Morgunblaðið - 28.10.1997, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 33
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
KENNARADEILAN
LEYST
ÞÓTT kjarasamningar þeir, sem undirritaðir voru í gær-
kvöldi milli kennarasamtakanna og sveitarfélaga, hafi
enn ekki hlotið samþykki félagsmanna kennarasamtakanna
verður að ætla, að kennaradeilan sé leyst og alla vega taka
skólar til starfa á ný í dag. Það fór því betur en á horfðist
um skeið, en margir höfðu áhyggjur af því, að verkfall
kennara yrði bæði langt og strangt.
Talið er að hinir nýju samningar tryggi kennurum kjara-
bætur til loka samningstímans, sem nemi nálægt 33%, sem
er verulega meira en aðrar stéttir og starfshópar hafa sam-
ið um á þessu ári. Þess ber þó að gæta, að samningstími
er lengri en hjá flestum öðrum launþegafélögum, þannig
að prósentutölurnar eru ekki alveg sambærilegar.
Kennarar hafa náð umtalsverðum árangri í kjarabaráttu
sinni og að mörgu leyti tryggt sér ákveðna stökkbreytingu
í kjörum. Aðrir launþegahópar eiga að una því og ástæðurn-
ar eru eftirfarandi; samfélagið gerir nú stórauknar kröfur
til skólakerfisins um aukin gæði þeirrar menntunar, sem
skólarnir veita nemendum sínum á öllum skólastigum frá
grunnskóla til háskólastigs. Skólarnir geta ekki mætt þeim
kröfum nema þeir hafi yfir að ráða hæfu starfsfólki. Það
kostar að fá hæft fólk til kennarastarfa. Fjölmargir kennar-
ar hafa einfaldlega ekki verið tilbúnir til að halda áfram
að starfa á þeim kjörum, sem í boði hafa verið.
Fátt ef nokkuð er mikilvægara en einmitt það, að upp-
rennandi kynslóðir íslendinga eigi kost á hinni beztu mennt-
un. Það getur ráðið úrslitum um farsæld hvers einstakl-
ings, hvernig til tekst um skólavist hans. Það er eðlilegt
að þessar auknu kröfur leiði til verulegrar breytingar á
kjörum kennara. Um leið geta foreldrar gert meiri kröfur
til þess starfs, sem fram fer í skólunum.
Af þessum sökum eru full rök fyrir því, að aðrir starfshóp-
ar líti svo á, að leiðrétting á launakjörum kennara hafi
verið tímabær og að þeir efni ekki til óróa á vinnumarkaðn-
um af þeim sökum.
Þessir samningar kosta sveitarfélögin verulega fjár-
muni. Þeim kostnaðarauka þurfa þau fyrst og fremst að
mæta með niðurskurði á útgjöldum annars staðar.
UPPLÝSINGASKYLDA
FJÖLMIÐLA
NOKKURT uppnám varð um helgina vegna fréttar í
Morgunblaðinu í fyrradag um meðallaun kennara.
Forystumenn kennarasamtaka efndu til blaðamannafundar
fyrir hádegi sl. sunnudag, þar sem þessum fréttaflutningi
var lýst sem einhvers konar viðleitni til þess að koma í veg
fyrir, að framlag borgarstjórans í Reykjavík til kjaradeil-
unnar skilaði árangri. Með þessu væri verið að gera kenn-
ara að bitbeini í pólitískum átökum. Jafnframt var því
haldið fram, að um villandi fréttaflutning væri að ræða.
Hins vegar er ljóst, að forsvarsmenn kennara hafa nú dreg-
ið mjög úr þeim harða tón, sem einkenndi fyrstu viðbrögð
þeirra, eins og fram kemur í ummælum Eiríks Jónssonar
í samtali við Morgunblaðið í dag.
