Morgunblaðið - 28.10.1997, Page 43
I
>
>
►
>
>
>
I
1
I
.
I
I
I
* *rrrr•
MORGUNBLAÐIÐ
var það Alþýðuflokkurinn sem átti
hug hans og stuðning allan.
Viktor og fjölskylda bjuggu í
Hafnarfírði um áratugaskeið, en
áður var heimilið á Vífílstöðum í
Garðahreppi, þar sem Viktor gegndi
stöðu vélgæslumanns. Mál þróuðust
á þann veg, þegar Viktor fluttist
hingað í Fjörðinn með fólkið sitt,
að ég og næstyngsti sonur hans,
Þorvaldur Jón, nú skólastjóri í
Nesjaskóla á Homafírði, urðum
skólabræður og miklir mátar. Ég
þekkti þá vel til elsta sonar Vikt-
ors, Ingvars, sem nú er bæjarfull-
trúi og bæjarstjóri í Hafnarfírði.
Við Ingvar vorum þá og enn frekar
síðar nánir samstarfsmenn og vinir
í gegnum íþróttimar í FH og ekki
síður pólitíkina í starfí fyrir Alþýðu-
flokkinn. Ég kynntist því heimafólki
á Smyrlahrauni 12 ágætlega og
maður fann vel hversu góð sam-
heldnin var á þeim bænum. Einnig
rifjast upp heimsóknir okkar skóla-
bræðranna til Þorvaldar, þar sem
hann hafði herbergi í kjallaranum
á Smyrlahrauninu. Þar varð oft
ansi kátt á hjalla, en undantekning
var þó ef Viktor og hans góða kona,
Guðrún, sussuðu á okkur. Margt
var þar brallað, eins og gjarnan
vill verða í góðum hópi stráka á
menntaskólaaldri og maður skynj-
aði fljótt að Viktor fylgdist vel
með, þótt hann leyfði hlutunum að
hafa sinn gang. Hæglátt brosið og
vingjarnlegar athugasemdir sögðu
okkur strákunum að hann hefði
augun hjá sér og vissi hvað væri á
seyði frá einum tíma til annars.
Síðar meir áttum við Viktor oft
tal saman um stjórnmálin og það
var einfaldlega gaman að skiptast
á skoðunum við hann um þau mikil-
vægu mál. Hann var ekki í hópi
þeirra sem hrópa á torgum, en hann
hafði fastmótaðar skoðanir á mönn-
um og málefnum. Honum féll það
einkar miður, þegar andstæðingar
Alþýðuflokksins reyndu að ata hann
auri og létu vaða óréttmæta gagn-
rýni á hendur forystumönnum
flokksins. Þá var hann oft þungorð-
ur í garð andstæðinga jafnaðar-
manna. Viktor var tíður gestur á
skrifstofu Alþýðuflokksins á
Strandgötunni og miðlaði þá og
hlustaði eftir fréttum af gangi mála.
Það mun vanta mikið, þegar Viktor
verður ekki lengur á kreiki á flokks-
kontórnum, ekki síst þegar kosn-
ingabarátta er annars vegar. Þá var
Viktor í essinu sínu, enda glöggur
á fólk, eins og raunar afkomendur
hans.
Við Jóna Dóra sendum Guðrúnu
Ingvarsdóttur, eftirlifandi eigin-
konu Viktors, bömum hans sex,
Ingvari, Guðmundu, Ingunni, Matt-
híasi, Þorvaldi Jóni og Gunnari og
afkomendum öllum, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur, Ég veit einn-
ig, að ég tala fyrir okkur Alþýðu-
flokksmenn í Hafnarfirði, þegar
Viktori er þökkuð samfylgdin í bar-
áttunni fýrir jafnaðarstefnuna, fýrir
frelsi, jafnrétti og bræðralagi.
Blessuð sé minning Viktors Þor-
valdssonar.
Guðmundur Árni Stefánsson.
Öðlingurinn Viktor Þorvaldsson
er látinn nær 86 ára að aldri. Mig
langar til að minnast hans með
nokkrum orðum.
Okkar kynni eru orðin löng,
spanna hátt á þriðja áratug.
