Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Andófs- menn sem skiptimynt? í Þekktasta andófsmanni Kína hefur verið sleppt úr haldi. Ásgeir Sverrisson segir ljóst að Kínverjar og Bandaríkjamenn hafí samið um frelsi honum til handa og veltir upp þeirri spurningu hvort Kínverjar hyggist nota andófsmenn sem eins konar skiptimynt í samningaviðræðum við lýðræðisríkin í þeirri vissu að þeir gleymist fljótt á vesturlöndum. BAKSVIÐ NOKKUÐ ljóst virðist hvaða samningar leiddu til þess að Wei Jingsheng, þekktasta andófsmanni Kína, var sleppt úr fangelsi um liðna helgi og leyft að halda í útlegð til Bandaríkjanna. Óskhyggja er hins vegar að ætla að kínversk yfirvöld hyggist nú slaka á kiónni og sýna andófsmönnum og lýðræðissinnum umburðarlyndi. Miklu fremur vaknar sá grunur að kínverskir kommúnistar ætli sér í framtíðinni að nota valda andófs- menn sem skiptimynt í samn- ingaviðræðum við vesturlönd þegar þeim þykir svo henta. Bandarisldr og kínverskir embættismenn hafa raunar neitað því að samið hafi verið sér- staklega um að Wei skyldi leyft að halda úr landi er undirbúinn var fundur BUl Clintons forseta og Jiang Zemins, starfsbróður hans frá Kína, í Bandaríkjunum fyrir tæpum þremur vikum. Slíkar neit- anir eru á hinn bóginn viðteknar við aðstæður sem þessar. Kinverjar vilja bæta ímynd sína á vesturlöndum með því að láta líta svo út að Wei hafi verið sleppt af „mannúðarástæðum". Talsmenn Clintons vilja skapa þá mynd að frelsi Wei til handa sé bein afleiðing þeirrar stefnu forsetans að leita eft- ir bættum samskiptum við Kína þrátt fyrir mannréttindabrot stjómvalda þar eystra. Þessi stefna forsetans hefur sætt harðri gagnrýni í Bandaríkjunum og reynda víðar en nú geta Clinton og menn hans bent á að hún hafi skilað áþreifanlegum árangri. Gaman hjá Jiang Fundurinn var að sönnu gagnleg- ur fyrir Kínverja. Án nokkurs vafa tókst að skapa heldur jákvæða mynd af Jiang Zemin í alþjóðlegum fjölmiðlum. Jiang krafðist þess að engu yrði til sparað og móttökumar voru í samræmi við þá afstöðu hans að þær bæra að sæma heims- leiðtoga. (Kínverskir sendi- ráðsmenn heimtuðu m.a að bflalest í fullri stærð flytti Jiang frá Blair House þar sem gestir Bandaríkjaforseta búa gjaman, yfir í Hvíta húsið sem er hinum megin við Pennsylvania- breiðgötuna). Að auki krafðist Jiang þess að Bandaríkja- stjóm félli frá þeim hindranum sem settar höfðu verið varðandi sölu á kjamorkutækni og að Kínverjum yrði heimilað að festa kaup á herþyrlum. í báðum tilvikum var orðið við þessum kröfum Kínverja. Gegn þessu féllust Kínverjar á að sleppa Wei úr haldi en síðustu 18 árin hefur hann verið geymdur á bakvið lás og slá vegna lýðræðis- og mannréttindabaráttu sinnar ef frá era taldir sex mánuðir árið 1993. Þá var honum sleppt úr fangabúðum er Kalt mat á hagsmunum mun ráða Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sfml 510 2500 * f „... læsilegt verk og á sinn hátt óður til frelsunar sjálfsins, ástarinnar og bjartsýninnar.” Morgunblaðið 4> FORLAGIÐ Bókin lýsir sársaukafullri reynslu konu þegar höll ástarinnar hrynur. Fyrsta Ijóðabók Önnu Valdimarsdóttur sem er sáifræðingur að mennt. WEI Jingsheng ræðir við fréttamenn í Peking í september árið 1993. Reuters hann átti eftir að afplána sex mánuði af 15 ára dómi. Kínverskir ráðamenn töldu heppilegt að bæta ímynd sína eftir að þeir