Morgunblaðið - 23.11.1997, Síða 10

Morgunblaðið - 23.11.1997, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Fjölbreytt samstarfsverkefni Evrópusambandsins á sviði menntunar- og tækni Islendingum vegnar vel Með samningnum um Evrópskt efnahagssvæði opnaðist íslend- ingum aðgangur að fjölbreyttum samstarfsverkefnum Evrópusambandsins á sviði menntunar og rannsókna. Anna G. —^-----------y---------------- Olafsdóttir kemst að því að Islendingar hafa verið fljótir að til- einka sér vinnubrögðin og þeim hefur vegnað vel í hinum ýmsu verkefnum. Smám saman verður árangurinn áþreifanlegri í skólum og fyrirtækjum, svo ekki sé minnst á rannsóknir. EIN viðamesta áætlunin er einmitt rammaáætlun ESB um rannsóknir og þróun. Af hálfu ESB hefur rammaáætluninni verið skipt í fjögurra ára rammaáætl- anir og var þriðja rammaáætlunin að renna út sama ár og íslendingar gerðust fullgildir aðilar að EES árið 1994. Ekki var því auglýst eftii' umsóknum um styrki til undiráætl- ana fyrr en fjórðu áætluninni var hleypt af stokkunum seinni hluta sama árs. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og höfðu 212 umsóknir borist til ESB fyrir árslok 1996. Flestar umsókn- anna eða 54 voru á sviði landbúnaðar og fískveiða. Samþykktar voi'u 16 umsóknir á því sviði og nam styrkur- inn samtals 242 milljónum íslenskra króna. Af heildarfjölda umsókna voru fyrirtæki aðilar að 44 umsóknum. Alis voru 76 umsóknir samþykktar og voru fyrirtæki aðilar að 7 umsóknanna. Sjö umsóknir voru enn í mati í árslok. Samanlögð upphæð styrkja var 887 milljónir á öllum sviðum rammaáætlunarinnar í árslok 1996. Rammaáætlunin nær til ársins 1998. Heildarfjármagn áætlunarinn- ar er áætlað rúmlega 11 milljarðar ECU eða tæplega 900 milljarðar ís- lenskra króna. Framlag Islendinga til áætlunarinnar er áætlað nema um 807 milljónum íslenskra króna. Þegar upp er staðið er gert ráð fyrir að heildarfjárveiting vegna verkefna með aðild íslendinga verði rúmur milljarður. Fjái-veitingin nemur því væntanlega um 132% framlagsins. Framlögð áætlun gerir ráð fyrir að 267 islenskar umsóknir, þar af 57 með aðild fyrirtækja, berist um sam- starfsverkefni með aðild íslendinga. Alls hafa um 106, þar af 27 með aðild fyrirtækja, verið samþykktar og þrjár eru enn í mati. Góður árangnr Rannsóknarráð hefur unnið að kynningu rammaáætlunai'innar í sam- vinnu við Rannsóknaþjónustu Háskóla Islands og Iðntæknistofnun. Saman mynda stofnanirnar þrjár KynningT anniðstöð Evrópurannsókna (KER) og er Rannsóknarráð í forsvari fyrir starfsemina. Elísabet Andrésdóttir, fulltrúi Rannsóknarráðsins, segir að unnið sé að kynningu og veitt aðstoð vegna umsókna. Ekki sé t.a.m. endilega sjálfgefið hvar borið sé niður í 17 undiráætlanir rammaáætlunarinnar. „Umsóknareyðublöðin vefjast stund- um fyrir umsækjendunum. Oft er því aðstoðað við að fylla út umsóknar- eyðublöðin. Útskýrt er hvemig ferlið gengur fyrir sig og fylgst með hvern- ig umsóknunum reiðir af úti. Smám saman höfum við öðlast yfirsýn yfir sviðið og ef svo ber undir vísum við á aðrar betri leiðir. Umsókna- og ferðastyrkir Rannís hafa notið vinsælda og hafa eflaust verið sér- staklega mikilvægir til að byrja með.“ Mun hærra hlutfall íslenskra umsókna hefur verið samþykkt (tæplega 40%) en að meðaitali er samþykkt (20%). Elísabet telur eink- um tvær skýringar á því góða gengi. „Sú fyrri er að við erum einfaldlega sterk á ýmsum sviðum, t.d. hefur gengið vel á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs. Eins er vert að taka fram að uppgangur á sviði upplýsin- gatækni hefur verið að skila sér á því sviði. Onnur meginástæða felst í því að íslenskir visindamenn hafa nær undantekningalaust þurft að sækja sér sérmenntun til annarra landa og eru því vanir þvi að starfa með er- lendum visindamönnum. „ Árangurinn hefur verið misjafn eftir einstökum undiráætlunum. Best hefur okkur gengið, eins og áður var sagt, í landbúnaðar- og fiskveiðiáætl- uninni, upplýsingatækniáætluninni og umhverfisáætluninni. Arangurinn hefur ekki verið eins góður á sviðum á borð við fjarvirkni, samgöngu- rannsóknir, mælingar og prófanir. „Slakari árangur á sviði fjarvirkni kann að hluta að skýrast af því að ekki var tekið sérstakt tillit til lítilla og meðalstórra fyrirtækja í undi- ráætluninni. Eins hefur væntanlega frekar verið sótt í upplýsingatækni- na. Eg veit ekki hvers vegna við er- um