Um þetta er eftirfarandi að segja: Það er að sjálfsögðu
hlutverk Morgunblaðsins að sinna upplýsingaskyldu gagn-
vart lesendum sínum. Fái blaðið slíkar upplýsingar í hend-
ur þurfa að vera mjög sterk rök fyrir því að birta þær
ekki. Slík rök áttu ekki við um þær upplýsingar, sem áður-
nefnd frétt byggðist á. Þær varða almannahag. Hins vegar
eru dæmi um, að blaðið birti ekki upplýsingar, sem það
hefur undir höndum, ef um augljósa tilraun er að ræða til
að koma höggi á einhvern aðila. Það átti ekki við í þessu
tilviki.
Þær tölur um launakjör kennara, sem Morgunblaðið birti
sl. sunnudag, eru réttar. Þær byggjast á meðal heildarlaun-
um kennara í Reykjavík í fullu starfi. Þeir, sem halda því
fram, að slíkar fréttir séu villandi eða rangar, eiga að
færa rök fyrir staðhæfingu sinni. Það er alvarlegt mál að
saka dagblað á borð við Morgunblaðið um rangfærslur eða
blekkingar. Starfsmenn blaðsins hafa sinn starfsheiður að
veija.
Það vita allir að launakjör er hægt að reikna út með
mismunandi hætti. Það hefði farið betur á því, að þeir, sem
vildu gera athugasemdir við þá viðmiðun, sem um var að
- ræða, hefðu gert grein fyrir því, hvaða viðmiðun þeir teldu
eðlilega í stað þess að hafa uppi ásakanir um blekkingar
af hálfu annarra.
FYRIRHUGAÐUR FLUTNINGUR SJÓMANNASKÓLANS
Sö Oil 00 00
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
SJÓMANNASKÓLINN, sem byggður var fyrir liðlega hálfri öld, hýsir Vélskólann og Stýrimannaskólann. Áform eru nú uppi um að flytja
starfsemi beggja skólanna í iðnaðarhúsnæði að Höfðabakka 9.
Úr háborg sjómanna-
stéttarinnar í gamalt
iðnaðarhúsnæði
Þegar Sjómannaskólinn var byggður á Rauð-
arárholti fyrir liðlega hálfri öld var hann á
hátíðarstundu nefndur háborg íslensku sjó-
mannastéttarinnar. Margrét Sveinbjöms-
dóttir heimsótti skólann og kynnti sér sögu
hans en nú eru uppi hugmyndir um að flytja
alla starfsemina að Höfðabakka 9 í nágrenni
við Tækniskólann. Þær hugmyndir falla ekki
í góðan jarðveg hjá skólastjómendum.
þaki þegar hann stundaði
sjálfur nám þar í upphafi
sjöunda áratugarins. Víða
má sjá veggi bólgna af
raka og flagnaða máln-
ingu og enn er það svo
þegar slagveður er á aust-
an og suðaustan, að vatn
flæðir niður stiga skólans.
Þá er gripið til þess að
setja fötur og bala undir
leka en það dugir þó vart
til.
Lekinn er eitt aðal-
vandamálið varðandi hús-
næðið, að sögn Guðjóns
Ármanns Eyjólfssonar,
skólameistara Stýri-
mannaskólans. „Það er
Björgvin Þór
Jóhannsson
Guðjón Ármann
Eyjólfsson
FÁUM dögum fyrir stofnun
lýðveldisins, á sjómanna-
daginn 4. júní 1944, var
lagður hornsteinn að Sjó-
mannaskólanum á Rauðarárholti í
Reykjavík og hann vígður við hátíð-
lega athöfn. í frásögn Sjómanna-
blaðsins Víkings af athöfninni segir
að sjómannadagurinn í Reykjavík
hafi að þessu sinni verið með sérstak-
lega hátíðlegum blæ, þar sem þennan
dag var náð nýjum áfanga í einu af
sameiginlegum áhugamálum allrar
sjómannastéttarinnar. Klukkan átta
um morguninn voru fánar dregnir
að húni á hverju einasta skipi í höfn-
inni og um alla borgina og klukkan
ellefu var sjómannamessa í öllum
kirkjum landsins. Þá var fjölmenn
hópganga sjómanna úr Reykjavík og
Hafnarfírði upp að hinum nýja Sjó-
mannaskóla, þar sem fjöldi annarra
borgarbúa hafði einnig safnast sam-
an, svo hópurinn minnti helst á
mannfjöldann á Alþingishátíðinni
1930. Veður var hið besta, sólskin
oghlýtt.