Kynni mín og hjónanna Viktors
og Guðrúnar Ingvarsdóttur byijuðu
þegar Inga H. Andreassen dóttir
mín og Matthías Viktorsson felldu
hugi saman. Það var gæfuspor
þeirra beggja.
Mikil gestrisni var á heimili Guð-
rúnar og Viktors á Smyrlahrauni,
þar var veitt af rausn og einstak-
lega hlýju viðmóti. Svo var það
þessi glaðværð, sem einkennt hefur
fjölskylduna, það var yndislegt að
vera í návist þeirra.
Ég er þakklát fyrir þennan tíma,
sem ég hef átt með þessari ágætu
fjölskyldu, og bið Guð að blessa
minningu Viktors Þorvaldssonar.
Aðstandendum votta ég mína
dýpstu samúð.
Guðrún Karlsdóttir.
ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 43 '
MINNINGAR
GUÐMUNDUR
ÓLAFSSON
+ Guðmundur Ól-
afsson fæddist í
Flekkudal í Kjósar-
hreppi 14. júlí 1916.
Hann lést á hjúkr-
unarheimili aldr-
aðra Sunnuhlíð í
Kópavogi þriðju-
daginn 21. október
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Sigríður Guðna-
dóttir húsfreyja, f.
29. september 1868,
d. 24. mars 1964,
og Ólafur Einars-
son, bóndi i
Flekkudal, f. 20. júlí 1866, d.
8. apríl 1935. Guðmundur átti
sex systkini sem öll eru látin.
Þau voru Einar, bóndi í Lækjar-
hvammi í Reykjavík og Bæ í
Kjósarhreppi, f. 1. maí 1896,
d. 15. júlí 1991, Guðrún Ing-
veldur, húsfreyja á Flankastöð-
um á Miðnesi, f. 25. mai 1898,
d. 30. apríl 1962, Guðný Guð-
rún, húsfreyja í Flekkudal, f.
17. júní 1902, d. 20. mars 1994,
Ólafur, bóndi að Þorláksstöð-
um í Kjósarhreppi, f. 10. mars
1904, d. 13. mars 1956, Guðni,
bóndi í Flekkudal, f. 10. septem-
ber 1908, d. 8. maí 1987, og
Úlfhildur, verkakona og hús-
móðir í Kópavogi, f. 12. janúar
1910, d. 13. júlí 1979.
Guðmundur kvæntist 28. júni
1941 eftirlifandi eiginkonu
sinni Sigríði Pálsdóttur, f. 17.
mars 1910, en hún dvelst nú á
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.
Foreldrar hennar voru Pálína
Hugtakið kynslóðaskipti verður
aldrei skiljanlegra en þegar ný kyn-
slóð lítur dagsins ljós við fæðingu
eða þegar gömul kynslóð hverfur
af vettvangi. Nýja kynslóðin vekur
eftirvæntingu, hún er óráðin og
tækifærin biða hennar. Gamla kyn-
slóðin hefur aftur á móti rutt slóð-
ina fyrir þá nýkomnu, bíður álengd-
ar við enda vegarins og fylgist með
af íhygli. Og allt í einu er gamla
kynslóðin horfin sjónum. Hún verð-
ur aldrei svo gömul að það komi
ekki á óvart þegar lífsandinn
slokknar. Þegar unga kynslóðin
kemst til vits og ára spyr hún sig
oft af hveiju henni láðist að gefa
því gaum sem sú eldri vildi kenna
henni. Gamla kynslóðin veltir því
hins vegar oft fyrir sér af hverju
þeir yngri eru svona tregir til að
hlusta eins og hún hefur margt að
segja þeim. Það er ljóður á ráði
ungu kynslóðarinnar að hún kann
ekki að hlusta og það er galli í
fari eldri kynslóðarinnar að kunna
ekki að segja það sem segja þarf
þannig að orðin nái eyrum þeirra
sem yngri eru.
Þeir sem unnu með okkur Guð-
mundi Ólafssyni við útkeyrslu hjá
Mjólkursamsölunni á árunum
1965-71 komust ekki hjá því að
sjá að okkur var einkar lagið að
láta boðin á milli okkar misfarast.
