Morgunblaðið - 28.10.1997, Side 16

Morgunblaðið - 28.10.1997, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Söngur, myndir og ljóðalestur á frönskum dögum Morgunblaðið/Kristján Góð aðsókn að sýningu LA GILFÉLAGIÐ í samvinnu við Franska sendiráðið og Alliance Francaise efnir til franskra daga á Akureyri en þeir hefj- ast í dag, þriðjudaginn 28. október, og standa yfir til laug- ardagsins 1. nóvember næst- komandi. Dagarnir hefjast með heim- sókn frá kaffihúsum Parísar, en söngkonan Machon ásamt píanóleikaranum Corinne flyt- ur frönsk alþýðulög í Deigl- unni í kvöld, þriðjudagskvöldið 28. október kl. 21. Machon hefur vakið athygli fyrir nýstárlega túlkun, fulla af glensi og gamni en er í öllu trú hinni einu sönnu frönsku kaffi- húsaleikhúshefð. Ekki er nauð- synlegt að skilja frönsku til að njóta flutningsins því túlkun Machon á sér engin landa- mæri. Textarnir fjalla um mat og franska matarlyst, en áheyrendur fá í hendur laus- lega þýðingu á innihaldi þeirra. Aðgangur að tónleik- unum er ókeypis. Tilboð verða á frönsku Iéttvíni hjá Café Karólínu. Þijár franskar kvikmyndir Sýningar verða á vegum Kvikmyndaklúbbs Akureyrar á miðvikudag og fimmtudag í Borgarbíói kl. 18.30 en sýndar verða frönsku myndirnar Átt- undi dagurinn, Háðung og Indíáni í stórborginni sem allar hafa notið vinsælda og hlotið fjölda viðurkenninga. Aðgang- ur að sýningunum er ókeypis. Samkoma með yfirskriftinni „Frönsk lög og ljóð“ verður í Deiglunni næstkomandi föstu- dagskvöld, 31. október kl. 21. Kennarar og nemendur Tón- listarskólans á Akureyri syngja og leika frönsk lög og nemendur í frönsku og ís- lensku í Menntaskólanum á Akureyri lesa frönsk ljóð. Sögumaður fléttar atriðin sam- an. Aðgangur er ókeypis. Björn Steinar Sólbergsson leikur frönsk orgelverk á há- degistónleikum í Akureyrar- kirkju kl. 12 næstkomandi laugardag. Alla dagana verður sýning á veggspjöldum frá Frakklandi í Deiglunni, Amtsbókasafnið á Akureyri kynnir franskar bækur, myndbönd og bækur tengdar Frakklandi sem til eru í eigu safnsins og veitingastað- irnir Fiðlarinn, Café Kverið og Café Karólína verða með franskan mat og vín á boðstól- um af þessu tilefni. Vélsleða- menn funda AÐALFUNDUR Félags vél- sleðamanna í Eyjafirði verður haldinn í Blómaskálanum Vín í Eyjafjarðarsveit næstkom- andi fimmtudagkvöld, 30. október og hefst hann kl. 20.30. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa kemur fulltrúi bæjaryfirvalda á Akureyri á fundinn og úrskýrir reglur um akstur vélsleða í Hlíðarfjalli. Þá verða kynningar á vegum vélsleðaumboðanna. MJÖG góð aðsókn hefur verið að sýningu Leikfélags Akur- eyrar á Ieikriti Jökuls Jakobs- sonar, Hart í bak, sem sýnt er á Renniverkstæðinu við Strandgötu, enda hefur upp- færsla LA fengið mjög góða dóma. Þeir Manfred Lemke og Hallmundur Kristinsson starfs- menn LA voru að koma aftur- endanum á litlum báti fyrir á horninu við Renniverkstæðið er ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á ferð. Tilgangurinn er að minna á sýningu félags- ins. Þessi afturendi er hluti af báti sem notaður er í leikmynd- ina og hefur hann fengið nafn- ið Hart í bak LA 252 en þetta er 252. verkefni Leikfélags Akureyrar frá upphafi. Skoðanakönnun í þremur sveitarfélögnm við Eyjafjörð Töluverður áhugi fyrir enn frekari sameiningu Þau sem voru fylgjandi sameiningu: 1. Tel að hér sé að verða til æskilega stórt sveitarfélag. 