Morgunblaðið - 15.11.1997, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.11.1997, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Aziz segir Bandaríkjamenn koma af stað deilum í írak og saka síðan íraka um þvergirðingshátt Innanbúðardeilur í öryggisráðinu New York. Reuters. AÐUR en Tareq Aziz, aðstoðarfor- sætisráðherra íraks, fór frá New York í gær tjáði hann fréttamönn- um að hann hefði hug á samstarfi við vopnaeftirlitssveitir Sameinuðu þjóðanna í írak ef í þeim væru eng- ir bandarískir ríkisborgarar. Sagði Aziz að Bandaríkjamenn kæmu af stað deilum í írak og ásökuðu síðan þarlend stjórnvöld um þvergirðings- hátt. Aziz hvatti til þess að öryggisráð- ið kæmi til samræðna við íraka, en ráðið vildi ekki fá hann til fund- ar nema skipun íraka um að Banda- ríkjamenn í vopnaeftirlitssveitum SÞ skyldu verða á brott frá írak yrði afturkölluð. Alvarleg áminning Skömmu fyrir miðnætti á fimmtudag samþykkti ráðið alvar- lega áminningu til íraka fyrir að vísa Bandaríkjamönnunum úr landi og krafðist ráðið þess að brottvísun- in yrði dregin til baka. í yfírlýsingu sem lesin var á fundi ráðsins var ennfremur minnt á yfirlýsingu ráðs- ins frá 29. október þar sem írakar voru varaðir við ótilgreindum „al- varlegum afleiðingum“ þess að þeir myndu ekki gefa eftir þegar í stað. Þetta var í fyrsta sinn sem örygg- isráðið lét til sín taka síðan Banda- ríkjamönnunum sex var vísað burt frá írak á fimmtudag. SÞ brást við aðgerðum Iraka með því að kalla flestalla eftirlitsmenn sína frá land- inu. írakar höfðu gefið Bandaríkja- mönnunum að sök að vera útsend- arar leyniþjónustunnar, CIA. Sögðu írakar að of margir Bandaríkja- menn gegndu lykilstöðum í vopna- eftirliti SÞ og væru vitandi vits valdir að aukinni spennu. Bill Richardson, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, boðaði Ör- yggisráðið til fundarins á fímmtu- dagskvöld og leitaði eftir því að ráð- ið sýndi eindrægni, annan daginn í röð. Á miðvikudag samþykkti ráðið ályktun, sem jafngildir alþjóðalög- um, þar sem aðgerðir íraka voru fordæmdar og ferðabann sett á þar- lenda embættismenn sem hindrað höfðu ferðir vopnaeftirlitsmanna. Gagnrýni á yfirmann UNSCOM Rússland, Kína og nokkur önnur ríki gagnrýndu Richard Butler, ástralskan yfirmann vopnaeftirlits- ins, óopinberlega fýrir að kalla eftir- litsmennina heim og gefa út til- kynningu um það án þess að veita öryggisráðinu fyrst upplýsingar um áætlunina. Sendiherra Rússlands, Sergei Lavrov, sagði að fleirum en einum bæri að taka ákvarðanir á vegum þeirrar nefndar SÞ, er sér um eyðileggingu gereyðingarvopna íraka, UNSCOM. Lagði Lavrov til að komið yrði á fundi 21 tæknilegs sérfræðings víðsvegar að úr heiminum, sem veitir UNSCOM ráð um hvernig standa beri að afvopnun í Írak til lengri tíma litið. Sagði Lavrov að langtímamarkmiðið væri að fjar- lægja öll hættuleg vopn af Persa- flóasvæðinu. „Og ég tók fram að við þyrftum að leysa þetta vanda- mál snarlega, en mættum ekki gleyma að hafna óviðunandi kröfum Iraka,“ sagði Lavrov við frétta- menn. Seinlæti Kínverja Umræður um samþykkt