Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Tækni og lífsstíll í Perlunni SÝNINGIN Tækni-Lífsstíll ‘97 var opnuð í Perlunni í gær og stendur hún fram á sunnudag. A sýningunni, sem tólf fyrir- tæki á tölvusviðinu standa að, verða kynntir möguleikar heimilistölvunnar og Netsins og er henni ætlað að höfða til heimila og fjölskyldna. Blaðamannafélag Islands 100 ára Fjölmiðlun á nýrri öld BLAÐAMANNAFÉLAG íslands fagnar 100 ára afmæli sínu 19. nóvember næstkomandi með fjölmiðlaviku 17.-22. nóvember. Dagskrá verður á veit- ingahúsiriu Sóloni íslandusi frá mánudagskvöldi til fímmtudagskvölds en afmælishátíð verður á Hótel Islandi laugardagskvöldið 22. nóvember. Morgunblaðið/Þorkell BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra opnaði sýningnna Tækni-Lífsstíll ‘97 í Perlunni í gær. Dagskráin á Sóloni íslandusi verður fjölbreytt og víða komið við. 17. nóvember verður létt söng- og sögukvöld. Kór Frjálsrar fjölmiðl- unar og Starfsmannakór Stöðvar 2 syngja og eldri og yngri félagar segja frá eftirminniiegum atvikum úr starfinu. Amælishátíð á Hótel íslandi 18. nóvember verður umræðu- fundur á vegum Blaðaljósmynd- arafélagsins um helstu mál sem eru efst á baugi hjá ljósmyndurum. Miðvikudagskvöldið, 19. nóvember, sem er afmælisdagur Blaðamanna- félags Islands, verður hátíðardag- skrá á Sóloni Islandusi. Þar verða þrír félagar heiðraðir fyrir 40 ára starf við fjölmiðlun. Einnig verður lesið úr Fjölmiðlasögu Islands sem er nú í lokavinrislu. Bókin verður um 700 blaðsíður í stóru broti og ríkulega myndskreytt. Guðjón Friðriksson, höfundur bókarinnar, fjallar um efni hennar og samsetn- ingu. Umsjón með myndefni hefur verið í höndum Ólafs E. Friðriks- sonar. Sérstök afmælissögunefnd hefur unnið að þessu verki ásamt höfundi undir stjórn Bjöms Vignis Sigurpálssonar ritstjómarfulltrúa. Fjölmiðlasagan er unnin í sam- Jjg§j§í§ Morgunblaðið/Rax HJÁLMAR Jónsson, varaformaður Blaðamannafélags íslands, og Lúð- vík Geirsson formaður gera grein fyrir dagskrá afmælishátíðar. vinnu við bókaútgáfuna Iðunni. Stefnt er að útgáfu bókarinnar fljótlega upp úr næstu áramótum. Umræðufundur um framtíð ís- lenskrar fjölmiðlunar, Fjölmiðlun á nýrri öld, verður í Hjáleigunni, á efstu hæð Alþýðuhússins við Hverfisgötu nk. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Meðal þátttakenda í um- ræðunni era Páll Magnússon fréttastjóri, Hallgrímur Thor- steinsson margmiðlunarfræðingur, Styrmir Gunnarsson ritstjóri og Valgerður Jóhannsdóttir frétta- stjóri. Afmælishátíð í tilefni af 100 ára afmæli BI verður á Hótel íslandi laugardagskvöldið 22. nóvember. Heiðursgestir verða Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, Davíð Oddsson forsætisráðherra og frú Ástríður Thorarensen. Sér- stakm- gestur á hátíðinni verður Jens Linde, forseti IFJ, alþjóða- sambands blaðamanna. Þá verður fjöldi annarra erlendra og inn- lendra gesta. Hátíðarræðu kvöld- ins flytur Matthías Johannessen ritstjóri. Skarfaklettur Skemmdir á rafkerfinu VEL gekk að ná Skarfakletti GK 3 af strandstað við Setberg skammt sunnan Sandgerðis í fyrrinótt en trillan strandaði þar laust eftir kvöldmat á fimmtudagskvöld. Trill- an sigldi fyrir eigin vélarafli