Morgunblaðið - 23.11.1997, Page 22
22 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Einleikur á fagott
FAGOTTTÓNLEIKAR verða í Nor-
ræna húsinu á mánudagskvöld, 24.
nóvember, kl. 20.30. Kristín Mjöll
Jakobsdóttir og Brynhildur Ásgeirs-
dóttir leika klassísk verk fyrir fag-
ott og píanó ásamt þeim Sigurði
Halldórssyni sellóleikara og Ár-
manni Helgasyni klarínettleikara. Á
efnisskránni eru verk eftir Mozart,
Mendelsohn, Schumann, Saint-
Sáens og Martinu og er efnisval
að því leyti óvanalegt að sum verk-
anna eru skrifuð fyrir einleik á
önnur hljóðfæri en fagott. Kristín
Mjöll býr og starfar í Hong Kong
og segir aðbúnað og launakjör tón-
listarmanna þar í landi_ mun betri
en gengur og gerist á íslandi.
Kristín Mjöll réðst til fíl-
harmóníuhljómsveitarinnar í Hong
Kong fyrir sex árum og hefur starf-
að þar síðan. Hún segir að fíl-
harmóníusveitin í Hong Kong sé
mjög sambærileg að gæðum og
Sinfóníuhljómsveit íslands. „Ef eitt-
hvað er þá er samhljómur Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands betri því það
háir Fílharmóníunni í Hong Kong
einna mest hversu ör mannaskiptin
eru,“ segir Kristín Mjöll. Aðbúnað
og kjör hjá fílharmóníunni segir hún
mjög góð og að föst laun byrjenda
hjá sveitinni séu tvöfalt hærri en
hjá Sinfóníuhljómsveit íslands.
„Það er kannski fyrst og fremst
góðum launum að þakka hvað
hljómsveitin er skipuð góðum hljóð-
færaleikurum. Meðlimir sveitarinn-
ar koma alls staðar að úr heiminum
og eru gjaman tímabundið í stöðu
hjá hljómsveitinni til að leggja fyrir
laun. Þó eru þetta ekki nema meðal-
laun í Hong Kong og þar er dýrt
að búa.“ Vinnuálagið er svipað og
hér á landi og Kristín segir að það
þyki i raun ekki mikið miðað við
Morgunblaðið/Ásdís
KRISTÍN Mjöll Jakobsdóttir
fagottleikari og Brynhildur
Asgeirsdóttir píanóleikari.
almennan vinnutíma í Hong Kong.
Hún finnur helst að því að ekki sé
borin nægileg virðing fyrir störfum
íslenskra tónlistarmanna sem lýsi
sér m.a. í lágum launum. „Það er
mikil synd því hér á landi eru gerð-
ar miklar listrænar kröfur sem mér
finnst svolítið skorta í Hong Kong.
Olíkt starfssystkinum sínum í Hong
Kong líta íslenskir tónlistarmenn
ekki á tónlistarflutning sem vinnu
heldur lífsstíl og þeir eru tilbúnir
til að gefa sig alia í spilamennsk-
una.“
Tónleikarnir á mánudagskvöld
hefjast á sónötu eftir Mozart fyrir
tvö bassahljóðfæn sem flutt verða
á fagott og selló. Áheyrendum gefst
því kostur á að heyra samspil þess-
ara ólíku hljóðfæra sem sjaldan
leika saman. Tveir af sex sveita-
söngvum tékkneska tónskáldsins
Bohuslav Martinu verða leiknir á
fagott og píanó. Verkið var upphaf-
lega samið fyrir selló og píanó en
vegna þess hvað tónsvið sellós og
píanós er líkt segist Kristín hafa
sótt í smiðju selló einleiksverka til
yfirfærslu á fagott. „Stundum er
það ógerningur vegna þess að tón-
svið sellósins er miklu víðara en ég
hef gert þetta áður t.d. með selló-
svítur Bachs. Þetta er tilraun sem
ég held að enginn hafí gert áður
en vegna þess hve lítið hefur verið
samið af einleiksverkum fyrir fag-
ott þá hef ég verið að þreifa fyrir
mér með að spila verk sem upphaf-
lega eru skrifuð fyrir önnur hljóð-
færi,“ segir Kristín Mjöll. Þriðja
verkið á efnisskránni er sónata eft-
ir Camille Saint-Sáens fyrir fagott
og píanó. Sónatan er ein hin þekkt-
asta úr tónbókmenntum fagottleik-
ara. Þijár rómönsur eftir Robert
Schumann eru venjulega leiknar á
óbó og píanó. Þær bera meistara
sínum fagurt vitni og gera miklar
kröfur um listaræna túlkun. í loka-
verki tónleikanna bætist klarínett í
hópinn og leikið verður tríó eftir
Felix Mendelsohn. Upphaflega var
verkið skrifað fyrir klarínett, basset
horn og píanó en það heyrist sjald-
an í sinni upprunalegu mynd. Krist-
ín segir að það hafi færst í aukana
að hljóðfæraleikarar leiti í smiðjur
annarra hljóðfæra og að það þyki
nú síður hneykslanlegt en oft áður.
