Morgunblaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 23
ERLENT
Fleiri
mannabein
fínnast
BELGÍSKUR rannsóknarlög-
reglumaður leiðir sporhund út
úr húsi í Brussel í eigu Andras
Pandys, prests af ungverskum
uppruna, sem grunaður er um
að hafa myrt tvær fyrrverandi
eiginkonur sínar og fjórar dæt-
ur. Við húsleit í húsinu um helg-
ina fundust fleiri mannabein
grafin undir kjallaragólfi húss-
ins. Að sögn lögreglu eru bein-
in að minnsta kosti af einu
fórnarlambi. Þetta er annað
húsið í Brussel sem sakborning-
urinn á og húsleit hefur farið
fram í frá því Pandy var hand-
tekinn fyrir tveimur vikum.
Hann heldur því fram að kon-
urnar tvær og dæturnar fjórar
hafi farið til Ungverjalands.
.-■ ..♦.—.—
Gengi verð-
bréfa lækkar
GENGI verðbréfa lækkaði verulega
í evrópskum kauphöllum í gær,
meðal annars vegna nýrrar lækkun-
ar á gengi verðbréfa í Hong Kong
og Tókýó.
Lækkunin í Hong Kong nam
5,8% og gengi verðbréfa í kauphöll-
inni í Tókýó hefur ekki verið jafn
lágt frá því í ágúst 1995.
Gengislækkun Bandaríkjadollars
og vangaveltur um að vextir yrðu
hækkaðir í Bandaríkjunum stuðluðu
einnig að verðlækkuninni í kaup-
höllum í Evrópu.
Hríðar-
bylur í
Denver
HITINN fór hækkandi í Den-
ver í Bandaríkjunum á sunnu-
dag, og urðu þjóðvegir þá fær-
ir á ný, eftir að eitt versta
vetrarveður sem orðið hefur í
15 ár skall á sléttunum miklu
á laugardag.
Rúmlega hálfur metri af
snjó féll í veðrinu og hríðin
setti allt úr skorðum í Denver.
„Ég hef aldrei séð annað eins.
Tré heyrðust brotna og falla
út um allt. Það var eins og
hvirfilbylur hefði gengið um
borgina,“ sagði starfsmaður
Rauða krossins í Denver.
Atta mannslát voru rakin til
veðursins, fimm í Colorado-
ríki, tvö í Kansas og eitt í
Oklahoma. Um 50.000 heimila
voru enn án rafmagns í gær
þar sem línur slitnuðu víða á
laugardag þegar tré brotnuðu
undan snjóþunga. Þá drápust
þúsundir nautgripa í frosti sem
fylgdi veðrinu.
Danskur fangi myrðir
finnska lögreglumenn
Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið.
OVENJU grimmileg morð á tveimur
iögreglumönnum í Finnlandi í síð-
ustu viku hafa nú verið rakin til
dansks morðingja og sakamanns
sem hefur verið handtekinn og hefur
játað á sig morðin. Það skekur bæði
dönsk og finnsk yfirvöld að Daninn
stakk af meðan hann sat í dönsku
fangelsi. Færi gafst þegar hann fékk
leyfi til að taka sér frí frá fangavist-
inni án gæslu, þótt hann sitji inni
fyrir bankarán, gíslatöku og nauðg-
un. Danskir stjórnarandstöðuþing-
menn hafa farið fram á afsögn
Franks Jensens dómsmálaráðherra,
sem ekki vill segja neitt um málið
fyrr en það hefur verið athugað.
Aðfaranótt miðvikudags var
Palace hótelið í miðborg Helsinki
rænt og þegar ræninginn var á flótta
komu að honum tveir lögregluþjónar
í eftirlitsferð, sem vissu ekki að
maðurinn var vopnaður.
Ræninginn ógnaði þeim með
byssu, skipaði þeim að leggjast niður
og skaut þá í bakið. Málið vakti
mikinn óhug í Finnlandi og fólk
þyrptist að morðstaðnum með blóm
Fanginn stakk af
úr gæslulausu leyfi
og kerti, þegar fréttin spurðist út.
