Morgunblaðið - 23.11.1997, Page 23

Morgunblaðið - 23.11.1997, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997 23 Listaklúbbur Leikhúskjallarans á mánudagskvöld Bandamenn flytja elsta leikrit á íslensku LEIKHÓPURINN Bandamenn flytur elsta leik- rit sem til er á íslensku í Listaklúbbi Leikhús- kjallarans á morgun, Belíalsþátt sem samin var af Þjóðverjanum Sebastian Wild árið 1566. LEIKHÓPURINN Banda- menn flytur í fyrsta sinn svo vitað sé elsta leikrit sem til er á íslensku, Belíaisþátt, í Listaklúbbi Leikhúskjallar- ans á morgun, mánudags- kvöld kl. 20.30. Belíalsþátt- ur er til á handritadeild Landsbókasafns-Háskóla- bókasafns í íjórum upp- skriftum og hefur það verið mönnum mikil ráðgáta hvaðan hann er ættaður. Sveinn Einarsson, sem stýr- ir leiklestrinum á morgun, hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að leikur- inn sé eftir þýskan mann að nafni Sebastian Wild og hann hafi verið þýddur á íslensku um 1630. „Þetta er síðhelgileikur," segir Sveinn, „eins konar siðbótarleikur skrifaður ein- mitt á þeim tímum þegar siðaskipti verða í mörgum Evrópulöndum. Uppskrift- irnar sem leikurinn er til í eru að vísu ungar, þær elstu frá seinni hluta átjándu ald- ar en tungutakið og Biblíut- ilvitnanir í íslenska textan- um benda til þess að hann sé eldri, eða frá því þegar Þorláksbiblía var að taka við af Guðbrandsbiblíu. Leikurinn kom hins vegar fyrst út árið 1566 í Augsburg í Þýskalandi. Hvernig hann hefur borist hingað er með öllu óskilianleert en trúleea hefur bað komist í Skálholt og þar hafa skóla- strákar kannski notað það til skemmtunar eða kennslu." Leikurinn heitir fullu nafni Ein föeur traeedía. um löesókn Belíals gegn Christo fyrir niðurbrot djöfulsins ríkis. Sveinn segir að efni hans sé kátlegt. „I trúarjátningunni er sagt frá því er Jesús steig niður til heljar. Koma þá púkar til guðs og segja að það gangi ekki, Jesús sé búinn að brjóta niður þeirra ríki og látið lausar heiðnar sálir sem þeir eru búnir að safna samviskusamlega saman. Þeir eru mjög reiðir yfir þessu og fínnst þetta órétt- læti. Óska þeir eftir því að þetta sé tekið fyrir dóm- stól. Er sá þeirra sem þykir mestur lagamaður, Belíal, fenginn til að heíja laga- flækjur á móti Kristi. Og um þetta fjallar leikurinn, hvernig þeim púkum vegnar í málsókninni gegn almætt- inu. Eru ýmsir kallaðir til vitnis, þar á meðal spámenn gamla testamentisins og heiðnir heimspekingar og keisarar." Þeir sem taka þátt í að flytja Belíalsþátt eru Bandamennimir Ragnheið- ur Elfa Arnardóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Jak- ob Þór Einarsson, Stefán Sturla Sigurjónsson og Sveinn Einarsson. Bandamenn þeirra í þessari sýningu verða Guðni Franzson og Ólafur Örn Thoroddsen. Leikurinn er mikið styttur í flutn- inmum. ■^r 2X Málefnanefnd Sjálfstæðisflokksins um upplýsingamál A/lálJ?í ins Tölvumenntaður starfsmaður óskast!!! Málþing málefnanefndar Sjálfstæðisflokksins um skort á sérfræðingum á sviði upplýsingatækni. Miðvikudaginn 26. nóvember kl. 17-19. á Hótel Sögu, A-sal. Dagskrá: Eftirtaldir aðilar flytja stutt inngangserindi: — Hjálmtýr Hafsteinsson, lektor við Háskóla íslands. — Skúli Valberg, verkfræðingur EJS hf. — Helga Waage, formaður Félags tölvunarfræðinga. — Þorvaður Elíasson, rektor Verslunarskóla íslands. — Páll Skúlason, háskólarektor. — Björn Bjarnason, menntamálaráðherra. Umræður verða á eftir inngangserindum. Fundarstjóri verður Halldór Kristjánsson, forstjóri. - kjarni málsins! Eg læt ekki senda mig. Eg fer þegar mér henta.r! Þess vegna er ég í Vörðunni! Landsbanki íslands Elnstaklingsvlðskipti Traustið er h j á |)ér og ábi/rgðifi hjí okkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.