Stundum var það óvart en oft með
vilja. Guðmundur átti í erfiðleikum
með mig og ég réð lítið við hann.
Samt væri of djúpt í árinni tekið
að segja að við hefðum eldað grátt
silfur saman. Skylmingar okkar
þróuðust í að verða eins konar list-
grein. Og áður en leiðir okkar
greindust vorum við farnir að
keppa í sama liði. Reyndar sagði
Guðmundur við mig þegar hann
hélt upp á áttræðis afmælið sitt
að fætur sínir væru orðnir svona
lélegir vegna þess að hann hefði
þurft að ganga svo mikið þegar
hann var að leita að mér á vinnu-
staðnum í gamla daga. Sjálfur var
ég ekki frá því að annað hnéð mitt
væri að gefa sig eftir að hafa þurft
að stinga hann svo oft af. Þrátt
fyrir háan aldur og langan aðskiln-
að lifðu skylmingabrögðin.
Utan við þras daganna tókum
við Guðmundur okkur ýmislegt fyr-
Magnúsdóttir, hús-
freyja, og Páll Sig-
urðsson, bóndi í
Skálafelli í Austur-
Skaftafellssýslu.
Sonur Guðmundar
og Sigríðar er Ólaf-
ur, forstöðumaður
Aðfangaeftirlits
ríkisins, f. 16. nóv-
ember 1942, kvænt-
ur Lilju Ólafsdótt-
ur, deildarsljóra
hjá Bókasafni
Kópavogs, f. 7.
september 1950, og
eru börn þeirra Sig-
ríður, f. 30. mars 1979, nemi,
Ólöf, f. 20. apríl 1980, nemi, og
Guðmundur, f. 13. mai 1987,
nemi.
Guðmundur ólst upp i
Flekkudal, var þar bóndi 1935-
1941 og stundaði þar síðan fjár-
búskap og garðrækt jafnframt
öðrum störfum. Hann vann
ýmsa verkamannavinnu 1941-
1944 og starfaði hjá Mjólkurs-
amsölunni í Reykjavík, fyrst
sem bílstjóri 1944-1963 og síð-
an sem verkstjóri 1963-1986.
Hann var trúnaðarmaður
verkamanna við dreifingu lyá
Mjólkursamsölunni 1948-1963
og sat lengi í stjórn Lífeyris-
sjóðs starfsmanna Mjólkursam-
sölunnar sem fulltrúi starfs-
fólks.
Útför Guðmundar fer fram
frá Kópavogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 10.30.
Jarðsett verður í Gufunes-
kirkjugarði.
sinn leit ég upp frá verkinu ráðalít-
ill og sá þá beint í augu Guðna.
Úr þeim mátti aðeins lesa eitt: „Nú
hefur Guðmundur misreiknað sig
og sent mér rangan mann.“ Ekki
er til skýring á því hvað gerðist
en stuttu eftir þetta var traktornum
ekið í heyskapinn niður á tún.
Guðmundur var mikill sjálfstæð-
ismaður og fannst ekki mikið koma
til annarra flokka en síns. í sveitar-
stjórnarkosningunum 1978 var
undirritaður í framboði til bæjar-
stjórnar í Kópavogi fyrir flokk sem
Guðmundi hugnaðist ekki. Þá gerð-
ist það sem aðeins hendir heiðurs-
menn. Guðmundur kaus mig en
sagðist hins vegar ekkert vilja með
listann hafa. Mér þótti þetta nærri
ofurmannlegt að hverfa frá sínum
gamla flokki til að kjósa pilt sem
oftar en ekki hafði kostað hann
mörg óþarfa sporin. Og ég bað
Guðmund ekki um þetta eða ætlað-
ist til þess af honum en þetta atvik
kenndi mér meira en annað um
hvernig eldri kynslóðin getur feng-
ið þá yngri til að hlusta á sig.
