Morgunblaðið - 15.11.1997, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 43
SIGURÐUR JON
HALLDÓRSSON
+ Sigurður Hall-
dórsson fæddist
á Sauðárkróki 27.
september 1947.
Hann lést í Sjúkra-
húsi Reykjavíkur 4.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Halldór
Gíslason, bóndi á
Halldórsstöðum á
Langholti, f. 10.
september 1909 og
Guðrún Sigurðar-
dóttir, húsfreyja f.
27. júlí 1914, d. 25.
mars 1986. Systkini
Sigurðar: Sigurður, f. 4. ágúst
1938, d. 25. ágúst 1938, Ingi-
björg, f. 10. júlí 1939, Sigrún,
f. 30. mai 1942. Björn, f. 29.
nóvember 1943, Efemía, f. 10.
júní 1952, Erla, f. 23. desember
1955, Skúli, f. 1. nóvember
1957.
Sigurður Halldórsson bjó
með foreldrum sínum á Hall-
dórsstöðum og bjó sjálfstæðu
búi síðari árin. 1988 fluttu þeir
feðgar til Sauðárkróks. Sigurð-
ur kvæntist Kristínu Jóhannes-
dóttur frá Tyrfingsstöðum, f.
27. janúar 1944. Þau giftu sig
22. janúar 1994, en hófu sam-
búð 1989. Foreldrar hennar
voru Jóhann Eiríksson, f. 19.
janúar 1892, d. 8. maí 1970 og
Freyja Ólafsdóttir, f. 4. apríl
Komið er frændi að kveðjustund.
Það er ólýsanleg tilfínning sem
því fylgir að setjast niður og minn-
ast elskulegs móðurbróður, Sigga á
Halldórsstöðum. Siggi var hæglátur
maður, einstaklega reglu- og sam-
viskusamur. Harðduglegur var hann
og vandaði öll sín verk. Hjálpsamur
og var fljótur til ef hann vissi að
einhver var í vandræðum. Hann
hafði gaman af glettni og kunni
margar skemmtilegar sögur af
skondnum atvikum. í sveitinni á
Halldórsstöðum áttum við saman
yndisleg ár hjá ömmu, afa og fjöl-
skyldunni. Þar var oft margt um
manninn á annatímum. Þegar heilsu
afa og ömmu fór að hraka tók Siggi
við búinu, en þau bjuggu áfram hjá
honum. Ætíð var Siggi leiðbeinand-
inn í öllu sem unnið var á bænum
og stjórnaði af sinni festu og ró,
þannig að allir báru ómælda virðingu
fyrir honum og gerðu sitt besta.
hann treysti okkur krökkunum
snemma til að vinna ábyrgðarstörf,
s.s. að mjólka, keyra vélar o.fl. Það
var oft mikil gleði í heyskap og rétt-
arstússi, þannig mætti lengi telja.
Gamlárskvöldin á Halldórsstöðum
voru einstök. Siggi keypti alltaf einn
stóran flugeld sem hann skaut upp
eftir kl. 12 þegar allir höfðu sungið
saman, Nú árið er liðið. Síðan var
dansað fram eftir nóttu, ungir og
gamlir og allir skemmtu sér konung-
lega. Siggi var góður söngmaður,
naut þess mjög að syngja enda alinn
upp við söng frá barnæsku. Hann
hafði gaman af hestum og átti hest
sem hét Háfeti. Hann var ótrúlega
vitur en ódæll á köflum. Unun var
á að horfa þegar þeir stilltu saman
strengi sína.
Það væri efni í heila bók að rifja
upp eftirminnilegar stundir í sveit-
inni, á ég mikinn fjársjóð minninga
sem ég ylja mér við. Siggi vann hjá
Vegagerðnni á Sauðárkróki með
búinu og var vinnudagurinn oft æði
langur. Mikil þáttaskil urðu í lífi
Sigga þegar hann flutti til Sauðár-
króks. Þá var amma látin, en afi
flutti með honum og héldu þeir
saman heimili meðan heilsa afa
leyfði. Umhyggja Sigga fyrir for-
eldrum sínum var einstök, hann
hugsaði um þau af sérstakri þolin-
mæði og tillitssemi.