Vídeóupptaka frá nágrenni hótelsins
sýndi mann á hlaupum frá hótelinu
í íþróttagalla með byssu og send var
út teikning af manninum.
Á laugardaginn handtók fmnska
lögreglan svo Danann á götu í smábæ
um 100 km frá Heisinki, án nokk-
urra átaka. Böndin höfðu borist að
honum eftir að lögreglan gerði leit í
íbúð í Helsinki þar sem byssan og
íþróttagallinn fundust, auk ljósmynd-
ar sem tekin var af Dananum um
borð í feijunni milli Stokkhólms og
Helsinki. Eftir morðin flúði hann í
íbúðina, sem hann hafði á leigu, en
hún er steinsnar frá morðstaðnum.
Langur afbrotaferill
Daninn á langan afbrotaferil í
Danmörku og hefur setið I fangelsi
frá 1992, þegar hanij var dæmdur
í tólf ára fangelsi fyrir níu banka-
rán, gíslatöku í sambandi við þau
og nauðgun. I Danmörku hefur hann
gengið undir nafninu Batmanræn-
inginn, því í einu ránanna bar hann
derhúfu með merki Batmans.
Samtals hefur hann rænt um 60
milljónum íslenskra króna, mest til
að fjármagna spilafíkn og löngun
eftir ljúfu lífi.
Daninn stakk af 12. sept., þegar
hann hafði fengið leyfi til að fara í
helgarfrí án eftirlits. Samkvæmt
dönskum reglum á sakamannaeftir-
litið í slíkum tilfellum að biðja um
álit lögreglunnar þar sem fanginn
var dæmdur. Lögreglan lagðist ein-
dregið gegn því að fanginn færi út
eftirlitslaus en þrátt fyrir það var
leyfið veitt.
Árlega eru veitt um 50-60 þús-
und leyfi til fangelsisfría og í tveim-
ur til þremur af þúsund tilfellum
nota fangarnir fríin til að fremja
nýja glæpi, þótt morðin nú séu
óvenju hrikalegt dæmi um slíkt.
Samkvæmt finnskum lögum á
Daninn í vændum lífstíðardóm sem
hann getur væntaniega fengið að
afplána heima fyrir.
Reuters
Fundur ríkja Breska samveldisins
Nígenu hotað
brottvikningu
Edinborg. Reuters.
LEIÐTOGAR ríkja Breska sam-
veldisins gagnrýndu stjórnvöld í
Nígeríu harðlega á fjögurra daga
fundi sem lauk í gær. Samþykktu
ríkin að framlengja tímabundna
brottvikningu fulltrúa Nígeríu um
ár og sögðu að til greina kæmi að
að víkja landinu endanlega úr Sam-
veldinu víki herforingjastjórnin ekki
fyrir lýðræðislega kjörinni stjórn
innan árs. Ýmsum þótti þó ekki nóg
að gert og gagnrýndu Kanadamenn
fundinn fyrir að sýna Nígeríumönn-
um of mikla linkind.
Aðildarríki Samveldisins, sem
eru 54 talsins, hafa verið gagnrýnd
fyrir að hafa ekki vikið Nígeríu úr
því fyrir mannréttindabrot. Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands,
vísaði því á bug í gær að ekki hefði
verið gripið til harðra aðgerða gegn
Nígeríu. „Brottvikningin úr Sam-
veldinu stendur, gripið verður til
frekari refsiaðgerða og verði ekki
viðunandi umbætur leikur enginn
vafi á því að staða Nígeríu í Sam-
veldinu er í mikilli hættu,“ sagði
Blair.
Hann leggur mikla áherslu á að
Samveldið svari nútímakröfum en
einn liður í því er yfirlýsing leiðtoga
samveldisríkjanna um efnahagsmál
sem samþykkt var um helgina. Þar
er mest lagt upp úr því að auka
viðskipti og styrkja stöðu einkageir-
ans.
