Morgunblaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 49
KRISTÍN Heimisdóttir tannlæknir undirritaði samninginn fyrir
hönd Tannlæknafélags íslands en með henni á mynd eru Þor-
steinn Njálsson, formaður tóbaksvarnanefndar, og Þorgrímur
Þráinsson framkvæmdastjóri.
Tóbaksvamanefnd
styrkir tannlækna
Úr dagbók lögreglu
Slys, veggja-
krot, sektir og*
bruggun
24. til 27. október
UM helgina voru rúmlega 500
mál færð til bókunar hjá lög-
reglu. Höfð voru afskipti af 29
einstaklingum vegna ölvunar
þeirra á almannafæri.
Umferðarmál
Á föstudag kl 16.20 var bif-
hjóli ekið á lágan steinvegg á
Háaleitisbraut. Ókumaður hjóls-
ins var fluttur á slysadeild en
meiðsli voru ekki talin alvarleg.
Tvær bifreiðar skullu saman síð-
degis á föstudag á Bústaðavegi
við Kringlumýrarbraut. Ökumað-
ur og farþegi fóru sjálfir á slysa-
deild til aðhlynningar. Fjarlægja
varð báðar bifreiðarnar af vett-
vangi með kranabíl.
Á laugardag var bifreið ekið á
13 ára stúlku á reiðhjóli á Suður-
strönd. Stúlkan var flutt á slysa-
deild en hún kenndi til í fæti og
andliti. Fjórtán ökumenn voru
grunaðir um að hafa ekið bifreið-
um sínum undir áhrifum áfengis
og 40 voru sektaðir vegna hrað-
aksturs. Þá voru eigendur 98
ökutækja sektaðir þar sem bif-
reiðum var ekki lagt í samræmi
við umferðarreglur og reyndist
nauðsynlegt að íjarlægja tvö öku-
tæki með kranabifreið af þeim
sökum.
Veggjakrot á hús
Nokkuð hefur borið á veggja-
kroti á húsum í borginni að
undanförnu. Þeir sem upplýs-
ingar hafa um aðila sem stunda
slíka iðju er bent á að hafa sam-
band við lögreglu. Tveir piltar
voru handteknir við slíka iðju á
laugardag en þeir höfðu sprautað
málningu á nokkuð hús á mið-
borgarsvæðinu.
Ólögleg framleiðsla áfengis
Karlmaður var handtekinn
vegna gruns um aðild hans að
framleiðslu áfengis. Lagt var
hald á 900 lítra af gambra og
40 lítra af landa ásamt suðutækj-
um.
Annað
Til átaka kom milli unglinga-
hóps og afgreiðslumanns í sölu-
turni í vesturbænum um mið-
nætti á laugardag. Einn ungling-
urinn sló til afgreiðslumannsins
en annar náði að stela úr peninga-
kassa staðarins.
Margt óljóst
um boðun
verkfalls
„MARGT þykir óljóst um boðun
verkfalls í gildandi lögum um stétt-
arfélög og vinnudeilur. Þessi óvissa
er sérstaklega bagaleg hvað sjó-
menn varðar, þar sem þeir eru
dreifðir og oft erfitt að ná þeim til
formlegra funda. í ljósi þessa hefur
komið upp efi hjá talsmönnum LÍÚ
um hvort rétt hafí verið staðið að
atkvæðagreiðslu meðal vélstjórafé-
laganna, um boðun vinnustöðvunar,
sem hefst kl. 24, 1. janúar 1998.
Af þeim sökum hafa vélstjórafélög-
in ákveðið að fara aftur yfir málið
í heild sinni. Mögulega verður niður-
staðan sú að atkvæðagreiðslan
verði endurbirt, og þá í því skyni,
að útrýma endanlega öllum vafa
um lögmæti hennar. Endurtekin
atkvæðagreiðsla kemur hvorki til
með að hafa áhrif á tímasetningu
fyrirhugaðrar vinnustöðvunar, né
til hverra hún tekur, nema að niður-
stöður henanr verði aðrar en í þeirri
sem nú þegar hefur farið fram,“
segir í fréttatilkynningu frá vél-
stjórafélögunum.
1 Fræðslufundur
Minja og sögu
NÆSTI fræðslufundur Minja og
sögu verður haldinn í Þjóðminja-
safninu í dag, þriðjudag, kl. 17.30.
Sigríður Sigurðardóttir flytur er-
indið: Sýningin í Vesturfararsetr-
inu. Sigríður mun ijalla um sýning-
una í Vesturfarasetrinu á Hofsósi,
tilurð hennar og efnivið. Einnig
Qallar hún um samstarf Byggða-
safns Skagfirðinga og Snorra Þor-
finnssonar ehf., sem rekur Vestur-
fararsetrið. Fyrirlesari sýnir lit-
skyggnur. Fundurinn er öllum op-
inn.