í höfn í Sandgerði. Félagar í björgunarsveitunum Sigurvon og Ægi vora á strandstað og losuðu afla og annað lauslegt úr bátnum. Hægt var að draga bátinn út þegar flætt hafði undir hann milli klukkan 3 og 4. Vél Skarfakletts var ræst og honum siglt fyrir eigin vél- arafli til Sandgerðis. Gunnar Þór Grétarsson skipstjóri sagði skemmd- irnar aðallega á rafkerfinu þar sem sjór hefði farið yfir geyma og í töflu. Félagsmálakönnim Blaðamannafélags íslands Menntun blaðamanna - skipting eftir kyni % 40 30 20 10 r~l Karlar □ Konur i il I ! 1 Grunn- Versl,- Stúdents- BA/BS MA/MSc Annað Hagnýt Blaðam,- skóli eða próf eða BEd próf háskóla- fjöl- skóli iðnskóli próf próf miðlun erlendis Traust fjölmiðlanna í samfélaginu ____ ■ að áliti biaðamanna Svarendur gáfu frétta- miðlunum einkunn og þeir fengu þessar meðaleinkunnir til vina erlendis Hér er fjallað um þær 23 tegundir hvala sem sést hafa við íslandsstrendur og helstu einkennum þeirra lýst í máli og myndum. Glæsilega myndskreytt og litprentuð. Fæst á íslensku, ensku 09 þýsku 4> FORLAGIÐ I--m. 1 1, mm—“^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■l Laugavegi 18 • Sfml 515 2500 • Sfðumúla 7 • Sími 510 2500 Anægðir í starfi en óánægðir með laun HINN dæmigerði blaðamaður er miðaldra, búsettur í Reykjavík, er með háskólapróf og er f föstu starfi hjá reykvísku dagblaði. Mánaðar- tekjur hans voru fyrir síðustu kjarasamninga um 190 þúsund krónur fyrir rúmlega 50 tíma vinnuviku og honum líkar vel starf sitt. Þetta má m.a. lesa út úr niður- stöðum könnunar sem Viðhorf ehf. gerði á kjörum og viðhorfum blaða- og fréttamanna fyrir Blaða- mannafélag íslands í tilefni af ald- arafmæli félagsins. Könnunin birt- ist í afmælisútgáfu Blaðamannsins, fréttarits Blaðamannafélags ís- lands. Leitað var viðhorfa hjá 467 fé- lögum í Blaðamannafélagi Islands og svaraði þriðjungur þeirra spurningunum. I könnuninni kem- ur fram að næstum helmingur blaðamanna er óánægður með laun sín og er óánægjan mest meðal kvenna. Fjórir af hverjum fimm blaðamönnum segja að þeir verði varir við streitu í starfi. Engu að síður eru átta af hverjum tíu blaða- mönnum ánægðir með vinnu sína. Tæplega 72% töldu ekki nægi- legt framboð af grunnmenntun fyr- ir blaðamenn og 84% að ekki væri nægilegt framboð af endur- og sí- menntunarnámskeiðum. Engu að síður höfðu aðeins 40% nýtt sér endur- og símenntunarnámskeið. 79% svarenda töldu að fjölmiðlar fylgdu málum ekki nægilega eftir og kenndu flestir uin tímaskorti, að mál gleymdust vegna manneklu og að mál dæju snögglega. Meirihluti blaðamanna telur að blaðamcnnska hér á landi sé betri en hún var fyrir áratug og tveir af hverjum þremur svarenda telja að mikill faglegur metnaður sé ríkj- andi á þeim vinnustað sem þeir starfa á. Meiri rannsóknarblaða- mennska og ítarlegar fréttaskýr- ingar eru efst á óskalista blaða- manna þegar þeir eru spurðir um hvað vanti í íslenska fjölmiðla. Þá leiddi könnunin í ljós að íslenskir blaðamenn vilja vera aðgangsharð- ari en þeir eru nú. Tveir af hverj- um þremur blaðamönnum segja ís- lenska blaðamenn ekki vera nægi- Iega aðgangsharða við viðmælend- ur sína. ► I i I i i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.