Morgunblaðið - 23.11.1997, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 23.11.1997, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ GOSIÐ í Gjálp á síðasta ári er einstætt í sinni röð. í fyrsta skipti gafst jarðvís- indamönnum færi á að fylgjast með átökum elds og íss og myndun móbergsfjalls inni í stórum jökli. Gosið hófst að kvöldi 30. sept- ember og á þeim 13 dögum sem gosið stóð bráðnuðu um 3 rúmkílómetrar íss. A meðan mynd- aðist allt að 350 m hár og 6-7 km langur móbergshryggur inni í jökl- inum. Volgt bræðsluvatn rann frá gosstöðvunum og safnaðist fyrir í Grimsvötnum þar til þau hlupu 4.-6. nóvember. Af gosinu má ýmsa lærdóma draga um myndun móbergsfjalla og áhrif eldgosa á stöðugleika jökla, m.a. um hugsan- leg áhrif eldgosa á stærstu jökul- breiðu jarðar á Suðurskautslandinu. Inngangur Móbergsfjöll eru áberandi á Islandi og á stórum svæðum er landslagið fyrst og fremst mótað af móbergshryggjum og stöpum. Allir þekkja móbergsstapann Herðubreið og meðal kunnuglegra fjalla í ná- grenni Reykjavíkur eru Bláfjöllin, en þau era móbergshryggur sem talinn er hafa mjmdast við gos undir ísaldarjökli. En þó að stór hluti landslags á Islandi hafi orðið til við eldgos undir jöklum höfðu jarðvís- indamenn ekki fylgst áður með slíku gosi á þann hátt sem unnt var síðastliðið haust. Við Kötlugosið 1918 voru engir starfandi jarðvís- indamenn í landinu og við gos á Grímsvatnasvæðinu á 3. og 4. ára- tugnum voru aðstaða og mannafli lítil, svæðið var óþekkt, flugið var á sínu bernskuskeiði og því erfitt um vik að fylgjast með gosunum. Pó hafa athuganir frumkvöðlanna Jóhannesar Áskelssonar, Danans Niels Nielsen, Pálma Hannessonar, Sigurðar Þórarinssonar og Steinþórs Sigurðssonar reynst ómetanlegar í ljósi síðari tíma vit- neskju. Kort, lýsingar og ljósmyndir frá þessum framkvöðlum voru sá efniviður sem lagður var til grand- vallar við nýlega rannsókn á gosinu 1938, en það orsakaði síðasta stóra Grímsvatnahlaupið fram til 1996. Skilningur á atburðarásinni á síðasta ári byggðist einkum á tvennu: Annarsvegar á vitneskju sem fengist hafði með könnun á þeim brotakenndu gögnum sem til voru um gosið 1938 og hins vegar á kortlagningu jökulyfirborðs og botnlandslags á Vatnajökli. Sú kort- lagning er afrakstur íssjánnælinga Raunvísindastofnunar og Lands- virkjunar síðustu 17 ár. Kortin og fræðileg þekking um eðli vatns- rennslis undir jökli hafa verið notuð til að staðsetja vatnaskil í jöklinum en lega þeirra segir til um hvert bræðsluvatn muni renna þegar gos verður. Að morgni 29. september 1996 hófst óvenjuleg jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Jarðskjálftafræðing- ar á Raunvísindastofnun, vopnaðir marga ára reynslu af Kröflueldum, spáðu því að gos gæti verið í aðsigi. Stóð hrinan fram á kvöld þann 30. september en þá dró skyndilega úr skjálftum en stöðugur órói hófst. Markaði óróinn upphaf gossins. Gef- in var út viðvörun um hugsanlegt yf- irvofandi gos í kvöldfréttum þann 30. september. Gosstöðvarnar vora staðsettar morguninn