Morgunblaðið - 15.11.1997, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ
.. 52 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997
DflGUR FELflGSRflÐGJflFfl I EVROPU
15. NOVEMBER
Dagur félagsrá&gjafa í Evrópu var þann 12. nóvember sl. Að þvi tilefni
veröur opiö hús á vegum SÍF og námsbrautar (félagsráögjöf viö H.í.
laugardaginn 15. nóvember í Háskólabfói frá kl. 14-16.
DncsKRn:
kl. 14:00-14:45 Sigurveig H. Sigurðardóttir, félagsráðgjafi, kynnir
íslenskan hluta norrænu rannsóknarinnar „Hvers
vegna sjálfboðastörf" sem hún hefur unnið í samvinnu
við Sigrúnu Júlíusdóttur.
kl. 14:45-15:05 Kristjana Sigmundsdóttir, félagsráðgjafi, kynnir nýja
skáldsögu sína „Ósögð orð“.
Stofnanir og félög kynna störf félagsráðgjafa.
VONUMST TIL RÐ SJR SEM FLESTO. UNDIRBUNINCSNEFND.
Reyki-y heilunar- og sjálfstyrkingamámskeið
Hvéfúbmk‘nd!iri! ^
# ,ír slíkmn nímskeéuni-
^Læra að nýta sér orku til að lækna sig
(meðfæddur eiginleild hjá öllum)
og /eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi.
^Læ ra að beita hugarorkunni á jálcvæðan og uppbyggilegan
hátt, í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs.
^Læ ra að hjálpa öðrum til þess sama.
Námskeið í Reykjavík:
18.—20. nóv. II. stig kvöldnámskeið.
21.—23. nóv. I. stig helgamámskeið.
25.—27. nóv. I. stig kvöldnámskeið.
Upplýsingar og skráning í síma 553 3934 kl. 10-12 virka daga.
Guðrún Óladóttir, reikimeistari.
Kolaportið
iesti matarbœrinn í bominni
^NLatarhátíd
3 Mflt arporti Koíaporí^
O Fiskurinn frá Grundarfirdi
Útvatnaður saltfiskur kr. 300 kg og reyktur Rauðmagi
Rækja og skelfiskur kr. 700 kg, Rauðspr.flök kr. 460 kg, stór-
lúða kr. 500 kg og lausftyst línuýsuflök á kr. 310 kg.
O Benni býður bestu kiötid
Saltkjöt annar flokkur á aðeins kr.798 kg.
Gamaldags hrossasperðlar kr. 399 kg. Benni hinn góði er
líka mættur með jólahangikjötið í pokanum úr dölunum.
6 Tadreykti silungurinn kominn
Gylfi í Hafgull er meö lausfryst línuýsuflök á kr. 350 kg.
Taðreyktur, beikireyktur og grafinn lax á góðu verði.
Gylfi er líka kominn með Steinbítinn vinsæla að vestan.
O Smakkadu Kartöflurnar frá Háfi
© Kökuúrval í Kökubásnum
O Gratnmetid flutt í midjuna
G Hákarlabásinn vid Midstrœtid
I N N
Opinn um helgar kl. 11-17 og virka daga kl. 10-18
«2 KOLAPORTIÐ
Markodstorgið er opið allar helgar fcf. II-17
I DAG
BRIPS
tlmsjón (iiiðmuiKlur l’áll
Arnarson
Pass 1 lauf Pass 1 hjarta
Pass 1 spaði Pass 1 grand
Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu
Pass 2 spaðar Pass 3 spaðar
Pass 4 lauf Pass 4 grönd
Pass 5 lauf Pass 5 tígiar
Pass 7 hjörtu Allir pass
SIGURÐUR Sverrisson og
Aðalsteinn Jörgensen spila
Icerelay kerfið íslenska,
sem er svo nákvæmt, að
þegar búið er að spytja um
skiptingu og styrk, ása,
kónga og staðsetningu
þeirra, er stundum hægt
að spyja um drottningar
og gosa. En því miður leyf-
ir kerfið ekki að spurt sé
um tíur! Sem hefði þó kom-
ið sér vel í þessu spili úr
Politiken-mótinu í Kaup-
mannahöfn:
Vestur gefur; enginn á
hættu.
