Morgunblaðið - 28.10.1997, Síða 18

Morgunblaðið - 28.10.1997, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Rifós skráður áOTM RIFÓS hf. hefur fengið auð- kenni á Opna tilboðsmarkaðn- um. Fyrirtækið, sem rekur fiskeldisstöð í Lónum í Keldu- hverfi, var sett á fót á miðju ári 1992 og keypti það þrotabú ÍSNÓ hf. Fyrirtækið hefur ver- ið rekið með hagnaði allt frá stofnun þess og hefur hagnað- urinn hlaupið á bilinu 14-16 milljónir króna á ári, að því er segir í frétt frá Verðbréfastof- unni hf. Velta Rifóss á síðasta ári nam 121,6 milljónum króna og hafði hún aukist um tæplega 50% á milli ára. Rekstrarhagn- aður var hins vegar svipaður á milli ára og skýrist það fyrst og fremst af birgðabreyting- um. Veltufé frá rekstri nam 17,7 milljónum króna og handbært fé frá rekstri nam 34,9 milljón- um árið 1996. Heildareignir félagsins í árslok námu 102,3 milljónum króna og eiginfjár- hlutfall þess var 74%. 500 tonna ársframleiðsla Ársframleiðsla Rifóss er um 500 tonn af slægðum laxi en hægt er að auka framleiðslu- getu fyrirtækisins í 700 tonn á ári án mikils tilkostnaðar. Hins vegar eru engin áform uppi um slíka aukningu nú. Stærsti hluthafi í Rifós er Búnaðarfélag Keldhverfunga með 30% hlut en hluthafar eru alls 96. Fyrstu viðskipti í félag- inu áttu sér stað í gær á geng- inu 4,30, sem samsvarar því að markaðsvirði félagsins sé röskar 150 milljónir. Námstefna um fjölskyld- una og fyrir- tækið DAGVIST barna og foreldra- samtökin í Reykjavík efna til námstefnu fyrir stjómendur starfsmannamála í fyrirtækj- um og stofnunum á morgun, miðvikudaginn 29. október kl. 9-12 á Hótel Loftleiðum. Þar verður m.a. fjallað um hlutverk einstaklinga sem for- eldrar og starfsmenn. Fyrirles- arar munu fjalla um málefnið út frá mismunandi forsendum t.d. sem foreldri, fram- kvæmdastjóri eða sálfræðing- ur. Skráning fer fram í s. 563 5812. Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn býður út 300 millj. kr. hlutafé 177 milljóna kr. hagnaður fyrstu átta mánuði ársins STJÓRN Eignarhaldsfélagsins Al- þýuðubankinn hefur samþykkt að auka hlutafé félagsins um 300 millj- ónir króna að nafnvirði. Sölugengi útboðsins til forkaupsréttarhafa verður 1,80 og geta núverandi hlut- hafar félagsins keypt bréfin í for- kaupsrétti fram til 17. nóvember. Síðustu viðskipti í félaginu áttu sér stað í gær og var gengi bréfanna á bilinu 1,75-1,85. Seljist bréfin ekki upp í forkaups- rétti verður það sem eftir er selt í almennri sölu frá 17. nóvember til 31. desember. Sölugengi í almennri sölu verður þó breytilegt eftir mark- aðsaðstæðum hveiju sinni. Lands- bréf annast útboðið. Tilgangur þessa útboðs er að styrkja fjárhagsstöðu Eignarhalds- félagsins til frekari fjárfestinga. Eignarhaldsfélagið hefur sem kunn- ugt er skilgreint sig sem nokkurs konar áhættufjárfesti og hefur það sérhæft sig í fjárfestingum í óskráð- um félögum. Bróðurpartur hluta- fjáreignar félagsins er þó í félögum skráðum á Verðbréfaþingi íslands, eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Óinnleystur gengishagnaður 276 milljónir króna Hagnaður Eignarhaldsfélagsins samkvæmt 8 mánaða bráðabirgða- uppgjöri félagsins nam 178,5 millj- ónum króna og er þetta umtalsvert betri afkoma en varð af rekstri fé- lagsins allt síðastliðið ár. Heildar- hagnaður til hækkunar á eigin fé nam 454,3 milljónum króna fyrstu átta mánuði ársins en þar af varð tæplega 276 milljóna króna aukning á óinnleystum