Morgunblaðið - 15.11.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 13
Borgarráð samþykkir bráðabirgðaframkvæmdir við Landakot
Boltavöllur og bílastæði
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
ráðist verði í bráðabirgðafram-
kvæmdir við gerð bflastæða á lóð
Landakotsspítala og boltavallar á
austanverðri lóð gamla Stýrimanna-
skólans á Öldugötu 23. Skipulags-
og umferðarnefnd samþykkti á
fundi sínum 9. júní sl. tillögu að
breyttu skipulagi á Landakotsreit.
I erindi Stefáns Hermannssonar
GREIDD verða atkvæði um sam-
einingu sveitarfélaga á tveimur
svæðum í dag, annars vegar á Mið-
fjörðum Austurlands og hins vegar í
Skagafírði. A báðum stöðum verða
atkvæði talin strax í kvöld og er bú-
ist við að öll úrslit liggi fyrir um
klukkan 23.
At.kvæðagreiðsla um sameiningu
Neskaupstaðar, Eskifjarðar og
Reyðarfjarðar í eitt sveitarfélag
hefst á öllum stöðunum klukkan 10
og lýkur klukkan 22 í kvöld. Talið
verður á hverjum stað og er búist
við að úrslit liggi fyrir um klukkan
23. Til þess að af sameiningu verði
þarf tillagan að hljóta meirihluta at-
kvæða í hverju sveitarfélagi.
Úrslit klukkan 23
Atkvæðagreiðsla um sameiningu
ellefu sveitarfélaga í Skagafirði fer
fram í dag. Sveitarfélögin eru Sauð-
borgarverkfræðings, sem lagt var
fyrir fund borgarráðs á þriðjudag,
segir að skipulagstillagan hafi ekki
enn verið lögð fyrir borgarráð,
enda sé talin ástæða til að vinna
fyrst að samkomulagi annars vegar
við Menningar- og fræðslusam-
band alþýðu og menntamálaráðu-
neytið vegna breytinga á Stýri-
mannaskólalóðinni og hins vegar
árkrókskaupstaður og Fljóta-,
Hofs-, Hóla-, Lýtingsstaða-, Rípur-,
Seylu-, Skarðs-, Skefilsstaða-, Stað-
ar- og Viðvíkurhreppur. Eni þetta
öll sveitarfélög Skagafjarðarsýslu
utan Akrahrepps sem nær yfir
Blönduhlíð. Til þess að sameiningin
nái fram að ganga þarf meirihluta í
hverju og einu þessara ellefu sveit-
arfélaga. Verði sameining felld á
einum, tveimur eða þremur stöðum
hafa sveitarstjórnirnar ákveðið að
láta greiða atkvæði að hálfum mán-
uði liðnum um sameiningu þeirra
sveitarfélaga sem samþykkja sam-
einingu í dag.
Á Sauðárkróki stendur atkvæða-
greiðslan frá klukkan 9 til 21 í dag, í
Seyluhreppi kl. 10 til 19 en í hinum
sveitarfélögunum frá klukkan 12 til
20. Byrjað verður að telja klukkan
21 og er búist við að öll úrslit liggi
íyrir klukkan 23.
við Sjúki-ahús Reykjavíkur vegna
breytinga á lóð Landakotsspítala.
„Tillagan byggist á því að aust-
urhluta lóðar Stýrimannaskólans
verði breytt í boltavöll og að MFA
sem notanda hússins verði í stað-
inn tryggð afnot af bílastæðum
bæði meðfram Hrannarstíg og á
lóð Landakotsspítala. Aðkomu að
eldhúsi spítalans er breytt og er
gert ráð fyrir að tvö timburhús
sem standa á baklóð spítalans verði
fjarlægð, en þau munu hafa verið
reist þar til bráðabirgða,“ segir
ennfremur í erindi borgarverk-
fræðings.
Áætlaður kostnaður
20 milljónir króna
Verkhönnun liggur enn ekki fyr-
ir en lauslega áætlaður kostnaður
er 20 milljónir króna. Inni í þeirri
tölu eru ekki bílastæði efst í
Hrannarstíg. Drög að samkomu-
lagi við MFA og menntamálaráðu-
neytið annars vegar og Sjúkrahús
Reykjavíkur hins vegar liggja fyr-
ir. Þar er miðað við að SHR kosti
breytingar á aðkomu og á lóð aust-
anverðri og flutning á öðru timbur-
húsinu, sem sjúkrahúsið hyggst
selja, en auk þess vill SHR fresta
framkvæmdum fyrir u.þ.b. eina
milljón kr. og verður þá áætlaður
kostnaður sem eftir stendur 17
milljónir kr.
