Morgunblaðið - 15.11.1997, Síða 6

Morgunblaðið - 15.11.1997, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Tækni og lífsstíll í Perlunni SÝNINGIN Tækni-Lífsstíll ‘97 var opnuð í Perlunni í gær og stendur hún fram á sunnudag. A sýningunni, sem tólf fyrir- tæki á tölvusviðinu standa að, verða kynntir möguleikar heimilistölvunnar og Netsins og er henni ætlað að höfða til heimila og fjölskyldna. Blaðamannafélag Islands 100 ára Fjölmiðlun á nýrri öld BLAÐAMANNAFÉLAG íslands fagnar 100 ára afmæli sínu 19. nóvember næstkomandi með fjölmiðlaviku 17.-22. nóvember. Dagskrá verður á veit- ingahúsiriu Sóloni íslandusi frá mánudagskvöldi til fímmtudagskvölds en afmælishátíð verður á Hótel Islandi laugardagskvöldið 22. nóvember. Morgunblaðið/Þorkell BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra opnaði sýningnna Tækni-Lífsstíll ‘97 í Perlunni í gær. Dagskráin á Sóloni íslandusi verður fjölbreytt og víða komið við. 17. nóvember verður létt söng- og sögukvöld. Kór Frjálsrar fjölmiðl- unar og Starfsmannakór Stöðvar 2 syngja og eldri og yngri félagar segja frá eftirminniiegum atvikum úr starfinu. Amælishátíð á Hótel íslandi 18. nóvember verður umræðu- fundur á vegum Blaðaljósmynd- arafélagsins um helstu mál sem eru efst á baugi hjá ljósmyndurum. Miðvikudagskvöldið, 19. nóvember, sem er afmælisdagur Blaðamanna- félags Islands, verður hátíðardag- skrá á Sóloni Islandusi. Þar verða þrír félagar heiðraðir fyrir 40 ára starf við fjölmiðlun. Einnig verður lesið úr Fjölmiðlasögu Islands sem er nú í lokavinrislu. Bókin verður um 700 blaðsíður í stóru broti og ríkulega myndskreytt. Guðjón Friðriksson, höfundur bókarinnar, fjallar um efni hennar og samsetn- ingu. Umsjón með myndefni hefur verið í höndum Ólafs E. Friðriks- sonar. Sérstök afmælissögunefnd hefur unnið að þessu verki ásamt höfundi undir stjórn Bjöms Vignis Sigurpálssonar ritstjómarfulltrúa. Fjölmiðlasagan er unnin í sam- Jjg§j§í§ Morgunblaðið/Rax HJÁLMAR Jónsson, varaformaður Blaðamannafélags íslands, og Lúð- vík Geirsson formaður gera grein fyrir dagskrá afmælishátíðar. vinnu við bókaútgáfuna Iðunni. Stefnt er að útgáfu bókarinnar fljótlega upp úr næstu áramótum. Umræðufundur um framtíð ís- lenskrar fjölmiðlunar, Fjölmiðlun á nýrri öld, verður í Hjáleigunni, á efstu hæð Alþýðuhússins við Hverfisgötu nk. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Meðal þátttakenda í um- ræðunni era Páll Magnússon fréttastjóri, Hallgrímur Thor- steinsson margmiðlunarfræðingur, Styrmir Gunnarsson ritstjóri og Valgerður Jóhannsdóttir frétta- stjóri. Afmælishátíð í tilefni af 100 ára afmæli BI verður á Hótel íslandi laugardagskvöldið 22. nóvember. Heiðursgestir verða Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, Davíð Oddsson forsætisráðherra og frú Ástríður Thorarensen. Sér- stakm- gestur á hátíðinni verður Jens Linde, forseti IFJ, alþjóða- sambands blaðamanna. Þá verður fjöldi annarra erlendra og inn- lendra gesta. Hátíðarræðu kvöld- ins flytur Matthías Johannessen ritstjóri. Skarfaklettur Skemmdir á rafkerfinu VEL gekk að ná Skarfakletti GK 3 af strandstað við Setberg skammt sunnan Sandgerðis í fyrrinótt en trillan strandaði þar laust eftir kvöldmat á fimmtudagskvöld. Trill- an