Galdurinn er ofur einfaldur. Þegar
þeir eldri sýna þeim yngri traust
og fela þeim ábyrgð ná kynslóðirn-
ar að brúa kynslóðabilið. Bilið
hverfur. Þegar þeir yngri vilja
þiggja traustið eru þeir að opna
leiðina að ómældum fróðleik þeirra
sem nálgast enda vegarins og bíða
og sjá til hvað verður með þá sem
eru að hefja sína göngu. Þannig
geta kynslóðaskiptin gengið yfír
án, þess að vísdómur feðranna
hverfí.
Við Ieiðarlok vil ég þakka Guð-
mundi fyrir heilladijúga samferð.
Eiginkonu hans og fjölskyldu bið
ég blessunar.
Snorri S. Konráðsson.
ir lændur. Það tengdi okkur einnig
að Úlfhildur systir hans var gift
Arngrími föðurbróður mínum. Oft
hefur það hvarflað að mér að þessi
tengsl hafí valdið því að Guðmund-
ur lagði mikið á sig til að koma
mér til manns. Eitt sinn fékk hann
mig lánaðan til að skreppa upp í
Flekkudal og kippa traktor í lag
fyrir Guðna bróður sinn. Þetta var
um hásláttinn og hver þurr stund
dýrmæt. Traktorinn fór ekki í gír.
Ég hafði aldrei átt við gírkassa í
traktor og verkið gekk illa. Eitt
Guðmundur Ólafsson frá
Flekkudal, sem við kveðjum hinstu
kveðju í dag, var yngstur bama
Sigríðar Guðnadóttur og Ólafs Ein-
arssonar frá Flekkudal í Kjós,
fæddur 1916. Ég, sem skrifa þessa
minningargrein, kynntist Guð-
mundi með þeim hætti að ég varð
snúningastrákur í Lækjarhvammi
hjá Einari bróður hans og mun
hafa hitt Guðmund fyrst sumarið
1940 en þá vann hann með hesta,
ásamt fjölda annarra, við byggingu
Reykjavíkurflugvallar, og hélt að
einhveiju leyti til í Lækjarhvammi
með hestaútgerð sína. 1935 féll
GUÐMUNDUR
ÞORGEIRSSON
+ Guðmundur
Þorgeirsson
fæddist 10. júní árið
1915 í Garðbæ í
Garði. Hann lést á
heimili sínu, Lækj-
argötu 10, Hafnar-
firði, 20. október
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Þorgeir Guðmunds-
son útvegsbóndi, f.
5. ágúst 1888, d. 23.
nóvember 1918, og
Elísabet Þorleifs-
dóttir, f. 29. ágúst
1888, d. 4. maí 1970.
Systkini Guðmundar voru Þor-
geir Elís, f. 26. september 1909,
d. 18. ágúst 1933. Jón, f. 30.
ágúst 1910, d. 30. mars 1944.
Þorsteinn, f. 14. júní 1914. LRja,
f. 22. maí 1918, og lést sama
ár. Hálfsystkini Guðmundar
voru Guðrún, f. 24.
mars 1923, og Krist-
ín, f. 11. júlí 1926.
Guðmundur,
kvæntist 21. nóvem-
ber 1941 Jónu Guð-
mundsdóttur frá
Hesteyri er lést 20.
maí 1991. Börn
þeirra eru Guð-
mundur Elís, f. 27.
janúar 1942, og El-
ísabet, f. 2. desem-
ber 1944. Guð-
mundur eignaðist
fjögur barnabörn,
Guðmund Jón, Her-
mann, Elmar Daða og ísidór
Hinrik. Langafabörnin eru tvö,
Fróði og Guðmundur Þorgeir.
Útför Guðmundar Þorgeirs-
sonar fer fram frá Fríkirkjunni
í Hafnarfirði í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Elsku afí minn. Mig langar að
kveðja þig með nokkrum orðum.
Aðeins fímmtán ára gamall fórst
þú að stunda sjóinn og oft komst þú
í hann krappan á hinum 40 ára
langa sjómannsferli þínum. Sjósókn
og fiskveiðar vom þitt starf þar til
þú þurftir að fara í land af heilsu-
farsástæðum. Eftir að í land var
komið vannst þú lengst af við neta-
gerð.
