Morgunblaðið - 15.11.1997, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 15.11.1997, Qupperneq 36
- 36 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR EKKI er ofsögum sagt af nytsemi tölv- anna. Þær létta okkur verkin, halda utan um gögn sem ekki rúmast í mannskolli, og margt af því sem áður var geymt á bókfelli og pappír er nú varðveitt í tölvum. Og að mörgu leyti slá tölvurnar bókunum við. íslendingar hafa löngum státað af merkilegri bókmenn- ingu, en spurningin er hvemig þeim vegnar með tölvumar. Menn ræða þessa dagana um tölvuvinnu og netnotkun sem vaxt- arbrodd í íslensku atvinnulífi, en er eða verður til eitthvað sem heit- ir íslensk tölvumenning sem hægt væri að bera saman við íslenska bókmenningu? Hérlend stjórnvöld hafa haft mik- inn skilning, eins og það er orðað, á gildi upplýsingatækninnar fyrir íslenskt samfélag, og tölvur eru ódýrari hér á landi en víða annars staðar vegna hóflegrar skattlagningar. (Nú er að vísu deilt um verð- lagningu á símaþjón- ustu, en samt halda menn því fram að hún sé tiltölulega ódýr hér.) Áhugi stjómvalda kemur líka fram í því að skólar em hvattir til að tölvuvæðast, og börn em alin upp við tölvur sem sjálfsögð hjálpartæki í skóla og á heimili. Gallinn er bara sá, að mikill hluti tölvuumhverfís er á ensku. Til þess að ná valdi á tölvunum þurfa börn- in því að verða læs á ensku. Sú var tíðin að skólabækur vora margar á erlendum málum, ekki síst dönsku. Þetta þótti ekki sæm- andi til lengdar, og nú em kennslu- bækur á íslensku, allt upp í há- skóla. Þegar yfirvöld hvetja skóla Gera ætti sérstakt átak núna til að íslenska það tölvuumhverfi sem snýr að skólaæskunni, segir Krístján Árnason og halda upp á verklok á degi íslenskrar tungu 1998. til að tölvuvæðast, vaknar að sjálf- sögðu spurningin hvort ætlast sé til þess að bömin noti forrit á ensku. Staðreyndin er sú að innflytjendur tölva og tölvuhugbúnaðar virðast margir hverjir leggja lítið upp úr því að íslenska hugbúnaðinn, þótt frá þessu séu merkar undantekningar. Ritvinnsluforrit sem undirritaður fékk nýlega í hendur er þannig úr garði gert, að skrifi maður bókstaf- inn i einan sér, breytist hann sjálf- krafa í I, sem er fyrstu persónu for- nafnið ég á ensku. Tölvan hugsar sem sé fyrir mig, en hún hugsar auðvitað á ensku. Og þessi enska hugsun virðist vera sú sem íslend- ingar, skólaböm jafnt sem aðrir, eiga að laga sig að, því ritvinnslufor- ritið er afhent yfír búðarborðið til íslenskra neytenda með þessu formi. Margir halda þvi fram að það væri allt of dýrt að fara að þýða tölvuhugbúnað sem þennan á ís- lensku. Þeir era líka til sem halda því fram að það yrði dragbítur á tölvuvæðingunni ef þýða þyrfti hvaðeina. En þetta er fyrirsláttur. Vilji er allt sem þarf, og kostnaður- inn er ekki meiri en svo að hann yrði sáralítill hluti af veltu tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækja. í dag (í tengslum við dag ís- lenskrar tungu þann 16.) verður formlega opnaður orðabanki ís- lenskrar málstöðvar, sem komið hefur verið á laggimar með stuðn- ingi Lýðveldissjóðs og Málræktar- sjóðs. Orðabankinn geymir orða- forða sem hið öfluga nýyrðastarf sérfræðinga á ýmsum sviðum tækni og vísinda hefur gefið