Ein mesta gæfa í lífi Sigga var
þegar hann kynntist eftirlifandi
konu sinni, Kristínu Jóhannsdóttur
frá Tyrfingsstöðum. Samheldni
þeirra, vinátta og virðing hvors fyr-
1899, d. 20. júní
1982, búendur á
Tyrfingsstöðum á
Kjálka. Sigurður og
Kristín voru barn-
laus. Kristín missti
tvo fyrri menn sína.
Jóhannes Jónsson
bónda, sem lést af
slysförum 11. jan-
úar 1966. Með hon-
um átti Kristín son-
inn Jóhannes. Með
öðrum manni sínum
Ólafi Þorsteinssyni
frá Vatni, d. 23.
ágúst 1981, dóttur-
ina Freyju. Sigurður stundaði
bústörf frá blautu barnsbeini
og hafði mikið yndi af meðferð
véla og tækja. Jafnhliða bú-
skapnum var hann starfsmaður
Vegagerðarinnar í áratugi og
þótti með afbrigðum verkhag-
ur. Hann ólst upp við mikið
sönglíf á sínu heimili. Söng með
Karlakórnum Heimi, Rökkur-
kórnum, Kirkjukór Glaumbæj-
arsóknar og Kirkjukór Sauðár-
króks. Þá skilaði hann miklu
starfi við Glaumbæjarkirkju,
svo sem foreldrar hans höfðu
einnig gert.
Utför Sigurðar fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Jarðsett verður í Glaumbæjar-
kirkjugarði.
ir öðru var slík að unun var að vita
til. Þau áttu hross á jörð hennar
Tyrfingsstöðum og dvöldu þar mik-
ið í sínum fríum. Ég var þeirrar
gleði aðnjótandi að fá að fóstra
fyrir þau folöld undanfarna vetur.
Þar sem samverustundunum fækk-
aði með árunum voru þessar gleði-
stundir dýrmætar. Hinn 23. ágúst
í sumar giftu þau sig, Halldór bróð-
ir og Sonja, í Sauðárkrókskirkju.
Halldór bað Sigga að vera svara-
mann, vegna þeirra nánu tengsla
og vináttu; það gerði hann þrátt
fyrir versnandi heilsu, því loforð sín
sveik hann ekki. Getum við verið
svo þakklát þeim fyrir þennan dag,
sem fjölskyldan átti svo yndislegan.
Oft talaði Siggi um að þau ætluðu
að byggja hús á Tyrfingsstöðum,
til að geta dvalið þar meira. Ég fór
með Sigga og Stínu í Tyrfingsstaði
síðla sumars 1995. Þau sýndu mér
sælureitinn sinn og hvar nýja húsið
skyldi rísa. Slíka fegurð er óvíða
að finna og líkast ævintýraveröld
niðri í gilinu. Að lokinni þessari
skoðun hafði Stína orð á hvort við
ættum ekki að fá okkur hressingu.
Mér fannst ég hrökkva nokkur ár
aftur á bak, þegar hún tók upp
nestistöskuna. Þar voru ýmsir hlut-
ir sem amma hafði notað í réttar-
ferðunum forðum. Ég dáðist að
hennar rausnarskap og hversu vel
hún hélt minningu ömmu í heiðri,
með því að nýta gömlu hlutina
hennar. Tíminn leið og sl. sumar
reis þetta glæsilega hús, sem ber
eigendunum fagurt vitni. Húsið er
nákvæmlega eins og hans gjörðir,
glæsilegt og vandað í alla staði.
