Morgunblaðið - 28.10.1997, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 28.10.1997, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir ra Tommi og Jenni “l’m a border collie," he said.“l have to be gone a lot. I haveto herdsheep.” “Then,qo.'”she said.“But don’t expect me to wait for you!” „Ég er skoskur fjárhund- „Parðu þá!“ sagði ur,“ sagði hann. „Ég verð hún. „En ekki búast að vera mikið á ferðinni. við því að ég bíði eft- Ég verð að smala fé.“ ir þér!“ He knew he’d never see her aqain.andhe Knewtherewas nothinq he could do about it. “Border N Collies Hann vissi að hann sæi hana aldrei fram- ar, og hann vissi að hann gæti ekki gert neitt við því. Þetta er góð saga ... hefur hún titil? „Fárhundar gráta ekki“. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Hvað er þess virði að lifa fyrir? Frá Guðjóni Bergmann: „HVERS vegna erum við hér?“ Spurning sem hefur lifað með manninum allt frá upphafi tímans eða hvað? Nútímamaðurinn virðist að mestu leyti hafa varpað þessari spurningu frá sér og eftirlátið öðr- um leitina að svarinu við lífs- gátunni. Nútíma- maðurinn virðist svo upptekinn í lífsgæðakapp- hlaupinu að hann hefur ekki tíma til að hugsa um slíka hluti og stundum finnst honum þeir bara alls ekki koma sér við. Trúarleiðtogar margir hveijir hafa séð til þess að sjálfstæð hugs- un er óþörf. í þeirra augum er lífs- gátan ráðin og hefur verið skráð í aldagömul, heilög rit og því engin þörf á að leita lengra. Nútímamaðurinn hefur einnig skipt með sér verkum og því er þessi spurning nú í höndum heim- spekinga og alls kyns vísindamanna sem leggja mikið á sig við að læra það sem er þegar vitað. Nei, lífsgát- an kemur númtímamanninum ekki við. Við vitum öll hvers vegna við erum hér, er það ekki? Við erum hér til að skiptast á vörum, fá frétt- ir af öðrum - allstaðar að úr heim- inum, kanna hvern þann ytri hlut sem við finnum, keyra um á bílunum okkar, eyða upp náttúruauðlindum, búa til kraftmeiri hasarmyndir, blóðugri vídeóleiki og meiri sýndar- veruleika svo eitthvað sé nefnt. Við tölum um fjárhag og fjár- hagsáhyggjur, barnauppeldi, mat- arinnkaup, um nágrannann og unglingavandamálið. Ef við lítum á unglingavandamálið væri jafnvel hægt að segja að það sé góður speg- ill fyrir þjóðfélagið. Eru unglingar hvattir til að hugsa um það hvers vegna þeir eru hér? Eru unglingar hvattir til að láta sig dreyma? Eru unglingar hvattir til framkvæmda? Hafa unglingar einhver markmið? Því miður er svarið við öllum þess- um spurningum of oft nei. Mikil blessun fylgir hinsvegar þeim sem svara henni játandi. Hvað er það sem unglingar eru hvattir til að gera? Spegill, spegill svaraðu nú. Hvað gerir fullorðna fólkið? Það hefur sínar fjárhags- áhyggjur, drekkur og étur til að gleyma þeim, 30% þjóðarinnar reykja tóbak til að halda öðrum í fjarlægð, mikill meirihluti fullorðna fólksins vinnur of mikið, kann ekki að sýna tilfinningar sínar, hefur engin framtíðaráform, er metnaðar- lítið og leitar sífellt meira í hinar ýmsu leiðir til afþreyingar. Að sjálf- sögðu á þetta ekki við um alla þjóð- félagsþegnana. Ykkur finnst ég kannski draga upp of svarta mynd, en því miður er þessi lýsing of oft rétt og hefur mikil áhrif, þar á meðal á unglinga þjóðféiagsins. Því verð ég að spyija: Er þessi fyrirmynd nútímamannsins hvetj- andi fyrir fólk sem á alla ævina framundan, sem getur áorkað öllu því sem það dreymir um ef það fær réttu hvatninguna, sem fæðist já- kvætt (hefur