Opið hús
1 hjá Heima-
< hlynningu
HEIMAHLYNNING verður með
samverustund fýrir aðstandendur í
kvöld, þriðjudag kl. 20-22, í húsi
Krabbameinsfélags íslands, Skóg-
arhlíð 8.
Gestir kvöldsins eru Ásbjörn Sig-
fússon læknir og sr. Sigfinnur Þor-
leifsson sjúkrahúsprestur sem talar
um missi.
Kaffí og meðlæti verður á boð-
| stólum.
LEIÐRÉTT
Óhaffær, ekki haffær
í GREIN Kristjáns Guðmundssonar
skipstjóra í blaðinu sl. sunnudag,
Hugmyndir um eyðileggingu Sjó-
mannaskólans í Reykjavík, misrit-
aðist málsgrein í öðrum dálki þann-
ig, að þar sem átti að standa „óhaf-
fær“ stóð „haffær" og merking
textans breyttist þar með verulega.
Rétt er málsgreinin svona: „Þeir
sem fylgst hafa með slysasögu ís-
lenskra sjómanna síðustu áratugi
vita að fjöldi íslenskra skipa hefur
verið óhaffær í þeim skilningi sem
lagt er í haffæri skips í dag.“ beð-
ist er velvirðingar á mistökunum.
Húðsjúkdómalæknir
á Akureyri
í grein í Morgunblaðinu föstu-
daginn 17. október síðastliðinn um
fyrirhugað samstarf húðsjúkdóma-
lækna í verslunarmiðstöð í Smára-
hvammslandi í Kópavogi kemur
fram að ellefu húðsjúkdómalæknar
starfi í landinu og aðeins einn þeirra
utan höfuðborgarsvæðisins, Þor-
steinn Skúlason á Akureyri. Þetta
er ekki rétt, því Reynir Valdimars-
son húðsjúkdómalæknir hefur starf-
að á Akureyri síðustu tvo áratugi.
Beðist er velvirðingar á mistökun-
um.
TANNLÆKNAFÉLAG íslands
og tóbaksvarnanefnd hafa gert
með sér samning þess efnis að
tóbaksvarnanefnd styrkir
fræðslu- og kynningarátak tann-
iækna með fjárframlagi.
Tannlæknafélagið mun fljót-
lega gefa út kynningarbækling
um áhrif reykinga á tannhold og
NÝ gullsmíðaverslun og verk-
stæði hafa verið opnuð að
Reykjavíkurvegi 62, Hafnar-
firði.
Jón Tryggvi gullsmiður er eig-
andi verslunarinnar sem ber
heitið Gullmótun. Jón er fram-
Fundur um
heimsmyndina
MENNINGAR- og fríðarsamtök ís-
lenskra kvenna halda opinn fund í
dag, þriðjudag, kl. 20 á Vatnsstíg 10.
Efni fundarins er fréttaflutning-
ur og heimsmynd eins og hún birt-
ist Islendingum. Frummælendur
verður Sigrún Björnsdóttir fjöl-
miðlafræðingur, Árni Bergmann,
blaðamaður og fv. ritstjóri, Gérard
Lemarquis, fréttaritari Le^ Monde
og AFP-fréttastofunnar á íslandi.
Almennar umræður og kaffiveit-
ingar. Allir eru velkomnir.
Fyrirlestur
um Irak
SABAH al-Mukhtar, formaður fé-
lags arabískra lögfræðinga í Bret-
landi, heldur fyrirlestur í Norræna
húsinu í kvöld kl. 20.30. Sabah
al-Mukhtar fjallar í fyrirlestrinum
um ástandið í írak og um eðli og
afleiðingar viðskiptabannsins.
tennur og leiðir til úrbóta. Bækl-
ingurinn höfðar annars vegar til
þeirra sem reykja og/eða nota
munntóbak og hins vegar til
unglinga. Honum verður dreift
til tannlækna um allt land sem
síðan afhenda bæklinginn á stof-
um sínum. Einnig verður honum
dreift til nemenda í 10. bekk.
leiðandi á þeim vinsælu skart-
gripum Flóru íslands þar sem
plöntur úr íslenskri náttúru eru
tínd og húðuð með gullgyllingu.
í versluninni eru handsmíðaðir
gull- og silfurskartgripir og allt
sem viðkemur skargripum.
Sabah al-Mukhtar er lögfræð-
ingur sem býr og starfar í London
en er ættaður frá Irak. Hann er
formaður samtaka arabískra lög-
fræðinga í Bretlandi og eftirsóttur
fjölmiðlamaður, segir í fréttatil-
kynningu.
