Morgunblaðið - 28.10.1997, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 19
VIÐSKIPTI
Microsoft
hafði íhót-
unum við
Compaq
Washington. Reuters.
MICROSOFT hugbúnaðarrisinn
hótaði að afhenda ekki Compaq,
helzta tölvuframleiðanda Banda-
ríkjanna, Windows stýrikerfi og er
það ein helzta röksemd bandarískra
stjórnvalda í baráttu þeirra gegn
yfirburðastöðu Microsofts.
Hótunin kom fram í skjölum, sem
voru birt tveimur dögum eftir að
bandaríska dómsmálaráðuneytið
sakaði Microsoft um að bijóta lög
gegn hringamyndunum með því að
neyða tölvuframleiðendur til að láta
vefskoðunarforrit fylgja PC-tölvum
með Windows 95 stýrikerfi.
Um leið þótti Steve Ballmer úr
stjórn Microsofts sýna dómsmála-
ráðherra Bandaríkjanna, Janet
Reno, nokkra óvirðingu með því að
segja á ráðstefnu í San Jose í Kali-
forníu að hún „gæti farið til fjand-
ans.
------♦ ♦ ♦-----
ESBímál
til að opna
símamarkaði
Briissel. Reuter.
STJÓRN Evrópusambandsins
hyggst fara í mál gegn ríkisstjórnum
nokkurra ESB-landa, sem enn hafa
ekki gert nægar ráðstafanir til að
opna fjarskiptamarkaði sína fyrir
samkeppni.
Samkeppnisstjóri ESB, Karel van
Miert, gaf í skyn að bandalagið
mundi beina spjótum sínum að
Grikklandi og Belgíu, en vildi ekki
ræða það nánar. Van Miert sagði
þetta þegar kynnt var skýrsla um
aðgerðir, sem gripið hefur verið til
í öllum 15 aðildarlöndum til að af-
nema höft á fjarskiptamarkaði.
í skýrslunni sagði að í flestum
aðildarlöndum stefndi þróunin í þá
átt að öll ríkiseinokun á fjarskiptum
yrði lögð niður samkvæmt áætlun
1. janúar 1988, en að önnur ríki
þyrrftu að gera „talsvert meira átak.“
------♦ ♦ ♦-----
Pentium lækk-
str um 20%
Miinchen. Reuters.
INTEL fyrirtækið í Bandaríkjunum
hyggst lækka verð Pentium gjörva
um 20% að meðaltali um allan heim.
Þýzkt dótturfyrirtæki Intels í
Múnchen skýrði frá þessu.
PÉTUR PÉTURSSON
LJÓSMYNDASTÚDÍÓ
Laugavcgi 24 • 101 Reykjavík
Sími 552 0624
Fjársvik könnuð í Hollandi
Amsterdam. Reuters.
KAUPHÖLLIN í Amsterdam
segir að víðtæk rannsókn á fjár-
svikamáli nokkurra miðlara sýni
að yfirvöld séu ráðin í að útrýma
innheijaviðskiptum og veija góð-
an orðstír Hollendinga í heimin-
um.
Lögregla hefur leitað í skrif-
stofum verðbréfafyrirtækjanna
Leemhuis & Van Loon, NIB
Securities og Gestion NV og
Hollandsdeild alþjóðlega fjárfest-
ingafyrirtækisins HSBC James
Capel.
Talsmaður kauphallarinnar
gerði lítið úr málinu, en kvað
mikilvægt að sýna fram á að
heiðarleiki sæti í fyrirrúmi í
kauphöllini. Súna þyrfti að málið
væri tekið föstum tökum og
koma í veg fyrir að svikahrappar
vendu komur sínar til Amster-
dam.
Þrír handteknir
Þrír hafa verið handteknir, þar
á meðal Han Vermeulen, hátt-
settur starfsmaður f Leemhuis &
Van Loon, vegna gruns um aðild
að glæpasamtökum, sem eru
viðriðin innheijaviðskipti, mútur,
ijársvik og skattsvik. Vermeulen
starfaði áður hjá Van Meer
James Capel og hjá Strating
Effecten, forvera NIB Securities.
Fjórða mannsins er leitað.
Hollenzk verðbréf lækkuðu í
verði, en uppnámi í Asíu var
kennt um. AEX lækkaði um 3,5%
í 859,69 punkta og AMX lækk-
aði um 48,71 punkt í 1374,45
punkta.
Boeing býst
við tapi á 3.
fjórðungi
Seattle. Reuters.
BOEING flugvélaverksmiðjurnar
hafa tilkynnt að 1,6 milljarðar doll-
ara verði skuldfærðar og boða tap
á þriðja ársfjórðungi vegna vand-
kvæða á því að flýta þotusmíði.
Fyrirtækið segir að vandamálin
hafi orðið meiri en búizt hafi verið
við seint á ársfjórðungnum.
Þetta er tilkynnt tæpum þremur
vikum eftir að verksmiðjurnar sögðu
að hlé yrði á smíði 747 og 737 þotna
meðan reynt yrði að sigrast á „tak-
markandi framleiðsluþáttum.“
• Brottfararskírteini í millilandaflug daginn íyrir brottför
• Vildarpunktar
• Fríar ferðir í Kringluna
• Innisundlaug og ein fullkomnasta líkamsrækt
Norðurlanda, Planet Pulse
• Öll herbergi búin nýjum fullkomnum hótelsjónvörpum
• Fjölbreytt herbergjaúrval
• Sérhannaðar Skáldastofur
• Saga Class stofur
• Víðsýnisstofur
• Funda- og ráðstefnusalir i sérflokki
Allt þetta og miklu meira
Vc'rd frá 3.900 kr/
Bílaleiga
ICELANDAIR. HÖTEIS
L O F T L E I Ð 1 R........♦ E___S J A
Grænt númer 800 6322, sameiginlegur bókunarsími 50 50162
Nánari upplýsingar á síðu 788 í textavarpi Ríkissjónvarpsins
’Nóttin í eins manns herbergi - "Verð á mann i tveggja manna herbergi
og glæsibifreið frá Bílaleigu Flugleiða. Innif. 100 km akstur, trygging og vsk.
HóteJ og bíll
frá kr. 4.200** [
FLUGLEIÐIR ,
Hefurdu liugleitt
hvað Hótel Loftleidir og Hótel Esja
bjóða umfram önnur bótel?
llllNIIA AUClfllNCAITOIIN Hf./lU.