Dýrmætt var að Siggi skyldi
hafa heilsu til að vera með í bygg-
ingu hússins, því hann var ekki
maður sem sat með hendur í skauti
og þurfti að hafa eitthvað að fást
við meðan kraftar leyfðu. Ekki
eignaðist Siggi börn, en afi varð
hann engu að síður.
Börn Kristínar eru: Jóhannes
Jóhannesson, maki Anna Sveins-
dóttir. Freyja Ólafsdóttir, maki
Benedikt Ólafsson. Þau og þeirra
makar mátu Sigga mjög mikils og
voru einstaklega dugleg að rétta
þeim hjálparhönd. Siggi átti fimm
litla afastráka og ber einn af þeim
nafn hans, sem honum þótti mjög
vænt um. Þessir litlu snáðar voru
hændir að Sigga og sakna nú sárt
afa. í veikindum Sigga stóð Stína
við hlið hans af sínum einstaka
dugnaði og gaf honum styrk og
bjartsýni til hinstu stundar. Ég vil
þakka starfsfólki á Borgarspítalan-
um þá einstöku umönnun, sem þau
bæði nutu í erfiðar sex vikur sem
þau dvöldu þar fyrir andlát hans.
Elsku hjartans Siggi frændi, ég
vil þakka þér allt það sem þú kennd-
ir mér í sveitinni forðum, ég bý að
því alla tíð. Ég vil fyrir hönd móður
minnar, eiginmanns míns og barna,
þakka þér allar yndislegu stundirn-
ar sem við áttum saman. Ég veit
að þín bíða mikilvæg verkefni á
æðri sviðum og þú hefur fengið fjöl-
menna móttöku hinum megin. Móð-
ur minni, systkinum hennar, afa,
ættingjum öllum og vinum hans
votta ég mína dýpstu samúð.
Elsku hjartans Stína. Ég á engin
orð til að lýsa hversu sárt það er
að þið skilduð ekki fá að njóta yndis-
lega hússins ykkar og svo ótal
margs sem þið áttuð ógert. Við
stöndum orðlaus yfir þessum dómi.
Megi algóður Guð taka þig, börnin
þín og fjölskyldur þeirra í faðminn
og styðja ykkur og styrkja. Einnig
bið ég góðan Guð að tendra hjá
okkur öllum minningarljós um
Sigga sem við komum auga á þeg-
ar sól fer að hækka á lofti.
Guðrún Halldóra
Þorvaldsdóttir, Vatni.
Ég þekkti Sigurð nánast ekkert
fyrr en eftir að hann kvæntist Krist-
ínu Jóhannsdóttur, frændkonu
minni frá Tyrfingsstöðum. En strax
við fyrstu kynni vakti þessi hægláti
og yfirlætislausi maður athygli
mína og traust. Mér leist maðurinn
drengilegur, þéttur á velli og ein-
beittur á svip.
Ég heimsótti þau hjónin á vor-
dögum 1996, þar sem þau voru að
planta í dijúgvæna, afgirta spildu
lands, norðan við túnið á Tyrfings-
stöðum. Þá var ilmur í lofti og heið-
ríkja í svip og starfið sótt af kappi,
enda verið að hjálpa almættinu við
að prýða og bæta fóstuijörðina.
A nýliðnu sumri kom ég svo aft-
ur til þeirra í Tyrfingsstaði, nú í
fylgd með dóttur minni. Þá voru
þau að láta smíða reisulega og fal-
lega húsið sitt á hæðinni í þessum
væntanlega skógarlundi. Þarna er
fallegt bæjarstæði, klappir í ná-
lægð, þar sem gaman er að leika
sem barn, og sýn talsvert vítt yfir,
meðal annars gamla bæinn, sem
er verðugur fulltrúi norðlenskra
sveitabæja á fyrri tíð og þyrfti að
varðveitast sem slíkur.
