti Steinunnar
Ólínu og Kjartans einstaklega
skemmtileg. Ég vona að hinir þætt-
irnir tveir hafi heppnast jafnvel.
Næsti þáttur Sunnudagsleikhúss-
ins sem ég sá vakti ekki jafnmikla
lukku. Það var þáttur úr framlagi
Þorvalds Þorsteinssonar og
Baltasars Kormáks sem nefnist Eins
og ég sagði. Þorvaldur hefur valið að
skrifa staka þætti svo það er aldrei
að vita nema að Að vara og Mikið
áhvílandi eigi eftir að hrífa mann
meira en þeir verða á dagskrá í des-
ember.
Benedikt Erlingsson, Halldór
Gylfason, Inga María Valdimars-
dóttir og Þrúður Vilhjálmsdóttir
leika fjóra eigingjarna og sjálfum-
glaða vini sem finnst skemmtilegast
að hlusta á eigin raddir. Ég skildi
verkið svo að það ætti að gagnrýna
sjálfumgleði fólks sem lifir og hrær-
ist í slúðri og ,játningaviðtölum“
glansblaðanna og vill helst vera á
kafi í athygli fjölmiðla.
Þorvaldur hefur greinilega gaman
af að velta fyrir sér ímyndum og
áhrifum fjölmiðlaumhverfis á fólk,
og í Eins og ég sagði mátti finna
ýmsar skoplegar athugasemdir um
hégóma mannskepnunnar. Verkið er
forvitnilegt en vantaði þann heildar-
svip sem Flökkuslímhúðin bjó yfir.
Spenna og grín
Eftir jól verða síðan tvær fram-
haldsmyndir á dagskrá. Hjartans
mál sem er spennuleikrit skrifað af
INGA Valdimarsdóttir, Halldór Gylfason, Benedikt Erlingsson, og Þrúður Vilhjálmsdóttir í Eins og ég sagði.
Guðrúnu Helgadóttur og leikstýrt af
Þorsteini Jónssyni, og Blöðruveldið
sem er gamanleikrit eftir Sigurð G.
Valgeirsson og Sveinbjörn I. Bald-
vinsson og leikstýrt af Ágústi Guð-
mundssyni.
Þar sem Hjartans mál er spennu-
leikrit vil ég segja sem minnst um
það. Það sem ég get sagt er að þátt-
urinn sem ég sá lofaði góðu en það
er auðvitað engin leið að segja til um
heildaráhrifin fyrr en allir þættirnir
hafa verið sýndir.
Blöðruveldið er tilraun til nokkurs
konar íslenskrar „sitcom“ eða gam-
anþáttagerðar. Örn Árnason og
Halldóra Geirharðsdóttir leika hjón
sem eru að reyna að höndla íslenska
hamingju. Hann m.a. með því að
flytja inn blöðrur. Þátturinn sem ég
sá var ágætlega fyndinn en vantaði
þó talsvert upp á ferskleika í gaman-
seminni.
Þrátt fyrir að þættimir sem ég
fékk tækifæri til þess að sjá hafi
hrifið mig mismikið verður ekki ann-
að sagt að þetta framtak Sjónvarps-
ins lofi góðu. Vonandi á Sunnudags-
leikhúsið eftir að fá fleiri íslenska
höfunda og leikstjóra til samstarfs
til þess að skemmta sjónvarpsáhorf-
endum í framtíðinni.
ÞÓR Túliníus og María Ellingsen fara með aðalhlutverkin í Iljartans mál.