Morgunblaðið - 15.11.1997, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 15.11.1997, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 37 v _____AÐSENPAR GREIIMAR_ Skottulækningar - hvað er nú það? FYRIR nokkru var fluttur fyrirlestur á vegum Hollvinafélags læknadeildar Háskóla Islands þar sem fyrr- verandi yfirlæknir fjallaði um „skottu- lækningar." Læknirinn hefur ákveðna skoðun á því hvað séu skottulækn- ingar, telur allt annað en það sem heyrir undir hina „akadem- ísku“ læknisfræði, skottulækningar. Sérstaklega að- spurður um nuddmeð- ferð og ýmiskonar böð, eins og tíðkast hjá Heilsu- stofnun NLFÍ í Hveragerði og hundruðum virtra heilsustofnana erlendis, telur læknirinn að þar sé um skottulækningar að ræða og sömu skoðun hefur hann á íslenska lýsinu, grasalækningum og fæðu- bótarefnum. Fram kom, að ekki væri hægt að væna íslenska lækna um skottu- lækningar þar sem það orð væri ekki til í íslenskum lögum og reglu- gerðum heldur væri talað um læknamistök ef læknum yrðu á mistök en frummælandi taldi koll- ega sína ekki saklausa í þeim efn- um. Læknirinn tók skýrt fram, að skottulækningar þyrftu ekki að vera slæmar, þær væru í raun undanfari nútíma, „akadem- ískrar", læknisfræði. Þegar talað er um skottulækn- ingar verða menn að hafa í huga hvaða skilning almenningur leggur í orðið. Að mati undirritaðs, telja flestir að skottulækningar standi fyrir eitthvað sem beri að varast enda iðkað af vafasömum aðilum og séu þær hættulegar eða í besta falli varasamar. Náttúrulækningastefnan á ís- landi kom fyrst fram í fyrirlestri Jónasar Kristjánssonar læknis árið 1923. Þar benti Jónas ma. á or- sakasamhengi heilbrigðra lifnaðar- hátta og heilsu. Hann hélt því fram að fræðsla um heilbrigt líferni gæti komið í veg fýrir sjúkdóma eða a.m.k. seinkað þeim. Jónas höfðaði til skynsemi manna, hvatti þá til þess að borða meira af grænmeti og ávöxtum en minna af kjöti og að þeir forðuð- ust tóbak, áfengi, hvítt hveiti og hvítan sykur. Aratuga barátta náttúrulækn- ingamanna gerði það að verkum, að landsmenn telja NLFf græn- metisfélag, „vegeterískt" félag sem það er ekki frekar en fæðubót- arfélag. NLFÍ telur náttúrulega fæðu búa yfir þeim efnum sem maðurinn þarf á að halda svo fæðubótarefni séu yfírleitt ekki nauðsynleg að auki. Félagið tekur þó ekki afstöðu gegn slíkum efnum til nota við sérstök skilyrði, að bestu manna yfirsýn. Kenningar Jónasar Kristjáns- sonar læknis áttu ekki upp á pall- borðið hjá kollegum hans sem gerðu lítið úr því að orsakasamhengi væri á milli heilsu fólks og lífsstíls þess. Ekki þarf að fara langt aftur í tímann til að sjá greinar eftir lækna, sem enn eru starfandi, þar sem því er haldið fram að rétt næring og lifnaðar- hættir hafi ekkert með heilbrigði að gera. En lengi má manninn reyna. En aftur að fundin- um um skottulækning- arnar. í máli fyrirles- arans kom margt fróð- legt fram, m.a. var því velt upp, hvort læknar gæfu sér nægilega góðan tíma til að ræða við sjúkl- inga en ef svo væri ekki væru þeir allt eins að hrekja þá í hendur leikmanna/skottulækna. Margir fara til óvandaðra aðila í leit sinni að líkn þegar annað þrýtur. Því miður er alltof mikið um einstaklinga sem gefa sig út fyrir að geta læknað fólk með ýmsum töfralausnum eða „krafta- verkalækningum" eða hvað þetta nú allt heitir. Náttúrulækningafé- lag íslands fordæmir alla þá sem villa á sér heimildir í þessum efnum pg gera sér neyð fólks að féþúfu. í þessu sambandi er rétt að benda Sá tími mun koma, seg- ir Gunnlaugur K. Jónsson, að verka Jón- asar Kristjánssonar læknis verður minnst að verðleikum. á indverskt máltæki sem segir: „Heilbrigður maður á sér margar óskir en sjúkur aðeins eina.