eftir þegar Reynir Ragnarsson lögreglumaður í Vík flaug fyrstur manna yfir jökul- inn. Tilkynnti hann að ný ketilsig væra að myndast austan Skaftár- katla. Frá fyrsta degi gossins fylgdumst við með því í daglegum flugferðum sem skiluðu miklum árangri þrátt fyrir misjafnt veður á köflum. Skipti þar sköpum að í eftirlitið var notuð öflug og vel búin flugvél undir öraggri stjórn Snæbjöms Guðbjörnssonar og annarra flug- manna Flugmálastjórnar. Rad- arhæðarmælir vélarinnar reyndist notadrýgsta tækið og á nokkram dögum lærðum við að nýta hæðarmælinn til að skoða umfang og dýpi sigkatla og mæla yfirborð Grímsvatna. Aðaltilgangur ferðanna var að meta atburðarásina á degi hverjum vegna hættu á jökulhlaupi. Áhersla var lögð á að kanna hver væri hraði vatnssöfnunar í Grím- svötnum, hvort hlaup væri að hefj- ast úr Grímsvötnum og hvort gosið næði inn á vatnasvið Jökulsár á - tv- — K _• ■'* ■ 'V - - Ljósmynd/Snæbjörn Guðbjörnsson. GOSSTÖÐVAR 15. október 1996, skömmu eftir goslok. Gígur stendur upp úr vatni í fsgjánni. Þrátt fyrir ösku á yfirborði var gígurinn að mestu úr ís. Ef vel er að gáð má greina ís neðst í börmum hans. Gígurinn féll fljótlega saman og hvarf að mestu. Gosið í Gjálp og myndun móbergsfjalla Þegar eldsumbrotum í Vatnajökli og hlaupinu í kjölfarið lauk höfðu jarðvísindamennirnir Magnús Tumi Guðmundsson, Freysteinn Sigmundsson og Helgi Björnsson í höndum ómetanleg gögn um hegðun eldgoss inni í jökli, þau fyrstu sem fengist hafa. Þeir hafa talið það skyldu sína að greina frá niðurstöðum í heimi vís- indanna og í þeim tilgangi birtist fyrir skömmu grein í vísindatímaritinu Nature. Hér kemur meginefni hennar fyrir augu íslenskra lesenda. Fjöllum. Hefði það gerst, gæti bræðsluvatn hafa hlaupið til norðurs. Þar til Grímsvatnahlaupið mikla var afstaðið í nóvember var vinna okkar helguð þessum áhættuþáttum. En þegar upp var staðið höfðum við í höndum ómetan- leg gögn um hegðun eldgoss inni í jökli, þau fyrstu sem fengist hafa. Það var því okkar skylda að greina frá niðurstöðum í heimi vísindanna og í þeim tilgangi birtist fyrir skömmu grein í vísindatímaritinu Nature. Hér gerum við grein fyrir helstu niðurstöðum sem í greininni birtast. Gangur gossins Fyrsta daginn gaus á 3-4 km langri sprangu með stefnu norðnorðaustur-suðsuðvestur. Sprangan lá ofaná fjallshrygg í botni jökulsins, en sá hryggur er tal- inn hafa myndast í gosinu vorið 1938. ísþykkt yfir hryggnum fyrir gosið var 450-600 m. Fyrsta gosdag- inn (1. október) höfðu tveir katlar myndast yfir gossprungunni og grann dæld í jökulyflrborðið markaði rennslisleið bræðsluvatns- ins niður til Grímsvatna. Af sprang- um á íshellu Grímsvatna mátti ráða að vatnsborð þeirra reis hratt. I nyrðri katlinum náði gosið upp úr jöklinum snemma morguns 2. október og hófst þá öskufall á jökulinn norður af gosstöðvunum. Þennan dag lengdist sprangan einnig um 3 km til norðurs og varð bar mjög kröftugt gos í 2-3 EITT af því sem mest kom á óvart var hversu lítið gat gosið bræddi gegnum ísinn. Myndröðin