höfðu sótt um að halda ólympíuleikana árið 2000 og því var Wei gefið frelsi viku áður en úrskurðurinn lá fyrir. Ólympíuleikamir komu í hlut íbúa Sydney og tæpum sex mánuðum síðar var Wei aftur dæmdur í 14 ára fangabúðavist fyrir „undirróðurs- starfsemi" sem miðað hefði að þvi að steypa stjóm Kommúnista- flokksins. Beggja hagur Kínverjar hafa sýnilega metið það sem svo að fórnarkostnaðurinn væri ekki óhóflegur. Wei er ekki þekktur maður í heimalandi sinu. Nafn hans var í raun máð út árið 1979, samkvæmt ákvörðun Deng Xiaoping, þáverandi flokksleiðtoga, sem virðist hafa lagt á hann persónulegt hatur. Alþýða manna í Kína þekkir lítið sem ekkert til bar- áttu Weis og skrifa. Ekkert var um málið fjallað í kínverskum fjölmiðlum, Wei hvarf jafn hijóðlaust úr landi og í útlegð í Bandaríkjunum og hann hvarf á sínum tíma inn í vinnubúðakerfi kommúnismans. Wei hefur lengi átt við veikindi að stríða likt og ítrekað hefur komið fram í bréfum hans sem nú hafa verið gefin út í enskri þýðingu. (The Courage to Stand Alone: Letters from Prison and Other Writings, útg. Viking). Vistin í fangabúðum hefur verið erfið og vitað er að hann hefur hafa einangrun, misþyrming- um og sálrænum pyntingum. Með því að heimila honum að halda í útlegð til vesturlanda var því þeirri hættu afstýrt að hann yrði píslar- vottur fyrir baráttu sína. Bandaríkjamenn vora fyrir sitt leyti reiðubúnir til samninga. Það undirstrikar m.a. sú staðreynd að flogið var með Wei beint frá Peking til Detroit í stað einhverrar stórborgarinnar á austurströndinni. Akveðið var að halda honum fjarri fjölmiðlum fyrstu dagana og persónulegir vinir hans fengu ekki að nálgast hann frekar en fulltrúar kínverskra útlaga. Clinton forseti hefur sagt að hann hlakki til að hitta Wei að máli og verður sá fundur vafalítið notaður til að undirstrika réttmæti stefnu forsetans hvað varðar samskipti við Kína. Forsetinn hefur með þessu unnið mikilvægan sigur í þeirri hörðu deilu sem fram fer í Banda- ríkjunum um afstöðuna til Kína. Þegar horft er til stöðu Clintons nú um stundir í ljósi þeirra spillingar- mála sem á honum brenna má ætla að forsetinn og ímyndarfræðingar hans hafi talið þessa niðurstöðu sér- lega hagkvæma. Gleymast fyrr í vestri Mannréttindasamtök á vest- urlöndum hafa hvatt kínversk stjórnvöld til að láta fleiri andófs- menn lausa. Engin teikn eru á hinn bóginn á lofti um að stefnubreyting hafi orðið á þessu sviði í Kína þótt Wei hafi nú verið leyft að halda í útlegð. Þrátt fyrir að Kínverjum hafí ef til vill tekist að bæta eilítið ímynd sína og Jiang hafi verið brosmildur og nánast viðfelldinn er hann setti upp afkáralegan hatt frá nýlendutímanum í höfuðstaðnum gamla, Williamsburg, er engin ástæða til að ætla annað en kalt hagsmunamat valdhafa eystra muni áfram móta afstöðuna í þessu efni. Mál Weis Er ekki bendir miklu fremur til þess að Kínverjar hyggist nýta sér andófsmenn sem eins konar skiptimynt í samningaviðræðum við Bandaríkja- menn eða þegar þeim þykir nauðsynlegt að blása til ímyndasóknar á vesturlöndum. Stefnubreytingin virðist því sú að Kínverjar telji nú að heppilegra geti verið að senda þekkta andófsmenn í útlegð á vesturlöndum í þeirri von að þar gleymist þeir fljótt og alltjent fyrr en ella. Sovéskir kommmúnistar fylgdu á stundum svipaðri stefnu, a.m.k. reyndist sú ákvörðun Leoníds