Borgarráð hefur samþykkt að
ráðist verði í bráðabirgðafram-
kvæmdir á næstu vikum, sem mið-
ist við að fjarlægja vestara timbur-
húsið og gera þar bílastæði með
bráðabirgðafrágangi, koma fyrir
boltaleikjaaðstöðu á austanverðri
lóð gamla Stýrimannaskólans og
girða boltavöllinn af frá götunni.
Að öðru leyti verður verkið sett á
framkvæmdaáætlun næsta árs, 5
milljónir á lið umhverfismála og 11
milljónir á lið gatnamálastjóra.
Ennfremur er lagt til að deiliskipu-
lagsuppdráttur verði yfirfarinn
samhliða nánari hönnun.
Flaggað á
degi ís-
lenskrar
tungu
FORSÆTISRÁÐHERRA
hefur ákveðið að flaggað skuli
við opinberar stofnanir á degi
íslenskrar tungu sunnudaginn
16. nóvebmer.
„Jafnframt er til þess mælst
að sem flestir aðrir dragi þjóð-
fánann að hún nefndan dag af
þessu tilefni," segir i frétt frá
forsætisráðuneytinu.
E
Sjúkrahús Reykjavíkur {Landakotsspítali)
—i1"1:--• v
Austfírðir og Skagafjörður
Atkvæði greidd
um sameiningu
Létt hurð, greið leið
Aðgengi fyrir alla
Bætt aðgengi fatlaðra
er eitt af stóru málun-
um hjá hreyfihömluðu
fólki í dag. Þótt talsvert
hafi áunnist þarf
að gera mun betur
ef duga skal.
„í ÓPINBERUM byggingum,
einkum skólum, þarf víða að bæta
aðgengi frá því sem er í dag,“ sagði
Guðríður Ólafsdóttir formaður
Sjálfsbjargar, landssambands fatl-
aðra. Sjálfsbjörg er að
hrinda úr vör átaki,
svokölluðum S-dögum,
sem á að fara eins og
bylgja um allt landið að
sögn Guðríðar. Lögð
verður megináhersla á
að fá sveitarfélög og
einstaklinga til að huga
að bættu aðgengi að
öllum byggingum.
„Átakið mun ná há-
marki á 40 ára afmæli
samtakanna árið 1999,“
sagði Guðríður enn-
fremur.
„Sjálfsbjargarfélag-
ið á Húsavík og félagsmálayfirvöld
þar efndu til átaks þar í ágúst 1996
þar sem gerð var athugun á að-
gengi í öllum byggingum í bæjarfé-
laginu, svo og öllum
götum. Endirinn á
þessu verkefni var síð-
an sá að félagið þar
skoraði á Sjálfsbjarg-
arfélög í nágrenninu
að gera samskonar
átak hjá sér og er nú
sérstakt verkefni að
þessu tagi í gangi á
Akureyri undir kjör-
orðinu - Létt hurð,
greið leið.“ Að lokum
sagði Guðríður að oft
væri ekki svo mjög
kostnaðarsamt að gera
úrbætur í þessum efn-
um, sem dygðu vel og bendir hún
öllum sem þessu vilja sinna að hafa
sem fyrst samband við skrifstofur
Sjálfsbjargarsamtakanna.
AKUREYRI
Morgunblaðið/
SÆMUNDUR Ólason fór með sigur af hólmi í hraðskákmóti sem efnt
var til á þjóðhátíðardegi Grímseyinga, sem kenndur er við Willard
Fiske.
Fiskeafmælið í Grímsey
„FISKE afmæli“ var haldið há-
tíðlegt í félagsheimilinu Múla í
Grímsey á þriðjudag, 11. nóv-
ember, en þetta er nokkurs kon-
ar þjóðhátíðardagur eyja-
skeggja sem minnast velgjörða-
manns síns Willards Fiske sem
heillaðist af eyjunni og gaf tafl
inn á hvert heimili í sinni tið.
Kvenfélagið Baugur hefur
undanfarna áratugi haft um-
sjón með hátiðahöldum en nú
var breytt út af þeirri venju.