Vestur
4 10765
V 532
♦ KDG2
♦ G5
Norður
♦ KDG
V KDG97
♦ Á6
4 Á94
Austur
♦ 94
V 106
♦ 973
♦ D108762
Suður
4 Á832
V Á84
♦ 10854
4 K3
Andstæðingar Sigurðar
og Aðalsteins voru Svíarnir
Hallberg og Wrang, sem
enduðu í fjórða sæti:
Vestur Norður Austur Suður
Hallberg Sigurður Wrang Aðal-
steinn
Sigurður opnar á sterku
lauft og með einu hjarta
sýnir Aðalsteinn jákvæð
spil og jafna skiptingu. All-
ar sagnir Sigurðar fram að
sjö hjörtum eru síðan
spurningar; fyrst um skipt-
ingu, síðan um mannspil
og loks um staðsetningu
þeirra. Þegar Aðalsteinn
svarar síðustu spurning-
unni, veit Sigurður um
skiptinguna, ásana í hálit-
unum og laufkóng. Hann
sér því tólf slagi með því
að trompa lauf á þrílitinn
og þrettán ef spaðinn gefur
fjóra slagi - en þá þarf
makker helst að eiga tíuna!
Aðalsteinn fékk út tígul,
sem hann tók með ás, iagði
niður trompkóng og spilaði
svo laufi þrisvar og stakk
með áttu. Lauflegan kom á
óvart, en austur gat ekki
yfirtromað. Aðalsteinn tók
svo trompin og spilaði
spaða í lokin í þeirri von
að liturinn félli 3-3. En því
miður, austur átti tíuna
fjórðu.
Hægt er að vinna sjö
hjörtu með því að taka
tvisvar tromp, síðan mann-
spilin í spaða og stinga svo
lauf í borði. Spaðaásinn
heldur, því austur er með
fjórlit og þriðja trompið.
En þetta er verri leið, þótt
hún gangi upp í þessu spili.
SKÁK
Umsjón Margeir
l’étursson
Svartur mátar
í fimmta leik
ÞESSI furðulega staða
kom upp í þýsku Bundesl-
igunni um síðustu helgi.
Slóvakinn og bytjanasér-
fræðingurinn Lubomir
Ftacnik (2.585) var með
hvítt, en Króatinn Ognen
Cvitan (2.2570) hafði
svart og átti leik.
23. - Bxg2+!! 24. Kxg2
- Dh3+! 25. Kxh3 -
Rg5+ 26. Kg2 - Rh4+
og Ftacnik gafst upp, því
27. Khl - g2
er mát. Flétt-
urnar gerast
ekki öllu
glæsilegri.
Byrjun skák-
arinnar var
mjög athygl-
isverð: Kóngs-
indversk vörn:
1. d4 — Rf6
2. Rf3 - g6
3. c4 - Bg7
4. Rc3 - 0-0
5. e4 — d6 6.
Be2 - e5 7.
0-0 - Rc6 8.
d5 - Re7 9. Rd2 - Re8
10. b4 - f5 11. c5 - Rf6
12. f3 - f4 13. Rc4 - g5
14. a4 - Rg6 15. Ba3 -
Hf7 16. b5 - dxc5 17.
Bxc5 — h5 18. a5 — g4
19. b6 - g3 20. Khl -
Rh7 21. d6 - Dh4 22.
Bgl - Bh3 23. bxc7? og
nú höfum við stöðuna á
stöðumyndinni.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Léleg þjónusta
ÉG VIL benda bíleigend-
um á einstaklega lélega
og fljótfærnislega þjón-
ustu hjá dekkjaverk-
stæðinu Gúmmívinnu-
stofunni í Skipholti. Þar
var öðru framhjólinu rétt
aðeins tyllt á bílinn hjá
mér sem skapaði auðvit-
að stórhættu í umferð-
inni þegar keyrt var af
stað. Fyrir utan óþæg-
indin við að þurfa að yf-
irfara hin dekkin líka til
að vera viss um að allt
væri í lagi. Svo þegar
hringt var á staðinn og
kvartað var ekki einu
sinni beðist afsökunar
sem hefði nú verið lág-
mark með tilliti til þjón-
ustu við viðskiptavini
sem greiða fyrir ákveðið
verk og ætlast til að því
sé lokið en ekki hálfklár-
að.
Adda S.
Jóhannsdóttir.
„Lækningar og
saga“ óskast
ER EINHVER sem getur
látið mig fá bækurnar
Lækningar og saga (2
bindi) eftir Vilmund
Jónsson? Uppl. hjá Sigr-
únu í síma 568 5070.
