Morgunblaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 21 UR VERIIMU Húsfyllir á fundi Samtaka um þjóðareign á Isafirði „Samtökin eiga að vekja athygli á ranglætinu“ ísafirði. Morgnnblaðið. ERLENT Þjóðaratkvæðagreiðsla á Anjouan Meirihluti hlynnt- ur aðskilnaði Mutsamudu, Addis Ababa. Reuters. Húsfyllir var á fundi Samtaka um þjóðareign sem haldinn var í Stjóm- sýsluhúsinu á ísafírði á sunnudag. Nú hafa um 1.600 manns gengið í samtökin á landsvísu, en um 80 manns gengu í þau á fundinum á ísafirði. Margir tóku til máls á fund- inum og var mönnum talsvert heitt í hamsi. Meðal frummælenda voru Pétur Bjamason, forstöðumaður Skólaskrifstofu Vestfjarða, og Matt- hías Bjamason, fyrrverandi sjávar- útvegsráðherra. Pétur sagði í ræðu sinni að sam- kvæmt lögum væm allir nytjastofn- ar á íslandi og þar með taldir físki- stofnamir, sameign þjóðarinnar allr- ar. Þetta væm samt ein mestu öfug- mæli nútimans. „Eigi þjóðin þessa fiskistofna, eins og virðist skýrt sam- kvæmt lögum, þá er deginum ljós- ara að hún hefur ekki afhent ein- staklingum þessa eign sína til þess að braska með hana. Hún hefur ekki heldur gefíð þingmönnum eða ríkisstjóm umboð til þess að afhenda hana. Þeir hafa því bragðist trausti þjóðarinnar.“ Pétur fagnaði stofnun Samtaka um þjóðareign og taldi framtakið löngu tímabært. „Samtökin eiga að vekja athygli á ranglætinu, vera hrópandinn í eyðimörkinni í upphafi og safna síðan liði. Þess hefur kannske aldrei verið eins brýn þörf og núna. Verði það ekki gert innan skamms, þá næst það fram að leggja stóran hluta landsbyggðarinnar í auðn. Ef til vill var það líka mark- mið einhverra í upphafi, af svoköll- uðum hagkvæmnisástæðum." Ótti farinn að búa um sig hjá eigendum kvótans ,Það sem okkur vantar fyrst og fremst er réttlæti. Að ekki verði gengið á frambyggjarétt okkar. Vestfirðingar hafa frá örófí alda komist betur af en aðrir landsmenn vegna staðsetningar sinnar fast við gullkistu þjóðarinnar. Nú er búið að loka henni fyrir okkur og ausa gull- inu út til valinna einstaklinga og fyrirtækja. Svo á, sem sárabætur, að heimila okkur að kaupa hlutabréf í herlegheitunum." Pétur sagði að ótti væri farinn að búa um sig hjá svokölluðum eig- endum kvótans. Ótti um að samtök á borð við Samtök um þjóðareign næðu að hrófla við kerfi þeirra. „Staðreyndin er sú, að lögbundin eign okkar hefur verið afhent til ráðstöfunar örfáum einstaklingum. Og hveijir hafa gert þetta? Það era stjórnvöld okkar íslendinga. Tekinn hefur verið af okkur rétturinn til sjálfsbjargar og afhentur örfáum gæðingum. Síðan á að láta okkur kyssa á vöndinn og klípa af launum okkar til þess að kaupa hlutabréf. Við þetta verður ekki unað. Það þýðir ekki að segja mér að þetta sé lýðræði í framkvæmd. Það þýðir ekki að segja mér að' við eigum að sætta okkur við að verða hrakin héðan af heimaslóðum eins og þegar virðist vera vel á veg komið, og una því steinþegjandi," sagði Pétur Bjarnason meðal annars. Óánægjan kraumar vítt og breitt um landið Matthías Bjamason sagðist í fyrstu hafa verið tregur til að koma fram á fundinum, vegna þess að hann væri „eiginlega hættur öllum slíkum tilburðum." „Mér fannst samt rétt að gera hér undantekningu á, því hér er um það stórt og veiga- mikið mál að ræða sem varðar þjóð- ina alla og