Morgunblaðið - 23.11.1997, Page 7

Morgunblaðið - 23.11.1997, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997 7 LIFEYRI SSJOÐUR STARFSMANNA RÍKISINS TVEIR GOÐIR KOSTIR VAL MILLI A - OG B - DEILDAR LÍFEYRISSJÓÐS STARFSMANNA RÍKISINS FYRIR 1. DESEMBER Um síðustu áramót var Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins skipt í tvær deildir. Stofnuð var ný deild við sjóðinn sem nefnd er A-deild. Allir þeir sem gerðust sjóðfélagar eftir 1. janúar 1997 greiða til nýju deildarinnar. Jafnframt eiga allir þeir sem aðild áttu að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins á árinu 1996 og áunnu sér réttindi á því ári kost á að færa sig úr eldra réttindakerfi sjóðsins í A-deildina. Kjósi sjóðfélagi að færa sig úr B'deild lífeyríssjóðsíns í A-deild þarf hann að tilkynna sjóðnum þá ákvörðun sína fyrir 1. desember 1997. Fyrr á þessu ári gaf Lífeyrissjóður starfsmanna rlkisins út bækling með ítarlegum upplýsingum um A- og B-deild sjóðsins. í bæklingnum eru upplýsingar um helstu atriðin í réttindareglum hvorrar deildar, dæmi um útreikning lífeyrisréttinda, samanburður á réttindum milli deilda og ábendingar varðandi val milli A- og B-deildar. Bæklingurinn var sendur til allra sjóðfélaga. Þeim sem ekki hafa gert upp hug sinn varðandi val milli A- og B-deildar er bent á að kynna sér efni hans eða hafa samband við skrifstofu sjóðsins. Unnt er að fá eintak af bæklingnum á skrifstofu lífeyrissjóðsins eða að hringja á skrifstofuna ogfá hann sendan. LÍFEYRISSJÓÐUR STARFSMANNA RÍKISINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.