Við öll þessi kynni, þó lítil væru,
fannst mér Sigurður vaxa. Fyrir
um það bil átta mánuðum hafði
hann þó gengist undir skurðaðgerð
vegna æxlis við heila, aðgerð sem
raunar tókst vel eftir atvikum, og
gaf von, þó tvísýnt mætti kalla.
Þrátt fyrir vafasamt útlit heilsu-
farslega var fjarri, að þarna kæmi
niðurbrotinn maður til dyra að ljúka
upp. Sama æðrulausa rósemin og
heiðríkja í svip, þar sem boðið var
í bæinn af hefðbundinni reisn, geng-
ið um húsið og hvað eina kynnt.
Lítið var skrafað um sjúkdóma,
miklu heldur um framkvæmdir líð-
andi stundar og á komandi tíð.
Þannig er engill vonarinnar, þessi
trúi förunautur og ljósgeisli í bijósti
geðheilbrigðs manns.
I samræmi við framanskráða
mannlýsingu er mín mynd af Sig-
urði Jóni Halldórssyni.
Á búskaparárum Sigurðar varð
vinnudagurinn oft langur. „Hann
vann oft að búinu verulegan hluta
nætur en hjá Vegagerðinni á dag-
inn,“ segir einn nágranni hans og
bætir við óspurður: „Hann var
ágætur nágranni og vildi öllum
gott gera.“
Sigurður var hagur bæði á tré
og járn og bera ýmsar smíðar hans
því öruggt vitni. Hann var söngelsk-
ur og var bæði í Heimi og Rökkur-
kórnum, í stjórn þess síðarnefnda
um skeið. Hann söng einnig í kirkju-
kór Glaumbæjarsóknar og síðar í
Kirkjukór Sauðárkrókskirkju.
Sigurður seldi Halldórsstaði 1988
og flutti til Sauðárkróks ásamt föð-
ur sínum. Þar kynntist hann eftirlif-
andi konu sinni, Kristínu, sem áður
er nefnd. Þau gengu í hjónaband
22. jan. 1994. Kristín á jörðina
Tyrfingsstaði og hefur þar hross,
sem raunar eru ekki mörg. Og nú
hófst nýr kapítuli í lífi Sigurðar. Á
Tyrfíngsstöðum undi hann sér strax
vel og fór þangað oft ýmist einn
eða ásamt konu sinni. Hann var
skepnuvinur og naut þess að kom-
ast aftur í snertingu við lífið í sveit-
inni. Nú var hafinn undirbúningur
að smíði íbúðarhúss þess er áður
getur, jafnframt girt allstór lóð
umhverfis, þar sem á að rækta
skóg. Þannig iiðu nokkrar dýrmæt-
ar vikur undir væng sumarsins, þó
ekki án skugga.
Þó vonin sé lífsförunautur
mannsins og nær ómögulegt án
hennar að lifa, er það þó svo, að
enginn má sköpum renna. Tíunda
september fóru þau hjónin til
Reykjavíkur, og skömmu síðar
gekkst Sigurður undir aðra skurð-
aðgerð, sem ekki bar árangur.
Kristín var yfir honum að kalla
mátti nótt sem dag allt til síðustu
stundar. Sigurður lést í Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 4. nóv. sl., fimmtugur
að aldri. Hefur þá Kristín misst
þijá eiginmenn sína. Þann fyrsta á
sviplegan hátt í slysi.
Ég þakka Sigurði stutt en góð
kynni og bið honum blessunar á
nýjum vegum „... meira að starfa
Guðs um geim“.
Fyrir mína hönd og fjölskyldu
minnar votta ég Kristínu frænku
minni og öðrum aðstandendum
dýpstu og innilegustu samúð. „Guð
huggi þá sem hryggðin slær ...“
Guðmundur L. Friðfinnsson.