Leikarar frá Akureyri komu út
í eyju og sýndu leikritið „Hugs-
anablaðran" eftir Aðalstein
Bergdal. Skólabörn í Grímsey
sáu einnig um skemmtiatriði og
Skralli trúður skemmti. Að sið-
ustu fór fram hraðskákmót og
var sigurvegari Sæmundur
Olason, sem hlaut að launum
farandbikar og annan til eign-
ar.
Bóndmn á Ytra-Felli skilar Möðrufelli
til hreppsnefndar
Staðan er tvö
núll fyrir Matthías
VALDEMAR Jónsson, bóndi á Ytra-Felli, sem keypti jörðina Möðrufell af
hreppsnefnd Eyjafjarðarsveitar, sagðist skila jörðinni til hreppsnefndar
eftir helgi. Eins og komið hefur fram, samþykkti hreppsnefnd að afhenda
Matthíasi Eiðssyni jörðina, eftir að kröfum hreppsnefndar hafði verið hafn
að í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Ytra-Fell er nýbýli frá Möðrufelli
og liggja jarðirnar því saman. „Ég
hef engu breytt á Möðrufelli en að-
eins fært nautgripi á milli húsa.
Hugmyndin hjá mér var að vera
með mjólkurkýmar á Möðrufelli en
nautgripina á Ytra-Felli.“
Bíð niðurstöðu Hæstaréttar
Valdemar segist ekki hafa tekið
ákvörðun um framhaldið hjá sér og
hann muni bíða þar til niðurstaða
Hæstaréttar liggur fyrir. „Staðan
er tvö núll fyrir Matthías en þriðja
dómstigið er eftir,“ sagði Valdemar
en úrskurður landbúnaðarráðuneyt-
isins og niðurstaða Héraðsdóms
Reykjavíkur hafa fallið Matthíasi í
vil.
„Þótt ég telji minni líkur á að
málið fari á annan veg í Hæstarétti,
gæti það gerst og þá myndi ég vilja
fá jörðina aftur eins og ég skil við
hana,“ sagði Valdemar.
Matthías, sem keypti jörðina í
sumar, hefur hins vegar gert
samning um sölu á mjólkurkvóta
og kúm og hann hefur sagt að kvót-
inn fari strax af jörðinni. Einnig
hyggst Matthías breyta fjósinu í
hesthús.
Björg og
Michael
syngja
SÍÐARI tónleikum Bjargar Þór-
hallsdóttir, Michael Jóns Clarke og
Richard Simm sem vera átti síðast-
liðið sunnudagskvöld var frestað
vegna veikinda, en til að koma til
móts við vonsvikna tónlistarunn-
endur verða tónleikar í dag, laugar-
daginn 15. nóvember kl. 15 í Safnað-
arheimili Akureyrarkirkju.
Islandsmet
í línudansi
ÆTLUNIN er að setja íslands-
met í línudansi, þ.e. fjölda þátt-
takenda í einum línudansi, í flug-
skýli Flugfélags Islands á Akur-
eyrarflugvelli í dag, laugardag-
inn 15. nóvember. Kántrýklúbb-
ur Akureyrar og Bjami Hafþór
Helgason standa fyrir þessum
viðburði og verður dansaður
auðveldur h'nudans sem Jóhann
Öm Ólafsson danskennari hefur
samið við lag Bjarna Hafþórs,
sem væntanlegt er á geisladiski.
Þeir sem ætla að taka þátt í línu-
dansinum skulu mæta í flugskýl-
ið kl. 16.30, þar verður dansinn
kenndur þannig að allir geta tek-
ið þátt óháð fyrri kunnáttu í hnu-
dönsum.
---------------
Norskur pí-
anóleikari
NORSKI píanóleikarinn Jan
Henrik Kayser kemur fram á
tónleikum í Safnaðarheimili
Akureyrarkirkju kl. 20.30 á
sunnudagskvöld. Á tónleikunum
túlkar hann verk norska tón-
skáldsins Hai-alds Sæverud.
Eitt hundrað ár eru liðin frá
fæðingarafmæli Haralds og af
því tilefni eru haldnir tónleikar
víða um Norðurlönd og Evrópu.
Jan Henrik fer fremstur í flokki
norskra túlkenda á pianóverk-
um hans.
Norska sendiráðið í Reykja-
vík efnir til tónleikanna í sam-
vinnu við Rikskonsertene og
Menningarmálaráðuneytið í
Noregi.