yfirlýs- ingar öryggisráðsins, sem ekki get- ur orðið nema öll 15 aðildarríki þess lýsi stuðningi sínum við hana, drógust mjög á langinn í fyrrinótt, einkum vegna þess að Kínveijar biðu fyrirmæla frá stjórnvöldum í Peking. Haft var eftir stjórnarerin- drekum að Richardson hefði móðg- að Kínveija fyrr um daginn með því að gagnrýna stöðu mannrétt- indamála í Tíbet á fundi Allsheijar- þingsnefndar. Kínveijar kváðu frá- leitt að nokkur tengsl væru milli gagnrýni Richardsons og þess að fyrirmæli bárust seint frá kínversk- um ráðamönnum. Harðar viðskiptaþvinganir hafa þegar verið samþykktar á íraka og segja fréttaskýrendur að öryggis- Reuters EFTIRLITSMENN Sameinuðu þjóðanna aka af stað frá Baghdad snemma í gærmorgun. [ i t í ráðið eigi nú ekki frekari úrkosti til að þrýsta á íraka, fyrir utan hemaðaraðgerðir. Létu nokkrir stjórnarerindrekar í ljósi gremju yfir því að SÞ væri að bregðast við aðgerðum íraka án þess að hafa markað stefnu um hvernig höggva megi á hnútinn, og töldu erindrek- arnir að hernaðaraðgerðir myndu jafnvel ekki duga til. Mismunun eftir þjóðerni mótmælt Bandaríkjamenn hafa sagt að þeir þurfi ekki að leita samþykkis SÞ til þess að grípa til hernaðarað- gerða, en þarlendum stjórnvöldum virðist eigi að síður vera í mun að fá sem eindrægastan stuðning á alþjóðavettvangi við fordæmingu á aðgerðum íraka. Frakkar, Rússar og Kínverjar, sem allir eiga fasta- fulltrúa í öryggisráðinu og hafa þar neitunarvald auk Breta og Banda- ríkjamanna, hafa tekið skýrt fram að þeir muni ekki styðja hernaðar- aðgerðir. Butler sagði á fimmtudag að þótt Bandaríkjamenn fengju ekki að senda fulltrúa sína til vopnaeftir- lits yrði eftirlitsflugi yfir írak hald- ið áfram, þrátt fyrir að írakar hafi hótað að skjóta niður U-2 eftirlits- flugvélar Bandaríkjanna. Um brott- rekstur bandarísku eftirlitsmann- anna sagði hann við fréttamenn: „Ég mun halda áfram að mótmæla þessari mismunun starfsfólks [SÞ] eftir þjóðerni. Við munum ekki una þessari ólöglegu aðgreiningu þjóða.“ Bandarísku eftirlitsmennirnir sex komu til Amman, höfuðborgar Jórdaníu, snemma í gærmorgun eftir rúmlega tíu klukkustunda akstur yfir eyðimörkina frá Bagh- dad. Aðrir vopnaeftirlitsmenn fóru flugleiðis frá Irak. RHILCOIIi Hlægilegt verð 2 .91 D fyrir PhHco burrkara kr. stgr. Verð áður: 32.900 kr. Itlóvembertilboð á frábærum þurrkara frá Philco. Philco DN500 tekur 5 kg og snýr í báðar áttir. Ómissandi heimilishjálp! 4 v; j sSS Heimilistæki hf SÆTÚN S SÍMI S69 1500 http.//www.ht.l8 Œ IflHÆGJUflBYRGfl Sé kaupandl ekkl ánægfiur meft vöruna má hann skila tyþ tjý I hennl innan 10 dagal Blaðamannafélagsins » ! t á Hótel fslandi laugardaginn 22. nóvember 1997. Glæsfleg afmælfsdagskrá l gfæsffeg hátíð \ Karlakór Reykjavíkur Sigrún Hjálmtýsdóttir Hátíðarávarp Fjölmiðlar í „léttu ljósi“ Hljómsveit Björgvins Halldórssonar sér um tónlistina \ Húsið opnað kl. 18.30 með fordrykk Dagskráin hefst kl. 19.30. Tryggið ykkur miða f tíma á alvöru „pressuball“ Miða- og borðapantanir á Hótel íslandi í síma 568 7111. '
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.