“ NLFÍ er forvamafélag sem leit- ar eftir samstarfi við alla þá sem á ábyrgan hátt hafa heilbrigði al- mennings að leiðarljósi. Félagið telur markvissa fræðslu um heil- brigða/skynsamlega lifnaðarhætti bestu leiðina til að bæta heilsu al- mennings auk þess að ná niður kostnaði við heilbrigðisþjónustuna. í mikilli einföldum má segja að náttúrulækningastefnan eins og NLFÍ flytur hana snúist um matar- æði, hreyfingu, heilbrigt umhverfí og slökun. í þekktum dægurtexta segir m.a. „Eitt sinn verða allir menn að deyja“. Dauðinn er yfirleitt mælikvarði þeirra gæða sem við búum við en í hugtakinu „Heilsa" telja margir að í felist hæfileikinn til að vinna og njóta lífsins. Það verður aldrei hægt að út- rýma sjúkdómum og dauðinn verð- ur ekki umflúinn en það er hægt að bæta árum við lífið og lífi við árin með því að bera ábyrgð á eig- in heilsu en það er grunntónn nátt- úrulækningastefnunnar sem sannanlega getur læknað fólk af ýmsum kvillum, ef eftir er farið, en samkvæmt því er NLFÍ skottu- lækningafélag sbr. frásögn áður- nefnds læknis. Sá sem þetta skrifar telur skil- greiningu læknisins um skottu- lækningar úr takti við raunveru- leikann og til þess fallna að skipa mönnum í andstæðar fylkingar sem er engum til góðs. Virtur krabbameinslæknir tók til máls í kjölfar fyrirlestursins og lagði á smekklegan hátt áherslu á þetta atriði. NLFÍ viðurkennir fullkomlega „akademíska" læknisfræði en telur hana of einhæfa sjúkdómafræði og vill bæta við hana fyrirbyggj- andi aðgerðum heilbrigðra lífs- hátta. Það er við hæfi að ljúka þessari grein á kafla úr ávarpi Jónasar Kristjánssonar læknis sem birtist í fyrsta hefti Heilsuverndar, tíma- rits NLFÍ, árið 1946. „Náttúrulækningastefnan lítur svo á, að flestir sjúkdómar stafi af því, að vér bijótum lögmál þau eða skilyrði, sem heilbrigði er háð. Náttúruvísindi framtíðarinnar eiga án nokkurs vafa, eftir að sýna fram á þessa staðhæfingu þegar vísinda- mönnum þjóðanna ber sú gæfa til, að leita orsaka sjúkdóma í stað þess að huga nær eingöngu að meinunum sjálfum. Náttúrulækn- ingastefnan eins og ég lít á hana, boðar trú á lífið og heilbrigðina, á andlega og líkamlega heilbrigði, jafnvægi og lífsgleði, en afneitar trúnni á sjúkdómana. Og ég trúi því, að þar sem ríkir friður, sam- ræmi og heilbrigði, þar séu guðs vegir. Til að skapa heilbrigt og dugandi þjóðfélag, þarf andlega og líkamlega heilbrigða þegna. Undirstaða heilbrigðinnar er réttir lifnaðarhættir og rétt fræðsla. En heilsurækt og heilsuvernd þarf að byrja áður en menn verða veikir. Æsku landsins á að uppfræða um lögmál heilbrigðs lífs. I þessu starfi þurfa allir hugsandi menn að taka þátt, allir góðir synir og dætur fóstuijarðar vorrar verða að telja það sína helgustu skyldu að vemda heilsu sína ættjörðinni til handa. Og takmark allra þarf að vera það að deyja frá betri heimi en þeir fæddust í.“ Boðskapur Jónasar Kristjáns- sonar læknis átti ekkert skylt við óraunhæfa draumóra eða öfgar heldur studdist sannfæring hans við sterk rök og sumpart við óræk- ar sannanir sem bomar voru fram af heilsteyptum mannvini, af hug- sjónamanni í sönnustu merkingu þess orðs. - Sá tími mun koma að verka hans verður minnst að verðleikum. Höfundur erforseti NLFÍ. Gunnlaugur K. Jónsson Munift RáósícíiKidagiiiri I 997 iiovember 1997 að Kjai'valssíöðum Skráning stendur yfir RÁÐSTEFNUSKRI FSTOFA ÍSLANDS SÍMI: 562 6070 BRÉFASÍMI: 562 6073 Eikarhúsgögn - glæsilegt úrval J Fjölbreytt litaval, góðir greiðsluskilmálar Ertu búinn að skipta um bremsuklossa? TOYOTA Nýbýlavegi 4-8 S. 563 4400 Komdu í s
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.