Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 49 FÉLAGAR í Kór Félagsstarfs aldraðra í Reykjavík. LEIÐRÉTT Röng mynd RÖNG mynd birtist í Morgunblað- inu í gær með frétt um sönghátíð Kórs Félagsstarfs aldraðra í Reykjavík í Ráðhúsinu á sunnu- daginn klukkan 15. Beðist er af- j sökunar á þessum mistökum. Rangt nafn j í GÆR var vitlaust farið með milli- nafn í myndartexta. Rithöfundur- inn heitir Anna Heiða Pálsdóttir. Beðist er velvirðingar á því. Árneskórinn í FRÉTT í gær var sagt að Loftur S. Loftsson hefði stofnað Ámes- ingakórinn. Rétt er að hann stofn- | aði Árneskórinn. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. i MYND eftir Mattheu Jóns- dóttur prýðir eitt jólakortanna. * Jólakort frá Styrkt- arfélagi t vangefinna (| S ALA er hafin á jólakortum félags- 4 ins. Að þessu sinni er um tvær ^ myndir að ræða eftir listakonuna Mattheu Jónsdóttur. Sex kort eru í hverjum pakka og verð hans kr. 400. Kortin verða til sölu á skrifstofu félagsins í Skipholti 50c, 3. hæð, > Bjarkarási Stjörnugróf 9, Lækja- fási Stjörnugróf 7, Lyngási Safa- A mýri 5, Ási Brautarholti 6, Iðju- 2 bergi Gerðubergi 1, Þroskahjálp- " >nni Suðurlandsbraut 22, Styrktar- \ félagi lamaðra og fatlaðra Háaleit- isbraut 11-13, Versluninni Kúnst Engjateig 17, Nesapóteki Eiði- storgi 17 og Stefánsblómum Skip- holti 50b. ■ NEMENDUR Skógaskóla árin 1985-1986 hafa ákveðið að hittast á veitingahúsinu Naustinu þann 22. nóvember. Mæting er kl. % 18, en borðhald hefst klukkan 19. - kjarni málsins! H Kvikmynd úr sögu Eyrarbakka í TILEFNI af 100 ára afmæli Eyrarbakkahrepps verður kvik- myndasýning í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka laugardaginn 15. nóvember 1997 klukkan 16.30. Sýndar verða kvikmyndir úr fór- um áhugamanna um kvikmyndun, sem teknar hafa verið á Eyrar- bakka af byggð og mannlífi á síð- ustu 30-35 árum. í kvikmyndun- um er m.a. sýnt frá 17. júní hátíð- arhöldum á sjöunda áratugnum, frá hátíðarhöldum á sjómannadag- inn, kvenfélagsfundi á Garði, jóla- trésskemmtun í Fjölni, fyrsta-maí hlaupi, heyskap á Litlu-Háeyri, fiskvinnu, snjómokstri, laxveiði í Ölfusá, kartöfluupptekt og mörgu fleiru. í kvikmyndunum bregður fyrir andlitum margra genginna Eyr- bekkinga, karla og kvenna, sem settu svip sinn á mannlífið á Bakk- anum áður fyrr. Jafnframt má sjá andlit ungra manna, meyja og sveina, sem í dag eru á besta skeiði ævinnar og setja svip sinn á mann- líf dagsins í dag. Aðgangur að kvikmyndasýning- unni er ókeypis, en veitingar verða seldar í hléi. Gert er ráð fyrir að sýningin standi yfir í 2'/2 til 3 klukkustundir. Basar í Hafnarfirði KVENFÉLAGIÐ Hringurinn í Hafnarfirði heldur sinn árlega bas- ar sunnudaginn 16. nóvember kl. 15 í Sjálfstæðishúsinu við Strand- götu. Margir handunnir munir til jóla- gjafa, kökur og laufabrauð verða þar til sölu. Allur ágóði rennur til líknarmála. Hringskonur hafa unnið að líkn- armálum allt frá því félagið var stofnað 7. mars 1912. „Daffy, þú dekkar þennan stóra“ FRETTIR Samtök psoriasis- og exemsjúkl- inga 25 ára SAMTÖK psoriasis- og exemsjúkl- inga, SPOEX, voru stofnuð fyrir 25 árum, laugardaginn 15. nóvem- ber, og verður þess minnst um helgina. „Á afmælisdaginn hefst dag- skráin kl. 8 að morgni með stjórnarfundi í bandalagi psoriasis- félaga á Norðurlöndum, NORD- PSO. Síðdegis sama dag verður fræðslu- og afmælisfundur, sem er öllum opinn. Og sunnudag 16. nóvember verður Landsfundur SPOEX, er fundað verður daglangt með formönnum 13 