Morgunblaðið - 15.11.1997, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Pósti og síma hf.
bannað að bjóða
félögum í FÍB sérkjör
Samkeppnisráð hefur komist að þeirri niðurstöðu
að tilboð Pósts og síma hf. á farsímum og afnota-
gjöldum á farsímum til félaga í Félagi íslenskra
bifreiðaeigenda feli í sér misnotkun á
markaðsráðandi stöðu Pósts og síma hf. sem
hafi skaðleg áhrif á samkeppni.
Morgunblaðið/Kristinn
BJÖRN Bjarnason ávarpar aðalfund Hins íslenska kennarafélags á
Grand Hóteli í gær. Við hlið hans situr Elna Jónsdóttir, formaður HÍK.
Aðalfundur HÍK fjallar um
sameiningu kennarafélaganna
Tillaga um stofnun
nýs kennarafélags
afgreidd í dag
1 ÁKVÖRÐUN samkeppnisráðs
segir að tilboð Ppsts og síma hf. til
félagsmanna í FIB sé til þess fallið
að viðhalda eða efla markaðsráðandi
stöðu Pósts og síma hf. og hrekja
keppinauta út af markaðnum eða
hindra aðgang nýina að honum, en
þess sé að vænta að nýtt fyrirtæki
hasli sér völl í farsímaþjónustu
snemma á næsta ári. Hefur sam-
keppnisráð úrskurðað að ákvæði
sem skuldbindur þá sem þegar hafa
keypt farsíma samkvæmt tilboðinu
til að skipta aðeins við farsímakerfi
Pósts og síma hf. næstu tvö árin sé
ógilt þar sem með því verði
markaðssókn hins nýja fyrirtækis
settar skorður þennan tima.
í tilboði Pósts og síma hf. er
félögum í FÍB boðið að kaupa farsí-
matæki ásamt fóstu afnotagjaldi í
tvö ár, og í kynningu á þessu tilboði
hefur komið fram að það feli í sér
27% til 54% afslátt af almennu heild-
arverði þein-a síma og þjónustu sem
í boði er. Póstur og sími hf. er eini
aðilinn hér á landi sem getur boðið
upp á farsímaþjónustu enn sem
komið er, og í ákvörðun samkeppnis-
ráðs kemur fram að keppendur fyr-
irtækisins í verslun með farsíma geti
því ekki jafnað þetta tilboð nema
með því að kaupa sjálfir afnotagjöld
af Pósti og síma hf. og tvinna þau
síðan saman við söluverð símanna
sem þeir selja.
Fram kemur í ákvörðun sam-
keppnisráðs að væri tilboð Pósts og
síma hf. jafnað með þessum hætti
þyrftu keppinautai- fyrirtækisins að
borga með hverjum síma sem nemur
12%-18% af innkaupsverði símanna,
en þetta svarar til þess að keppinaut-
arnir þyrftu að greiða minnst 3.400-
8.250 kr. með hverjum seldum síma.
í Ijósi markaðslegrar og fjárhags-
legrar stöðu Pósts og síma hf. mælir
samkeppnisráð fyi-ir um að fyr-
irtækinu sé óheimilt að tvinna saman
í viðskiptum fjarskiptaþjónustu og
aðra þjónustu fyiiitækisins. í
ákvörðun samkeppnisráðs er kveðið
á um að fýrirtækinu sé jafnframt því
sem að framan greinir óheimilt í
ki'afti markaðslegi’ar og fjárhags-
legrar stöðu sinnar að aðhafast
nokkuð það sem skaðað geti sam-
keppnina á markaðnum fyrii- fjar-
skiptaþjónustu og tengdum
mörkuðum.
Skaðleg hegðun geti falist í að
krefjast beint eða óbeint ósann-
gjarns kaup- eða söluverðs eða ann-
arra ósanngjarnra viðskiptaskilmála
vegna vöru eða þjónustu sem íýr-
irtækið kaupii- eða selur, að tak-
marka framboð eða sölu þannig að
neytendur skaðist af, og loks að mis-
muna viðskiptaaðilum með ólíkum
skilmálum í sambærilegum viðskipt-
um og rýra þannig samkeppnisstöðu
þeirra. Brjóti Póstur og sími hf.
gegn þessari ákvörðun samkeppnis-
ráðs megi félagið búast við því að
ráðið beiti heimildum sínum til
álagningar stjórnvaldssekta.
Óskað eftir viðræðum við Sam-
keppnisstofnun
I bréfi sem Guðmundur Björns-
son, forstjóri Pósts og síma hf., sendi
Samkeppnisstofnun í gær eftir að
ákvörðun samkeppnisráðs lá fyrir
kemur fram að tilboð Pósts og síma
á farsímum og farsímaþjónustu til
félaga í FÍB hafi verið dregið til
baka. Þá segir að Póstur og sími hf.
muni í framhaldi af niðurstöðu sam-
keppnisráðs endurskoða þær for-
sendur sem verðlagning á far-
símaþjónustunni miðaðist við í til-
boðinu og þess muni verða gætt við
útreikningana að ekki verði með
nokkru móti talið að um óeðlilega
verðlagningu sé að ræða. Af þessum
sökum óski Póstur og sími hf. þegar í
stað eftii’ viðræðum við Samkeppnis-
stofnun varðandi verðlagningu og
aðra þætti tilboðsins.
