Morgunblaðið - 15.11.1997, Page 49

Morgunblaðið - 15.11.1997, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 49 FÉLAGAR í Kór Félagsstarfs aldraðra í Reykjavík. LEIÐRÉTT Röng mynd RÖNG mynd birtist í Morgunblað- inu í gær með frétt um sönghátíð Kórs Félagsstarfs aldraðra í Reykjavík í Ráðhúsinu á sunnu- daginn klukkan 15. Beðist er af- j sökunar á þessum mistökum. Rangt nafn j í GÆR var vitlaust farið með milli- nafn í myndartexta. Rithöfundur- inn heitir Anna Heiða Pálsdóttir. Beðist er velvirðingar á því. Árneskórinn í FRÉTT í gær var sagt að Loftur S. Loftsson hefði stofnað Ámes- ingakórinn. Rétt er að hann stofn- | aði Árneskórinn. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. i MYND eftir Mattheu Jóns- dóttur prýðir eitt jólakortanna. * Jólakort frá Styrkt- arfélagi t vangefinna (| S ALA er hafin á jólakortum félags- 4 ins. Að þessu sinni er um tvær ^ myndir að ræða eftir listakonuna Mattheu Jónsdóttur. Sex kort eru í hverjum pakka og verð hans kr. 400. Kortin verða til sölu á skrifstofu félagsins í Skipholti 50c, 3. hæð, > Bjarkarási Stjörnugróf 9, Lækja- fási Stjörnugróf 7, Lyngási Safa- A mýri 5, Ási Brautarholti 6, Iðju- 2 bergi Gerðubergi 1, Þroskahjálp- " >nni Suðurlandsbraut 22, Styrktar- \ félagi lamaðra og fatlaðra Háaleit- isbraut 11-13, Versluninni Kúnst Engjateig 17, Nesapóteki Eiði- storgi 17 og Stefánsblómum Skip- holti 50b. ■ NEMENDUR Skógaskóla árin 1985-1986 hafa ákveðið að hittast á veitingahúsinu Naustinu þann 22. nóvember. Mæting er kl. % 18, en borðhald hefst klukkan 19. - kjarni málsins! H Kvikmynd úr sögu Eyrarbakka í TILEFNI af 100 ára afmæli Eyrarbakkahrepps verður kvik- myndasýning í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka laugardaginn 15. nóvember 1997 klukkan 16.30. Sýndar verða kvikmyndir úr fór- um áhugamanna um kvikmyndun, sem teknar hafa verið á Eyrar- bakka af byggð og mannlífi á síð- ustu 30-35 árum. í kvikmyndun- um er m.a. sýnt frá 17. júní hátíð- arhöldum á sjöunda áratugnum, frá hátíðarhöldum á sjómannadag- inn, kvenfélagsfundi á Garði, jóla- trésskemmtun í Fjölni, fyrsta-maí hlaupi, heyskap á Litlu-Háeyri, fiskvinnu, snjómokstri, laxveiði í Ölfusá, kartöfluupptekt og mörgu fleiru. í kvikmyndunum bregður fyrir andlitum margra genginna Eyr- bekkinga, karla og kvenna, sem settu svip sinn á mannlífið á Bakk- anum áður fyrr. Jafnframt má sjá andlit ungra manna, meyja og sveina, sem í dag eru á besta skeiði ævinnar og setja svip sinn á mann- líf dagsins í dag. Aðgangur að kvikmyndasýning- unni er ókeypis, en veitingar verða seldar í hléi. Gert er ráð fyrir að sýningin standi yfir í 2'/2 til 3 klukkustundir. Basar í Hafnarfirði KVENFÉLAGIÐ Hringurinn í Hafnarfirði heldur sinn árlega bas- ar sunnudaginn 16. nóvember kl. 15 í Sjálfstæðishúsinu við Strand- götu. Margir handunnir munir til jóla- gjafa, kökur og laufabrauð verða þar til sölu. Allur ágóði rennur til líknarmála. Hringskonur hafa unnið að líkn- armálum allt frá því félagið var stofnað 7. mars 1912. „Daffy, þú dekkar þennan stóra“ FRETTIR Samtök psoriasis- og exemsjúkl- inga 25 ára SAMTÖK psoriasis- og exemsjúkl- inga, SPOEX, voru stofnuð fyrir 25 árum, laugardaginn 15. nóvem- ber, og verður þess minnst um helgina. „Á afmælisdaginn hefst dag- skráin kl. 8 að morgni með stjórnarfundi í bandalagi psoriasis- félaga á Norðurlöndum, NORD- PSO. Síðdegis sama dag verður fræðslu- og afmælisfundur, sem er öllum opinn. Og sunnudag 16. nóvember verður Landsfundur SPOEX, er fundað verður daglangt