landsbyggðar- deilda. Allir þessir fundir eru haldnir á Grand Hótel, Reykjavík, Sigtúni 38. Afmælisfundurinn verður í fund- arsalnum Gullteig og hefst hann kl. 14. Dagskráin er fjölþætt og fræðandi: Heilbrigðisráðherra og landlæknir ávarpa fundarmenn og erindi flytja dr. Helgi Valdimars- son, prófessor í ónæmisfræði við Háskóla íslands, Þorsteinn Skúla- son, húðsjúkdómalæknir sem ný- kominn er til starfa eftir sérfræði- nám í Bandaríkjunum, Brynhildur Briem næringarfræðingur og Kol- brún Björnsdóttir grasalæknir. Þá verður jógakynning frá Jógastöð- inni Heimsljós og Oskar Guðjóns- son frá Sandgerði segir frá fjöl- skyldulífi psoriasis-sjúklings. Milli atriða verður tónlist í flutningi Hauks Guðlaugssonar organista og Gunnars Kvaran sellóleikara. Fundarstjóri verður Helgi Seljan, félagsmálafulltrúi Öryrkjabanda- lags íslands. Félagsmenn og aðrir velunnarar samtakanna eru hvattir til að mæta á afmælisfundinn og hlýða á fróðleg erindi og þiggja veiting- ar, segir í fréttatilkynningu. Messa á vegnm Samtakanna ’78 GUÐSþJÓNUSTA verður í Há- skólakapellunni á vegum Samtak- anna ’78 sunnudaginn 16. nóvem- ber kl. 14. Séra Flosi Magnússon, prófastur á Bíldudal, prédikar. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni aðstoðar við helgihaldið. Einar Örn Einarsson leikur á orgel. Lionsmenn í Hafnarfirði ganga í hús ÁRLEG fjáröflun Lionsmanna með jólapappír er að hefjast og verður gengið í heimahús og boðin jóla- pappír og sprittkerti til kaups. Ágóði af sölunni rennur til líknar- mála í bænum okkar. Á undanförn- um árum hafa stærstu verkefni klúbbsins verið tækjagjafir til sjúkrastofnana, sambýli fatlaðra, leikskóla og félagssamtaka í bæn- um. Lionsmenn vonast eftir góðum viðtökum almennings, eins og und- anfarin ár og nú er lagið að birgja sig upp fyrir jólin og styrkja gott málefni í leiðinni. Við leggjum lið. ■ BILLIARDSTOFA Hafnar- fjarðar, Trönuhrauni 10, verður opnuð í dag eftir eigendaskipti og miklar endurbætur. Ókeypis verður í billiard og ýms- ar aðrar keppnir í dag, í tilefni af þessu. Opnað verður kl. 13. Jólakort Svalanna komið út JÓLAKORT Svalanna fyrir árið 1997 er komið út og hann- aði Ásrún Kristjánsdóttir, lista- kona, kortið. Með sölu jólakort- anna afla Svölurnar íjár til líknar- og hjálparstarfsemi. Á þessu ári hafa Svölumar m.a. fært Landspítalan- um eina millj- ón króna að gjöf upp í kaup á ABBY-tæki, sem notað er til sýnatöku og/eða fjar- lægingar á æxlum í bijóstum. Auk þess hafa Sólheimar í Grímsnesi og foreldrafélag barna með Asper- ger-heilkenni fengið gjafir. Umsjón með dreifingu kort- anna hafa Andrea Þorleifsdótt- ir, Auður Aradóttir, Ása Hjart- ardóttir, Jenny Forberg og Unnur Ketilsdóttir. Kortin fást hjá félagskonum og einnig á eftirtöldum stöðum: Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg 2, Hótel Loft- leiðum, gestamóttöku, Kello, Laugavegi 32, Kúnst, Engja- teigi 17, Silfurbúðinni, Kringl- unni, Stíl, Skólavörðustíg 4b, Söluskrifstofum Flugleiða í Kringlunni og Hótel Esju, Tess, Dunhaga, Versl. Nana, Lóuhól- um 2-6 og versl. Bogner, Týs- götu 8. www.toyota.is í Perlunni Uið erum hér en ekkiþar Um helgina verða starfsmenn Toyota á tölvutæknisýningunni í Perlunni. Verslun og sýningarsalir Toyota við Nýbýlaveg í Kópavogi verða þess vegna lokuð. Verið velkomin í Toyotabásinn á tölvutækni- sýningunni eða heimsækið okkur á nýja Toyotavefnum: www.toyota.is <5g> TOYOTA Tákn um nýjan tíma á myndbandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.