Brezhnevs, þáverandi flokksleiðtoga, að leyfa rithöfundinum Alexander Solzh- enitsyn að halda í útlegð á vest- urlöndum ekki upphaf nýrrar slökunarstefnu á sviði mannrétt- inda. Solzhenitsyn einangraði sig, sinnti fræðistörfum og ritaði verk um rússneska sögu og menningu, sem margir vesturlandabúar áttu erfitt með að skilja. Wang Dang næstur? Clinton forseti hyggst endur- gjalda heimsókn Jiangs á næsta ári og mun því væntanlega gefast tækifæri til að sannreyna hvort framhald verður á þessari stefnu Kínverja að gjalda fyrir eftirgjöf á vettvangi alþjóðasamskipta með því að opna gaddavírshlið vinnu- búðanna í völdum tilfellum. Nú þeg- ar hafa vaknað vonir um að Wang Dang, leiðtoga lýðræðishreyfingar- innar á Torgi hins himneska friðar árið 1989, verði veitt frelsi í tengsl- um við Kínafór Clintons. Wang var dæmdur í 11 ára fangelsi fyrir „til- raun til stjórnarbyltingar" eftir fjöldamorðin í Peking, sem kölluðu fordæmingu yfir Kínverja um heim allan. Vitað er að móðir Wangs hef- ur nokkrum sinnum farið fram á að syni hennar verði sleppt á þeim for- sendum að hann sé mjög heilsuveill. Það gæti gefið kínverskum ráðamönnum tilefni til að leyfa hon- um að halda úr landi „í nafni mannúðar." Þótt andófsmenn á borð við Wei Jingsheng og Wang Dang, tíbetska trúarleiðtogann Chadrel Rinpoche og katólska biskupinn Zeng Jing- mu, kunni að vera þekktir á vest- urlöndum era þeir miklu fleiri sem horfið hafa inn í kínverska „gúlagið“ án þess að sérstaka athygli hafi vakið. í skýrslu sem samtökin Am- nesty Intemational birtu í fyrra um mannréttindabrot í Kína er að finna nöfn um 2.000 manna sem ýmist hafa verið fangelsaðir vegna skoðana sinna eða sætt hafa þving- unum af hálfu stjómvalda. þekkt- Líklegt er að þeir séu mun fleiri. Nú er spurt hverjir halda muni nöfn- um þessa fólks á lofti þeg- ar sest er að samninga- borðinu með Kínverjum. Fjölmiðlaryk? Barátta Wei Jingshengs hefur að sönnu verið einstök. Hann er 47 ára gamall og hefur varið 18 áram af ævi sinni í vinnubúðum vegna skoðana sinna. Staðfesta hans og hugrekltí hafa skipað honum í hóp merkustu baráttumanna fyrir mannréttindum í ríkjum komm- únismans. Eðlilegt er hins vegar að sú spurning vakni hvert framhaldið verði. Wei er ekki frjáls maður, ákæran á hendur honum hefur ekki verið felld niður og hann getur ekki snúið aftur til heimalands síns. Vera kann að vangaveltur um að heilsu Weis hafi enn hrakað séu réttar a.m.k. hafa vinir hans sagt að áður hafi hann aldrei ljáð máls á því að halda frá Kína. Kínverjar líta sýnilega svo á að andófsmenn geti í ákveðnum tilfell- um unnið meiri skaða á bak við lás og slá en í útlegð á vesturlöndum. Oft bíður þeirra einnig ákveðin ein- angrun þar, aðgangur að upplýsing- um um mál tiltekinna andófsmanna og framferði stjórnvalda er yfirleitt mun takmarkaðri en í heimalandinu auk þess sem samstaða einkennir ekki alltaf samfélög pólitískra útlaga á vesturlöndum. I þessum efnum eins og svo mörgum öðrum horfa Kínverjar til langtímahags- muna sinna: vissulega skapast mik- ill áhugi þegar þekktum andófs- manni er sleppt en sá skaði sem það veldur getur reynst minni en ella þegar rykið er sest og fjölmiðlarnir frjálsu finna sér nýtt og meira spennandi viðfangsefni í þrotlausri samkeppni sinni um athyglina. ur í heima- landi sínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.