af sér á und- anförnum áratugum. Þangað geta menn leitað ef þeir vilja vita hvað tiltekinn bílhlutur, eða hugtak úr tölvuheimi, tölfræði eða stjörnu- fræði heitir á íslensku og öðrum málum. Bankinn verður opinn al- menningi á netinu, og hann er dæmi um það hvernig tölvutæknin getur nýst í þágu íslenskrar mál- ræktar, og þar með menningar. Því orðabankinn auðveldar mönnum að fjalla um heiminn á íslensku. En í því er falin nokkur mót- sögn, ef viðmót einkatölvunnar, það sem mætir barninu þegar það ræs- ir hana og notar heima hjá sér eða í skólanum, er á ensku. Skólaæskan getur þá ekki tileinkað sér grand- vallaratriði tölvunotkunar með móðurmálið að vopni. Hvernig væri að gert yrði sér- stakt átak til að íslenska það tölvu- umhverfi sem snýr að skólaæsk- unni, strengja þess heit á degi ís- lenskrar tungu 1997 og halda upp á verklok á degi íslenskrar tungu 1998? Sérfræðingar telja að ekki þurfi meira en einn til fjóra menn í eitt ár til að þýða t.a.m. Windows 95, sem er mjög víða notað. Yfír- völdum menntamála, bæði sveitar- félögum og ríki, er í lófa lagið að koma þessu í kring í samvinnu við seljendur tölvubúnaðar. Að því væri mannsbragur og það myndi bæta íslenska tölvumenningu. Höfundur er formaður íslenskrar málnefndar. íslensk tölvumenning Kristján Amason Er vilji fyrir jafnri stöðu kynj- anna á Islandi? HÉR FARA hug- leiðingar sem liggja til 'grundvallar nýjum að- ferðum í kvenfrelsis- jf baráttunni sem verða til umræðu á lands- fundi Kvennalistans um helgina. Nú má ætla að mannfólkinu sé það hugleikið að sanngirni og jafnrétti ríki hvar sem því verður við komið. Getur verið að vilj- . inn fyrir jafnrétti sé fyrir hendi en það sé einfaldlega ekki öllum ljóst í hveiju mismun- , unin liggur? Þeir sem hafa lagt sig 'niður við að skilja jafnréttisbaráttu minnihlutahópa og frelsisbaráttu kvenna hafa á endanum séð ljósið. ( Fyrir flesta er um stóra uppgötvun að ræða sem veitir nýja sýn á lífið og tilverana og fyrir þá verður ekki aftur snúið. Fólk hefur líkt þessu ■ við það að fá ný gleraugu á nefíð. Hlutverk og staða kynjanna er skorðuð í hefðbundnum viðhorfum manna, fastmótaðri samfélagsskip- an og öllum þeim hugmynda- og upplýsingagranni sem við byggjum skilning okkar á. Það getur reynst erfítt að losa sig undan gamalgrón- um gildum og viðhorfum sem móta alla hugsun okkar og umhverfi. Þau ■ gleraugu sitja oft svo fast þó svo að réttsýnisgleraugun séu innan seilingar. Kvennabarátta er aldagamalt fyrirbæri og má velta fyrir sér af hveiju konur hafa þurft að beijast Mikrá úrval rf.! fallegum rúmfa+neiái SkóUvðrðusMg 21 S(mi 551 4050 R*yklivit hatrammri baráttu fyr- ir ýmsum grundvallar mannréttindum. Til- hugsunin um að konur hafí á sínum tíma þurft að beijast fyrir kosn- ingarétti þykir okkur næsta fráleit í dag. Konur þurftu lengi vel að beijast fyrir því að fá inni í þeim mennta- stofnunum er hugur þeirra stóð til og hug- myndir um fæðingar- orlof þóttu öfgakennd- ar þegar þær komu fyrst fram. Jú, dropinn holar steininn en mikið hefur reynt á langlund- argeð kvenna í gegnum tíðina. En hver er skýringin á þessum hægagangi í baráttunni? Konur eru ekki að beij- * ast við karla, segir As- dís Olsen, heldur þann