í blýhólki sem lagður var í horn-
steininn liggja uppdrættir hússins og
meginatriðin í byggingarsögu skól-
ans skráð á skinn. Sveinn Björnsson,
ríkisstjóri íslands, sagði í ræðu sinni
um leið og hann lagði homsteininn
að það væru öðrum fremur íslenskir
sjómenn sem hefðu aflað þess fjár
sem gerði ríkinu kleift að reisa hina
myndarlegu byggingu, sem hann
kallaði háborg íslensku sjómanna-
stéttarinnar.
Bjarni Benediktsson, sem þá var
borgarstjóri í Reykjavík, sagði við
sama tækifæri um staðsetningu skól-
ans: „Honum hefur verið fenginn sá
byggingarreitur, þaðan sem víðsýn-
ast er, sá staður, sem hæst ber og
úr fjarlægð helzt setur svip á bæinn.
Með þessu er gefið til kynna, að
Reykjavík öllu öðru fremur sé sjó-
manna bær.“
Fjárveitingar til viðhalds
hússins alla tíð of lágar
Rúmlega hálf öld er nú liðin frá
byggingu skólans og þar er nú enn
ein kynslóð upprennandi sjómanna
við nám, liðlega 200 nemendur í
Vélskólanum og hátt á níunda tuginn
í Stýrimannaskólanum. Skólastarfið
er enn í blóma og skólarnir eru með
þeim tæknivæddustu á landinu, en
að sögn skólameistaranna hefur við-
haldi hússins alla tíð verið ábóta-
vant. Ekki vegna þess að stjórnendur
hafi látið reka á reiðanum, heldur
einfaldlega vegna þess að fjárveiting-
ar til viðhalds byggingarinnar hafí
alltaf verið of lágar. Þar við bætist
að skólinn hafi verið byggður af van-
efnum, á stríðsárunum þegar erfitt
var að fá gott byggingarefni. Björg-
vin Þór Jóhannsson, skólameistari
Vélskólans, segist minnast leka úr
algjör misskilningur að húsið henti
okkur ekki, bara að það leki ekki,“
segir hann.
Flótti að flytja skólana
í gamalt iðnaðarhúsnæði
Skólameistararnir telja fráleitt að
flytja starfsemi skólanna úr Sjó-
mannaskólahúsinu á Rauðarárholti
að Höfðabakka 9, eins og hugmyndir
eru nú uppi um. Þeir segja Sjómanna-
skólahúsið á margan hátt tákn Is-
lensku sjómannastéttarinnar, auk
þess að vera leiðarvitinn inn til
Reykjavíkur. Þá muni það verða afar
kostnaðarsamt að flytja skólana að
Höfðabakka og gera þær breytingar
á húsnæðinu þar sem til þarf. Þeir
segja það flótta frá raunveruleikanum
að flytja menntastofnanir sjómanna í
gamalt iðnaðarhúsnæði að Höfða-
bakka til þess að leysa húsnæðisvanda
Kennara- og uppeldisháskóla, því
flytji hann inn í Sjómannaskólann
þurfi eftir sem áður að gera við hús-
ið og það kosti eftir sem áður peninga.
í úttekt sem menntamálaráðu-
neytið lét gera á húsnæði skólahúss-
ins árið 1993, kemur fram að áætlað-
ur kostnaður við nauðsynlegar end-
urbætur yrði um 204 milljónir. Björg-
vin Þór segir að í raun sé húsnæðið
vart metið meira en fokhelt, og nefn-
ir sem dæmi að allar klæðningar séu
ólöglegar með tilliti til eldvarna.
Steingervingar og nátttröll
í frumathugun og umræðugrund-
velli að fyrirkomulagi fyrir skólana,
sem menntamálaráðherra lagði fram
16. október sl.,_og unnið var af arki-
tektastofunni Úti og inni s.f. sam-
kvæmt beiðni Framkvæmdasýslu rík-
isins eru færð ýmis rök fyrir flutn-
ingi skólanna. Menntamálaráðherra
álítur að frá faglegu sjónarmiði
mæli mjög margt með því að skólarn-
ir flytji að Höfðabakka, þar sem þeir
komist í gott rými, sem hægt verði
að laga að þörfum þeirra, auk þess
sem þeir verði í nábýli við Tækniskól-
ann og það muni styrkja þá alla.