Þegar ég var lítill hringdi ég allt-
af í þig þegar mér leiddist og aldrei
þurfti ég að bíða lengi eftir því að
þú kæmir að sækja mig. Við gerðum
margt skemmtilegt saman, fórum í
lengri eða skemmri ökuferðir og oft
út úr bænum og alltaf í beijaferðir
á haustin. Einnig fórum við oft nið-
ur á bryggju og skoðuðum bátana
og töluðum við karlana. Svo fórum
við til ömmu og fengum kaffí og
faðir Guðmundar frá og hóf hann
þá búskap í Flekkudal með systkin-
um sínum Guðnýju og Guðna. 1941
gekk hann að eiga eftirlifandi eig-
inkonu sína Sigríði Pálsdóttur og
settust þau að í Reykjavík. Þau
eignuðust einn son, Ólaf fóðurfræð-
ing, sem vinnur við tilraunastöð
landbúnaðarins á Keldnaholti.
Fyrstu árin eftir flutninginn til
Reykjavíkur vann Guðmundur í
Bretavinnunni sem svo var kölluð
og seinna í byggingarvinnu. 1944
fékk Guðmundur vinnu sem bif-
reiðastjóri hjá Mjólkursamsölunni í
Reykjavík og vann við að dreifa
mjólk I verslanir Mjólkursamsöl-
unnar. Þetta varð svo starfsvett-
vangur hans þar til hann hætti
störfum 1986 fyrir aldurssakir.
Fljótlega var Guðmundur valinn til •
trúnaðarstarfa af félögum sínum
og þegar verkstjórinn fyrir þessum
starfsþætti féll frá 1963 var Guð-
mundur valinn í hans stað. Þessu
réðu þeir eiginleikar sem mér þykja
hafa verið hvað ríkastir í fari Guð-
mundar, en það voru dugnaður og
ábyrgðartilfinning. Hann hafði
sterka siðferðiskennd og vildi gera
rétt. Það var hægt að treysta hon-
um fullkomlega. 1949 fluttu Sigríð-
ur og Guðmundur í hús sem þau
byggðu sér í Kópavogi og voru með
fyrstu landnemunum í hinu nýja
sveitarfélagi, og þar hafa þau búið
fram undir þetta. Alltaf var Guð-
mundur boðinn og búinn aðjjá lið ^
ef einhver bað hann bónar. Á með-
an Guðmundur var enn ungur og
hraustur kom hann oft inn að
Lækjarhvammi þegar hann vissi
að verið var í heyi og tók þátt í
heyskapnum. Þar kom liðsauki sem
munaði um. Hann hamaðist. Oft
hugsaði ég með mér að hann héldi
þetta ekki út, en hann gerði það,
þetta var hans aðferð. Það var
ekki bara gott að fá hann í heim-
sókn þegar mikið lá við í heyskap.
Það var gaman að vera með Guð-
mundi hvort sem var í verkum eða
við önnur tækifæri, því hann var
alltaf glaður og átti það til að vera
svolítið glettinn. Það fylgdi honum
fjör og léttleiki. Um leið og við
þökkum góðum dreng og góðum
vini samfylgdina vottum við eigin-
konu hans Sigríði, syninum Ólafi,
konu hans Lilju og börnum þeirra,
innilega samúð.
Þórunn Einarsdóttir og
Jón Guðbrandsson.
pönnukökur. Síðan spiluðum við öll
saman á spil á eftir. Þú kenndir
mér mannganginn í skák á skákt- ^
ölvunni þinni. Einnig lásuð þið mik-
ið fyrir mig úr bókum. Alltaf varstu
jafn þolinmóður og góður við mig.
Fyrstu tvíhjólin, sem við bræðumir
eignuðumst, vom frá þér. Þú kennd-
ir okkur líka að gera við þau og
halda þeim við. Þú varst svo laginn
í höndunum og gast gert við allt.
Nú ertu kominn til ömmu. Ég mun
ætíð minnast þessara samveru-
stunda hjá ykkur ömmu. Þakka þér
svo, afí minn, fyrir allt sem þú gerð-
ir fyrir mig og okkur bræðuma.
Guð blessi ykkur ömmu. Kveðja.
ísidór H. ísidórsson.
ErfidrykkjurM
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
^ Simi 562 0200 ..
rriixxxxxxxin
J