gengishagnaði á fyrstu átta mánuðum ársins. Þetta er hins vegar um 30 millj- ónum króna lægri tala en bar að Áhættufjármunir og langtímakröfur Eignarhaldsfélags Alþýðubankans Allar fjárhæðir eru i þúsundum króna Bókfært verð Hlutfall af heildareign Skuldabréf - 30. júní 1997 759.839 30% Félög skráð á Verðbréfaþingi íslands 1.172.961 48% Félög á Opna tilboðsmarkaðnum 390.458 16% Óskráð félög 92.641 4% Erlend félög 65.595 2% Eignarhlutir í félög samtals 1.721.655 100% Arðsemi eigin fjár 45,2% Innra virði 1,96 1>" 29,8% 24,3% K 1,55 1,37 TH7-: 2 3 ■3 1994 1995 1996 1997 1994 1995 1996 1997 líta í 6 mánaða uppgjöri félagsins, enda hafa hlutabréf fjölmargra fé- laga lækkað nokkuð á þessum tíma. í útboðslýsingu er þó bent á að Hlutabréfavísitala VÞÍ lækkaði á sama tíma um 6,8% en eigið fé Eign- arhaldsfélagsins rýrnaði hins vegar um 0,6%. Eignarhaldsfélagið hefur fjárfest lítillega í erlendum félögum sem tengjast íslendingum á einn eða annan máta. Meðal þeirra eru OZ Inc., Scandinavian Pizza Company, sem opnað hefur nokkra Domino’s- staði í Danmörku, og Subway-Dan- mark AS. Til gamans má geta þess að miðað við bókfært virði hlutar Eignarhaldsfélagsins í OZ Inc. er markaðsvirði félagsins tæplega 18 milljarðar króna. Morgunblaðið/Kristinn PÉTUR Blöndal, alþingismaður, opnaði verðbréfaleik Landsbréfa í síðustu viku. Við tölvuna er Jóhannes Guðjónsson netsíjóri. Ný aðferð tekin upp við áætlanagerð Vinnslustöðvarinnar hf. Rekstraráætlun birt á Eitt þúsund manns í verð- bréfaleik LANDSBRÉF hf. hleyptu af stokkunum svonefndum verð- bréfaleik á netinu í síðustu viku. í leiknum er líkt eftir aðstæðum á verðbréfamarkaðnum og gengi bréfa er hið sama og á hverjum tíma á markaðnum. Hver notandi fær 10 milljónir í leikpeningum og getur siðan spreytt sig á að fjárfesta í hlutafé- lögum sem skráð eru Verðbréfa- þingi og Opna tilboðsmarkaðnum, sjóðum Alliance Capital Manage- ment og nokkrum skuldabréfa- flokkum. Listi yfir þá tíu þátttak- endur sem ná bestum árangri er birtur í leiknum. Hvert leiktíma- bil stendur í þrjá mánuði og fá sigurvegarar verðlaun frá Lands- bréfum. Að sögn Sigurðar Ragnarssonar hjá Landsbréfum hafa viðtökurn- ar verið nyög góðar og yfir eitt þúsund manns skráð sig í leikinn frá því á fimmtudag. Toyota hætt við að fjárfesta í SA-Asíu Tókýó. Reuters. FORSTJÓRI Toyota, Hiroshi Okuda, býzt við að kyrrstaða verði á bílamarkaði í Suðaust- ur-Asíu næstu tvö ár vegna ríkjandi gjaldeyrisumróts. „Við verðum að vera þolin- móðir næstu tvö ár vegna ný- legra efnahagserfiðleika," sagði Okuda rétt fyrir opnun bílasýningarinnar í Tókýó. Okuda sagði að fyrirtækið hefði lokið við allar fjárfestingar í Suðaustur-Asíu í bili. „Svipuð mál hafa komið upp áður og neytendur hljóta að vera mjög varkárir,“ sagði hann. „Þess vegna segi ég tvö ár.“ Hann sagði einnig að fyrir- tækið mundi tilkynna í desem- berlok hvar í Evrópu ný verk- smiðja þess yrði reist. Fujio Cho úr stjóm Toyota sagði að 3-4 Evrópulönd kæmu til greina í stað 10 áður. .Japanskir fjölmiðl- ar segja að Frakkland, Þýzka- land og Spánn séu efst á blaði. Toyota hyggst reisa aðra verksmiðju í Evrópu eftir árið 2001. Framleiðslugeta verk- smiðju Toyota í Bretlandi eru 200.000 bílar á ári. Rolls-Royce Motor til sölu London. Maranello. Reuters. VICKERS verkfræðifyrirtækið í Bretlandi hyggst selja dóttur- fyrirtæki sitt Rolls-Royce Mot- or Cars Ltd. „Vaxandi fjöldi fyrirtækja hefur