klafa fastmótaðra og gróinna viðhorfa, gilda og kerfa, sem hvert samfélag er bundið á. Konur era ekki að beijast við karla heldur þann klafa fastmót- aðra og gróinna viðhorfa, gilda og kerfa, sem hvert samfélag er bund- ið á. Slík barátta er alltaf erfið því íhaldssemi er mannfólkinu svo eig- inleg. Ef við gefum okkur að vilji sé fyrir jafnrétti á íslandi drögum við þá ályktun að meiri sveigjan- leiki í kerfínu og almennur skilning- ur á þeirri mismunun sem svo mörg- um er hulin sé það sem þurfi til að raunverulegur árangur náist. Á landsfundi Kvennalistans nú um helgina verður blásið til nýrrar sóknar á grundvelli þessa skilnings. Unnið verður að mótun heildstæðr- ar jafnréttisstefnu með breyttum áherslum og markvissum aðferðum í frelsisbaráttu kvenna - samfélag- inu öllu til heilla! Höfundur er í landsfundamefnd Kvennalistans. Ásdís Olsen ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 927. þáttur SUM vandamál eru óleysan- leg. Svo er um eignarfall fleir- tölu af kvenkynsorðum sem enda á a, svokallaðra ön-stofna. „Meginreglan“ er að vísu sú, að þau endi á na í áðurnefndu eign- arfalli. En undantekningarnar frá þessari „reglu“ eru ærið margar. Ef stofninn endar á r-i, verður na-ending t.d. óeðlileg, sjá orð eins og þerra, börur, kerra, sperra og vera, að ekki sé talað um hóra, gæra og tjara. Óskar Halldórsson og Bjarni Vilhjálms- son ortu í gráglettni: Víst mun þerma brúkið breiða bama og kerma smiða fró, er í sperma gota greiða gránstóð vema úr höfuðskóg. Vísa þessi mun til komin vegna þess að höfundum hafa þótt reglur um eignarfall fleir- tölu kvenkynsorða í veikri beyg- ingu settar fram nokkuð ein- strengingslega í sumum mál- fræðibókum. í málfræði Finns Jónssonar er gert ráð fyrir að eignarfall fleirtölu endi á -na. Hann segir aðeins: ,,„Vera“ er n-laust í ef. flt.“ Sjá nú vísuna. Halldór Briem segir: „í sum- um kvenkyns orðum fellur burt n, svo að eignarf. fleirt. verður eins og nefnif. eint., t.d. gyðja, liya, lína, kerra, skemma. Sum slík orð verða varla höfð í eign- arf. fleirt., t.d. alda, bára.“ Um orðið kerra hér, sjá aftur vísuna. Jón Ólafsson fjallar rækilega um þetta: „I orðum, sem enda á -ja, en meginhluti þeirra á g eða k (-gja, -kja) fellur j-ið burt í ef. flt., t.d. bylgja, bylgna; kirkja, kirkna. Endi meginhluti slíkra orða (orða með -ja-endingu) á öðrum málstaf en g eða k, þá fellur n-ið burt í ef. flt., svo sem: lilja, smiðja; ef. flt. lilja, smiðja; hetja ef. flt. hetja. Ef nefnifalls-ending í et. er -a og meginhluti orðsins endar á mm, n eða r, þá bætist ekkert n við í ef. flt.: Skemma, sljarna, hæna, vara, vera (sjá enn vís- una) hóra - verða eins í ef. flt. eins og í nf. et. Mörg hafa ekk- ert ef. í flt. t.d. alda og völva.“ Jakob Jóhannesson Smári: „Eins og saga beygjast t.d. gata, fluga, dúfa, klukka, míla, skeifa, súla, stelpa, telpa, vika, þúfa, mæðgur (að- eins til í flt.). Þar, sem stofninn endar á -gj eða -kj, er j sleppt á undan -na í ef. flt., t.d. bylgja-bylgna, slægja- slægna, ekkja-ekkna, fíkja- fíkna, kirkja-kirkna, rekkja- rekkna, tekja-tekna ... Eins og lilja beygjast t.d. álfa, auðna, bára, deila, fiðla, fjara, gyðja, kanna, karfa, svala, vagga, þvara, börur (sjá enn vísuna) aðeins til í flt., vögur (flt.), völtrur (flt.).