sigldi fyrir eigin vélarafli í höfn í Sandgerði. Félagar í björgunarsveitunum Sigurvon og Ægi vora á strandstað og losuðu afla og annað lauslegt úr bátnum. Hægt var að draga bátinn út þegar flætt hafði undir hann milli klukkan 3 og 4. Vél Skarfakletts var ræst og honum siglt fyrir eigin vél- arafli til Sandgerðis. Gunnar Þór Grétarsson skipstjóri sagði skemmd- irnar aðallega á rafkerfinu þar sem sjór hefði farið yfir geyma og í töflu. Félagsmálakönnim Blaðamannafélags íslands Menntun blaðamanna - skipting eftir kyni % 40 30 20 10 r~l Karlar □ Konur i il I ! 1 Grunn- Versl,- Stúdents- BA/BS MA/MSc Annað Hagnýt Blaðam,- skóli eða próf eða BEd próf háskóla- fjöl- skóli iðnskóli próf próf miðlun erlendis Traust fjölmiðlanna í samfélaginu ____ ■ að áliti biaðamanna Svarendur gáfu frétta- miðlunum einkunn og þeir fengu þessar meðaleinkunnir til vina erlendis Hér er fjallað um þær 23 tegundir hvala sem sést hafa við íslandsstrendur og helstu einkennum þeirra lýst í máli og myndum. Glæsilega myndskreytt og litprentuð. Fæst á íslensku, ensku 09 þýsku 4> FORLAGIÐ I--m. 1 1, mm—“^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■l Laugavegi 18 • Sfml 515 2500 • Sfðumúla 7 • Sími 510 2500 Anægðir í starfi en óánægðir með laun HINN dæmigerði blaðamaður er miðaldra, búsettur í Reykjavík, er með háskólapróf og er f föstu starfi hjá reykvísku dagblaði. Mánaðar- tekjur hans voru fyrir síðustu kjarasamninga um 190 þúsund krónur fyrir rúmlega 50 tíma vinnuviku og honum líkar vel starf sitt. Þetta má m.a. lesa út úr niður- stöðum könnunar sem Viðhorf ehf. gerði á kjörum og viðhorfum blaða- og fréttamanna fyrir Blaða- mannafélag íslands í tilefni af ald- arafmæli félagsins. Könnunin birt- ist í afmælisútgáfu Blaðamannsins, fréttarits Blaðamannafélags ís- lands. Leitað var viðhorfa hjá 467 fé- lögum í Blaðamannafélagi Islands og svaraði þriðjungur þeirra spurningunum. I könnuninni kem- ur fram að næstum helmingur blaðamanna er óánægður með laun sín og er óánægjan mest meðal kvenna. Fjórir af hverjum fimm blaðamönnum segja að þeir verði varir við streitu í starfi. Engu að síður eru átta af hverjum tíu blaða- mönnum ánægðir með vinnu sína. Tæplega 72% töldu ekki nægi- legt framboð af grunnmenntun fyr- ir blaðamenn og 84% að ekki væri nægilegt framboð af endur- og sí- menntunarnámskeiðum. Engu að síður höfðu aðeins 40% nýtt sér endur- og símenntunarnámskeið. 79% svarenda töldu að fjölmiðlar fylgdu málum ekki nægilega eftir og kenndu flestir uin tímaskorti, að mál gleymdust vegna manneklu og að mál dæju snögglega. Meirihluti blaðamanna telur að blaðamcnnska hér á landi sé betri en hún var fyrir áratug og tveir af hverjum þremur svarenda telja að mikill faglegur metnaður sé ríkj- andi á þeim vinnustað sem þeir starfa á. Meiri rannsóknarblaða- mennska og ítarlegar fréttaskýr- ingar eru efst á óskalista blaða- manna þegar þeir eru spurðir um hvað vanti í íslenska fjölmiðla. Þá leiddi könnunin í ljós að íslenskir blaðamenn vilja vera aðgangsharð- ari en þeir eru nú. Tveir af hverj- um þremur blaðamönnum segja ís- lenska blaðamenn ekki vera nægi- Iega aðgangsharða við viðmælend- ur sína. ► I i I i i I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.