í frumathugun arkitektanna kem-
ur m.a. fram að núverandi húsnæði
sé óhentugt, á mörgum hæðum og
í mörgum byggingum, auk þess sem
það svari engan veginn þeim kröfum
sem nú séu gerðar um aðgengi fatl-
aðra í skólum landsins. Bent er á
að vissulega hafi núverandi húsnæði
sterka tilfinningalega skírskotun og
sé ein af merkari byggingum ís-
lenskrar byggingalistasögu, reist af
miklum stórhug og nánast sem
minnisvarði um mikilvægi þess náms
sem þar fer fram. „En byggingar
geta líka orðið að steingervingum
og nátttröllum. Þær geta heft fram-
gang og nútímavæðingu þess náms
sem þær eiga að þjóna,“ segir þar
m.a.
Þetta segja skólameistararnir báðir
hreina og klára móðgun við skólana
og það starf sem þar fer fram. Þeir
gagnrýna einnig þann hátt sem hafð-
ur var á við athugun arkitektanna á
húsnæðinu og segja að enginn af
starfsmönnum skólans hafí verið
spurður þar álits. Arkitektarnir hafi
komið að kvöldlagi og skoðað hús-
næðið í fylgd fyrrverandi nemenda
skólans.
Breytingar á sl. ári
kostuðu um 30 milljónir
Björgvin segir að aldrei hafi beinlínis
verið sett stofnfé í að byggja upp
virkilega góðan vélasal fyrir vélskól-
+
í TURNI hússins er m.a. ratsjárdeild Stýrimannaskólans, þaðan sem
nemendur geta fylgst með allri skipaumferð að og frá Reykjavíkur-
höfn á ratsjárskermum og með berum augum þegar skyggni er gott.
RAKASKEMMDIR í veggjum eru ekki óalgeng sjón
í Sjómannaskólanum.
ann. í áranna rás hafi þó tekist að
gera þokkalegan vélasal með því að
fá í hann gefins vélar og tæki, auk
þess sem kennarar hafi smíðað í
hann mikið af búnaði, að hluta til í
sjálfboðavinnu. Vélasalurinn er í húsi
við hlið aðalbyggingarinnar. Á síð-
asta ári var ráðist í kostnaðarsamar
breytingar á verknámsaðstöðu í hús-
inu, en þá var kennsla í vél- og renni-
smíði flutt út í austurenda vélasalar-
byggingarinnar úr húsnæði í kjallara
skólans, sem á sínum tíma hafði ver-
ið gert til bráðabirgða og var að
sögn Björgvins alla tíð ólöglegt. í
kjallaranum, eða Kafbátnum eins og
hann er kallaður innanhúss, var síðan
útbúin verkleg aðstaða fyrir Stýri-
mannaskólann, þar sem fram fer
kennsla í verklegri sjóvinnu, stöð-
ugleika o.fl. Þessir flutningar kost-
uðu að sögn Björgvins um 30 millj-
ónir. Hann segir aðstöðuna nú orðna
mjög góða og þykir það skjóta nokk-
uð skökku við að loksins þegar búið
sé að koma þessum mikilvæga hluta
af kennslunni í gott lag eigi að flytja
skólann allan með ærnum tilkostn-
aði. Engin kostnaðaráætlun liggur
fyrir vegna fyrirhugaðs flutnings
skólanna að Höfðabakka, en Guðjón
Ármann telur ekki fráleitt að reikna
með einum og hálfum til tveimur
milljörðum.
Sem fyrr sagði eru nú liðlega 200
nemendur í Vélskólanum og hátt á
níunda tuginn í Stýrimannaskólan-
um. Kennslustofur Vélskólans eru á
annarri hæð Sjómannaskólans og á
þriðju hæðinni eru kennslustofur
Stýrimannaskólans. Auk þess fer
verkieg kennsla fram í húsi til hlið-
ar við aðalbygginguna og uppi í
turni skólans.
