Morgunblaðið - 15.11.1997, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 11
Við viljum
binda enda á
umræðuna um öryggi
A-línunnar
í eitt skipti fyrir öll.
► Hvort A-línan standist sænska „elgs-
prófið” er ekki lengur vafamál. Bæði TÚV og
ADAC í Þýskalandi staðfestu þann 26. október
og 5. nóvember sl. að bíllinn okkar stenst svona
próf ekki síður en aðrir bílar í sama flokki.
Aðrir sérfræðingar hafa líka komist að sömu
niðurstöðu. Þar voru bílarnir bæði prófaðir
með ESP-búnaði (Electronic Stability Program)
og eins án slíks búnaðar. Við nokkrar prófanir,
án ESP-búnaðar, en á mun meiri hraða urðu
aðstæður hins vegar tvísýnar. En viöfangsefni
okkar nú er ekki hvort það sé yfirhöfuð
eitthvert vit eða gagn af ýktum og jafnvel
óraunhæfum prófunum eða hver útkoma
annarra bíla er í slíkum prófunum sem allt
eins gæti gefiö sömu niðurstöðu og þá heldur
ekki hvort ESP-búnaður hefði getað afstýrt
óhappinu.
Bara sú staðreynd að efast sé
um öryggi Mercedes-Benz
stangast algerlega á
við okkar stefnu.
► Þess vegna viljum við nú binda enda
á umræðuna með lausn sem sæmir fyrirtæki
eins og Mercedes-Benz: Við höfum gert
breytingar þannig að aksturseiginleikarnir
standast ofurpróf a.m.k. ekki síður en hjá
öðrum bílum í sama flokki.
► Við göngum enn lengra þar sem ESP-
búnaður verður staðalbúnaður. ESP-búnaður
er viðbót við ABS-hemlakerfið sem gerir
ökumanninum betur kieift að ráða við akstur
í hálku, snjó og bleytu. Þetta er búnaður sem
aðrir bílar í þessum stærðarflokki hafa ekki.
Mercedes-Benz nægir ekki aö uppfylla sömu
öryggiskröfur og aðrir framleiðendur. Af
Mercedes-Benz ætlast þú til meira en af öðrum
og það meó réttu.
► Að bornar hafi verið brigður á öryggi
A-línunnar og aó niðurstöður prófana hafi
verið tilefni til neikvæðrar umræðu harmar
enginn meira en viö. Að okkar hætti höfum
við því leyst málið í eitt skipti fyrir öll.
► Breytingar á framleiðslu A-línunnar
taka um það bil tólf vikur. Við biðjum ykkur
að sýna þolinmæði, jafnvel þó að ykkur þyki
ráðstafanir okkar kannski fullmiklar. A-línan
er fullkomlega örugg við allar akstursaðstæður
eins og sýnt hefur verið fram á í prófunum
1400 bílablaðamanna víðs vegar um heim. A-
línan hlaut auk þess nú nýverið tvenn
verðlaun: Gullna stýrið í Þýskalandi og
gullverólaun í Austurríki þar sem borið var
lof á árekstraröryggi og tækninýjungar bílsins.
► Við vonum að endir sé nú bundinn á
umræðuna og að aftur standi það upp úr sem
A-línan hefur fengið einróma lof fyrir víðs
vegar um heiminn: hugmyndin, línurnar,
rýmið, tæknin og þessi tilfinning að vera með
hluta af framtíðinni fyrir framan sig í formi
bíls.
Mercedes-Benz
RÆ SI H ' Skúlagötu 59, Reykjavtk, sími: 540 5400, heimasiða: www.raesir.is