Morgunblaðið - 28.10.1997, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 59
IMá^^55^75 ALVORU BÍÓ! ™Po'í?y
__ — STAFRÆNT stærsia tjaldh) mh
=tEZ== = HLJÓÐKERFIÍ | UV
— —= = -= ÖLLUM SÖLUM!
Rithöfundurinn Oliver Stone
^Tdhædin gamanmynd ui.. .
dófnara, konuna hans, elskhuga
hennar, náqrannann oq iif—~
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
LÖNGU áður en kvik-
myndaleikstjórinn Oli-
ver Stone tók til við
kvikmyndagerð gekk
hann með rithöfundar-
drauma í maganum.
Fyrir 30 árum gaf hann
allt sem hann átti í bók-
ina „A Child Night’s
Dream“ og sendi hand-
ritið til útgefenda í
New York. Handritinu
var hafnað og örvænt-
ing steyptist yfir höf-
undinn unga. Hann reif
sitt eintak í tætlur og
henti því í East River á
Manhattan.
„Eg tók höfnuninni mjög illa, sór
þess dýran eið að skrifa aldrei fram-
ar og leggja bókmenntadrauma á
hilluna," segii- Stone í viðtali við
Variety. í kjölfar þessa skipbrots
ákvað Stone að ganga í herinn og
berjast í Víetnam. „Sú ákvörðun var
myndrænt sjálfsmorð þar sem ég
bjóst ekki við því að snúa lifandi til
baká úr stríðinu."
Nú þegar Stone er orðinn vel
þekktur, m.a. fyrir myndir sínar um
Víetnam-stríðið eins og „Platoon“,
„Born on the Fourth of July“ og
„Heaven and Earth“, er búið að
dusta rykið af handritinu gamla og
gefa það út hjá St. Martin’s Press.
Bókin tengist líka lífsreynslu Stone
í Víetnam þó á annan hátt en kvik-
myndir hans. Hún byggir að hluta á
reynslu Stone þegar hann árið 1965
dvaldi í Saigon og kenndi við kaþ-
ólskan skóla.
Stone segist hissa á útgáfunni. Að
sögn telur hann bókina mjög af-
hjúpandi því hún lýsi vel hversu
berskjaldað tilfinningalíf hans var
sem ungs manns. Aðalpersóna bók-
arinnar heitir William Oliver Stone.
Faðir hans er verðbréfasali á Wall
Street og móðir hans er frönsk há-
stéttarkona. Þessar lýsingar eiga
einnig við foreldra höfundar.
Að sögn Stone upplifði hann mikl-
ar tilfinningasveiflur árið sem hann
skrifaði bókina. „Ég hætti í miðju
kafi í Yale, foreldrar mínir skildu,
ég átti hvergi fastan
samastað. Þetta var
ógnvekjandi tímabil."
Það var bókmennta-
ritstjórinn Robert Weil
sem hafði samband við
Stone og bað um leyfi
til þess að fara yfir
handritið með það í
huga að gefa verkið út.
Weil hafði lesið viðtal
við Stone þar sem hann
minnist á þessa rittil-
raun sína og datt í hug
að þarna væri e.t.v.
söluvænt efni.
Þar sem handritið
var ekki í góðu ásig-
komulagi og nokkrar blaðsíður
vantaði var enginn hægðarleikur að
koma bókinni saman. „Ég skil ekki
hvemig hann komst í gegnum hand-
ritið. Sumt var vélritað, annað var
handskrifað, og allt var í rangri
röð.“ Weil tókst samt að púsla
handritinu saman og Stone eyddi
síðan sex mánuðum í að fylla upp í
ítone.
eyðurnar. „A Child Night’s Dream“
kom út í Bandaríkjunum á sama
tíma og nýjasta kvikmynd Stone,
„U-Turn“, var frumsýnd. Stone er
óhress með viðbrögð sumra gagn-
rýnenda sem hann telur meta bók-
ina á röngum forsendum. „Þeir
meta hana í tenglsum við kvik-
myndirnar en ekki sem bókmennt-
ir.“ Hann bendir á að í umfjöllun
Washington Post hafi hluti gagn-
rýninar snúist um „JFK“ en ekki
skáldsöguna.
Stone getur samt ekki kvartað
undan dómi sem birtist í New York
Times. í honum er Stone hrósað
fyrir að vera vel pennafær og hafa
góða innsýn í tíðarandann sem átti
eftir að skila sér í kvikmyndum
hans um sjöunda áratuginn. Stone
segist sjálfur vera ánægðastur með
hrós sem hann fékk frá Norman
Mailer. Mailer lét hafa eftir sér að
Stone hefði orðið virtur rithöfundur
ef hann hefði eytt jafnlöngum tíma í
skriftir og hann hafi gert í kvik-
myndagerð.
Heimsins
lengsta
morgun-
verðar-
borð
►ÓN AFN GREINDUR
Israelsbúi fær sér í
gogginn á heimsins
lengsta morgunverðar-
borði á ströndinni í Tel
Aviv. Þar voru kokkar
að reyna að setja nýtt
heimsmet og komu upp
1,6 kílómetra löngu
morgunverðarborði með
120 þúsund dollum af
jógúrt og búðingi, 20
tonnum af osti, 2 tonn-
um af kornflexi, 3 þús-
und brauðhleifum og 20
þúsund litlum skálum af
sultu.
Jifíidjudag^tiíáúd
Allar pastarétlir
á hálíVirði í dag
Opið frá kl. 11.00-25.50
Risatölva með ISDN korti, Microsoft Explorer 4,
einn kynningarmánuður á netinu o.fl. o.fl.
Vissirðu að þú getur haft samband
við vini og kunningja erlendis fyrir
aðeins nokkrar krónur með því að
nota tölvupóst, net- eða
myndsíma. Hið geysiöfluga forrit
Hicrosoft Intemet Explorer 4 gerir
þér kleift að hafa samskipti við
vini og kunningja ó auðveldari
hátt en áður. Það er ekki nóg að
vera með ISDN tengingu ef tölvan
er ekki nógu öflug og hröð.
Könnuðurinn er útbúinn öflugum
örgjörva, miklu geymslurými og
ótrúlegu vinnsluminni. Þess vegna
hentar hún afar vel við leik og
störf á netinu sem og annars
staðar.
Köxinuðurinn
200 MHz MMX örgjörvi
• 3.8 GB harður diskur
ET 6000 4MB skjákort
15" lággeisla skjár
20 hraða geisladrif
Soundblaster lu
200 w hörkuhátalarar
ISDN spjald m/faxhugbúnaði
+ einn mánuður frír á netinu
• 6 íslenskir leikir
Sama vél nema með mótaldi í
stað ISDN korts
• 33.6 bás mótald
• Fjórir mánuðir fríir á netinu
Kr. 139.900
eða 137.700 m/mótaldi i staðinn fyrir ISDN
ORUGGT
ÓDÝRT
Tölvur
Grensásvegi 3 * Slmi 588 5900 • Fax 588 5905
Opiö virka daga 10-19 • Laugardaga 10-16 • www.bttohmr.is
1873 / SlA