sýnir hvernig gosið bræddi sig í gegnum jökulinn en gatið hélst þröngt vegna þess að flæði íssins inn að gígn- um bætti upp það sem eldgosið bræddi. sólarhringa, undir 700-800 m þykk- um jökli. Kraftur gossins var mestur fyrstu 4 dagana en á þeim tíma bræddi það um 0,5 km3 af ís á dag, svipað og jarðhitasvæðið í Grímsvötnum bræðir á tveimur áram! Gosmökkur- inn náði oftast í 4-5 km hæð; hæst fór hann í 9 km hæð i hægviðri fyrri hluta dags þann 3. október. Ösku- falls gætti svo til allstaðar á jöklin- um en lítið utan hans. Athyglisvert er að þrátt fyrir að Gjálpargosið sé með stærri gosum á 20. öld á Islandi, er rúmmál ösku sem barst upp á yfirborð jökulsins lítið, varla meira en 1-2% af heildarmagni efnis sem upp kom í gosinu. Svo til allt efnið storknaði og varð eftir undir jöklinum og myndar þar nú fjalls- hrygg á botni hans. Dagana 4.-9. október sást svo til ekkert til gosstöðvanna. En undir lok gossins kom í ljós að ískatlarnir höfðu rannið saman og myndað hina furðulegu ísgjá, 3,5 km langa og 200- 500 m breiða, með 50-100 m háum íshömram. Vatn rann í hægum straumi suður eftir gjánni og niður í jökulinn við enda hennar. Þann 11. október fór að draga niður í gosinu og síðast sást til þess þann 13. október en talið er að gosinu hafi lokið þá um kvöldið. Hægt var að meta magn gosefna út frá bræðslu íss og áætlum við rúmmál þeirra 0,7- 0,75 km3 sem samsvarar 0,4 km3 af þéttu bergi. Gjálpargosið er að lík- indum stærsta eldgos í Vatnajökli á þessari öld. Efalaust rekur marga minni til að hlaupi var spáð úr Grímsvötnum meðan á gosinu stóð. Svo fór þó ekki heldur kom hlaupið nokkrum vikum seinna. Fyrstu dagana var gosið kraftmikið og bræðsla íss mjög hröð. Á 3ja gosdegi kom í ljós að Grímsvötn vora komin yfir hæstu áður þekkta vatnshæð. Dregin var sú ályktun að hlaup hæfist því í síðasta lagi þegar ísstíflan austan þeirra flyti upp. Hefði ísbræðsla haldið áfram með sama hraða og veríð hafði fyrstu fjóra dagana, hefði ísstíflan flotið upp og hlaup orðið 6. eða 7. október. Þess í stað dró mjög úr krafti gossins þann 5. október og Grímsvötn fylltust á 5 vikum, ekki 6 dögum eins og leit út fyrir í fyrstu. ísbræðsla og hiti bræðsluvatns I sjó eða undir jöklum hefur vatn mikil áhrif á hegðun eldgosa. Bæði kælir vatnið gosefnin mun hraðar en gerist undir bera lofti og einnig hef- ur þungi vatnssúlunnar áhrif. Við þessar aðstæður getur gosvirknin verið með tvennum hætti: I fyrsta lagi er myndun bólstrabergs en þá vellur kvikan upp án sprenginga eins og tannkrem úr túpu, skel myndast á bólstrunum sem hlaðast upp í hauga. Bólstraberg er algengt hér á landi. í öðra lagi getur kvikan tvístrast í gler (ösku) og hlaðast þá upp gjóskuhaugar yfir gosrásinni. Að öðru jöfnu er talið að bólstraberg myndist á miklu dýpi en tvístrun og sprengivirkni á litlu dýpi. Samanb- urður við mælingar á hraða kæling- ar bólstrabergs á Hawaii og víðar sýnir að kælingin í Gjálp var a.m.k. tífalt hraðari. Þetta staðfestir að i Gjálpargosinu var tvístrun kvikunn- ar og