með formönnum 13 landsbyggðar- deilda. Allir þessir fundir eru haldnir á Grand Hótel, Reykjavík, Sigtúni 38. Afmælisfundurinn verður í fund- arsalnum Gullteig og hefst hann kl. 14. Dagskráin er fjölþætt og fræðandi: Heilbrigðisráðherra og landlæknir ávarpa fundarmenn og erindi flytja dr. Helgi Valdimars- son, prófessor í ónæmisfræði við Háskóla íslands, Þorsteinn Skúla- son, húðsjúkdómalæknir sem ný- kominn er til starfa eftir sérfræði- nám í Bandaríkjunum, Brynhildur Briem næringarfræðingur og Kol- brún Björnsdóttir grasalæknir. Þá verður jógakynning frá Jógastöð- inni Heimsljós og Oskar Guðjóns- son frá Sandgerði segir frá fjöl- skyldulífi psoriasis-sjúklings. Milli atriða verður tónlist í flutningi Hauks Guðlaugssonar organista og Gunnars Kvaran sellóleikara. Fundarstjóri verður Helgi Seljan, félagsmálafulltrúi Öryrkjabanda- lags íslands. Félagsmenn og aðrir velunnarar samtakanna eru hvattir til að mæta á afmælisfundinn og hlýða á fróðleg erindi og þiggja veiting- ar, segir í fréttatilkynningu. Messa á vegnm Samtakanna ’78 GUÐSþJÓNUSTA verður í Há- skólakapellunni á vegum Samtak- anna ’78 sunnudaginn 16. nóvem- ber kl. 14. Séra Flosi Magnússon, prófastur á Bíldudal, prédikar. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni aðstoðar við helgihaldið. Einar Örn Einarsson leikur á orgel. Lionsmenn í Hafnarfirði ganga í hús ÁRLEG fjáröflun Lionsmanna með jólapappír er að hefjast og verður gengið í heimahús og boðin jóla- pappír og sprittkerti til kaups. Ágóði af sölunni rennur til líknar- mála í bænum okkar. Á undanförn- um árum hafa stærstu verkefni klúbbsins verið tækjagjafir til sjúkrastofnana, sambýli fatlaðra, leikskóla og félagssamtaka í bæn- um. Lionsmenn vonast eftir góðum viðtökum almennings, eins og und- anfarin ár og nú er lagið að birgja sig upp fyrir jólin og styrkja gott málefni í leiðinni. Við leggjum lið. ■ BILLIARDSTOFA Hafnar- fjarðar, Trönuhrauni 10, verður opnuð í dag eftir eigendaskipti og miklar endurbætur. Ókeypis verður í billiard og ýms- ar aðrar keppnir í dag, í tilefni af þessu. Opnað verður kl. 13. Jólakort Svalanna komið út JÓLAKORT Svalanna fyrir árið 1997 er komið út og hann- aði Ásrún Kristjánsdóttir, lista- kona, kortið. Með sölu jólakort- anna afla Svölurnar íjár til líknar- og hjálparstarfsemi. Á þessu ári hafa Svölumar m.a. fært Landspítalan- um eina millj- ón króna að gjöf upp í kaup á ABBY-tæki, sem notað er til sýnatöku og/eða fjar- lægingar á æxlum í bijóstum. Auk þess hafa Sólheimar í Grímsnesi og foreldrafélag barna með Asper- ger-heilkenni fengið gjafir. Umsjón með dreifingu kort- anna hafa Andrea Þorleifsdótt- ir, Auður Aradóttir, Ása Hjart- ardóttir, Jenny Forberg og Unnur Ketilsdóttir. Kortin fást hjá félagskonum og einnig á eftirtöldum stöðum: Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg 2, Hótel Loft- leiðum, gestamóttöku, Kello, Laugavegi 32, Kúnst, Engja- teigi 17, Silfurbúðinni, Kringl- unni, Stíl, Skólavörðustíg 4b, Söluskrifstofum Flugleiða í Kringlunni og Hótel Esju, Tess, Dunhaga, Versl. Nana, Lóuhól- um 2-6 og versl. Bogner, Týs- götu 8. www.toyota.is í Perlunni Uið erum hér en ekkiþar Um helgina verða starfsmenn Toyota á tölvutæknisýningunni í Perlunni. Verslun og sýningarsalir Toyota við Nýbýlaveg í Kópavogi verða þess vegna lokuð. Verið velkomin í Toyotabásinn á tölvutækni- sýningunni eða heimsækið okkur á nýja Toyotavefnum: www.toyota.is <5g> TOYOTA Tákn um nýjan tíma á myndbandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.