það kraumar undir niðri mikil óánægja vítt og breitt um land- ið, um þá stjómarstefnu sem er ríkj- andi varðandi fískveiðistjórn." Matthías rakti síðan sögu fisk- veiðistjómunar íslendinga fram að útfærslu landhelginnar í 200 mílur árið 1975 og ræddi síðan hámarks- aflatillögur Hafró á áranum sem fylgdu í kjölfarið, en hann kvað þau vísindi ávallt hafa hljómað sérkenni- lega í sínum eyram. Hann kvað þó þessa virðulegu stofnun hafa ýmis- legt til síns ágætis. Einnig ræddi Matthías tilraunir til að stemma stigu við stækkun fískveiðiflotans og taldi að þær hefðu mistekist. Togurum yfír 500 brúttólestir hefði fjölgað frá árinu 1980 til 1990 úr 16 í 33 og hestaflafjöldi hvers skips hefði farið úr 42 þúsund hestöflum í tæp 87 þúsund hestöfl á þessu tímabili. Togarflotinn, þ.e.a.s. skip yfir 500 brúttólestir, hefði á þessum áram stækkað úr 13.200 brúttólest- um í allt að 25.000 brúttólestir. Er þetta alvöru þjóðfélag ,Afkastageta þessara skipa er ekki í neinu samræmi við aflíasta- getuna áður þannig að þessi floti hefur í raun stækkað mun meira en brúttólestimar gefa til kynna. Þann- ig höfum við unnið í þessum málum og þessi kvótamál era orðin leiðinleg til umræðu. En út af orðum Péturs Bjarnasonar hér áðan, þá sé ég ekk- ert eftir því að hafa alltaf verið á móti kvótanum. Kvótinn hefur að mínum dómi verið helstefna og hann hefur geng- ið svo langt að það era að verða nokkrar fjölskyldur í landinu sem eiga orðið fískinn í sjónum. Það er meira að segja svo langt gengið, að þegar hjón skilja þá heimtar konan að eiga ákveðna hlutdeild af físki sem syndir í sjónum. Er þetta alvöra þjóðfélag?" í máli sjávarútvegsráðherrans fyrrverandi kom fram að hann telur skynsamlegt að vélbátar fái að veiða einir innan 30 mílna. „Það styrkir atvinnuna í landi að þessi minni skip fái slík réttindi. Minni togararn- ir eiga ekki að fá leyfí til að veiða nær landi en að 30 mílum og stóru togaramir, verksmiðjuskipin sem við kölluðum ryksugur á meðan þau vora ekki í eigu íslendinga, eiga ekki að fá koma nær landi en 50 sjómílur. Ég held að vissu leyti að þetta gæti orðið til þess að sætta fólkið sem býr í hinum ýmsu byggð- um landsins. Við göngum ekki út úr kvótakerfínu á nokkram dögum eða vikum, en það dregur strax úr því með þvi að taka slíkar ákvarðan- ir.“ Matthías ræddi einnig mikilvægi þess að halda náttúranni i jafnvægi og taldi að fækka bæri t.d. hvölum og bjargfugli. „Eitthvað éta þessar skepnur og þegar upp er staðið þá er hlutur mannsins miklu minni en hlutur þessara dýrategunda. Ég er ekki að tala um að eyða þessum dýram, heldur að halda fjölda þeirra í skefjum. Það er ekki alltaf sjálf- sagt að mannskepnan sé látin víkja. En þetta má helst ekki tala um. Það AÐALFUNDUR Samtaka fisk- vinnslu án útgerðar verður haldinn á Grand Hóteli næstkomandi fimmtudag. Á undan hefbundnum aðalfundarstörfum verður haldinn opinn fundur undir yfirskriftinni Starfsumhverfi í íslenzkum sjávar- útvegi - virkt markaðskerfi eða lög- vernduð mismunum. Hvað er til ráða? Aðalfundurinn hefst klukkan 17.30. Þá flytur Óskar Þór Karlsson, formaður stjórnar SFÁÚ, skýrslu hefur líka verið bannorð að tala um það hversu miklu af físki er kastað í sjóinn. Það hefur hvorki mátt koma með hann að landi dauðan eða fleygja honum dauðum í sjóinn á miðunum. Þetta hefur hvoratveggja verið jafn glæpsamlegt og helstu feður þessa kerfís hafa barið sér á bijóst og haldið því fram að engum físki væri kastað í sjóinn. Allir aðrir vita samt um þetta.