„Öll verkin á efnisskránni eru uppá-
haldsverk sem ég hef leikið áður
og mér finnst mjög gaman að geta
boðið gestum upp á gamla meistara
eins og Mozart, Mendelsohn og
Schumann á fagotttónleikum,“ seg-
ir Kristín Mjöll. „Verkin reyna ekki
síður á listræna hæfileika en tækni
og það þykir mér spennandi áskor-
un.“
Nýjar bækur
• NEMA ástin er fyrsta skáld-
saga Friðriku Benónýs en áður
hefur hún skrifað bók um Ástu
Sigurðardótt-
ur, skáld og
listamann
Minn hlátur er
sorg og kom
útárið 1992.
Nema ástin
er saga um
unga konu
sem stendur á
tímamótum.
Hún veit að
stundaglas hennar kann að tæm-
ast og því horfir hún til baka til
fortíðar sinnar en hugar að nú-
tíðinni og framtíðinni, ef einhver
er. Líf hennar hefur ekki verið
dans á rósum þótt hún eigi sér
líka minningarperlur. Hún flýr
umhverfi sitt og fortíð og heldur
til fjarlægs lands. Bréf til ástvin-
ar eru svanasöngur hennar.
Útgefandi erFróðihf. Bókin
er 135 bls. Kápu gerði ívan
Burkni. Bókin erprentunnin og
bundin íPrentsmiðjunni Grafík.
Verð kr. 2.490 m/vsk.
• BLÓÐIÐ rennur til skyld-
unnar nefnist skáldsaga eftir
Hafliða Vilhelmsson. Hafliði hef-
ur áður sent frá sér nokkrar
skáldsögur og kom sú fyrsta,
Leið 12 Hlemmur-Fell, út fyrir
um það bil tuttugu árum.
Sögusvið er Reykjavik nútím-
ans. Höfundur teflir fram tveimur
ólíkum heimum. Annars vegar er
hversdagslegur heimur Ármanns
Sveinssonar menntaskólakennara
og fólksins í kringum hann, og
hins vegar heimur Jóhannesar
Þorsteinssonar, sem kallaður er
Djó, en þar er
um að ræða
undirheima
fíkniefna-
neyslu og
-sölu. Tilvilj-
anir leiða
þessa tvo
menn og þessa
tvo ólíku
heima saman
og örlaganornir spinna vef sinn
og leiða til uppgjörs sem koma
mun lesendum á óvart.
Útgefandi erFróði hf. Bókin
er 176 bis. Kápu hannaði ívan
Burkni en mynd á kápu tók Ey-
dís Einarsdóttir á Miklatúni.
Bókin er prentunnin og bundin
í Prentsmiðjunni Grafík. Verð
kr. 2.990 m/vsk.
• LEYNIFÉLAGIÐ er eftir
Kristján Jónsson.
í þessari nýjustu bók þessa
höfundar seg-
ir frá baráttu
Jóa og stelpn-
anna í Tígris-
sveitinni við
dularfullan fé-
lagsskap
stráka sem
kallar sig
leynifélagið
Hefnd Gula
skuggans.
Þau lenda í æsilegum ævintýrum
og leggja sig í mikla hættu þeg-
ar þau njósna um félagana fyrir
Skafta sýslumann, sem grunar
að þeir séu annað og meira en
hópur uppivöðslusamra stráka.
Útgefandi er Skjaldborg.
Leynifélagið er 134 bls. Leiðbein-
andi verð er 1.580 kr.
VARDA
„Hafðu samband. við bankann þinn og kynntu
þér víðtæka þjónustu Vörðunnar. “
„Ég hélt alltaf að peningar og sköpun færu ekki saman. Þar sló ég
víst feilnótu. Ég ferðast mikið út af starfi minu og fer þegar mér hentar.
Þess vegna verða peningamálin að vera í lagi. Mér finnst peningar
og reikn'mgar ekki skemmtilegir, en ég hef skemmtilegt fólk í bankanum
mínum sem sér um þessi mál fi/rir mig. Þess vegna er ég í Vörðunni.
Landsbankinn trei/stir fólki eins og John og veitir
því sveigjanlega fjármálaþjónustu í Vörðunni.
Hann kýs það öryggi og þau þægindi sem felast
í því að hafa öll sín fjármál á einum stað.
Hann lætur peningana vinna fyrir sig með því
að safna punkfum.....
•
•
í Vörðunni er margt í boði, meðal annars:
• Yfirdráttarheimild, allt að 300.000 kr.
án ábi/rgðarmanna.
• Vörðulán, allt að 700.000 kr. án ábi/rgðarmanna.
• Gulldebetkortið, aðildarkort Vörðunnar sem veitir
aðgang að i/msum fríðindum.
• Gullkreditkort, Visa og Vildarkort Flugleiða.
• Ferðaklúbbur fjölski/ldunnar.
• Bílalán, hagstæð lán til bílakaupa.
• Stighækkandi vextir á Einkareikningi.
• Punktasöfnun, í hvert skipti sem þú notar
. gullkortin færð þú 2 punkta, hvar sem þú verslar.
•
Með því að beina viðskiptum sínum á einn stað á
fjölski/ldan auðvelt með að safna yfir 15.000 punktum
hjá bankanum áári í Vildarklúbbi Flugleiða. Vörðufélagar
geta einnig safnað punktum með viðskiptum hjá
Landsbréfum, með því að kaupa F+ fjölski/ldutri/ggingu
VÍS, og nú þegar hjá yfir 160 verslunar-og
þjónustufi/rirtækjum sem tengjast Vildarklúbbi Flugleiða.
Síðan má brei/ta punktum í peninga eða nota þá sem
greiðslu vegna ferðalaga.