“ Bjöm Guðfínnsson var reglu- fastur. Hann segir: „Veik kvenkynsorð sem enda á -a í nf. et., enda á -na í ef. flt., nema þau sem enda á -ja í nf. et. og hafa hvorki g né k í stofni.“ Gegn þessari einstrengings- legu reglu hygg ég að vísunni sé einkum beint. Halldór Halldórsson er var- færnari: „Mörg orð beygjast sem stúlka. Flest þeirra enda á -na í eignarfalli fleirtölu. Þó enda allmörg orð af þessu tæi á -a í þessu falli, t.d. fiðla, fjara, karfa, svala . . . Eins og smiðja beygjast nokkur orð, t.d. lilja og gyðja. Ef g eða k fer næst á undan j í þessum orðum, end- ar ef. flt. venjulega á -na, t.d. bylgna (af bylgja), kirkna (af kirkja), rekkna (af rekkja).“ Af öllu þessu sjáum við hversu erfitt er að búa hér til einhlíta reglu, ekki síst þar sem mörg þessi orð eru sjaldhöfð í eignar- falli fleirtölu. Athygli mína vekur að Jakob Smári skuli hafa orðið deila n-laust í margnefndu falli. Merkilegt er að höfundar kennslubókanna virðast hafa sniðgengið orð með tveimur s-um og tveimur t-um. Ég nefni orð eins og assa, byssa, klessa, messa, motta, pressa, rotta, sessa, skissa, skotta, skyssa, trossa og vissa. Er þá ótalið orðið hryssa, sem varð tilefni þessarar umfjöllunar, sjá annars 215. þátt 29. okt. 1983. Ingibjörg Gunnarsdóttir á Akureyri kann því mjög illa, þegar sagt er hryssna. Ég held ég verði að vera henni sammála, getum við t.d. sagt ?trossna, ?klessna, ?rottna og ?assna?! Ástæðan til þess að menn vilja skjóta n-i inn í eignarfall fleir- tölu sem allra oftast er líklega svokölluð yfirvöndun (ofvönd- un, ofrétting), á erlendu máli hypercorrectio. En eins og sagði í upphafí. Málið er óleysanlegt, og Þjóðrek- ur þaðan kvað um árið: Gepum sogæðar drykkþyrstra dælna rennur dreggjabland skolvatns og ælna. Yfir nælnanna brot, inn í skælnanna skot leggur glóðaþef svíðandi svælna. ★ „Tökuorðin úr grísku og lat- ínu eru raunar mun hærra sett í málinu en ensku- og dönsku- sletturnar enda eru þau tiltölu- lega fá og tungunni stafar engin hætta af sambýli við þau. Þetta sést best á því að engum dettur í hug að kalla grísku hugtökin úr metrakerfínu „slettur" hvað þá ýmis latnesk hugtök tengd kirkju og kristni s.s. orðin messa, prestur og altari eða orðið algebra sem er komið úr arabísku og orðið almanak sem komið er úr koptísku. Við berum þvert á móti lotningarfulla virð- ingu fyrir þessum orðum eins og hveijum öðrum erlendum hefðargestum. En íslenska hreintungustefnan hefur ekki einungis getið af sér hugtök á borð við slettur og nýyrði heldur einnig það sem kallað hefur verið nýmerking. Nýmerking verður til þegar gamalt fomyrði er vakið af dvala og fengið nýtt hlutverk í nútíma- máli. Við getum því allt eins kallað slík orð uppvakninga eða afturgöngur. Orðið sími er dæmi um einn magnaðasta upp- vakning íslenskrar tungu en það orð kemur fyrir í fornum drótt- kvæðum í merkingunni þráður eða band.“ (Halla Kjartansdóttir: Daglegt mál í Ríkisútvarpinu.) ★ Hlymrekur handan kvað: Þegar kálfurinn eignaðist kú og Kristur bauð Múhameðstrú, þegar kaktusar drukku og korktappar sukku, þá hlaut Koðrán í Svartgiljum frú.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.