Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Aziz segir Bandaríkjamenn koma af stað deilum í írak og saka síðan íraka um þvergirðingshátt
Innanbúðardeilur
í öryggisráðinu
New York. Reuters.
AÐUR en Tareq Aziz, aðstoðarfor-
sætisráðherra íraks, fór frá New
York í gær tjáði hann fréttamönn-
um að hann hefði hug á samstarfi
við vopnaeftirlitssveitir Sameinuðu
þjóðanna í írak ef í þeim væru eng-
ir bandarískir ríkisborgarar. Sagði
Aziz að Bandaríkjamenn kæmu af
stað deilum í írak og ásökuðu síðan
þarlend stjórnvöld um þvergirðings-
hátt.
Aziz hvatti til þess að öryggisráð-
ið kæmi til samræðna við íraka,
en ráðið vildi ekki fá hann til fund-
ar nema skipun íraka um að Banda-
ríkjamenn í vopnaeftirlitssveitum
SÞ skyldu verða á brott frá írak
yrði afturkölluð.
Alvarleg áminning
Skömmu fyrir miðnætti á
fimmtudag samþykkti ráðið alvar-
lega áminningu til íraka fyrir að
vísa Bandaríkjamönnunum úr landi
og krafðist ráðið þess að brottvísun-
in yrði dregin til baka. í yfírlýsingu
sem lesin var á fundi ráðsins var
ennfremur minnt á yfirlýsingu ráðs-
ins frá 29. október þar sem írakar
voru varaðir við ótilgreindum „al-
varlegum afleiðingum“ þess að þeir
myndu ekki gefa eftir þegar í stað.
Þetta var í fyrsta sinn sem örygg-
isráðið lét til sín taka síðan Banda-
ríkjamönnunum sex var vísað burt
frá írak á fimmtudag. SÞ brást við
aðgerðum Iraka með því að kalla
flestalla eftirlitsmenn sína frá land-
inu. írakar höfðu gefið Bandaríkja-
mönnunum að sök að vera útsend-
arar leyniþjónustunnar, CIA. Sögðu
írakar að of margir Bandaríkja-
menn gegndu lykilstöðum í vopna-
eftirliti SÞ og væru vitandi vits
valdir að aukinni spennu.
Bill Richardson, sendiherra
Bandaríkjanna hjá SÞ, boðaði Ör-
yggisráðið til fundarins á fímmtu-
dagskvöld og leitaði eftir því að ráð-
ið sýndi eindrægni, annan daginn í
röð. Á miðvikudag samþykkti ráðið
ályktun, sem jafngildir alþjóðalög-
um, þar sem aðgerðir íraka voru
fordæmdar og ferðabann sett á þar-
lenda embættismenn sem hindrað
höfðu ferðir vopnaeftirlitsmanna.
Gagnrýni á yfirmann
UNSCOM
Rússland, Kína og nokkur önnur
ríki gagnrýndu Richard Butler,
ástralskan yfirmann vopnaeftirlits-
ins, óopinberlega fýrir að kalla eftir-
litsmennina heim og gefa út til-
kynningu um það án þess að veita
öryggisráðinu fyrst upplýsingar um
áætlunina. Sendiherra Rússlands,
Sergei Lavrov, sagði að fleirum en
einum bæri að taka ákvarðanir á
vegum þeirrar nefndar SÞ, er sér
um eyðileggingu gereyðingarvopna
íraka, UNSCOM.
Lagði Lavrov til að komið yrði á
fundi 21 tæknilegs sérfræðings
víðsvegar að úr heiminum, sem
veitir UNSCOM ráð um hvernig
standa beri að afvopnun í Írak til
lengri tíma litið. Sagði Lavrov að
langtímamarkmiðið væri að fjar-
lægja öll hættuleg vopn af Persa-
flóasvæðinu. „Og ég tók fram að
við þyrftum að leysa þetta vanda-
mál snarlega, en mættum ekki
gleyma að hafna óviðunandi kröfum
Iraka,“ sagði Lavrov við frétta-
menn.