Tapað/fundið
Fiorucci leður-
kápa týndist
BRÚN Fiorucci leður-
kápa týndist á Astro 11.
okt. sl. Ásamt kápunni
var hvítur trefill og vettl-
ingar og gul peysa. Þessi
kápa er ein sinnar teg-
undar hér á landi og því
sárt saknað. Þeir sem
hafa einhvetjar upplýs-
ingar um flíkina eða hafa
orðið varir við hana vin-
samlegast hafi samband
við Ingu í síma 567 6065
eða Jóa á Astró.
Gullhálsfesti
TAPAST hefur gullhál-
skeðja u.þ.b. 45-50 cm.
Gæti hafa tapast í Ár-
múla eða í Grafarvogi við
Rauðhamra. Festarinnar
er sárt saknað. Fundar-
laun. Þeir sem hafa orðið
varir við festina hafi
samband f síma
587 7807 eftir kl. 17.
Lyklaveski týndist
í Hafnarfirði
SVART lyklaveski týnd-
ist ' í Hafnarfirði, í
Hraununum, sl. sunnu-
dag. Veskið er merkt
Polar - hart rat monit-
ors. Uppl. í síma
565 4655 á kvöldin.
Armbandsúr
týndist
ARMBANDSÚR týndist
í Safamýri. Skilvís
finnandi vinsamlega hafi
samband í síma
568 5004 eftir kl. 16 eða
tali við bréfbera í Safa-
mýri.
Kvenúr í óskilum
KVENÚR fannst á Soga-
vegi milli húsanna nr.
36-44. Uppl. í síma
568 4654.
íþróttaskór
í óskilum
ÍÞRÓTTASKÓR fundust
við Skógarbraut (Vals-
heimilið). Uppl. í stma
557 9096.
COSPER
ERTU ekki ánægður að sjá mig.
Víkveiji skrifar...
NETBÓKABÚÐ Máls ogmenn-
ingar er gott framtak að
mati Víkverja. Skrifari hefur haft
bæði gagn og gaman af því að
leita að bókum á heimasíðu verzl-
unarinnar. Enn eru upplýsingar
um hveija bþk af . skornum
skammti, en af tilkynningu á heim-
asíðunni má ráða að það standi til
bóta. Þessi þjónusta ætti að auð-
velda þeim, sem ekki eiga heiman-
gengt, til dæmis íbúum lands-
byggðarinnar, bókakaup til muna.
Hún sparar líka höfuðborgarbúum
sporin - nú er hægt að fletta því
upp á tölvuskjánum hvort bókin
er til, í stað þess að gera sér ferð
í Mál og menningu eða einhvetja
aðra bókabúð til að leita að henni.
xxx
VÍKVERJI verður að hrósa
borgaryfirvöidum fyrir að
hafa staðið gegn niðurrifi gamla
verzlunarhússins á horni Klappar-
stígs og Laugavegar, sem nú verð-
úr þess í stað gert upp í uppruna-
legri mynd. Húsið er næstelzta
húsið við Laugaveg og á sér
merkilega sögu. Miðborgin hefði
orðið fátækari, hefði eiganda þess
verið leyft að rífa það til að byggja
enn einn steinsteypukassann. í
svona málum getur það því miður
orðið þrautalendingin að opinberir
aðilar beiti sér, þegar lóðareigand-
inn hefur ekki metnað til að bera
að halda menningarverðmætum
við. Nóg er búið að ganga í skrokk
á menningararfinum í miðborg
Reykjavíkur nú þegar og kominn
tími til að snúa þróuninni við.
Víkveija finnst það dæmalaus
skammsýni af minnihluta borgar-
stjórnar að standa gegn varðveizlu
hússins. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur stundum kallað sig „varð-
veizluflokk“ og viljað beita sér
fyrir rækt við menningararfinn.
Lítur flokkurinn ekki á það sem
hlutverk sitt að varðveita menn-
ingarverðmæti á borð við Lauga-
veg 21?
xxx
INORSKA blaðinu Aftenposten
kemur fram að stjórnvöld í
Noregi hafi nú til skoðunar tillög-
ur þjóðminjavarðar þar í landi, um
að fasteignaskattakerfið refsi
fólki ekki fyrir að auka verðmæti
gamalla húsa, sem falla undir
þjóðminjalög, með því að gera þau
upp. Þannig geti menn fengið sér-
stakan afslátt af sköttum og
gjöldum á fasteignir, búi þeir í
uppgerðu gömlu húsi og haldi því
vel við, í eigin þágu og samborgar-
anna. Hafa íslenzk þjóðminjayfir-
völd velt þessari leið fyrir sér?