I bréfinu kemur fram að af hálfu
Pósts og síma hf. hafi ekki verið
ráðgert að tilboðið sem um ræðir
fæli í sér niðurgreiðslu á farsímum
eða farsímagjöldum. Þess hafi verið
gætt að verðlagning not-
endabúnaðai’deildar Pósts og síma
hf. á farsímum væri með eðlilegri
álagningu með tilliti til þess magns
og þeirra kjara sem um er að ræða.
Þá hafi og verið við það miðað í
útreikningum farsímadeildar Pósts
og síma hf. að verð og greiðsluskil-
málai’ væru í samræmi við þann til-
kostnað sem af þjónustunni leiddi.
Hrefna Ingólfsdóttir, blaðafulltrúi
Pósts og síma hf., sagði í samtali við
Morgunblaðið að fyrirtækið vildi í
einu og öllu fara eftir þeim lögum og
reglum sem settar væru og því yrði
farið eftir tilmælum samkeppnis-
ráðs.
„Það er greinilegt að á meðan
Póstur og sími hf. er
markaðsráðandi fyrirtæki þá verður
að bera mál af þessu tagi undir Sam-
keppnisstofnun áður en ákvarðanir
eru teknar. En það verður að hafa í
huga að í þessu tilfelli þá kemur það
út í hærra verði fyrir neytendur að
fara að tilmælum samkeppnisráðs,"
sagði hún.
FIB grunlaust um að tilboðið
færi í bága við samkeppnislög
Runólfur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra biíreiðaeig-
enda, segir að félagið hafi verið al-
gerlega grunlaust um að tilboð það
sem félagsmönnum bauðst frá Pósti
og síma bryti í bága við samkeppn-
islög. Sala á farsímunum hefur verið
stöðvuð í framhaldi af úrskurði Sam-
keppnisráðs, en tilboðið átti að
standa til mánaðamóta.
Runólfur sagði að FIB tengdist
málinu eingöngu vegna þess að það
hefði verið að leita eftir hagkvæmum
tilboðum í þessum efnum íyrir fé-
lagsmenn. Það hefði verið gert með
óformlegum hætti á markaðnum og
þessi viðbrögð fengist frá Pósti og
síma. Þetta væri einn af mörgum
þáttum í þjónustu félagsins sem
miðaði að því að tryggja félagsmönn-
um góð kjör.
Runólfur sagði að væntanlega
væri enn fjöldi félagsmanna sem
hefði hugsað sér að nýta sér þetta
tilboð og leitað yrði leiða til að koma
til móts við þá félagsmenn sem hefðu
haft hug á því að fjárfesta í símum,
en gætu það ekki lengur.
Óbundnar hendur
Aðspurður um það hvernig hann
mæti stöðu þeirra félagsmanna sem
þegar hefðu keypt sér farsíma sagði
Runólfur að þeir hefðu óbundnar
hendur gagnvart áskrift að farsíma-
kerfi Pósts og síma, en ættu
símtækið áfram samkvæmt samn-
ingnum. Hins vegar yrði sest yfir
þessi mál á næstunni og þau skoðuð
betur. Tími hefði ekki gefist til þess,
enda hefði úrskurðurinn verið að
berast seinnipartinn í gær.
Runólfur sagði að FIB hefði aldrei
gengist inn á þetta tilboð ef minnsti
grunur hefði leikið á því að eðlilegir
útreikningar lægju ekki tilboðinu til
grundvallar. Þetta væri einungis
einn af mörgum kostum sem fé-
lagsmönnum byðist þar sem leitað
væri eftir hagkvæmum kjörum fyrir
þá. Hugmyndin hefði kviknað í
tengslum við nýja þjónustu, FÍB-
aðstoð, þar sem síminn væri lykil-
atriði. Meðal annars hefði fyrir-
myndin verið sótt til systurfélaganna
erlendis sem hefðu verið að gera
svona samninga við símafyrirtæki.
TILLAGA um stofnun nýs kenn-
arafélags, með sameiningu Hins ís-
lenska kennarafélags og Kennara-
sambands íslands, er meðal stærstu
mála sem til umfjöllunar eru á aðal-
fundi HÍK, sem hófst í gær. Tillag-
an verður tekin til afgreiðslu á aðal-
fundinum í dag.
í tfilögunni er lagt til að aðalfund-
ur HÍK samþykki að skipa fulltrúa í
sameiginlega milliþinganefnd með
fulltrúum KÍ, sem vinni áfram að
undirbúningi að sameiningu félag-
anna. Er tillagan samhljóða tillögu
sem samþykkt var á fulltrúaþingi
KÍ sl. vor. Unnin hafa verið drög að
lögum og skólastefnu fyi-ir nýtt
kennarafélag, siðareglum kennara,
sameiginlegin stefnu um grunn-,
framhalds- og endurmenntun kenn-
ara og um endurmenntunarsjóð,
sem fylgja tillögunni um stofnun
nýs kennarafélags.