Leiðtogar nokkurra Afríkuríkja
töldu að ekki hefði verið nóg að
gert í því að hefja viðræður við
Nígeríumenn. Nelson Mandela, for-
seti Suður-Afríku, lagði til að send
yrði nefnd háttsettra embættis-
manna til Nígeríu til viðræðna en
sú tiilaga var felld.
Frakkar sagðir iðnari við
kynlífið en aðrar þjóðir
London. Reuters.
FÖLK um allan heim er orðið dug-
legra við kynlífsiðkan, og Frakkar
hafa nú með naumindum náð for-
ystunni af Bandaríkjamönnum
sem mestu kynlífsiðkendur í heim-
inum, samkvæmt niðurstöðum
viðamikillar könnunar er greint er
frá í dag. Fram kemur gagnrýni
á Rússa, sem eru sagðir eigin-
gjarnir elskhugar og í Hong Kong
er fólk of þreytt til að gera annað
í rúminu en sofa.
Smokkaframleiðandinn Durex
lét gera könnun á kynlífi um 10
þúsunda manns í 14 löndum. Nið-
urstöðurnar sýna m.a. að fólk iðk-
ar kynlíf að meðaltali 112 sinnum
á ári, sem er þremur oftar en í
fyrra. Frakkar hafa nú tekið við
af Kanadamönnum sem um-
hyggjusömustu elskhugarnir og
sögðu rúmlega 50% Frakka að
ánægja félagans skipti mestu máli.
„Rússum er hins vegar mest
umhugað um eigin ánægju og
hugsa næstum því ekkert um það
hvort þeir smitist eða smiti aðra
af kynsjúkdómum,“ segir í könn-
uninni. Fólk verður nú af
mey/sveindómnum fyrr en sam-
kvæmt könnun á síðasta ári, og
enn fyrr en árið þar áður. Fyrsta
kynlífsreynslan verður nú þegar
fólk er að meðaltali 17,4 ára, en
í fyrra var meðaltalið 17,6 ára.
Þjóðveijum er mjög í mun að
kynfræðsla sé hafin fyrir 10 ára
aldur. Mexíkóar, Spánveijar og
ítalir voru sammála um að því
fyrr sem kynfræðsla hæfist, því
betra. Hvað tíðni varðar skara
Frakkar fram úr, samkvæmt
könnuninni iðka þeir kynlíf að
meðaltali 151 sinni á ári. Næstir
koma Bandaríkjamenn, 148 sinn-
um.
Bandaríkjamenn gefa sér
mestan tíma
Farið var út í smáatriði er könn-
unin var gerð, og m.a. spurt um
úthald. Reyndust Bandaríkjamenn
gefa sér mestan tíma, eða tæpa
hálfa klukkustund, en ítalir tóku
13,8 mínútur. í Hong Kong iðkar
fólk kynlíf sjaldan og er snöggt
að, að meðaltali 12,3 mínútur. „Of
þreytt til kynlífsiðkunar kann vel
að vera hin eiginlega ástæða þess
að minna fer fyrir kynlífi í Hong
Kong,“ segir í könnuninni.
Fram kemur að skilaboð um
áhættulaust kynlíf virðast ekki
hafa borist fólki, og láta smokka-
framleiðendur í ljósi áhyggjur
vegna þess. „Niðurstöður könnun-
arinnar benda til þess að fólk hafi
minni áhyggjur af alnæmi, kyn-
sjúkdómum og óvæntum getnaði
og til viðbótar við aukna meginá-
herslu á kynlífsnautn, getur þetta
reynst banvæn blanda."
í könnuninni tók þátt fólk frá
Ástralíu, Bandaríkjunum, Bret-
landi, Frakklandi, Hong Kong, ít-
alíu, Kanada, Mexíkó, Póllandi,
Rússlandi, Spáni, Suður-Afríku,
Tælandi og Þýskalandi.