“ Þá mega goðin á stallinum fara að skjálfa Matthías sagðist fínna til með Grímseyingum og kvaðst ekki sjá að neinu hefði breytt þótt þeim hefði verið rétt hjálparhönd. „Spekingarn- ir sögðust ekki geta gert neina und- antekningu með Grímsey, það þyrfti að gera eitthvað annað. Sennilega verður eitthvað gert þegar allir era famir. Hvað skyldi það hafa mikil áhrif á heildina ef þessum litla stað, sem hefur ekki úr neinu öðram að velja, yrði hjálpað? Ég held að það hefði verið óhætt og ég hefði þorað að gera það,“ sagði Matthías við dynjandi lófatak fundargesta. Hann minntist einnig á margföld kosningaréttindi Vestfírðinga og spurði. „Hvemig stendur á því að fólk með margföld réttindi flýr heimabyggðir sínar og flytur á það landsvæði þar sem margfalt minni réttindi er að hafa? Hefur nokkur svar við þessu annað en það, að þangað leitar kiárinn þar sem hann er kvaldastur?" í lok ræðu sinnar komst Matthías svo að orði. „Aðeins fáar fjölskyldur eiga að eiga allt og ráða öllu. Éram við að sækja til þjóða þar sem fáir eiga allt en fjöldinn ekkert. í Brasil- íu eiga 7% landsmanna allar eigur og peninga þeirrar þjóðar en 93% eiga ekkert. Ef stjómvöld, og þá ekki síst forystumenn míns gamla flokks, ætla að tróna á stalli og líta niður til almennings þá era þeir menn að leggja grann að því að samtök eins og þau sem standa fyr- ir þessum fundi, breytist fyrr en síð- ar í það að verða að stjórnmálaafli sem sýnir ábyrgð og heiðarlegt starf. Ég vona að ekki þurfi að koma til þess og ég vona að stjómvöld, bæði gamli flokkurinn minn og aðrir flokkar, sjái að sér og geri veiga- miklar breytingar í þá átt að sýna fólkinu í landinu meiri sanngimi en nú er gert. Við ætlum ekki að láta eyða landsbyggðinni. Ef menn sjá ekki að sér mega goðin á stallinum fara að skjálfa. Ef þessir menn skilja þjóðina er komið að því að þeir geri bragarbót og sættist við þjóð sína. Ef þeir ekki gera það á veldi þeirra ekki marga lífdaga eftir,“ sagði Matthías Bjamason, en hann hvatti fólk í öll- um flokkum til að styðja Samtök um þjóðareign og taka þátt í að móta stefnu þeirra. stjórnar. Að því loknu verður rætt um starfsumhverfi í íslenzkum sjáv- arútvegi og verða framsögumenn þeir Markús Möller hagfræðingur, Jón Sigurðsson, fyrrverandi for- stjóri, og Jóhann Ársælsson, fyrrver- andi alþingismaður. Að loknum framsöguerindum verða umræður og fyrirspurnir en áætlað er að þeim ljúki um 19.30. Þá verður matarhlé en klukkan 20.25 verður aðalfundin- um haldið áfram og verður hann þá lokaður öðrum en félagsmönnum. AÐSKILNAÐARSINNAR á eyjunni Anjouan í Indlandshafi sögðu í gær að 98% íbúa hefðu kosið aðskilnað frá Comoros-eyjum í þjóðarat- kvæðagreiðslu sem fram fór á sunnudag. Foundi Abdallah Ibrahim, leið- togi aðskilnaðarsinna, sagðist í út- varpsviðtali hafa leyst upp samtök aðskilnaðarsinna og hyggja á stofn- unríkisstjórnar. íbúar á Anjouan era 230.000 og tóku 99% eyjaskeggja þátt í at- kvæðagreiðslunni á sunnudag. Er 90% atkvæða höfðu verið talin virt- ist mikill meirihluti fylgjandi að- skilnaði frá sambandsríki