Hörð gagnrýni á stjórnvöld
Elna Katrín Jónsdóttir, formaður
HÍK, segir að undirbúningur að
sameiningu kennarafélaganna og
stofnun nýs kennarafélags hafi
staðið yfir í nokkur undanfarin ár.
Hún bendir á að síðustu tveir aðal-
fundi HÍK hafi falið stjórn félagsins
að hafa þetta mál sem forgangs-
verkefni. „Það verður að teljast afar
líklegt að mikill meirihluti félags-
manna sé fylgjandi sameiningu
allra gi’unn- og framhalds-
skólakennara í einu félagi," segir
hún.
Elna Katrín gagnrýndi stjórnvöld
harkalega þegar hún setti 13. aðal-
fund félagsins á Grand Hóteli í gær.
Hún sagði að á þeim tveimur árum,
sem liðin væru frá síðasta aðalfundi,
hefði HIK gert fjóra kjarasamninga
og „tekið þátt í víðtækri baráttu op-
inberra starfsmanna gegn
hatrömmum árásum ríkisstjómar-
innar á réttindi þeirra og kjör“.
Hún nefndi einnig mikla vinnu við
undirbúning að flutningi grunn-
skólanna til sveitarfélaganna og
undirbúning undir það að sameina
alla grunn- og framhaldsskólafélaga
í einu félagi, einum samtökum
kennara.
Hún sagði að ríkisstjórnin hefði
farið hamförum árið 1996 með
frumvörpum, sem öll hefðu virst
miða að því að skerða hlut og rétt-
indi opinberra starfsmanna og
veikja grundvöllinn fyrir starfsemi
stéttarfélaga.
Björn Bjamason mennta-
málaráðherra kvaðst líta svo á að
jákvæðara yfirbragð hefði verið yfir
samskiptum kennara og ríkis en
komið hefði fram í ræðu Elnu
Katrínar.
„Það hefur margt áunnist og
margt verið gert, sem stuðlar að því
að bæta skólastarfið," sagði Björn.
„Eg tel að það hafi tekist gott mjög
samstarf á milli mennta-
málaráðuneytisins og kennarafélag-
anna... Að sjálfsögðu er ágreining-
ur og skoðanamunur um einstök
atriði, en mestu sldptir að menn uni
þeirri niðurstöðu, sem fæst að lok-
um og það tel ég að menn geri.“
5521150-5521370
LÁRUS Þ. VALDIMARSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI
JÓHANIU ÞÓRDARSON, HRL. LÖGGILTUR FASTEIGNASALI.
Nýjar á söluskrá meðal annarra eigna:
„Vestast í Vesturbænum“
Eins og ný 3ja herb. kjíb. um 80 fm í reisulegu steinhúsi. Sérinng.
„Húsbréf" um kr. 3 millj. Tilboð óskast.
Úrvalseign — Arnarnes — frábært verð
Steinhús: Hæð um 150 fm, jarðhæð um 90 fm (séríb.?). Tveir innb.
bílskúrar um 60 fm. Ræktuð lóð — skrúðgarður — um 1.300 fm.
Teikningar, myndir og nánari uppl. aðeins á skrifst.
Neðri hæð — tvíbýli — bílsk./vinnukj.
Sólrík neðri hæð neðst í Seljahverfi um 90 fm. Sérinnp. Sérhiti. í kj.
fylgja 2 rúmg. herb. Góður bílsk. pneð vinnukj. Tilboð óskast.
Vesturborgin — lyftuhús — lækkað verð
Mjög stór sólrík 4ra herb. íb. á 4. hæð tæpir 120 fm. 3 stór svefn-
herb. Tvennar svalir. Mikið útsýni. Skipti mögul. Tilboð óskast.
Höfuðborgin — nágrenni
Vegna búferiaflutninga utan af landi óskast húseign með 2 íbúðum.
Má vera í smíðum, fullgerð eða þarfnast endurbóta. Traustur, fjár-
sterkur kaupandi.
Höfum fjársterka kaupendur að:
Húseign með 3ja—4 herb. íbúð og 2ja—3ja herb. íbúð.
Einbýlis- eða raðhúsi 110—160 fm á einni hæð. Margskonar hag-
kvæm skipti.
Þjónustuíbúð 2ja—3ja herb. á góðpm stað I borginni.
Rúmgóðu einbhúsi á Nesinu og í Ártúnsholti.
Opið í dag kl. 10—14.
Opið mánudag—föstudag kl. 10—12 og 14—18.
Viðskiptunum hjá okkur fylgir
ráðgjöf og traustar upplýsingar.
Almenna fasteignasalan sf. var
stofnuð 12. júlí 1944.
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 S. 552 1150 - 5521370