Sabah al-Mukhtar mun fjalla
um áhrif viðskiptabannsins á dag-
legt líf almennings í írak, um lög-
mæti þessara aðgerða, um stjórn-
málastöðu þar í landi og um fram-
tíðará ensku og eru allir velkomnir.
■ FUNDUR trúnaðarmanna-
ráðs Þroskaþjálfafélags íslands
haldinn að Grettsgötu 89 20. októ-
ber sl. beinir þeim tilmælum til
samninganefndar ríkisins og
Reykjavíkurborgar að ganga að
kröfum þroskaþjálfa um leiðrétt-
ingar á launum þeirra. Náist samn-
ingar ekki fyrir 3. nóvember nk.
munu um það bil 100 þroskaþjálfar
leggja niður störf með verkfalli.
Það mun óhjákvæmilega hafa áhrif
á þjónustu við fatlað fólk um allt
land með ófyrirsjáanlegum afleið-
ingum.
Námstefna um
fjölskylduna og
fyrirtækið
DAGVIST bama og foreldrasamtök
leikskóla í Reykjavík, efna til nám-
stefnu fyrir stjómendur starfsmanna-
mála í fyrirtækjum og stofnunum
um hið tvíþætta hlutverk einstakl-
inga sem foreldrar og starfsmenn.
Fyrirlestrarnir munu fjalla um
málefnið frá mismunandi forsendum
en á einn eða annan hátt tengist
umfjöllunin þeirri staðreyndin að
góð starfsmannastefna er lykilatriði
fyrir fyrirtæki og stofnanir til að
vaxa og dafna í þjóðfélaginu.
Námstefnan verður á morgun,
miðvikudag, kl. 9-12 og verður á
Hótel Loftleiðum.
Skráning fer fram hjá Dagvist
barna.
Fræðslufundur
um björgun úr
húsarústum
BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar
og Slysavarnafélags íslands stendur
fyrir erindi um björgun úr húsa-
rústum í Reykjavík, fimmtudaginn
29. október. Erindið verður haldið
í húsnæði skólans, Stangarhyl 1,
Reykjavík.
Erindið flytur Þór Magnússon,
starfandi deildarstjóri björgunar-
deildar Slysavarnafélags íslands.
Þór hefur sótt þjálfun á þessu sviði
víða um heim m.a. í Danmörku,
Austurríki og Bandaríkjunum.
Fjallað verður um leitartækni,
þjálfun björgunarmanna og reynt
að gera samanburð á þessum málum
hér og erlendis.
Aðgangur að erindinu er ókeypis.
■ NÝ námskeið eru að hefjast í
Skákskóla íslands. Kennt verður í
byrjendaflokkum, framhaldsflokk-
um I og II og fullorðinsflokkum.
Skráning fer fram á skrifstofu Skák-
skólans alla virka daga frá kl.
10-13.
Enginn hefur
umboð til að
breyta gerð-
um kjarasamn-
ingum
Á FÉLAGSFUNDI í Verkamanna-
félaginu Dagsbrún 17. október sl.
var samþykkt eftirfarandi:
„Vegna framkomins frumvarps
á Álþingi um nýja skipan lífeyris-
mála þar sem gert er ráð fyrir að
samningsbundið 10% framlag til
lífeyrissjóðanna verði á einhvern
hátt skert, bendir félagsfundur
Dagsbrúnar á að grundvöllur sam-
tryggingar lífeyrissjóðanna bygg-
ist á að þetta 10% framlag haldist
óbreytt.
Lífeyrissjóðimir em hluti af
kjarasamingi og sem slíkir era þeir
bundnir út samningstímabilið. Því
hefur enginn umboð til að breyta
ákvæðum gildandi kjarasamninga.
Fundurinn hlýtur því að mót-
mæla harðlega öllu valdboði af
hálfu stjórnvalda til að hlutast til
um að breyta þegar gerðum kjara-
samningum."
Fræðslufundur
um bólgur í
meltingarvegi
CCU SAMTÖKIN era hópur fólks
með langvinna bólgusjúkdóma I
meltingarvegi er nefnist Crohn’s
og Colitis Ulcerosa. í samtökunum
eru um 100 félagar. Talið er að
um 500-600 íslendingar séu með
þessa sjúkdóma og að árlega grein-
ist um 25-35 sjúklingar.
CCU-samtökin halda fræðslu-
fund á morgun, miðvikudag, kl. I
20.30, í sal Búseta, Hávallagötu
24, Reykjavík. Gestur fundarins
verður Sjöfn Kristjánsdóttir, melt- I
ingarfærasérfræðingur og mun |
hún fjalla um sjúkdómana, muninn t
á þeim og almenna meðhöndlun. I
JÓN Tryggvi í verslun sinni.
Ný gullsmíðaverslun
í Hafnarfirði