Morgunblaðið - 15.11.1997, Page 45

Morgunblaðið - 15.11.1997, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 45 GUÐLAUG STEFÁNSDÓTTIR í dag, 15. nóvember, eru liðin eitt hundrað ár frá fæðingu Guð- I laugar Stefánsdóttur. • Hún var fædd í Star- | dal, í Stokkseyrar- | hreppi, dóttir hjónanna Vigdísar Gestsdóttur og Stefáns Þorsteins- sonar sem þar bjuggu. Hún ólst upp við kröpp kjör og erfiðleika hjá foreldrum sínum ásamt systur sinni, Guð- mundu, sem seinna a varð húsfreyja í Geira- * koti í Sandvíkurhreppi ( og kona Kristjáns Sveinssonar i bónda þar. Pjölskyldan flutti að Breiðumýr- arholti og átti þar heima til 1915, að heimilið var leyst upp vegna veik- inda Vigdísar. Guðlaug flutti þá að Jaðri í Hrunamannahreppi til föður- systur sinnar og fór síðan að Tungu- felli í vist. Guðlaug réðst í vist að Stóra- < Núpi hjá séra Ólafi Briem, þegar ’ hún var 20 ára, en árið 1918 geis- ( aði spánska veikin. Guðlaug var | send frá Stóra-Núpi að bæjum í sveitinni til þess að hjúkra þeim sem urðu veikir, en sjálf slapp hún við pestina. Árið 1919 var hún í vist á Fjajli á Skeiðum. Árið 1920 kom Guðlaug til Keflavíkur og réðst í vist hjá Guð- mundi Hannessyni og síðan hjá Eyjólfi Ásberg við matsöluna, sem i hann rak í mörg ár. Sækja þurfti ’ mjólk daglega og kom það í hlut ( Guðlaugar að ganga inn í Njarðvík ( til þess að kaupa mjólk í Þórukoti. Þar lágu saman leiðir þeirra Björns í Þórukoti og þau opinberuðu trú- lofun sína árið 1922 og gengu í hjónaband 27. desember 1924. Eft- ir það var hún alltaf nefnd Lauga í Þórukoti. Guðlaug hafði stórt hjarta og bar velferð samferðafólks síns alltaf i fyrir bijósti. Hún vísaði aldrei fólki ' frá sér, þó oft hafí hún haft margt • á sinni könnu, því hún hafði ekki | gleymt erfiðleikum æsku sinnar. Hún gladdist með glöðum, hafði yndi af góðum selskap fólks á öllum aldri. Björn og Sigurður mágur hans í Þórukoti voru útvegsbændur og gerðu saman út bát. Var oft mannmargt á millistríðsárunum þeg- ar gátu verið allt að 20 sjómenn í veri í Þóru- koti, og má ímynda sér að ekki hafi verið slegið slöku við, þar sem þurfti að þjónusta þetta fólk auk þess að sjá um búskapinn í Þórukoti. Oft hef ég hitt fólk sem dvaldi í Þórukoti, sem hafði orð á því, hve gott hafi verið að vera í Þórukoti og alltaf hafi verið nóg að borða. Þau hjónin voru umboðsmenn Morgunblaðsins í tugi ára, og alltaf þurftu þau að sækja blaðabunkann upp á veg, þar sem mjólkurbílarnir skildu blöðin eftir, en keyrðu þau ekki heim til umboðsmanna. Guðlaug og Björn voru meðal stofnenda Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíkingur. Guðlaug var einn af stofnendum Kvenfélagsins Njarðvík og var gerð að heiðursfélaga Kven- félagsins árið 1977. Hún starfaði einnig ötullega að málefnum Slysa- varnafélags Islands í Keflavík. Guðlaug var mjög kirkjurækin og var mjög áhugasöm um að kirkja risi í Ytri-Njarðvík og árið 1969 var hún fengin til að taka fyrstu skóflu- stungu að nýrri kirkju og er síðan fyrsta konan sem jarðsungin er frá þeirri sömu kirkju rúmum tíu árum síðar. Guðlaug var bænheit og hafði yndi af sálmasöng, rækti trú sína með sér og sínum nánustu. Guðlaug og Björn eignuðust fimm börn: Þórleif, Gróu, Stefán, Þóri og Guðrúnu Ástu. Gróa lést 17. ágúst 1948, þá tæplega 15 ára. Þorleifur lést 24. mars 1991. Barnabörnin áttu alltaf athvarf í Þórukoti og minnast þau öll ömmu og afa og Gunnu frænku, systur Björns, með hlýhug og virðingu. Bjöm var fæddur 1884 og lést árið 1968 og Guðlaug lést á nýárs- dag árið 1981. Guð blessi minningu tengdafor- eldra minna. Hreinn Óskarsson. MAGNÚS