Góð samvinna
skólanna tveggja
Samvinna skólanna er með ágæt-
um, að sögn skólameistaranna, en
þeir eru þó á einu máli um að hún
mætti vera meiri. Sem stendur starf-
ar Vélskólinn eftir áfangakerfi en í
Stýrimannaskólanum er bekkjakerfi
enn við lýði. Á næstu árum er þó
gert ráð fyrir að taka upp áfanga-
kerfi þar líka og þá segir Björgvin
að kominn sé grundvöllur fyrir sam-
eiginlegri kennslu í ákveðnum grein-
um. Skólarnir hafa sameiginlegan
matsal og hátíðasal, sem einnig eru
notaðir fyrir félagsstarf nemenda.
Uppi í risi hússins er svo heimavist
og sameiginlegt bókasafn skólanna,
sem hefur að geyma á þriðja þúsund
bindi bóka á sviði siglinga og sjó-
mennsku, véla og tækni í sjávarút-
vegi, en safnið er það eina sinnar
tegundar hér á landi. Guðjón Ár-
mann segir að draumurinn sé að
safnið verði í framtíðinni upplýs-
ingamiðstöð sem allir sjómenn hafi
aðgang að.
Nám vélstjóra
lengdist um
tvær annir
árið 1981
Nám vélstjóra á stærstu fiskiskipum er tals-
vert lengra en nám skipstjóra á sömu skipum
o g þannig hefur málum verið háttað
í áratugi, að þvi er fram kemur í samantekt
'Hjálmars Jónssonar.
NÁM vélstjóra hefur ekki
lengst frá árinu 1981 að
annakerfi var tekið upp í
stað bekkjakerfis, en þá
var ákveðið að það nám sem áður
þurfti fjögur ár til að ljúka og gaf
ótakmörkuð réttindi skyldi kennt á
tíu önnum eða fimm árum. Anna-
kerfið var endurskoðað fáum árum
síðar án þess að það hefði í för með
sér breytingar á lengd námsins, en
námsefnið hefur hins vegar verið
aðlagað breyttum kröfum í kjölfar
stöðugrar tækniþróunar, samkvæmt
upplýsingum Vélskóla Islands.
Vélstjórar á skipum með stærri
vélar en 1.500 kílóvött hafa boðað
verkfall á fiskiskipaflotanum frá ára-
mótum og það hefur það í för með
sér að meirihluti frystitogara og
nokkur hluti loðnuflotans stöðvast
ef ekki takast samningar áður. Gerð
er krafa til breytinga á hlutaskiptum
á þessum stærri skipum, þannig að
1. vélstjórar fái 1,75 í hlut í stað
1,50 til þessa. Helgi Laxdal, formað-
ur Vélstjórafélags íslands, sagði í
Morgunblaðinu fyrir helgi að vél-
stjórar væru að fara fram á þessar
breytingar á grundvelli langrar
menntunar sem væri sennilega þre-
falt lengri en hjá skipstjórum. Vél-
stjórar á skipum með öflugri vél en
1.500 kílóvött þyrftu að eiga fimm
ár að baki á skólabekk og auk þess
tvö ár í smiðju áður en þeir fengju
réttindi, en skipstjórar væru senni-
lega með tveggja ára nám að baki.
Hægt að hefja nám að
loknum grunnskóla
Skipulag vélstjóranáms er með
þeim hætti, samkvæmt upplýsingum
Vélskóla íslands, að grunnnám er
ein önn og geta menn öðlast réttindi
sem vélaverðir eftir það ef menn
hafa náð 18 ára aldri, en það heimil-
ar umsjá véla allt að 375 kílóvött
að stærð. Annað stig vélstjóranáms
tekur fjórar annir eða tvö ár og gef-
ur réttindi til að sjá um vélar allt
að 750 kílóvött að stærð. Námslengd
í því námi hefur verið óbreytt frá
árinu 1966. Þriðja stigið
tekur sjö annir og gefur
réttindi til að sjá um vélar
allt að 1.500 kílóvött að
stærð og fjórða stigið, sem
gefur ótakmörkuð réttindi
á allar stærðir véla, er tíu anna eða
fimm ára nám.