þú einhvern tíma séð neikvætt barn) og sem mun erfa jörðina. Er rétt að tala um unglinga- vandamál? Án þess að dæma legg ég til að nútímamaðurinn staldri við í örstutta stund og spyiji sig mikil- vægrar spurningar. Hvað er þess virði að lifa fyrir? Síðan legg ég til að nútímamaðurinn fari að lifa sam- kvæmt svari sínu og hugsi vel um það sem er honum mikils virði. Hvað er þess virði að lifa fyrir? Er lífsgátan eitthvað sem kemur mér við? Það er allavega kominn tími til að ræða lífsgátuna, því við henni er ekki enn komið svar, þó tilgáturnar séu ansi margar. Við erum ekki bara hérna til að lifa að meðaltali í 75 ár. Sá sem á mesta dótið þegar hann deyr vinnur ekki. Við þurfum ekki að fara í stríð tii að útkljá skoðanaágreining. Þegar tveir deila hefur ekki bara annar þeirra rétt fyrir sér, því í raun hafa allar skoðanir eitthvert gildi, hvort sem okkur finnst þær réttar eður ei. En þurfum við ekki fyrst og fremst að hugsa? í dag hugsum við mikið um utan- aðkomandi hluti, sem er gott. En ég spyr: Þurfum við ekki að snúa hugs- un okkar inná við? Þurfum við ekki að læra að hugsa öðruvísi og leitast við að svara spurningunni „hvers vegna erum við hér?“ Leitið og þér munuð fínna, á morgun segir sá lati, hver er sinnar gæfu smiður, ekki spyija mig ég vinn bara hérna, allt kemur til þess er bíður, spyijið og þér munuð svörin fínna, þvi hver eru svörin ef engar eru spumingarnar? Ég legg til að við eftirlátum ekki öðrum leitina að svarinu. Byijum strax I dag með því að spyija okkur hvað það er sem er þess virði að lifa fyrir. Þekkir þú sjálfa/n þig nógu vel til að svara þessari spurn- ingu? Ef ekki, legg ég til að þú kynnist sjálfum/ri þér betur og leggir af stað í leit sem mun ekki aðeins lýsa upp huga þinn, heldur einnig þeirra sem á eftir þér koma. Allir hafa skoðun og allir þurfa að koma skoðunum sínum á framfæri. Þessi miðill sannar það. Þó þessi grein geri ekki annað en að fá þig til að hugsa, þá er markmiðinu náð. Það er þörf á skoð- anaskiptum um það sem skiptir máli í þessu þjóðfélagi. Hvað hefur þú eytt miklum tíma í dag í eitt- hvað sem skiptir verulega miklu máli fyrir framtíð þína eða annarra? Hversu mikið þjónar þú öðrum með starfi þínu? Hversu vel líkar þér við sjálfa/n þig? Hefur þú hugsað eitt- hvað um svörin? Spurningar hvetja þig til svara og jákvæðar spurning- ar eru jákvætt heilafóður. Á næstunni mun ég skrifa blaðinu fleiri greinar, til að skiptast á skoð- unum við sem flesta. Mínar skoðan- ir eru ekki endilega réttar og ég er alltaf reiðubúinn að endurskoða þær með tilliti til nýrra upplýsinga. Lífs- gátan verður ekki leyst nema með nýjum tilgátum, um öll svið lífsins, sem eru bornar á torg fyrir almenn- ing. Lífsgátan verður ekki leyst af þeim fáu sem um hana hugsa í dag. Lífsgátan verður leyst af almenningi með friðsamlegum skoðanaskiptum þegar við beinum sjónum okkar að henni. Hún verður mögulega ekki leyst á minni ævi. Allir hafa sínar aðferðir til að nálgast hana, hví deil- ir þú ekki þinni. Um leið og þú deil- ir verður þú nefnilega líka að vera tilbúinn að hlusta á skoðanir ann- arra og þannig þróast þjóðfélagið hraðar og þannig komumst við nær því að leysa lífsgátuna. Enginn einn hefur rétt fyrir sér, en allir hafa rétt á að láta heyra í sér. Megi friður ríkja í huga þínum. Megi friður ríkja á jörð. GUÐJÓN BERGMANN, framkvæmdastjóri og friðarfulltrúi WPPS. Guðjón Bergmann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.