svona lengi að taka við okkur á samgöngusviðinu énda eru samgöng- ur Islendingum sérstaklega mik- ilvægar," segir Elísabet. Verkefnin byrja vel Þegar spurst er fyrir um hvernig vinnan við verkefnin gangi tekur Elísabet fram að ekki sé langt um liðið frá því að farið hafi verið að Aætlun Umsókmr íslendinga í fjórðu áætlun ESB, til ársloka 1996 Fjöldi Samþ. umsókna Þ. á. m. umsóknir Þ. á. m. m. ísl. þáttaka m. ísl. þáttaka þátttöku fyrirtækja þátttöku fyrirtækja ramma- Upphæð slyrks í til ísl. mati m.kr. Landbúnaður og fiskveiðar 54 8 16 2 242,0 Upplýsingartækni 20 14 10 7 131,3 Hafrannsóknir og tækni 9 0 4 0 96,9 Nýting niðurstaðna 12 3 6 1 95,6 Umhverfi og loftslag 22 0 10 0 93,0 Fjarskiptatækni 4 2 4 2 87,0 Orkurannsóknir 4 1 1 1 50,0 Iðnaður og efnistækni 3 2 2 1 18,0 Styrkir til vísinda- og fræðim. 12 0 2 0 2 18,0 Líftækni 7 1 2 1 15,0 Fjarvirkni 21 8 6 4 13,6 Átak v. lítilla og meðalst. fyrirt. 6 3 3 3 2 6,0 Samgöngurannsóknir 4 0 2 0 4,0 Félags- og hagvísindi 6 0 1 0 2,0 Líf- og læknisfræði 17 0 2 0 ? Alþjóðlegt vísindasamstart 3 v 1 0 0 1 0,0 Mælinqar oq prófanir 2 1 0 0 2 0,0 Önnurverkefni 6 0 5 0 15,0 Samtals 212 44 76 7 7 887,0 Clermont i okt. 1997 L Píreus S júní 1997 C Genúa @ nóv. 1996 L Luleá i júní 1996 C Lissabon I nóv 1995 C Dortmund I juní 1995 C Bilbao e nóv. 1994 C Gdansk C400 ! 2.000 J431 ! 1.733 ] 389 12.344 □ 378 11165 □ 406 ! 2.092 □ 371 □ 479 11.959 ■É 2.132 11.643 júni 1994 C Glasgow i des.1993 C Lille □ 401 ! 1.278- ] 334 - Gestafyrirtæki - Móttökufyrirtæki júní 1993 C Bari des. 1992 I Þessaloniki júní 1992 Leipzig des. 1991 Porto □ 414 ! 1.768 ] 303 júní 1991 t Cardiff ' _____ júní 1990 l....1170 Torremolinos júní 1989 Dublin BH200 júní 1988 □120 800 Europartenariat- mót 1988-1997 Islendingar hanna harðkornadekk Kveikjan óþolandi hvinur og slit KVEIKJAN að harðkornadekkjunum fólst í því að mér fannst ekki lengur hægri; að bjóða upp á að ekki væri hægt að stöðva bfl í hálku án umtalsverðs hvins frá dekkjunum og með tilheyrandi sliti á götunni. Fyrir utan að nagladekkin veita takmarkað öryggi við venjulegar kringumstæður vegna hættu á að bif- reiðin skauti á yfirborðinu," segir Ólafur Jónsson, hugmyndasmiður harðkorna dekkja. Harðkornadekkjunum er ætlað að leysa af hólmi nagladekk á norðlægum slóðum. Nýsköpunarsjóður rammaáætlunar ESB veitti 20 milljóna króna styrk til tækniyfirfærslu og til- raunamarkaðssetningar á dekkjunum nú í haust. Ólafur segist hafa fengið hugmyndina að dekkjunum fyrir 24 árum. „Með sam- starfi minu og Helga Geirharðssonar, verkfræðings, fór þróunarvinna svo í fnllan aranor fvrir nm bremiir árum. Fvrst og fremst hefur þrennt verið haft í huga. Að harðkornadekkin stæðust samanburð við nagladekk hvað varðar viðnám. Slit á vegum yrði eins lítið og kostur væri og sýna rannsóknir að slitið er 93% minna en af nagladekkjum. Síðast en ekki síst var svo stefnt að því að losna við hvininn. Þróunarvinnan hefur að hluta verið styrkt af innlendum aðilum. Við sóttum svo um styrk til ESB til að vinna í sam- vinnu við breska fyrirtækið Vaco-lug að tækniyfirfærslu og tilraunamarkaðssetn- ingu á dekkjunum. Nýlega var svo gengið frá formlegum samningi um styrkveitingu að upphæð 20 miiyónir ís- lenskra króna. Framleiðslan er farin af stað og tilraunamarkaðssetning í Noregi, Svíþjóð og á Islandi hafin. Viðbrögðin hafa verið vonum framar og er í því sam- bandi hægt að nefna að þegar hafa selst 1.000 dekk hjá Sólningu hf. Markaðshlut- deild dekkianna stefnir því í að hækka Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÓLAFUR Jónsson er hugmyndasmiður harðkorna dekkja. HUGMYNDIN er að harðkornadekkin leysi af hólmi nagladekk á norðlægum slóðum. mun hraðar en ráð var fyrir gert,“ segir Ólafur og tekur fram að framleiðsla ætti að geta hafíst af fullum krafti á næsta ári. Hann segir mikilvægt að huga að heildarferlinu áður en hafíst er handa við vinnu af þessu tagi. Fyrst komi þróunarvinna, því næst sé rétti tíminn að huga að einkaleyfi, tækniyfirfærslu og tilraunamarkaðssetningu. Þar á eftir fari vinna með fjárfestum og sjálf fram- leiðslan. Ólafur segist kominn að því að hitta Ijárfesta í næstu viku. Hann segist áætla að heildarkostnaður við verkefnið nemi á bilinu 60 til 70 milljónum. Styrk- urinn frá ESB hafi því haft umtalsverða þýðingu fyrir verkefnið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.