í margra huga hafa Skagfirðing-
ar, einkum karlmenn, sterk ein-
kenni, sagðir gleðimenn, söngmenn,
hestamenn. Við þessa ímynd mát-
uðum við Sigurð Halldórsson ósjálf-
rátt þegar fundum okkar bar fyrst
saman á heimili verðandi tengda-
dóttur. Hann virtist ekki alveg
dæmigerður. Við nánari kynni
skýrðust drættirnir. Skagfirskir
voru þeir, en fyrst og fremst per-
sónulegir. Gleði Sigurðar var kyrr-
lát, hávaðalaus og einlæg. Hún birt-
ist í hógværu brosi og hlýjunni í
þéttu handtaki, svo þéttu að það
var ekki alveg í stíl við fíngerðan
vöxt hans.
Söngur var honum lífsyndi.
Kannski sungu þau sig saman
Kristín og Sigurður. Víst er um það
að frá því sá samhljómur var sleg-
inn sungu þau einum dómi og sungu
lífinu dýrð. Sá dýrðaróður hljómaði
í mörgum tilbrigðum, en skærast í
umhyggju fyrir fjölskyldunni og
ræktarsemi við skagfirska jörð. Á
Tyrfingsstöðum, föðurleifð Kristín-
ar, reistu þau sér hús á síðastliðnu
sumri. Víðsýnt er af hlaðinu; Mæli-
fellshnúkur, Tindastóll og Silfra-
staðafjall mynda tignarlega um-
gjörð um hvítt hús í grænu túni,
þar sem í síðdegiskyrrð á liðnu
sumri mátti sjá tvær rauðar hryssur
njóta lystisemda lífsins.
Ákefð Sigurðar og ósérhlífni við
smíðina var við brugðið. Dagsverkið
varð langt því framtíðin verður að-
eins undirbúin með verkum líðandi
stundar. Sú staðreynd blasir við
þeim sem veruleikinn minnir svo
hastarlega á að öllu er markaður
tími.
Við þökkum alltof stutt kynni við
góðan dreng sem sýndi í verki að
kærleikurinn „leitar ekki síns eig-
in“.
Við vottum Kristínu og fjölskyldu
hennar einlæga samúð og biðjum
þeim guðs blessunar.
Margrét og Ólafur.
Er við mættum til vinnu þriðju-
daginn 4. nóvember síðastliðinn
barst okkur sú sorgarfregn að þá
um nóttina hefði einn af vinnufélög-
um okkar hjá Vegagerðinni á Sauð-
árkróki, Sigurður Halldórsson, látist.
Sigurður hóf störf hjá Vegagerð-
inni 1970 sem vélamaður. Vann
hann fyrstu árin hluta úr árinu, en
frá 1988 var hann fastráðinn starfs-
maður og flokksstjóri frá 1992.
Sigurður háði erfiða baráttu við ill-
vígan sjúkdóm. Góður starfsmaður
og vinnufélagi er fallinn frá, sem
við minnumst með virðingu og þökk
fyrir gott samstarf á liðnum árum.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tið.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Kristín, við sendum þér okkar
innilegustu samúðarkveðjur, svo og
öðrum nánum ættingjum og vinum
hins látna.
Starfsfólk Vegagerðarinnar
á Sauðárkróki.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
SIGURÐUR G. SIGURÐSSON
prentari,
Blönduhlíð 16,
lést á Landspítalanum 13. nóvember.
María J. Guðmundsdóttir,
Guðmundur Breiðfjörð,
Vigdís María Sigurðardóttir, Sören Svensson,
Margrét S. Sigurðardóttir, Kjartan Bjarnason
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð vegna andláts og útfarar
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og
afa,
JÓNS PÉTURSSONAR.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurrós Sigtryggsdóttir,
Elin Sigurbjörg Jónsdóttir, Helgi Jóhannesson,
Sigtryggur Ómar Jónsson, Kolbrún Jóhannsdóttir,
Bryndís Rósa Jónsdóttir, Bergþór Guðmundsson,
Sigrún Ásta Jónsdóttir
og barnabörn