17,3% (101) 2. Tel sameiningu vera áfanga í að sameina allan Eyjafjörð I eitt sveitarfélag. 30,2% (176) 3. Tel þessa sameiningu lið í að sameina sveitarfélög við utanverðan Eyjafjörð, Ólafsfjörður og Hrísey bætist í hópinn síðar. 8,9% (52) Þau sem voru á móti sameiningu; 1. Tel að þéttbýli og dreifbýli eigi ekki samleið í einu sveitarfélagi. 6,4% (37) 2. Hefði viljað sameina fleiri sveitarfélög í þessari lotu. ý. - §| 6,4% (37) 3. Tel þetta tefja fyrir eða hindra sameiningu allra sveitarfélaga við Eyjafjörð. HHH| 6,4% (37) Fundur um áhættu- stjórnun og gjaldeyris- markaðinn LANDSBANKI íslands á Norður- landi, Landsbréf hf. á Norðurlandi í samvinnu við félag viðskipta- og hagfræðinga á Norðurlandi efna til hádegisverðarfundar á veitinga- staðnum Fiðlaranum, Skipagötu 14 á Akureyri á morgun, miðvikudag- inn, 29. október kl. 12.15. Efni fundarins er tengt þeirri umfjöllun sem undanfarið hefur átt sér stað vegna áhrifa gengisbreyt- inga á rekstur og efnahag fyrir- tækja. Fjármálastjóm fyrirtækja hef- ur í auknum mæli tekið mið af þess- um þáttum. Sífellt fleiri fyrirtæki leit- ast við að takmarka áhættu vegna gengisbreytinga með því að beita verkfærum sem þekkt eru erlendis en hafa verið að ryðja sér til rúms hjá innlendum fjármálastofnunum. Framsögumenn verða Sverrir Sverrisson og Yngvi Harðarson, hagfræðingar hjá Ráðgjöf og efna- hagsspám ehf. í Reykjavík. Sverrir og Yngvi munu m.a. fjalla um sveifl- ur á gjaldeyrismarkaði, myntkröfur og sveiflur, stefnumótun við áhættu- stjórnun, aðferðafræði og fjármála- tæki, framkvæmd áhættustjórnunar og áhrif gengisbreytinga á rekstr- amiðurstöðu. Fundurinn er öllum opinn en þátt- tökugjald er 1.200 krónur og er matur innifalinn. UM 40% þeirra sem samþykktu sameiningu þriggja sveitarfélaga við Eyjafjörð, Dalvíkur, Svarfaðar- dalshrepps og Árskógshrepps, sjá fyrir sér enn frekari sameiningu í einhverri mynd við fjörðinn. Tæplega 13% þeirra sem voru á móti sameiningu hefðu viljað sam- eina fleiri sveitarfélög í þessari lotu, eða töldu kosninguna tefja fyrir eða hindra sameiningu allra sveitarfélaga við Eyjafjörð. Þátttakendur í sjálfri atkvæða- greiðslunni voru alls 846 en í skoð- anakönnuninni alls 582. Á Dalvík var þátttaka í skoðanakönnuninni 61% en 87% á Árskógsströnd og í Svarfaðardal. Mest fylgi á Árskógsströnd við stærri sameiningu Mesta fylgi við enn stærri sam- einingu er í Árskógshreppi. Svarf- dælingar virðast hvað sáttastir við stærð sveitarfélags sem samþykkt var 18. október sl. ef marka má niðurstöðu skoðanakönnunarinnar. Áberandi munur er á viðhorfi kjós- enda til frekari sameiningar í sveitahreppunum tveimur, Ár- skógshreppi og Svarfaðardals- hreppi. Á seðli sem kjósendur fengu í hendur voru eftirtaldir möguleikar og átti aðeins að merkja við eitt svar. Ef þú ert fylgjandi samein- ingu: 1. Tel að hér sé að verða til æskilega stórt sveitarfélag. 