Til að fá inngöngu í skólann þarf
ekki annað en grunnskólapróf, en
yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem
hefja nám í skólanum hafa verið í
einliverju öðru námi áður, til dæmis
grunndeild málmiðnaðar. Atvinnu-
réttindi öðlast vélstjórar síðan að
námi loknu eftir að þeir hafa lokið
mislöngum starfstíma á mismunandi
stærð af vélum. Siglingatími er
þannig allt að þrjú ár til þess að
öðlast réttindi samkvæmt 4. stigi.
Sigurður R. Guðjónsson, áfanga-
stjóri í Vélskóla íslands, segir að
þessir hlutir hafi lítið breyst í gegn-
um tíðina að öðru leyti en því að
4. stigið hafi heldur lengst miðað
við það sem var. Það sé einnig til
komið vegna þess að álag á nem-
endur áður en áfangakerfíð var tek-
ið upp árið 1981 hafi verið mjög
mikið. Tímasókn á viku hafi numið
50-55 stundum og hafi því verið
tekin ákvörðun um að jafna álaginu
að hluta til með því að lengja nám-
ið. Námið hafi lítið lengst ef tekið
sé mið af kennslustundafjölda að
baki náminu. Hins vegar hafi nám-
ið verið aðlagað breyttum kröfum
í takt við tækniþróunina. Hann
bætti því við að það væri út af fyr-
ir sig ekki óeðlilegt að nám af þessu
tagi lengdist í samræmi við það að
tækninni fleygði fram og því væri
ekki mætt með aukinni sérhæfingu.
Sigurður sagði að til þess að
öðlast réttindi sem vélfræðingar
þyrftu menn til viðbótar að starfa
nítján mánuði í smiðju eftir skólann
og taka þá sveinspróf í vélvirkjun
eða einhverri annarri sambærilegri
málmiðnaðargrein. Þetta hefði hins
vegar ekkert breyst í tímans rás,
því það hefði m.a.s. verið inntöku-
skilyrði í skólann fyrir árið 1966
að menn væru búnir að starfa fjög-
ur ár í smiðju og orðnir sveinar
áður en þeir kæmu inn í skólann.
Þá hefði skólinn hins vegar verið
styttri eða þrjú ár.
Aðfararnám Stýri-
mannaskólans
Fjögur stig eru einnig í Stýri-
mannaskólanum og liggur níu mán-
aða kennsla eða eins vetrar nám
að baki hveiju stigi. Námið hefur
verið skipulagt með þessum hætti
frá árinu 1972. Nám í einn vetur
gefur skipstjómarréttindi á fiski-
skip allt að 200 rúmlestir að stærð
og tveggja ára nám gefur ótak-
mörkuð réttindi á fiskiskipaflotan-
um, auk þess sem það gefur undir-
stýrimannsréttindi á kaupskipum
og varðskipum. Til að geta fengið
full skipstjórnarréttindi á fiski-
skipaflotanum þurfa menn einnig
að hafa tveggja ára sigl-
ingatíma að baki. Eftir
þrigga vetra nám öðlast
menn skipstjórnarréttindi
á fraktskipum og að loknu
fjögurra ára námi hafa
menn einnig fengið réttindi til skip-
stjórnar á varðskipum.
Til að komast inn í Stýrimanna-
skólann hefur nægt að vera með
grunnskólapróf og hafa verið sex
mánuði á sjó. Það er senn liðin tíð,
því í framtíðinni verður gerð krafa
til tveggja ára aðfaramáms í sjávar-
útvegsdeild við framhaldsskóla til
að komast inn í skólann. Verður
hægt að sækja námið á sjö stöðum
víðs vegar um landið. Er þá gert
ráð fyrir að nám í þessum deildum
komi í stað sex mánaða siglinga-
tíma. Verður fyrst tekið inn í skól-
ann samkvæmt þessum reglum
haustið 1999.
IMftján
mánuðir í
smiðju