sýnt Rolls-Royce Motor Cars áhuga," sagði Colin Chandler stjórnarformaður í tilkynningu. Ferrar, ítalska sportbílafyr- irtækið í eigu Fiat, neitar því hins vegar að það hafi hug á að kaupa fyrirtækið, en brezk blöð töldu Ferrari líklegan kaupanda. „Fréttir um áhuga okkar hafa við engin rök að styðj- ast,“ sagði Antonio Ghini, sem fer með erlend samskipti í stjórn Ferrari. Gildi gulls rýrnar enn London. Reuters. STAÐA gulls heldur áfram að versna og verðið hefur ekki verið lægra í 12 ár. Gullverðið var skráð 311,80 dollarar únsan, lægsta verð síð- an 8. júlí 1985. Búizt er við að verðið haldi áfram að lækka. Fyrir helgi lækkaði verð á gulli til afhendingar í desember um 16 dollara únsan. Traust á gullinu beið hnekki þegar fréttir hermdu að ráðu- nautar stjórnarinnar í Sviss segðu að óhætt væri að selja 1400 tonn af gullvaraforða, ef tengsl franka og gulls yrðu rofin. fjögurra mánaða fresti Kaupmannasamtökin kvarta undan þjónustu við Posa STJÓRNENDUR Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum hafa uppi áform um að að birta rekstraráætíun samfara Qögurra mánaða uppgjör- um hveiju sinni. Á þann hátt hyggst félagið gefa hluthöfum sínum ítar- legri upplýsingar en nokkurt annað fyrirtæki á Verðbréfaþingi íslands. Þetta kom fram á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar sem haldinn var á föstudag. „Við viljum hafa gott samstarf við hluthafa og gefa þeim eins glögga mynd af rekstrinum og mögulegt er,“ sagði Sighvatur Bjamason framkvæmdastjóri í ræðu sinni. Hann greindi hluthöfum frá því að á stjórnarfundi félagsins fyrir aðalfundinn hefði verið lögð fram ítarleg rekstraráætlun fyrir rekstr- arárið sem er nýlega hafið. „Mörgum kann að þykja að áætlunin sé seint á ferðinni. Ástæða seinkunarinnar er sú að við höfum verið að vinna að módeli að rekstraráætlun sem er ein hin viðamesta sem gerð hefur verið í sjávarútveginum. Einnig höf- um við verið að klára vinnslu í bók- haldskerfinu sem gerir okkur kleift að gera upp mánaðarlega á mjög skömmum tíma. Einn starfsmaður hefur verið sett- ur í innra eftirlit og ber hann einnig ábyrgð á innra eftirliti í fyrirtækinu. Eitt af ábyrgðarstörfum hans er að bera saman rekstraráætlun og raun- tölur og fara yfir með viðkomandi stjórnanda af hverju munur er á áætlun og rauntölum og uppfæra áætlun í tengslum við það. Með þessu móti teljum við að eftirlit með rekstrinum aukist verulega. KAUPMANNASAMTÖK íslands hafa sent Rás-þjónustunni, sem Visa ísland starfrækir, bréf þar sem þau mótmæla þeirri ákvörðun fyrirtækis- ins að hætta að láta kaupmönnum í té pappírsrúllur og leturborða í svokallaða Posa án endurgjalds. Telja samtökin að þarna sé verið að velta um 5 milljóna króna árlegum kostnaði yfír á kaupmenn. Þá hafi nokkur misbrestur orðið á því að kaupmönnum væri tilkynnt um þess- ar þreytingar líkt og kveðið væri á um í samningum um notkun posanna. „Allt frá árinu 1991 hafa þessir ómissandi fylgihlutir posanna verið afhentir kaupmönnum þeim að kostnaðarlausu. Hafa þau kjör í krafti áralangrar framkvæmdar ver- ið talin hluti samningsins um notkun posa. Frá árinu 1995 hefur fyrirtæk- ið séð ástæðu til þess að taka sér- staklega fram í samningum við fyrir- tæki að vörur þessar séu ekki inni- faldar, en engin breyting hefur orðið á framkvæmd. Hafa allir talið þetta vera hluta af posaleigunni," segir í bréfi Kaupmannasamtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.