Seinlæti Kínverja
Umræður um samþykkt yfirlýs-
ingar öryggisráðsins, sem ekki get-
ur orðið nema öll 15 aðildarríki
þess lýsi stuðningi sínum við hana,
drógust mjög á langinn í fyrrinótt,
einkum vegna þess að Kínveijar
biðu fyrirmæla frá stjórnvöldum í
Peking. Haft var eftir stjórnarerin-
drekum að Richardson hefði móðg-
að Kínveija fyrr um daginn með
því að gagnrýna stöðu mannrétt-
indamála í Tíbet á fundi Allsheijar-
þingsnefndar. Kínveijar kváðu frá-
leitt að nokkur tengsl væru milli
gagnrýni Richardsons og þess að
fyrirmæli bárust seint frá kínversk-
um ráðamönnum.
Harðar viðskiptaþvinganir hafa
þegar verið samþykktar á íraka og
segja fréttaskýrendur að öryggis-
Reuters
EFTIRLITSMENN Sameinuðu þjóðanna aka af stað frá
Baghdad snemma í gærmorgun.
[
i
t
í
ráðið eigi nú ekki frekari úrkosti
til að þrýsta á íraka, fyrir utan
hemaðaraðgerðir. Létu nokkrir
stjórnarerindrekar í ljósi gremju
yfir því að SÞ væri að bregðast við
aðgerðum íraka án þess að hafa
markað stefnu um hvernig höggva
megi á hnútinn, og töldu erindrek-
arnir að hernaðaraðgerðir myndu
jafnvel ekki duga til.
Mismunun eftir þjóðerni
mótmælt
Bandaríkjamenn hafa sagt að
þeir þurfi ekki að leita samþykkis
SÞ til þess að grípa til hernaðarað-
gerða, en þarlendum stjórnvöldum
virðist eigi að síður vera í mun að
fá sem eindrægastan stuðning á
alþjóðavettvangi við fordæmingu á
aðgerðum íraka. Frakkar, Rússar
og Kínverjar, sem allir eiga fasta-
fulltrúa í öryggisráðinu og hafa þar
neitunarvald auk Breta og Banda-
ríkjamanna, hafa tekið skýrt fram
að þeir muni ekki styðja hernaðar-
aðgerðir.
Butler sagði á fimmtudag að
þótt Bandaríkjamenn fengju ekki
að senda fulltrúa sína til vopnaeftir-
lits yrði eftirlitsflugi yfir írak hald-
ið áfram, þrátt fyrir að írakar hafi
hótað að skjóta niður U-2 eftirlits-
flugvélar Bandaríkjanna. Um brott-
rekstur bandarísku eftirlitsmann-
anna sagði hann við fréttamenn:
„Ég mun halda áfram að mótmæla
þessari mismunun starfsfólks [SÞ]
eftir þjóðerni. Við munum ekki una
þessari ólöglegu aðgreiningu
þjóða.“
Bandarísku eftirlitsmennirnir sex
komu til Amman, höfuðborgar
Jórdaníu, snemma í gærmorgun
eftir rúmlega tíu klukkustunda
akstur yfir eyðimörkina frá Bagh-
dad. Aðrir vopnaeftirlitsmenn fóru
flugleiðis frá Irak.
RHILCOIIi
Hlægilegt verð
2 .91 D
fyrir PhHco burrkara
kr. stgr.
Verð áður:
32.900 kr.
Itlóvembertilboð
á frábærum þurrkara
frá Philco.
Philco DN500 tekur 5 kg
og snýr í báðar áttir.
Ómissandi heimilishjálp!
4 v; j
sSS
Heimilistæki hf
SÆTÚN S SÍMI S69 1500
http.//www.ht.l8
Œ
IflHÆGJUflBYRGfl
Sé kaupandl ekkl ánægfiur
meft vöruna má hann skila
tyþ tjý I hennl innan 10 dagal
Blaðamannafélagsins
»
!
t
á Hótel fslandi
laugardaginn 22. nóvember 1997.
Glæsfleg afmælfsdagskrá l
gfæsffeg hátíð \
Karlakór Reykjavíkur
Sigrún Hjálmtýsdóttir
Hátíðarávarp
Fjölmiðlar í „léttu ljósi“
Hljómsveit
Björgvins Halldórssonar
sér um tónlistina \
Húsið opnað kl. 18.30 með fordrykk
Dagskráin hefst kl. 19.30.
Tryggið ykkur miða f tíma á alvöru
„pressuball“
Miða- og borðapantanir á Hótel íslandi
í síma 568 7111.
'