tilheyi’andi sprengivirkni ráðandi. Ljóst er að átökin milli íss og elds hafa verið óskapleg. Volgt vatnið blandað ösku hefur hrærst með miklum iðuköstum milli kvik- unnar og íssins. Sagan segh’ að jökulhlaup sam- fara eldgosum bæði í Kötlu og Vatnajökli séu oftast mjög snögg og að sama skapi hættuleg. I Gjálpar- gosinu kom í ljós að bræðsluvatnið var 15-20 C heitt þegar það rann af stað frá gosstöðvunum. Svo heitt bræðsluvatn á mun auðveldara með að gera sér göng undir jöklinum en vatn sem er við frostmark. Hinn hái hiti flýtti því stórlega för vatnsins niður til Grímsvatna og átti einnig þátt í að gera Grímsvatnahlaupið jafn snöggt og raun bar vitni. Svipað hefur líklega gerst í Kötluhlaupum og hlaupum sem fylgt hafa gosum í Öræfajökli. Myndun móbergsfjalla Guðmundur Kjartansson jarð- fræðingur setti fram kenningu um myndun móbergsfjalla árið 1943. Fjórum áram síðar setti Kanadamaðurinn Mathews fram samskonar kenningu eftir rannsókn- ir á stöpum í norðurhluta Kanada. Vissi hvoragur af verkum hins fyrr en síðar. Fyrir þennan tíma höfðu margir jarðfræðingar brotið heilann um myndun stapanna, og voru flest- ir á því að þeir væru annaðhvort myndaðir við að fjöllin hefðu ýst upp yfir landið í kring eða að landið um- hverfis hefði sigið. Guðmundur sýndi fram á að líklegasta skýringin væri sú, að þessi fjöll hefðu myndast við gos inni í ísaldarjöklinum. Neðst í stöpunum er oftast bólstraberg myndað í gosi undir þykkum jökli eða í vatni. Ofan á þvi er móberg, myndað við tvístrun kvikunnar og sprengivirkni þegar vatnsþrýsting- ur yfir gosstöðinni varð minni. Að ofan eru stapar krýndir hraunlögum sem augljóslega_ hafa rannið undir beram himni. I Surtseyjargosinu myndaðist stapi og varð Guðmundur þein’ar ánægju aðnjótandi að náttúran sannaði kenningu hans, a.m.k. hvað það varðar að stapar geti myndast í sjó. I Gjálpargosinu myndaðist ekki stapi heldur hryggur. Hryggurinn rís hæst í 1550 m hæð yfir sjó og í júnímánuði síðastliðnum var hægt að kanna hæsta kollinn þar sem hann gægðist upp úr jöklinum á botni ísgjárinnar. Hann er gerður úr gjósku sem sýndi töluverð merki um að hún væri farin að ummyndast í móberg. Fyrir Surtseyjargosið var talið að móberg myndaðist á löngum tíma, öldum eða árþúsundum. Annað kom á daginn, stór partur Surtseyjar er nú orðinn að móbergi, og var reyndar kominn vel á veg nokkrum árum eftir gosið. í Gjálpargosinu hlóðust gosefnin upp jafnharðan og jökullinn bráðnaði. Kvika getur brætt u.þ.b. tífalt rúmmál sitt af ís, en þegar kvikan tvístrast og verður að gjósku era rúmmálshlutföll gjósku og íss 1/4 til 1/5. Vegna rúmmálsmunarins gerist hvorttveggja að sigkatlar myndast á yfirborði jökulsins og fjall hleðst upp undir ísnum. í gos- inu nú rann bræðsluvatnið jafn- harðan burtu en gosefnin fylltu upp í rýmið sem myndaðist undir jöklin- um. Jökulinn verkaði eins og mót sem hélt að gosefnahaugnum. Þetta er í samræmi við hugmyndir Guðmundar Kjartanssonar. ísinn II > í I' !
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.