JÓHANNES JÓHANNESSON ( i * + Magnús Jóhannes Jóhann- ■ esson fæddist í Reykjavík 24. júlí 1957. Hann lést á heim- ili sínu 2. nóvember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 11. nóvember. Þá heyri ég hafið hvísla Ég er tárin, hin söltu tár úr augum mæðr- I anna úr augum dætra, úr augum sona ykkar. Ég er tárin, hin söltu tár úr augum feðranna, úr augum himins þau falla er ég anda. Ég er sorgin sem aldrei sefur og ég vaki við - ég vaki við strendur allra landa. (Bubbi M.) Maggi Jói okkar, þú ert ekki með okkur í lifanda lífi lengur. En þú ert ávallt með okkur í minningunni um þig. Elsku afi, amma, mamma, Magný, Sólveig, Svala, Svanhildur og Sonja og fjölskyldur. Innilegar samúðarkveðjur sendum við ykkur. Anna Jóna, Tinna og Peter, Birna, Anna Bára, Freyja, Dennis og Tommy. Afmælis- o g minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningar- greina birtist daglega í Morg- unblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftir- farandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvern einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálks- entimetrar í blaðinu). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem íjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinun- um. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í text- amenferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í sím- bréfi - 569 1115 - og í tölvu- pósti (minning@mbl.is). Vin- samlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Morgunblaðið/Arnór og Þórður SIGURVEGARARNIR í tvímenningnum í Munaðarnesi um helg- ina. Talið frá vinstri: Karl Hermannsson, Arnór Ragnarsson, Garðar Garðarsson, Gunnlaugnr Sævarsson, Óli Þór Kjartansson og Kjartan Ólason. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bæjarkeppni í Munaðarnesi BORGNESINGAR tóku á móti Suðurnesjamönnum í bæjarkeppni í Munaðarnesi um helgina. Spiluð var sveitakeppni á 5 borðum og unnu gestirnir með nokkrum mun. Á sunnudag var spilaður 45 spila tvímenningur og enn höfðu gestirn- ir betur og röðuðu sér í öll verð- launasætin. Garðar Garðarsson og Gunnlaugur Sævarsson voru lan- gefstir en Karl Hermannsson og Arnór Ragnarsson nældu sér í 2. sætið í síðustu umferðinni með því að vinna_ setuna gegn feðgunum Kjartani Ólasyni og Ola Þór Kjart- anssyni. Móttökur Borgnesinga voru hinar glæsilegustu og þakka Suðurnesjamenn fyrir sig. Á næsta ári verður spilað á Suðurnesjum og ef að líkum lætur hyggja Vestlend- ingar á hefndir. Tveggja ára birgðir af spilum Um leið og Islandsmótið í tví- menningi var spilað, voru vígð ný spil sem Trygging hf. lét prenta í sínu nafni hjá hinu virta spilafyrir- tæki Fournier á Spáni. Alls lét Trygging hf. prenta um 1.800 spil og áætlað er að sá fjöldi nægi til tveggja ára notkunar í öllum mótum á vegum sambandsins. Gjöf fyrir- tækisins hefur því mikið gildi fýrir bridshreyfinguna í landinu. Spilin eru sérstaklega götuð fyrir spila- gjafavél, sem sér um að raða þeim á orskotsstundu eftir fýrirfram- gefnum tölvuútskriftum. Bernhard N. Bogason og Stefán Kristmannsson Austurlandsmeistarar í tvímenningi 1997 Fyrir mistök í sendingu eða mót- töku á netpósti féllu niður nöfn tveggja efstu para í Austurlands- mótinu í tvímenningi. Sigurvegarar urðu Bernhard N. Bogason og Stef- án Kristmannsson (BF) með 260 stig og í 2. sæti Ríkharður Jónasson og Ævar Ármannsson (BSF) með 258 stig. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum og birtum frétt- ina aftur: Aðaltvímenningur Bridgesam- bands Austurlands var haldinn á Egilsstöðum 7. og 8. nóv. 1997. Til leiks mættu 36 pör og voru spil- aðar 35 umferðir, 3 spil milli para. Keppnisstjóri var Sveinbjörn Egils- son. Níu efstu pörin fengu silfurstig og urðu úrslit sem hér segir: Bernhard N. Bogason - Stefán Kristmannsson, BF 260 Ævar Ármannsson - Ríkharður Jónasson, BSF 258 Hafþór Guðmundsson - Magnús Valgeirsson, BSF 200 Jón H. Guðmundsson - HjörturUnnarsson, BSey 176 Ágúst V. Sigurðsson - Sigurpáll Ingibergsson, BH 167 Óttar Ármannsson - Sigurður Stefánsson, BF 152 Árni Guðmundsson - Bridsfélag Sauðárkróks Nú er KS-súrmjólkurleiknum lokið og eftir æsispennandi lokaumferðir urðu úrslit þessi: Gunnar Þórðarson - Bjami Ragnar Brynjólfssonl 10 BirkirJónsson-AriMárArason 95 Eyjólfur Sigurðsson - Skúli Jónsson 92 Nú stendur yfir Fiskiðjumótið í hraðsveitakeppni með þátttöku 7 sveita og eftir 2 kvöld er staðan þessi: SveitlnguJónuStefánsdóttur 926 SveitMargrétarÞórðardóttur 918 SveitGuðmundarÁmasonar 907 Sveit Suðurleiða 904 Eftir hraðsveitakeppnina hefst par- atvímenningur félagsins þar sem keppt er um veglegan bikar. Spilað er í Bóknámshúsi Fjölbrautaskólans og hefst spilamennska stundvíslega kl. 20.00. Nýir félagar eru sérstaklega velkomnir. Bridgefélag Kópavogs Fimmtudaginn 13. nóvember var spilaður mitchell tvímenningur eitt kvöld með þátttöku fjórtán para. N/S: ÞorsteinnBerg-ÞórðurBjömsson 200 Þorgeir Ingólfsson - Garðar Jónsson 194 Jón Steinar Ingólfsson - Birgir Jónsson 184 A/V: Helgi Víborg - Oddur Jakobsson 213 Bemódus Kristinsson - Georg Sverrisson 204 KarlÓmar Jónsson - Jón Óskar Carlsson 179 Næsta fimmtudag byijar þriggja kvöld hraðsveitakeppni. Skráning er hjá Hermanni Lárussyni í síma 554-1507 Bridsfélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Fimmta og síðasta umferðin í að- altvímenningi BRE var spiluð þriðju- dagskvöldið 4. nóvember og urðu úr- slit þessi: Atli Jóhannesson - Jóhann Þórarinsson 25,9 JóhannÞorsteinsson-JónasJónsson 24,5 Ásgeir Metúsalemss. - Kristján Krisjánss. 21,6 BöðvarÞórisson-ÞorbergurHauksson 15,8 Lokastaðan eftir 5 umferðir er á þessa leið: Asgeir Metúsalemss. - Kristján Kristjánss. 112 Ragna Hreinsdóttir - Svala Vignisdóttir 65 AuðbergurJónsson-HafsteinnLarsen 47 Atli Jóhannesson - Jóhann Þórarinsson 36 ALFÍFA ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR + Alfífa Ágústa Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1907. Hún lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 27. október síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum 8. nóvember. Dagurinn kveður mánans bjarta brá. Blikar í skýja sundi. Lokkur í blænum, leiftur augum frá. Loforð um endurfundi. Góða nótt. Góða nótt. Gamanið líður fljótt. Brosin þín biða min er birtan úr austri skín. Dreymi þig sólskin og sumarfrí syngjandi fugla og lækjamið. Allt er hljótt, allt er hljótt. Ástin mín, góða nótt, góða nótt. Það er með söknuði í hjarta sem við kveðjum hana ömmu okkar í dag. Margar minningar á ég um hana ömmu mína. Þessar ljóðlínur komu mér í huga er mér bárust fregnir af fráfalli hennar, og hugurinn fór yfir þær stundir sem ég átti með henni og þær voru ekki fáar því hún ól mig upp frá unga aldri. Hún hafði á takteinum ráðleggingar og lífsreglur sem ég hef hugleitt mikið að undanförnu og ég hef sagt mínum börnum. Hún var ekkert gefin fyrir um- stang, meiri áherslu lagði liún á framkomu og að hafa sitt á hreinu gagnvart öðru fólki. Það eru marg- ar minningar sem alltof langt mál væri að telja upp og atvik sem gerðust á mínum æskuárum. Friðrik Björgvinsson. blaðið - kjarni málsins! ftfan^gttiiltliiMfr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.