Comoro- eyja sem samanstendur af eyjunum Anjouan, Grand Comore og Moheli. Eyjamar þijár hlutu sjálfstæði frá Frökkum árið 1975 en íbúar fjórðu ÍSRAELAR létu rúmlega 30 Palestínumenn lausa í gær sam- kvæmt samkomulagi er þeir gerðu við Jórdani fyrir skömmu, eftir misheppnað banatilræði leyniþjónustu ísra- MEÐ myndbandsvélum sem voru faldar á sjúkrahúsum í Bretlandi til þess að fylgjast með foreldrum hafa náðst myndir af skelfílegum misþyrmingum og pyntingum á börnum, að því er læknar greindu frá í gær. Náðust myndir af foreldrum og stjúpforeldrum sem spörkuðu í, börðu og reyndu að kæfa börn sín. Hefur þetta vakið efasemdir um þann mikla fjölda barnadauðsfalla sem skilgreindur hefur verið sem vöggudauði, og hvatt hefur verið til að lög um bamavernd verði hert. David Southall, barnalæknir við North Staffordshire-sjúkrahúsið í Stoke, hafði forgöngu um að þessi umdeilda athugun yrði gerð og greindi hann frá niðurstöðum henn- ar á fréttamannafundi í gær. Niður- stöðurnar verða birtar í bandaríska læknisfræðiritinu Pediatrícs í næsta mánuði. Southall sagði að læknar væra miður sín vegna allra þeirra mis- þyrminga sem skráðar hefðu verið og sýndu hversu berskjölduð böm væru. „Við sáum foreldra kæfa böm sín, við sáum þá bijóta handlegg eyjunnar Mayotte kusu að vera áfram hluti af Frakklandi. Aðskilnaðarsinnar á Anjouan, sem era ósáttir við þann mun sem er á lífskjöram fólks á Comoros-eyj- unum og Mayotte, lýstu yfir sjálf- stæði í júlí síðastliðinum. I septem- ber hrundu þeir síðan innrás herliðs Comoros-eyja. Talsmaður Einingarsamtaka Afríkuríkja lýsti því yfir í Addis Ababa í gær að samtökin mundu ekki viðurkenna atkvæðagreiðsluna á Anjouan. Talsmaðurinn sagði samtökin enn líta á Anjouan sem hluta Comoros-eyja og að þau mundu íhuga aðgerðir gegn að- skilnaðarsinnum þar. Aðskilnaðar- sinnar á Anjouan hafa varað við því að íhlutun í málefni eyjaskeggja verði svarað af fullri heift. els við stjórnmálaleiðtoga skær- uliðasamtakanna Hamas í Amman. Átta fangar voru leyst- ir úr haldi utan við herbúðir ísraela í Beitouna á Vestur- bakkanum i gær. og eitra fyrir börnum sínum. Við gripum til falinna myndavéla ein- ungis ef við höfðum veralegar áhyggjur en gátum ekki sannað að misþyrmingar ættu sér stað,“ sagði Southall. Myndavélum var komið fyrir í tveim sjúkrahúsum, öðra í Stoke og hinu í London, og fylgst með 39 bömum á aldrinum tveggja mánaða til fjögurra ára, sem lækn- ar, félagsráðgjafar og lögregla ótt- aðist að kynnu að sæta misþyrming- um af hálfu foreldra sinna eða stjúp- foreldra. Siðanefndir sjúkrahúsanna veittu samþykki fyrir því að mynda- vélunum yrði komið fyrir. í Ijós kom, meðal annars, að sum- ir foreldrar sýndu bömum sínum ástúð og umhyggju að hjúkrunar- fólki viðstöddu, en grimmd og illa meðferð er þeir vora einir með börn- um sínum. Engin bamanna, sem fylgst var með, dóu, en önnur börn í fjölskyldum þeirra höfðu dáið við gransamlegar kringumstæður. í greinargerð Southalls er mælt með umfangsmiklum breytingum á barnavemd, en í sumum löndum væri slík vemd með framstæðum hætti og engin í öðram. Aðalfundur SFÁÚ Fjallað um starfsum- hverfi sjávarútvegs Myndir sýna for- eldra misþyrma bömum sínum London. Reuters, The Daily Telegraph.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.