2. Tel sameiningu vera áfanga í að sam- eina allan Eyjaíjörð í eitt sveitarfé- lag. 3. Tel þessa sameiningu lið í að sameina sveitarfélög við utan- verðan Eyjaíjörð. Vil að Sigluijörð- ur, Ólafsfjörður og Hrísey bætist í hópinn síðar. Ef þú ert á móti sameiningu: 1. Tel að þéttbýli og dreifbýli eigi ekki samleið í einu sveitarfélagi. 2. Hefði viljað sameina fleiri sveit- arfélög í þessari lotu. 3. Tel þetta tefja fyrir/hindra sameiningu allra sveitarfélaga við Eyjafjörð. Reiðhjól- um stolið TÖLUVERT hefur verið um reiðhjólaþjófnað síðustu daga, en alls var tilkynnt um þjófn- að á 15 reiðhjólum í síðustu viku. Hin góða tíð að undan- förnu gerir það að verkum að reiðhjólatíminn hefur lengst til muna og þá einnig að sama skapi sú árátta ýmissa að nýta sér annarra manna hjól til að komast leiðar sinnar. Lögreglan á Akureyri vill því minna reiðhjólaeigendur á að ganga tryggilega frá hjólum sínum þegar skilið er við þau. Þeir þurfa einnig að hafa í huga að vera með gott ljós og glitmerki eftir að skyggja tekur því nú fer í hönd hættu- legur tími fyrir hjólreiða- menn, skammdegið. Ferfætling- ar áttu fót- um fjör að launa FERFÆTLINGAR virðast hafa átt fótum fjör að launa í vikunni en þó ekki dugað til í öllum tilfellum því ekið var á hest, hund og kött með þeim afleiðingum að hundurinn og kötturinn týndu lífi. Ekki er vitað um afdrif hrossins sem hvarf út í myrkrið, en tölu- vert tjón varð á bifreiðinni. Bendir lögregla á að á þess- um árstíma sé þörf sérstakrar aðgátar vegna búfénaðar við þjóðvegi og íbúum þéttbýlis- ins er bent á þá skyldu sína að hafa gæludýr sín í örugg- um höndum innan veggja heimilisins eða tryggilega bundin, en ekki á vergangi úti í bæ. Handrukk- ari á ferð LÖGREGLU var tilkynnt um drukkinn mann sem slegið hafði húsráðanda í andlitið á mánudag. Hafði þeim sinnast út af fjármálum og sá drukkni tekið það til bragðs að slá húsráðanda í andlitið er hann taldi sig ekki fá skuld sína greidda. Slíkar aðferðir kall- ast gjarnan handrukkun, en laganna verðir telja betra að vera allsgáður við þau störf sem önnur, enda var lögregla kölluð til og fjarlægði hún rukkarann. Okeypis póstkort AKUREYRINGUM gefst nú kostur á að nálgast ókeypis auglýsingapóstkort frá Nóttu og degi, en um 20 póstkorta- hillur hafa verið settar upp víðs vegar um bæinn. Þessi kort er hægt að nálgast í Háskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri, Kaffi Akureyri, Pizza 67, verlunarmiðstöðinni Amaro, Kaffi Kverinu, Hótel KEA, félagsmiðstöðinni Dynheim- um, Ráðhúskaffi og Akur- eyrarflugvelli svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækið Nótt og dagur skiptir út póstkortum með þriggja vikna milli bili og eru 9 póstkort í umferð hveiju sinni, en hverri tegund er dreift í um 15 þúsund eintök- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.